Dagur - 18.01.1995, Page 7

Dagur - 18.01.1995, Page 7
Miðvikudagur 18. janúar 1995 - DAGUR - 7 100 ár frá fæðingu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi: Tímamótanna minnst með ýmsum hætti - margt um að vera á sjálfan afmælisdaginn nk. laugardag HOTEL KEA Laugardagskvöldið 21. janúar Hin frábæra hljómsveit Geirmundar Valtýssonar Húsið opnað fyrir aðra en matargesti kl. 23.00 Sími22200 Opið frá kl. 8-20 Þorraveislan hefst á föstudaginn (bóndadag) raunar allt áriö, verður síðan ým- islegt gert til þess aó minnast skáldsins. Sýningar halda áfram á „A svörtum fjöðrum," Gilfélagið verður með dagskrá tengda Davíð urn mánaðamótin janúar-febrúar, sinfóníutónleikar verða í Akureyr- arkirkju 18. febrúar, Davíshátíð í Iþróttaskemmunni í apríl, mynd- listarsýning Grétu Borg í Þingi, þar sem hún sýnir myndskreyting- ar við ljóð Davíðs o.fl., o.fl. Fjölmiðlar munu einnig minn- ast skáldsins með ýmsum hætti og í því sambandi má nefna að næsta helgarblað Dags verður aó tölu- verðum hluta helgað Davíð Stef- ánssyni. HA Gildran er spennt ef ökumaður rennir einum snafsi inn fyrir varir sinar Eftir einn ei aki nemn! UMFERÐAR RÁÐ Viðar Eggertsson lesa upp úr ljóó- um Daviðs. Þennan dag verður einnig sektarlaus dagur í Amts- bókasafninu og tekió verður á móti öllum vanskilabókum meö bros á vör. Þá verður Amtsbóka- safnið og Héraðsskjalasafnið einnig öllum opin til skoðunar og kynningar, einnig vinnusvæði og geymslur. Þess má geta að Amts- bókasafnið hefur gefið út lítið kver með nokkrum ljóðum Dav- íós, sem dreift veróur til allra skólanemenda á Akureyri. Að kvöldi afmælisdagsins verður síðan frumsýning Leikfé- lags Akureyrar á leikverkinu „Á svörtum fjöðrum - úr Ijóðurn Davíðs Stefánssonar", eftir Erling Sigurðarson. Verður verkið sýnt þrívegis þessa helgi og síðan áfram meó venjubundnum hætti. Sunnudaginn 22. janúar kl. 15.30 mun Arnar Jónsson leikari verða með sérdagskrá í Davíðs- húsi um skáldið og verk hans. Arnar býr nú í gestaíbúðinni í Davíðshúsi. Væntanlega verður dagskrá Arnars endurtekin síðar. Þess má til gamans geta að Arnar er fæddur sama dag og Davíð Stefánsson. Þaö sem eftir lifir vetrar og Þann 21. janúar nk. verða liðin 100 ár frá fæðingu Davíðs Stefánssonar. Opið bréf til Rafveitu Akureyrar Þann 21. janúar, eða nk. laugar- dag, verða liðin 100 ár frá fæð- ingu hins ástsæla skálds, Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Vegna þessara tímamóta skipaði menningarmálanefnd Akureyr- arbæjar starfshóp til að undir- búa og samræma hátíðarhöld. Bæði mun Akureyrarbær beita sér fyrir ýmsum uppákomum og einnig margir aðrir aðilar. Á sjálfan afmælisdaginn verður margt um að vera. Kl. 11 um morguninn veróur stutt samkoma í Davíshúsi, þar sem bæjarstjórn og ættingjar Davíðs munu minnast dagsins. Kl. 14.00 verður sam- koma í Möðruvallakirkju á vegum Arnarneshrepps og er hún öllum opin. Þar veröur kynnig á verkum Davíðs, kvartett syngur, listamenn lesa úr verkum hans og sagt verö- ur frá skáldinu. Samkomunni lýk- ur meó því að blómsveigur verður lagður að leiði Davíðs. Kl. 16.00 verður opnuð sýning á verkum Davíós í Amtsbókasafn- inu, en Davíð starfaði einmitt lengi sem amtsbókavöröur á Ak- ureyri. Auk opnunar sýningarinn- ar mun leikhúskvartettinn flytja lög úr sýningu Leikfélagsins og Þegar undirritaður flutti í nýja íbúð í Snægili 5 ríkti mikil gleði og ánægja sem tók öllu fram, aó vera loksins kominn í sitt eigið húsnæói. Óhætt er að segja að hlý- ir straumar hafi yljaó mér um hjartaræturnar. En þessir straumar kólnuðu fljótlega. Eg og fjöl- skylda mín vorum búin að koma okkur ansi notalega fyrir og ætl- uðum að fara að leggjast til hvílu þegar lángt var liðið kvölds. Ég gerði eins og flest fólk gerir áður en þaó fer að sofa, gekk einn hring um íbúðina og slökkti öll ljós, en viti menn, þrátt fyrir að ég taldi mig hafa slökkt öll ljós í íbúðinni var ennþá birta þvílík að hvaða íþróttavöllur sem er hefði verið stoltur af. Ég prufaði að ganga annan hring til að fullvissa mig um að öll ljós hjá mér væru slökkt og var það svo. