Dagur - 29.12.1994, Page 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 29. desember 1994
„Samkeppnisaðilamir njóta góðs
af úreldingaraðferð okkar“
- segir Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri
Bjami Kr. Grímsson tók við starfí
fiskimálastjóra fyrir réttum tveim-
ur árum síöan, eða um áramótin
1992/1993. Áður starfaði hann
sem bæjarstjóri í Olafsfirði og þar
áður sem kaupfélagsstjóri á Þing-
eyri, en kaupfélagió þar rekur um-
fangsmikla útgerð og fiskvinnslu
á staðnum. Hræringar eru miklar í
íslenskum sjávarútvegi um þessar
mundir, erfið staða margra fyrir-
tækja og afleiðing af hæpnum
rekstrargrunni þeirra að koma í
ljós. Sú staðreynd að það er frum-
skilyrði að ganga vel um auólindir
hafsins og nýta þær skynsamlega
er að verða stöðugt fleirum ljós.
Fiskistofnar eru í uppbyggingu en
jafnhliða eru ekki gerðar ráóstaf-
anir til nýta þá á sem hagkvæm-
astan hátt, m.a. situr markaðssetn-
ing manneldisafurða og gæðaaf-
urða mjög á hakanum. Fiskimála-
stjóri var fyrst inntur eftir því
hvort starfið væri öðru vísi eða
tekið aóra stefnu en hann hefói átt
von á í upphafi.
„Nei varla, enda þekkti ég svo-
lítið til hér áður en ég kom til
starfa, var nokkuð kunnugur sjáv-
arútvegi áður en ég fór norður í
Olafsfjörð. Auk þess hafði ég ver-
ið fulltrúi á Fiskiþingi í fjögur ár
fyrir Vestfirðinga, var formaóur
Utvegsmannafélags Vestfjarða og
í stjóm LIU auk þess sem ég
starfaði áður hjá Fiskveiðasjóói.
Það hefur staóið yfir ákveðið
breytingaskeió hjá Fiskifélaginu
sem lá ljóst fyrir er ég réöi mig til
Fiskifélagsins, en menn sjá ekki
alltaf fyrir hvert breytingar leiða
menn, ekki síst hjá svona gamal-
grónu félagi,“ sagði Bjarni Kr.
Grímsson.
Árið 1994 metár í
útflutningsverðmætum
sjávarafurða
- Hvernig verður næsta ár í sjáv-
arútvegi?
„Eg er alls ekki svartsýnn varð-
andi sjávarútveginn, en hann hefur
sýnt þaó gegnum síðustu áratugi
að hann hefur alveg ótrúlega aö-
lögunarhæfileika og ég vil benda á
aó það er ekki svo langt síóan að-
allega var treyst á síldina. Síðan
hvarf síldin og það tók örfá ár að
jafna sig á því áfalli en þá fóru
menn að beina sjónum sínum og
sókninni í aóra fiskstofna; togara-
flotinn var efldur og bátamir fóru
að stunda loðnuveiðar. Þorskurinn
hefur verið okkar helsta afurð
gegnum aldimar, en frá lýðveldis-
stofnun hefur ekki verió minni
þorskafli á Islandsmiðum og sam-
kvæmt áætlun Fiskifélagsins er
gert ráð fyrir 170 þúsund tonna
þorskafla í ár en hann var 251
þúsund tonn árið 1993.
Til mótvægis því höfum við
aukið karfaveióarnar og ekki síst
rækjuveiðar, en þetta ár verður al-
gjört metár, eða um 71 þúsund
tonn á móti 53 þúsund tonnum ár-
ið 1993. Rækjustofninn var mjög
vannýttur, aðallega var rækjan
veidd á innfjöróum og það er ekki
fyrr en að frumkvæði Snorra
Snorrasonar á Dalvík fyrir um
tveimur áratugum að sókn í út-
hafsrækju fer aó aukast aö
einhverju marki.
