Dagur - 24.01.1995, Síða 4

Dagur - 24.01.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 24. janúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 LEIÐARI Viðbrögð við fjársöfnun fjölxniðla í samvinnu sem fullorðnir, þeir sem búa við kröpp kjör við Hjálparstofnun kirkjunnar, Rauða krossinn jafnt sem þeir sem hafa hin breiðu bök. Starfs- og Póst og síma vegna mann- og eignatjóns af mannafélög hafa lagt drjúgar upphæðir í söfn- völdum snjóflóða undanfarna daga, hafa farið unina, sömuleiðis félagasamtök og fyrirtæki. fram úr björtustu vonum og ekki er ofsögum Þá hefur verið efnt til tónleika til styrktar þeim sagt að þjóðin hafi komið sjálfri sér skemmti- sem eiga um sárt að binda. Og frá Færeyjum lega á óvart. Tekið var við framlögum alla berast fregnir af fjársöfnun og einnig meðal helgina og hringdi ótrúlegur fjöldi fólks og gaf íslendinga erlendis. Allir eru boðnir og búnir í söfnunina. í fyrrakvöld þegar hætt var að til að hjálpa Súðvíkingum og öðrum sem hafa taka við framlögum í gegnum síma, höfðu orðið illa úti í þessum miklu náttúruhamför- safnast um 205 milljónir króna. Söfnunarreikn- um. ingur verður áfram opinn til 3. febrúar og því Súðavik er illa leikin eftir snjóflóðin í síð- er ljóst að töluvert á eftir að bætast við þessa ustu viku. Hún verður aldrei aftur eins og hún upphæð. var áður en þessar miklu hamfarir urðu. Eðli- Samhugur þjóðarinnar keraur glögglega lega eru Súðvíkingar óttaslegnir, sumir munu fram í þessari söfnun. Harmur þeirra sem eiga ekki flytja aftur heim til Súðavíkur, aðrír eru um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna í ákveðnir í að snúa heim og hefja nýtt líf. Þeir síðustu viku er harmur allra landsmanna. Fólk fjármunir sem söfnuðust í söfnuninni „Sam- stendur saman, það hefur sýnt hug sinn í hugur í verki" munu koma að góðum notum, verki á eftirminnilegan hátt með fjársöfnun þeir eru því fólki sem náttúruöflin léku grátt í sera ekki á sér hliðstæðu hér á landi. síðustu viku mikilvægur efnahagslegur og Ailir hafa gefið í þessa söfnun, börn jafnt andlegur stuðningur. Húsaleigubætur - góðu máli Idúðrað Ríkið hefur um árabil greitt niður kostnaó fólks af öflun íbúðarhús- næðis í eigin þágu með skattafrá- drætti, húsnæðisbótum og nú síð- ast vaxtabótum, en leigjendur hafa á hinn bóginn engrar aóstoóar not- ið. I þessu hefur falist mikið ósam- ræmi og misrétti. Alþýðubandalagið hefur lengi haft þaó sem baráttumál að afmá þetta misrétti, bæta stöðu leigjenda á húsnæöismarkaðnum og stór- auka framboð á leiguhúsnæöi á vióráðanlegum kjörum. Markmið- ið er að það verði raunverulegur og tryggur valkostur fyrir fólk með lægri tekjur að leigja húsnæði. Það verði sem sagt fleiri möguleikar í stöðunni en sá einn að hella sér út í illviðráðanlegt eða óviðráðanlegt kapphlaup við aó koma upp eigin þaki yfir höfuðið. Eins og tekjur og lífskjör hafa þróast hér á landi, sérstaklega nú síðustu árin, er ljóst að hin svo- kallaóa sjálfeignarstefna í húsnæó- ismálum er að hrynja til grunna. Núverandi ríkisstjóm hafði þaó á stefnuskrá sinni að rétta hlut leigjenda og ráðherrar Alþýóu- flokksins gumuðu af því í byrjun aó þama yrði nú einu réttlætismál- inu til náó í höfn fyrir framgöngu Alþýðuflokksins í ríkisstjóm. Stórgölluð