Dagur - 24.01.1995, Side 1
Bílvelta við Gil
- nokkuð um að tjónvaldar í ákeyrslum
hverfi af vettvangi
Bifreið valt við bæinn Gil í
Eyjafjarðarsveit sl, fostudag
og er talið að bflstjórinn hafi
misst vald á bflnum vegna hálku
og snjóruðninga. Bifreiðin er
mikið skemmd en ökumaður
slapp án skráma. Nokkur tjón
hafa orðið að undanförnu er ek-
ið hefur verið á kyrrstæðar bif-
reiðir en tjónvaldur síðan horfið
af vettvangi. Ákeyrslur af þessu
tagi urðu um helgina við Versl-
Hraðfrystistöð
Þórshafnar hf.:
Rússaþorski
landað
Rússneskt flutningaskip,
Mangali, kom til Þórshafn-
ar sl. mánudagsmorgun og var
landað þar 200 tonnum af
þorski úr Barentshafi sem skipið
tók af togara á þeim slóðum.
Skipið mun einnig landa 90
tonnum á Djúpavogi. Hjá Hrað-
frystistöð Þórshafnar hf. hefur
eingöngu verið unnin Rússaþorsk-
ur þaó sem af er árinu og er fyrir-
huguð önnur löndun eftir 5 til 6
vikur. Stefnt er að því að halda
vinnslunni gangandi á Rússa-
þorski en frysting loðnu og loðnu-
hrogna kann að breyta þeirri áætl-
un eitthvaó. GG
Ölvunarakstur
á hjólaskóflu
Skömmu eftir miðnætti að-
faranótt laugardags var öku-
maður á hjólaskóflu stöðvaður
af lögreglunni á Dalvík, grunað-
ur um ölvunarakstur.
Hjólaskóflan var ekki við snjó-
mokstur, heldur var henni ekið
eftir þjóðvegi 82, þ.e. milli Dal-
víkur og Akureyrar. GG
Húnavatnssýsla:
Ekið á hross
Ekið var á hross vestan við
bæinn Hjaltabakka, sem er
skammt frá Blönduósi, um hálf-
tíuleytið sl. sunnudagsmorgun.
Hrossið slapp að mestu óskadd-
að og þurfti ekki að aflífa það.
Töluvert tjón varð á bifreiðinni
en ökumaður slapp ómeiddur.
Loka varö þjóóvegi 1 milli
Víðihlíðar og Hvammstanga-
afleggjara sl. laugardag því stöó-
ugt skóf í hjólfar moksturstækis-
ins. Töluverður snjór er á þessum
slóðum, háir ruóningar, og vegur-
inn því fljótur að teppast ef skaf-
renningur er. Algengt er að tölu-
verður skafrenningur sé af Vatns-
nesfjalli, og á sama tíma er jafnvel
bjart á Blönduósi og vestur í
Hrútafirði. Vegurinn um Vatns-
skarð og Holtuvörðuheiði tepptist
einnig en í gær var leiðin milli
Akureyrar og Reykjavíkur orðin
fær. Einnig var fært til Olafsfjarð-
ar og meó ströndinni austur til
Vopnafjarðar en ófært á Mývatns-
og Möðrudalsöræfum. GG
unarmiðstöðina í Sunnuhlrð,
Glerárkirkju og við Sandblástur
& málmhúðun á Gleráreyrum.
Ungur piltur féll í öngvit við
Nætursöluna í Strandgötu
skömmu eftir miðnætti aðfaranótt
laugardags og var hann fiuttur á
Fjórðungssjúkrahúsió. Þegar hann
rankaði við sér varð að færa hann
í jám vegna óspekta.
Brotin var rúóa í Turninum við
Göngugötuna aðfaranótt laugar-
dags og þá nótt var brotist inn í
Myndbandahöllina vió Viðjulund
og veitingastaóinn Jón sprett og
stolið skiptimynt, sígarettum,
myndbandaspólum, sælgæti o.fl.
Síödegis í gær var svo harður
árekstur á gatnamótum Mýrarveg-
ar og Hrafnagilsstrætis og varð að
flytja báðar bifreiðamar af slys-
stað með dráttarbifreió. GG
Frambjóðendur Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra, sem skipa fimm efstu sætin við Alþingiskosningarnar í
vor. F.v. Sigríður Stefánsdóttir, Árni Steinar Jóhannsson, Svanfríður Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og
Örlygur Hncfill Jónsson.
Blessun lögð yfir framboðslista Alþýðubandaiagsins á Norðurlandi eystra um helgina:
Ætlum okkur tvo þingmenn
- segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, sem leiðir listann
Framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins í Norðurlandskjör-
dæmi eystra var samþykktur
samhljóða á kjördæmisþingi sl.
sunnudag. Listinn verður
væntanlega borinn fram í nafni
Alþýðubandalagsins og óháðra
en frambjóðendum og stjórn
kjördæmisráðs var falið að taka
ákvörðun þar um í samráði við
stofnanir Alþýðubandalagsins.
Steingrímur J. Sigfússon, al-
þingismaóur, leiðir framboðslist-
ann og í öðru sæti verður Ámi
Steinar Jóhannsson, formaður
Þjóóarflokksins.
I öórum sætum listans verða:
3. Sigríður Stefánsdóttir,
bæjarfulltrúi, Akureyri.
4. Orlygur Hnefill Jónsson,
héraðsdómslögmaður,
Húsavík.
5. Svanfríður Halldórsdóttir,
móttökuritari, Olafsfirði.
6. Hildur Harðardóttir,
verkakona, Raufarhöfn.