Á árinu 1994 veróur útflutn-
ingsverðmæti sjávarafuróa rúmir
86 milljarðar króna, og það hefur
aldrei verið meira, var 76 millj-
arðar króna árið 1993 og hefur því
aukist um 13,8% milli ára. Sjávar-
Bjarni Kr. Grímsson, flskimála-
stjóri.
útvegurinn mun því aðlaga sig að
ákveðnum breytingum, byrjað er
að flyja inn hráefni til vinnslu og
því mun útgerð og fiskvinna vinna
sig út úr þessum þrengingum.“
Kjarasamningar sjómanna
snúast um verð-
lagningu aflans
- Kjarasamningar sjómanna og
viðsemjenda þeirra voru felldir nú
í árslok. Hefurðu trú á því að til
verkfalls komi á fiskiskipaflotan-
um?
„Kjaramálin eru mjög við-
kvæm og snúast fyrst og fremst
um verðlagningu aflans. Ég sé
ekki að tekist verði á um hefó-
bundin kjaramál, heldur fyrst og
fremst um verðlagningu aflans,
þ.e. svokallað frjálst fiskverð, og
einnig hvernig sjómönnum verði
tryggt ákveðið lágmarksverð í al-
mennum samningum. Það kæmi
Jólajazz
Jazzinn dunaði enn fímmtudaginn
22. desember í Deiglunni á Akur-
eyri, þar sem Karl Olgeirsson á
píanó, Jón Rafnsson á bassa og
Karl Petersen á trommur tóku
sveifluna saman í efnisskrá, sem
bar talsverðan keim jólahátíðar-
innar.
Fyrst á efnisskrá var jólalagið
Það á að gefa bömum brauð. Þetta
lag birti þegar ýmsa þá þætti, sem
prýddu tónlistarmennina á þessum
tónleikum. Karl Olgeirsson lék á
hljómborðin af festu og ákveðni,
Jón Rafnssn sýndi gjörla, að hann
er í sókn á hljóðfæri sitt jafnt í
tækni sem túlkun, og Karl Peter-
sen hélt uppi öruggum takti, sem
fór vel við fjölbreyttan leik hinna
tveggja. Tríóið lék sama lag aftur
í tónleikalok og þá sem aukalag.
Það var kærkomið. Endurflutning-
urinn var frjálslegri, tjáningarrík-
ari - í einu orði - jazzaðri en hinn
fyrri. Hér var gott dæmi um það,
hverju skiptir að hiti leiksins sé í
túlkuninni; aó spenna, sem óhjá-
kvæmilega fylgir upphafi, sé horf-
in; að samhæfingin sé virk sem
krafturinn að baki túlkuninni.
Það var einmitt samhæfmgin,
sem ekki hvað síst gladdi í eyrum
á tónleikunum í Deiglunni
fimmtudaginn 22. desember. Fé-
lagamir þrír virtust ná sérlega vel
saman. í kynningum laganna ríkti
glettni, sem smitaði fram til
áheyrenda, og í flutningi virtust
tónlistarmennirnir efla hver annan
til átaka jafnt í túlkun sem tækni.
Jón Rafnsson var víða í essinu
sínu einkum á kontrabassann. Raf-
bassaleikur hans var hins vegar
tíðum heldur hávær og óþægilega
grófur. Jón Rafnsson sýndi iðu-
lega mikla tæknilega getu í hröð-
um leik af ýmsum toga og ekki
síður verulega skemmtilegar hlið-
TÓNUST
HAUKUR
Á6ÚSTSSON
SKRIFAR
ar í túlkun og spuna og hefur
sjaldan verið betri og gjöfulli.
Nefna má t.d. leik hans í lögunum
Tólf taktar fyrir heilagan Þorlák
eftir Karl Olgeirsson, Kontraster
eftir hann sjálfan, Leiðin til Betle-
hem eftir Karl Olgeirsson og lag
eftir Karl Petersen, sem hann hef-
ur tileinkað dóttur sinni. I þessum
lögum og mörgum öórum lék Jón
Rafnsson af festu og dirfsku og
meó jazzískri sveiflu, sem sannar-
Iega gladdi eyrun.