útfærsla Ástæðulaust er síðan að rekja þá hörmungarsögu og þann baming allan sem tengdist húsaleigubóta- málinu í tíð ríkisstjómar Davíðs Oddssonar, en því var eins og kunnugt er ár eftir ár skotið á frest að koma húsaleigubótunum á og ýmsu borið við, ágreiningi innan stjómarinnar um útfærslu, pen- ingaleysi o.s.frv. I einni kreppunni í stjómarsamstarfmu varð þó til viljayfírlýsing um aó hafm yrði greiðsla húsaleigubóta frá upphafi ársins 1995 aó telja. Sú útfærsla sem varð fyrir valinu var hins veg- ar svo meingölluó að í raun og vem er einfaldast að oróa það svo, málinu var gjörsamlega klúðraó. í staó þess að velja tæknilega einfalda og gegnsæja leið fyrir stuðning við þennan hóp í gegnum skattkerfið eins og gert er gagnvart öðrum sem fá greiddar vaxtabætur, er hér valin sú leið að setja upp flókið fyrirkomulag í formi sam- starfsverkefnis milli ríkis og sveit- arfélaga þar sem sveitarfélögin eiga að annast framkvæmdina en ríkió borgar á hinn bóginn 60% af kostnaðinum. Ákvöróunargjald um það hvort greiddar séu húsaleigu- bætur var sett í hendur sveitarfé- laga. Þetta hefur þá afleiðingu að sú fráleita staða kemur upp að sveit- arfélögin geta, ef svo ber undir, með því að ákveða að greiða ekki húsaleigubætur, svipt íbúa sína, ekki aóeins þeim hluta greiðslunn- ar sem kemur úr sveitarsjóði, held- ur líka þeim 60 hundruðustu sem ella kæmu frá ríkinu. Hlýtur það að orka stórlega tvímælis að stjómskipulega og réttarfarslega séð gangi slíkt fyrirkomulag upp og samrýmist ákvæðum stjórnar- skrár og laga um jafnræói þegn- anna. Hvers eiga þeir íbúar sveitar- félaga, sem ákveða að greiða ekki húsaleigubætur, að gjalda að vera sviptir þeim, og einnig þeim hlut- anum sem kemur úr sameiginleg- um sjóði allra landsmanna, ríkis- sjóði? Allt annað mál væri þó sveitarfélögin hefðu sjálfræði á því hvort þau tækju að sínu leyti þátt í verkefninu, en hitt að þau geti jafnframt svipt menn stuðningi af þessu tagi úr ríkissjóði, er fráleitt. Einhverjir kunna að skella skuldinni alfarið á sveitarfélögin í þessu sambandi og segja aó með því að ákveða að greiða ekki húsa- leigubætur séu þaó þau sem séu völd aó óréttlætinu. Skilst mér að fyrrv. félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir skáki í því skjólinu á fundum sínum um þessar mund- ir. En þá er til þess að líta að sveit- arfélögin völdu ekki þessa út- færslu málsins, heldur þvert á móti mótmæltu henni, og bentu strax í upphafi á að hér væri um mein- gallaða tilhögun að ræða. Auk Eitt af mörgum brýn- um forgangsverkefn- um í skattkerfis- og velferðarmálum sem bíður nýrrar ríkis- stjórnar er að leið- rétta þessi mistök og ber þá að sjálfsögðu að færa greiðslu húsaleigubóta inn í skattkerfið með svip- uðum hætti og tíðk- ast með vaxtabætur. þess sem af eólilegum ástæðum þau töldu að þetta verkefni ætti að vera hjá ríkinu. Hin flókna og illskiljanlega út- færsla sem leiddi af málamiðlun innan ríkisstjómarinnar sem og það að mikill dráttur varð á að brúklegar reglur kæmu frá félags- málaráðuneytinu um framkvæmd- ina leiddi til þess að fjöldamörg sveitarfélög sáu sér ekki fært, a.m.k. ekki í fyrstu umferð, aó taka upp húsaleigubætur. Þau sem það gerðu renndu meira og minna blint í sjóinn hvað allan undirbúning af hálfu