Dagur - 14.12.1994, Blaðsíða 24
juuumuL
REGNBOGA
FRAMKOLLUN
Akureyri, miðvikudagur 14. desember 1994
Hafnarstræti 106 • Sími 27422
<fiíjna
Jt)í#r
Söluáætlanir á aðgöngumiðum á HM á ís-
landi hafa ekki gengið eftir:
Margt í undirbún-
ingi keppninnar
er á eftir áætlun
Mér sýnist ramminn liggja
fyrir og ég á von á að end-
anlegur samningur verði frá-
genginn fyrir jól,“ segir Hákon
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
framkvæmdanefndar HM, í
samtali við Dag. Eins og kom
fram í Degi sl. laugardag, hefur
ekki verið gengið frá endanleg-
um . samningi milli fram-
kvæmdanefndar og HM-nefnd-
arinnar á Akureyri og reyndar
ekki heldur í Reykjavík, Kópa-
vogi eða Hafnarfirði.
„Það er heldur ekki alveg rétt
aó það sé ósamið, því samstarfs-
samningur um framkvæmd keppn-
innar lá fyrir í nóvember í fyrra og
síóan þá hafa átt sér stað viðræður
við bæjarfélögin um rcttindi og
skyldur á hverjum stað. - Og það
er stefnt að því að ganga frá samn-
ingum viö öll bæjarfélögin í einu
og þá fyrir áramót. Eftir það von-
um við að þjóðin verði með HM á
heilanum fram að keppninni.“
Söluáætlanir aógöngumiða
hafa ekki gcngió eftir, að sögn
Hákons, og eru ýmsar ástæóur
fyrir því. „Menn voru ekki sam-
mála um það á sínum tíma hvenær
ætti aó hefja miðasöluna en menn
verða aó gera sér grein fyrir því aó
mjög margt í undirbúningi keppn-
innar er á eftir tímaáætlun. Þar
koma til atriói sem við ráðum ekki
við og sem dæmi, þá lá ekki fyrir
Dalvíkurbær:
Útsvar
hækkað í 9,2%
Einróma var samþykkt á
fundi bæjarstjórnar Dalvík-
ur í gær að hækka útsvar úr
9,0% á yfirstandandi ári í 9,2% á
næsta ári.
Þá var samþykkt á bæjarstjórn-
arlundinum með atkvæðum meiri-
hluta bæjarstjórnar, fulltrúar
minnihluta voru á móti, að taka
upp holræsagjald á næsta ári og
verður tæknideild falió aó gera til-
lögu aó rcglugerð þar um. Enn-
fremur var samþykkt aö fjölga
gjalddögum fastcignagjalda úr 5 á
þessu ári í 7 á næsta ári.
Fasteignaskattar eru óbrcyttir
frá yfirstandandi ári og sömulciðis
sorphirðugjald. Aætlað er aó
hækkun útsvars og holræsagjald
gefi bæjarsjóði um 10 milljónir
króna í tekjuauka á næsta ári. óþh
Sjá bæjarmálapunkta frá Dalvík á bls. 2.
VEÐRJÐ
Veðurstofa Islands spáir
suðvestan kalda í dag um
norðanvert landið og veðrið
verður ekki á ósvipuðum
nótum næstu daga. Á morg-
un og föstudag er spáð
hægri suðvestlægri átt,
þurru og björtu veóri, og 1-9
stiga frosti. Á laugardag er
síðan spáö suðaustanátt og
snjókomu víða um land,
frostið verður 0-5 stig.
fyrr en 3. desember sl. hver sæta-
og stæóaskipan yrði í Laugardals-
höll.“
Þá segir Hákon að þátttökuliöin
hafi verið að tínast inn og riðla-
skiptingin liggi ekki enn cndan-
lega fyrir og það hafi líka haft sitt
að segja varðandi miðasöluna.
„Salan er hins vegar hafin af full-
urn krafti og þetta lítur mun betur
út núna. Við vinnum samkvæmt
þeim samningi sem gerður var um
miöasöluna og hún fer fram undir
okkar eftirliti,“ segir Hákon
Gunnarsson. KK
Hver ertþú?
Mynd: Robyn.
Hluthafar í Loðskinni neyta forkaupsréttar á hlutabréfum sem S.S. seldi:
Matsnefnd metur verðmæti 20% hlutafiár
Nokkrir hluthafar í Loð-
skinni hf. á Sauðárkróki
hyggjast neyta forkaupsréttar á
hlutabréfum Sláturfélags Suður-
lands í Loðskinni hf. sem
Skinnaiðnaður hf. keypti fyrir
14 milljónir króna. Þetta kemur
m.a. fram í greinargerð stjórnar
Loðskinns hf. sem birt er á blað-
síðu 4 í dag.
Fram hefur komið að Skinna-
iðnaður hf. festi sl. haust kaup á
um 20% hlut Sláturfélags Suður-
Iands. Birgir Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Loðskinns hf„ segir
að við þessa sölu hafi öðrum hlut-
höfum í Loöskinni ekki verið boö-
inn þessi hlutur S.S. eins og lög
félagsins geri ráð fyrir. Þess vegna
hafi Skinnaiðnaður orðiö aó bjóða
öðrum hluthöfum hlutabréfin til
sölu og þeir hafi nú ákveðió að
neyta forkaupsréttar. Birgir upp-
lýsti að þarna væri fyrst og fremst
um að ræða tvo stóra hluthafa í
Loðskinni, annars vegar Sauðár-
króksbæ sem á um 25% hlutafjár
og hins vegar íslensku umboðs-
söluna sem á um 10% hlutafjár.