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að birtan kom utan frá og ekki frá einhverjum stríðnum strákormum heldur frá ljósastaurum með há- þrýstum natríumperum, sem í minni sveit voru eingöngu notaðar við lýsingu á aðalakbrautum. En í þessu tilfelli eru staurarnir stað- settir við veröandi göngustíg sem á að liggja á milli húsa. Þegar ég komst að þessu fór ég að hugsa hverju þetta sætti, hvort að um væri að ræða hreinar per- sónuofsóknir eða bara skipulags- slys og að lokinni stuttri umhugs- un hallaðist ég frekar á að þetta væri það síðarnefnda. Nú eins og gengur og gerist gaf ég mig á tal við Rafveitu Akureyrar til að reyna að flnna út hvað væri í gangi. Þegar þangað kom var mér bent á að tala við skipulagsstjóra rafveitunnar þar sem ég fékk þau svör aó þetta væri ný stefna hjá þeim, að hafa þcssa gerö staura (þ.e. með appelsínugulri og sterkri birtu) eingöngu. Ég var nú hálf hneykslaður og reyndi að malda í móinn en það hafði lítið að segja þar sem þetta er víst nokkrum hundraðköllunum ódýrara en staurar með hvítri mildri birtu. Því þætti mér nú, kæru vinir, afskaplega gaman að vita hvað bærist um í heilahvelum þessara ...þegar ég er bú- inn að hátta mig á kvöldin og stend á gólfínu á brókinni einni fata líður mér eins og glímu- manni sem stendur í flóðlýsingu og bíður eftir að heyra þjóðsönginn sinn spilaðan. manna sem skipuleggja svona lag- að. Ég þykist nær viss um að þess- ir háu herrar sem kallast skipu- lagsstjórar myndu ekki vilja hafa ljósastaur af þessari gerð í 10 m fjarlægð frá svefnherbergisglugg- anum sínum. Þaó má kannski vera að þessir virðulegu menn búi við Hafnarstrætið þar sem nýbúið er að setja litla huggulega ljósastaura með daufri birtu og er það þó um- ferðargata en ekki göngustígur eins og hér um ræöir. Eðlilega reyndi ég að girða mig og fjölskyldu mína af frá þessum ósköpum og keypti alveg hreint ágætis rimlagardínur og setti fyrir gluggann en allt kom fyrir ekki, það dugar einfaldlega ekki til og þegar ég er búinn aö hátta mig á kvöldin og stend á gólfinu á brókinni einni fata líður mér eins og glímumanni sem stendur í flóð- lýsingu og bíður eftir að heyra þjóðsönginn sinn spilaðan. Mig langar til að fara fram á úrbætur hió fyrsta því þetta ástand er vægast sagt óþolandi og ef þetta er stefna sem taka á upp í lramtíðinni þá verður Rafveita Akureyrar ekki vinsælasta fyrir- tækið í bænum hjá þeim bæjarbú- um sem þurfa að búa við þessa óhræsis ljósastaura. Birgir Eiríksson, Snægili 5, Akureyri. Ágæti félagsmaður! Fyrirhugaö er aö halda námskeiö fyrir félagsmenn í meðferð skattframtala. Slík námskeið voru haldin á síðasta vetri og gáfust þau mjög vel. Leiðbeinendur verða frá Skattstofunni á Akureyri. Áætlað er að námskeiðin hefjist í lok mánaðarins og taki eina kvöldstund. Takmarkaður fjöldi er á hvert námskeið og verða haldin fleiri en eitt námskeið ef mikil þátttaka veröur. Námskeiðin verða haldin í öllum deildum félagsins ef næg þátttaka verður, en lágmarksfjöldi á hvert námskeió er 10 manns og eru þau félagsmönnum að kostnaóarlausu. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins á Akureyri í síma 23503, í síðasta lagi föstudaginn 20. janúar nk. RAUTT LjÓSk^RAUTT LJÓS!' " ' || UMFERÐAR V

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.