Dagur - 18.01.1995, Síða 5

Dagur - 18.01.1995, Síða 5
 Söngtónleikar í Glerárkirkju Miklir söngtónleikar voru haldnir í Glerárkirkju á Akureyri laugardaginn 14. janúar. Tilefni tónleikanna er söfnun til styrktar séra Pétri Þór- arinssyni í Laufási og fjölskyldu hans, en það góða fólk hefur átt í miklu og átakanlegu stríði við sjúkdóma undanfarin ár. Tónleikatilefni af þessu tagi cr eftirtektarvert og lofsamlegt. Það kemur óneitanlega við hjarta- strengi og sýnir, að í þeim harða heimi, sem við byggjum, þar sem efnhagslegar kringumstæður ger- ast erfiðar mjög mörgum og flestir hafa nóg með sig og sína afkomu, finna menn til með þeirn, sem erf- itt eiga og leggja fúslega á sig verk og útlát til þess að styrkja og styðja meðbræður sína og systur. Einsöngvarar á tónleikunum voru Óskar Pétursson, Baldvin Kr. Baldvinsson, Örn Viðar Birgisson, Björg Þórhallsdóttir og Michael Jón Clarke. I dúettum með ein- söngvurunum komu fram Jón Helgi Þórarinsson og Atli Guð- laugsson cn cinnig mynduðu ein- söngvararnir nokkra dúetta. Söng- flokkar voru Tjarnarkvartettinn, X-tríóið og Leikhússkvartettinn. Bræðurnir frá Alftagerði í Skaga- firði sungu saman í dúettum og kvartett. Loks komu fram kirkju- kórar í sóknum séra Péturs Þórar- inssonar undir stjórn Bjargar Sig- urbjörnsdóttur og Hjartar Stein- bergssonar, Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Stcinars Sól- bergssonar og Kór Glerárkirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinsson- ar. Undirleikarar á píanó á þessum miklu söngtónleikum voru Guó- rún A. Kristinsdóttir, Helga Bryn- dís Magnúsdóttir, Richard Simm og Stefán R. Gíslason. TÓNLIST HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR Svo sem sjá má á þessari miklu upptalningu var hér saman komið mikið lið góðra tónlistarllytjenda og ekki einungis af Akureyri, heldur sem næst af Norðprlandi öllu. Vitað er þó, að fleiri ekki síðri hefði mátt til tína jal'nt af því svæði, sem þctta góða listalolk kom af, sem utan þess. Hér var því tækifæri til þcss að hlýða á nokkurn þverskurð þess, scm fjóróungurinn hefur upp á að bjóða á sviði söngs. Það þarf ekki að orðlengja umsögn um fiutning- inn. Hann var góður og víða glæsilegur og sýndi ljóslega, að söngmennt stendur mjög hátt á Norðurlandi. Skipuleggjendur tónleikanna voru þeir Gísli Sigurgeirsson, fréttamaður, og Óskar Pétursson, söngvari. Gísli hafði orð fyrir þeim og flutti ávarp. I því ræddi hann um tilefni tónlcikanna en auk þess þá hugmynd, að efna til styrktartónleika af þessu tagi ár- lega og fá til þeirra listamenn af Norðurlandi eins og nú var gert. Þessi hugmynd er allrar athygli verð. Komist hún í framkvæmd mundi tónleikahald af þessum toga bæöi verða stuðningur við margt gott málefnið og ekki síður afar kærkomið tækifæri til þess að ná saman því besta, sem Norð- lendingafjórðungur hefur fram að færa á sviði sungins tónlistarfiutn- ings. Vonandi verður af fram- kvæmdum í þessu efni. í lok tónleikanna komu allir flytjcndur saman undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar og fiuttu ásamt tónlcikagestum lagið I bljúgri bæn, sem er erlent lag en ljóðið viö það eftir séra Pétur Þór- arinsson. Flutningur þessa ein- falda cn innilega bænarvers var afar áhrifamikill og