ráðuneytisins snerti. Útkom- an er sú að innan við 30 sveitarfé- lög af 170 greiða húsaleigubætur. í þeim hópi em að vísu nokkur af stærstu sveitarfélögunum. Niðurstaðan er því eitt allsherj- ar klúður. Fjármagnað með niðurskurði í velferðarkerfinu Það tók þó fyrst steininn úr þessu húsaleigubótaklúðri þegar á dag- inn kom að fyrrv. félagsmálaráð- herra Jóhanna Sigurðardóttir og Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra höfðu gert leynisamkomulag um að útgjöldum sem stöfuðu af upptöku húsaleigubóta skyldi al- farið mætt með niðurskuröi í vel- ferðarkerfmu, fyrst og fremst með minni uppbyggingu félagslegs íbúðahúsnæöis. Fóru þá að renna tvær grímur á ýmsa sem lengi höfðu barist fyrir þessu máli þegar menn sátu uppi með hvorutveggja, annars vegar stórgallaða tilhögun og hinsvegar þá staðreynd að í raun var skorið nióur á móti í vel- ferðarkerfmu sem öllum útgjöld- unum vegna húsaleigubóta nam. Eitt af mörgum brýnum for- gangsverkefnum í skattkerfís- og velferðarmálum sem bíóur nýrrar ríkisstjórnar er að leiðrétta þessi mistök og ber þá aó sjálfsögðu að færa greiðslu húsaleigubóta inn í skattkerfið með svipuðum hætti og tíðkast með vaxtabætur. Það er bæöi einfaldara og auðveldara í framkvæmd og réttlátara líka og þar með einnig tryggt að þetta standi öllum leigjendum, hvar sem er á landinu, til boða á jafnréttis- grundvelli án tillits til þess hvaða vindar blása í sveitarstjóm á hverjum staó. Þetta þarf ekki að breyta því aó ef svo semst, geta sveitarfélögin tekið einhvern þátt í kostnaði vegna greiðslu húsaleigu- bóta, eins og nú er, og væri þá ein- faldast að ríkiö annaðist innheimtu þess hluta hjá sveitarfélögunum eftirá. Þessi mistök þarf að leiðrétta og vonandi verður þá þetta klúður ekki til aö spilla fyrir annars góðu máli. Steingrímur J. Sigfússon. Höfundur er varaformaöur Alþýóubandalagsins og situr í efnahags- og viöskiptanefnd. Athugasemd við opið bréf Ómars Torfasonar í Degi 19. janúar Vegna ummæla Ómars Torfasonar \r opnu bréfi til Vilhjálms Inga Ámasonar, þar sem fram koma mjög alvarlegar ásakanir, sé ég mig knúinn til að gera eftirfarandi athugasemdir: í bréfi Ómars Torfasonar segir meðal annars orðrétt: „Sennilegra er, og reyndar staðfest, að þú hafi logið þig inn á Tryggingastofnun ríkisins og kraf- ið þá stofnun þóknunar fyrir þína eigin vinnu, sem þeirri stofnun bar á engan hátt að greiða. “ Staðreynd málsins er sú, að ég undirritaður, innheimti greiðslur frá viðkomandi sjúkrasamlögum fyrir verk, unnin á Endurhæfingar- stöðinni sf. árin 1982-1987. Á þessum tíma vann Vilhjálmur Ingi Ámason sjúkranuddari undir minni stjórn og ábyrgð, en slíkt fyrirkomulag hafði þá tíðkast hér á Iandi í fjöldamörg ár. Áður en samstarf okkar Vilhjálms Inga hófst, vann hann í hálft annað ár á Bjargi, endurhæfingarstöó Sjálfs- bjargar hér á Akureyri, þar sem sami háttur var hafður á. Ásakanir í garð Vilhjálms Inga Árnasonar eru vonandi eingöngu byggóar á misskilningi eða van- þekkingu bréfritara, en eins og hann eflaust veit, getur okkur öll- um skjátlast. Höskuldur Höskuldsson. Tilefni athugasemdar Höskuldar Höskuidssonar er grein Omars Torfasonar í Degi 19. janúar sl. Höfundur er sjúkraþjálfari á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.