Birgir segir að nú liggi fyrir að
skipa matsnefnd til þess að meta
raunvirði 20% hlutafjár Skinna-
iönaðar hf. í Loðskinni. Þeir hlut-
hafar sem hafi lýst því yfir að þeir
ætli að nýta sér forkaupsréttinn,
telji að það verð sem Skinnaiðn-
aóur hf. greiddi fyrir bréfin hafi
verið of hátt.
Birgir sagðist reikna meö aó
mat á hlutabréfunum tæki töluvert
langan tíma og þess væri ekki að
vænta að því yrði lokið fyrr en
einhvern tímann á næsta ári.
„Þessi matsnefnd skal samkvæmt
lögum félagsins skipuð einum
fulltrúa Loðskinns, einum fulltrúa
Skinnaiönaðar auk fulltrúa Hér-
aösdóms Norðurlands eystra. Það
hefur komið fram að Skinnaiðnað-
ur hf. er ekki tilbúinn til þess að
Grenivík:
Nýtt íþróttahús
vígt á laugardag
útnefna mann í þessa nefnd. Þaó
verður því væntanlega skipaður
annar maóur í nefndina af héraðs-
dómara eða sýslumanni. Ef
Skinnaiðnaður sættir sig ekki við
þctta mat, þá skilst mér aó næsta
skref sé opinber ncfnd þriggja
manna til þess að meta virði hluta-
fjárins. Þetta getur því allt tekið
töluverðan tíma en á meðan liggur
umrætt hlutafé dautt vegna jæss
að þaó er enginn eigandi af því,“
sagði Birgir Bjarnason. óþh
RAFTÆKI
í MIKLU ÚRVALI
- í notkun fyrir rúmar 34 milljónir
n:
' æstkomandi laugardag
rennur upp langþráð stund
hjá íbúum Grýtubakkahrepps,
en þá verður formlega tekið í
notkun nýtt íþróttahús á Greni-
vík. Með því gerbreytist öll að-
staða til íþróttaiðkunar í
hreppnum, ásamt því sem húsið
nýtist vel til annarra hluta.
Húsið er stálgrindarhús og und-
ir því 87 fermctra kjallari. SJS
verktakar á Akureyri sáu um frá-
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins:
Tvær konur í þremur
efstu sætum listans
Kjördæmisráð Alþýðuflokks-
ins á Norðurlandi eystra
vinnur þessa dagana að því að
raða fólki á framboðslista
flokksins við næstu Alþingis-
kosningar. Kjördæmisráð hefur
ákveðið hverjir skipi fyrstu þrjú
sæti listans, en ákvörðun kjör-
dæmisráðs um skipan í tólf .sæti
listans verður síðan afgreidd á
aukakjördæmisþingi sem
væntalega verður haldið fljót-
lega í janúarmánuði og fram-
boðslistinn þar staðfestur.
Gunnar B. Salomonssson á
Húsavík, formaður kjördæmis-
ráðs, segir að auðvitað sé lram-
boóslistinn ekki frágenginn fyrr
en kjördæmisstjórn hefur staðfest
hann. I 1. sæti verður Sigbjörn
Gunnarsson alþingismaður á Ak-
ureyri, í 2. sæti Anna Karólína
Vilhjálmsdóttir frá Húsavík, fram-
kvæmdastjóri Iþróttasambands
fatlaðra í Reykjavík, og í 3. sæti
Aóalheiður Sigursveinsdóttir frá
Akureyri, starfsmaður veitinga-
staðarins Kofi Tómasar frænda í
Reykjavík. GG
gang, bæði utan og innan, Vél-
smiðjan Vík á Grenivík um stál-
grindina, Stuðlaberg sf. sá um
grunninn og dúkurinn á gólfinu
kemur frá Sjöfn, en fyrirtækið er
að hasla sér völl hér á landi með
þá framleiðslu.
Aó sögn Guðnýjar Sverrisdótt-
ur, sveitarstjóra, hefur byggingin
gengið vel og er nánast á áætlun.
„Þetta hefur gengið ótrúlega vel
og nánast ekkert komió uppá.
Húsið nýtist auðvitað til íþrótta-
kennslu fyrir skólann og fyrir
íþróttafélagið. Einnig verða leigð-
ir út tímar fyrir almenning og
gólfið er þannig að þetta nýtist
fyrir ýmislegt annað. Við ætlum
t.d. aö hafa þorrablótið okkar
þarna. Við erum líka nokkuð
ánægð með kostnaðartölur. Við
tökum þetta í notkun fyrir um 34
milljónir og ef við tökum með 87
fermetra kjalla, sem reyndar er
bara fokheldur, þá cru þetta rúm
50 þúsund sem fermeterinn kost-
ar,“ sagði Guðný.
Til þessa hei’ur lítill salur, að-
cins um 5x12 m að stæró, verið
notaður til íþróttakennslu. Ekki er
ákveóið hvernig hann verður nýtt-
ur í framtíðinni. Búningsaðastaóa
fyrir nýja húsið er í skólanum til
bráðabirgða.
Sem fyrr segir verður húsið
formlega vígt nk. laugardag og
hefst athöfnin kl. 14.00. HA
Vöfflujárn frá 4.880,-
Kaffivél frá 2470,-
0
\4 KAUPLAND HF.
1 » Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565
INNANHÚSS-
MÁLNING
10 lítrar
frá
kr. 3.990,-
□
KAUPLAND
Kaupangi ■ Sími 23565