Karl Olgeirsson gerði ekki síð-
ur vel. Hann lék á rafmögnuð
hljómboró og beitti ýmsum tón-
blæ á tæki sín. Einnig brá hann
fyrir sig melódíku í nokkrum lög-
um. Skemmtilegra hefði verið að
heyra Karl Olgeirsson á ekta pí-
anó, þar sem sá blær var nýttur, en
vel gerði hann afar víða í tjáning-
arríkum og hugmyndaríkum leik.
Þar má nefna glæsitök hans í Það
á að gefa börnum brauð, einkum í
seinni flutningi og lögin Hátíð fer
að höndum ein, Leiðin til Betle-
hem, Heim í heiðadalinn eftir Karl
Petersen og Killer Joe, sem ásamt
íleirum fórust Karli Olgeirssyni
vel úr hendi.
Karl Petersen hélt leik félaga
sinna við jörðina með öruggum
takti sínum á slagverkið. Hann átti
líka nokkur falleg sóló og
trommubreik, svo sem í Tólf takt-
ar fyrir heilgan Þorlák, Kontraster
og Dóminikana eftir Karl Olgeirs-
son.
Lög þeirra félaga eru mörg
skemmtileg áheyrnar og sum
hreinlega falleg og söngvin. Ein-
hver góður maður ætti aó setja
saman texta við nokkur þeirra, svo
sem Leiðina til Betlehem eftir
Karl Olgeirsson og lag Karls Pet-
ersens, sem hann tileinkar dóttur
sinni. Bæði mundu bera söng
mjög skemmtilega.
Þrátt fyrir annir flestra við und-
irbúning jólanna, voru tónleikarnir
í Deiglunni vel sóttir. Enn einu
sinni sást, hvern hljómgrunn jazz-
kvöld Kaffihússins Karólínu og
Gilfélagsins eiga á meóal jazzunn-
enda á Akureyri. Þau eru gott
framtak og veröa vonandi til fram-
tíóar fastur þáttur í menningarlífi
bæjarins, eins og þau hafa verið á
þessu ári. Aðstandendur þeirra
eiga lof skiliö og ekki síður þakkir
fyrir margar ánægjulegar stundir á
árinu, sem senn kveður.
mér ekki á óvart að það yrðu ein-
hver átök um það mál, en ég held
að þau átök verði ekki mjög lang-
vinn heldur setjist menn niður og
leysi þau. Kjarasamningar sjó-
manna koma ekki til með að taka
neinum stórkostlegum breyting-
um, munu ekki snúast fyrst og
fremst um breytingu á skiptapró-
sentu. Þetta mun snúast um það
hvernig fiskverð ræðst, annars
vegar á markaói og hins vegar í
samningum milli aðila og hvernig
hlutur sjómanna til skipta verður
tryggður úr því.“
✓
Urelding Þróunarsjóðs
niðurgreiðsluleið til
samkeppnisaðila
- Úreldingarstyrkur Þróunarsjóðs
sjávarútvegsins hefur sætt tölu-
verðri- gagnrýni. Stuóla reglur
sjóðsins að endurnýjun á besta og
nýjast hluta fiskiílotans og því
verulega rangar?
„Ég held að reglugerðin um
Þróunarsjóðinn og úreldingu fiski-
skipa sé hugsuð á allt öðrum nót-
um en hugmyndir almennings um
úreldingu ganga út á. Þarna er
stefnt aó fækkun útgerðaraðila og
skipa en ekki verið að hugsa um
að taka elstu og óhagkvæmustu
skipin úr umferð. Því er þetta svo-
lítið öfugsnúió, því ef við eigum
að takmarka &ókn flotans í fiski-
stofnana og vildum gera það með
einhvers konar úreldingu, þá ber
að huga að því hver sóknargeta
viðkomandi skips er í fiskistofn-
inn, burtséð frá aldri þess, því 30
ára gamall bátur getur fiskað jafn
mikió og tveggja ára gamall bátur.