citt það sterk- asta ákall, sem undirritaður hefur orðið vitni af. Það var mjög við- eigandi lokatriði á þessum glæsi- legu tónleikum, þar sem hugur og framlag allra, jafnt fiytjenda sem áheyrenda, beindist af óeigingirni að einu og sama marki: Að láta af hendi rakna fé og verk í þágu systkina í Guði, sern um sárt eiga að binda og stuðnings þarfnast. Miðvikudagur 18. janúar 1995 - DAGUR - í D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D D DBBBHHBHBHBBQQBBBBBUDBHBQyQQUHHBBBBBHQSBBBBHHBB Hörgdælingar fyrr og nú! Okkar árlega þorrablót verður haldið á Melum 28. janúar 1995 og hefst kl. 21.00. Miðapantanir í síma 26792 (Marta) og 26799 (Ella) í síðasta lagi 25. janúar. Nefndln. u a o □ D D D D D D tt D D D tt D D tt D D D D D D D D D Q tt Q tt Fluguhnýtinga- klúbburinn BAKKA-BRÆÐUR verður endurvakinn að Lundi við Skógarlund fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.00. ★ Nýir félagar velkomnir. Fluguhnýtinga- námskeib hefst fimmtudaginn 19. janúar kl. 20.00 að Lundi. Upplýsingar í Veibisport hf. í síma 22275. 100 ár liðin firá fæðingu Jónasar Krístjánssonar í dag, miðvikudaginn 18. janúar, eru 100 ár liðin frá fæðingu Jónas- ar Kristjánssonar, fyrrverandi samlagsstjóra Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Jónas fæddist 18. janúar 1895 að Víðigerói í Hrafnagils- hreppi. Hann lést 27. janúar 1975. Foreldrar Jónasar voru þau Kristján Hannesson bóndi og Hólm- l'ríður Kristjáns- dóttir. Eigin- kona hans var Sigríður Guð- mundsdóttir, fædd 20. desem- ber, dáin 8. febrúar 1958. Börn þeirra eru Hreinn f. 7. júlí 1934 og Sólveig f. 15. mars 1937. Jónas lauk búfræöingsprófi frá Hvanneyri ár- ið 1914 og prófi frá Landbrugs- og Mejeriskolen Ladelund í Dan- mörku árið 1927. Árið eftir tók hann við starfi samlagsstjóra Mjólkursamlags KEA og gegndi því þar til hann varð sjötugur. Jónas Kristjánsson var fram- sýnn maður. Til marks um það var hann hvatamaður aö því að Ey- firðingar keyptu jarðýtur strax í stríóslok og urðu þannig á undan öðrum héruðum með ræktun. Þá var hann hvatamaður að stofnun Sambands nautgripafélaga í Eyja- firði (S.N.E.), Sæðingastöðvar og Afkvæmarannsóknastöðvar á Lundi og var formaður S.N.E. til 1966. Þá er þess að geta að Jónas var aðal driffjööurin í stofnun og síðar starfi Bændaklúbbsins. I stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar sat Jónas frá 1929 og stjórn Minja- safnsins á Akur- eyri frá 1953. Þá var hann í stjórn Ræktunarfélags Norðurlands til 1958. Um Jónas Kristjánsson sagði Erlingur Davíðsson, fyrrv. ritstjóri Dags, í minning- arorðum sem birtust í Degi 5. fcbrúar 1975: „En Jónas Kristjánsson var ekki aðeins stjórnandi mjólkurstöðvar héraðsins, því hann var einnig óþreytandi ráðunautur og leiðtogi í ræktunarmálum jarðar og búpen- ings, og eru eldheitar hvatningar- ræður hans á óteljandi l'undum bændasamtakanna öllum Eyfirð- ingum í fersku minni. Hygg ég að hann eigi mciri þátt í örunt fram- förum í eyfirskum landbúnaði en llesta grunar. Jafnframt var hann náttúruunnandi, og gæddur ríku fegurðarskyni. Hann helgaði bændastéttinni hina óvenjulegu miklu starfsorku sína alla ævi og hlaut að launurn almenna viður- kenningu og virðingu.“ óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.