7. Steinþór Heiðarsson, nemi,
Ytri-Tungu, Tjömesi.
8. Margrét Ríkarðsdóttir,
þroskaþjálfi, Akureyri.
9. Aðalsteinn Baldursson,
form. Vlf. Húsavíkur,
Húsavík.
10. Jóhanna E. Stefánsdóttir,
bóndi, Vallakoti,
Reykjadal.
11. Kristján E. Hjartarson,
bóndi og húsasmiður,
Tjöm, Svarfaðardal.
12. Kristín Hjálmarsdóttir,
formaður Iðju, Akureyri.
Steingrímur J. Sigfússon segir
aó vel geti farið svo að framboð í
öllum kjördæmum verði í nafni
Alþýðubandalagsins og óháðra.
„Þetta er verið að ræða í öllum
kjördæmum og við munum síðan
bera saman bækur okkar á mið-
stjómarfundi upp úr miójum
febrúar,“ sagði Steingrímur.
Steingrímur sagðist mjög
ánægður með þá niðurstöðu að
Ámi Steinar skipi annað sætið.
„Áherslur okkar fara prýðilega
saman, t.d. í landsbyggðarmálum
og jafnrétti milli landshluta. Ég
óttast því ekki árekstra. Þessi
skipan frantboðsins hefur vakið
mikla athygli og áhuga og mælst
vel fyrir. Ég tel það mjög athyglis-
verða nióurstöðu í ljósi umræðna
um flokkakerfið og stöðuna á
vinstri væng stjómmálanna að
menn skuli velja þá leið að ganga
til samstarfs við Álþýðubandalag-
ið í stað þess aó stofna enn einn
flokkinn eða taka þátt í slíku. í
mínum huga er enginn vafi á því
að þessi nióurstaða styrkir mjög
stöðu okkar í slagnum um annað
sætið og það er að sjálfsögðu
markmiðið, vió ætlum okkur tvo
þingmenn í þessu kjördæmi. Við
vomm hársbreidd frá því síðast,
við þurftum ekki nema brot af
þeim atkvæðum sem Þjóðarflokk-
urinn fékk þá til þess að fá tvo
Slagurinn um Útgerðarfélag Akureyringa:
Solumiðstoðin leggur
spilin á borðið
Fulltrúar Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna hafa
kynnt bæjaryfirvöldum á Akur-
eyri hugmyndir sínar til efling-
ar atvinnulífl á Akureyri haldi
SH áfram að selja framleiðslu-
vörur Útgerðarfélags Akureyr-
inga hf. Þegar allt er talið fela
hugmyndir SH-manna í sér
sem næst 80 störf á Akureyri.
Ekki náðist í Jón Ingvarsson,
stjómarformann SH, i gær en
vcrið er að tala um að flytja hluta
af starfsemi Sölumiðstöðvarinnar
norður og hefur í því sambandi
verið uppi sú hugmynd aö stofna
til svæðisskrifstofu SH á Akur-
eyri fyrir Noróurland. Auk þess
er vcrið aó tala um ný störf á Ak-
ureyri vegna m.a. vöruþróunar og
vörulagers. Ekki er í spilum SH-
manna aó flytja Umbúðamió-
stöðina norður, eins og upphaf-
lega var talað um, en þess í stað
er rætt um framleiðslu á m.a.
öskjum, bylgjupappa og plasti á
Akureyri og eftir því sem næst
veröur komist er þar horft til
samstarfs við Akoplast & POB.
Þá er rætt um aó Eimskip auki
umsvif sín á Akureyri sem gæti
skapað sem næst 10 störf og ver-
ió er að kanna þann möguleika
að skipafélagió Jöklar, sem gerir
út Hofsjökul, flytji höfuðstöðvar
sínar norður. óþh
menn kjöma.“
Steingrímur sagði mikla sam-
stöðu um þessa niðurstöðu í fram-
boðsmálum Alþýðubandalagsins á
Noróurlandi eystra. „Ég get full-
vissað menn um það aó við höfum
náð því að skapa um þetta algjöra
samstöðu. Vió höfum lagt mikla
vinnu í það að ræða þetta mál og
kynna. Það er meðal annars skýr-
ingin á því að við göngum fyrst
núna frá framboðslista okkar en
ekki í nóvember eóa desember
eins og vió höfðum reiknað með,“
sagði Steingrímur. óþh
Framboðslisti
Alþýðuflokksins á
Norðurlandi vestra:
Jón og Ólöf í
efstu sætunum
Jón Hjartarson, skólameistari
Fjölbrautarskólans á Sauð-
ákróki, mun skipa 1. sæti Al-
þýðuflokksins á Norðurlandi
vestra við Alþingiskosningar 8.
aprfl nk. Ólöf Kristjánsdóttir,
verslunarmaður og bæjarfulltrúi
á Siglufírði, mun skipa 2. sætið.
Til stóð að ganga frá framboðs-
listanum um sl. helgi, en vegna
veóurs og ófærðar um allt Norður-
landskjördæmi vestra varó að
fresta því fram í þessa viku. Sam-
þykkt var á kjördæmisþingi í lok
nóvembermánaðar að skipa upp-
stillingarnefnd sem skila skyldi
síðan tillögum um framboðslista.
Þriója sæti listans verður skip-
að Húnvetningi, og bcndir flest til
þess að það verði Steindór Rúni-
berg Haraldsson á Skagaströnd.
Gengið hefur verið frá skipan í
flest önnur sæti framboðslistans
en í einhverjum tilfellum bíður
uppstillingamefnd staðfestingar
viðkomandi frambjóðanda. GG