Því þarf fyrst að horfa á rúmlesta-
tölu skipsins, síðan vélarafl, til að
ákveða upphæð úreldingarstyrks.
Það þýddi aftur að nýrri skipin
væru óhagkvæm í úreldingu, en
eldri skipin hagkvæm. í dag er
hins vegar horft á tryggingarverð-
mæti og það opnar leið út úr út-
gerð sem er með nýtt og verómik-
ið skip, mikið skuldsett.
Þetta er hins vegar ákveðin nið-
urgreiðsluleið á mjög góðum, nýj-
um skipum til samkeppnisaðila
okkar í sjávarútvegi, því með úr-
eldingu þarf að selja þau úr landi.
Þannig njóta Irar, Danir, Norð-
menn og fleiri þjóðir góðs af þess-
ari úreldingaraðferð hér.“
Eldisfískur tryggir
stöðugleika
- Framboð eldisfisks hefur aukist
verulega í heiminum á þessu ári.
Heldur þú að neysla eldisfisks
muni aukast á kostnað „náttúru-
legs“ fisk á árinu 1995?
„Þetta snýst einfaldlega um
kostnað viö framleiðslu. Að und-
anförnu hefur það kostað minna
aó ala eldisrækju og slátra en að
senda skip á rækjumiðin og því
býðst slík rækja ódýrari á almenn-
um markaði. M.a. má benda á aó
útflutningstekjur Norðmanna af
laxeldi eru orðnar hærri en sjávar-
útvegstekjur íslendinga, og því
verður að fylgjast grannt með þró-
un fiskeldismála í heiminum.
Markaðurinn vill fá ákveðið og
stöðugt magn af fiski á dag og það
er ekki hægt aó tryggja með al-
mennum veiðum, því hlýtur eldis-
fiskurinn að koma inn í það dæmi
og tryggja stöðugleikann, þ.e.
jafna sveiflurnar á markaónum.
Hvort eldisfiskurinn verði í fram-
tíðinni svo ódýr að hann ógni
veiðunum, er erfitt aó sjá fyrir á
þessari stundu. Það mál verður
hins vegar í umræðunni um sjáv-
arútveg á komandi ári,“ sagði
Bjarni Kr. Grímsson, fiskimála-
stjóri. GG
„Verðlaunagetraun sem matur er í :
Fimm Norðlendingar
fengu verðlaun
Föstudaginn 16. desember sl.
var dregið í verðlaunagetraun-
inni „Verðlaunagetraun sem
matur er í“.
Mjög góó þátttaka var í get-
rauninni og bárust nokkur þúsund
svör. Lausnir 50 heppinna einstak-
linga voru dregin úr þeim lausnum
sem bárust og geta þeir vitjaö
vinninga sinna hjá Sláturfélagi
Suðurlands að Fosshálsi 1 hjá
Gunnari Randver í afgreiósludeild
frá kl. 8 til 16 alla virka daga.
Vinningshafar eru beðnir að sýna
persónuskilríki þegar þeir vitja
vinninga. Vinningshafar af lands-
byggðinni ntunu fá vinninga
senda heim. Vinningshafar hljóta
körfu með úrbeinuðu hangilæri,
hamborgarhrygg, „roastbeef‘, fol-
aldalundum eða filé og kjúkling.
Fimm vinningshafar eru af Norð-
urlandi. Þeir eru: Sigríður Guð-
jónsdóttir, Melavegi 2 Hvamms-
tanga, Jón Grétar Leví Jónsson,
Garðavegi 20 Hvammstanga,
Svanhildur Björgvinsdóttir,
Grundarstíg 4 Sauóárkróki, Lilja
Jóelsdóttir, Hávegi 58 Siglufirði
og María Sigurlaug Ásgrímsdóttir,
Hamragerði 29 Akureyri.
Meófylgjandi rnynd var tekin
þar sem verið var að draga úr rétt-
um lausnum.