Dagur - 24.01.1995, Page 11

Dagur - 24.01.1995, Page 11
Þriðjudagur 24. janúar 1995 - DAGUR - 11 í minningu þjóðskáldsins Laugardaginn 21. janúar voru liðin eitt hundraó ár frá því að fæddist í heiminn sá maður, sem ef til vill má kallast síðasta skáldið í flokki orósins snillinga á vora tungu, sem meó réttu geti borið heitió þjóöskáld. Þessi maður var Davíð Stefánsson frá Fagraskógi viö Eyjafjörð. I til- efni þessa var ýmislegt gert til þess að minnast skáldsins. Sam- koma var í Davíðshúsi á Akureyri og önnur í kirkjunni á Möóruvöll- um í Hörgárdal, þar sem Davíð var jarðsettur árið 1964. Að kvöldi minningardags skáldsins frumsýndi svo Leikfélag Akureyr- ar uppsetninguna sína á verkinu A svörtum fjöðrum, sem Erlingur Sigurðarson hefur unnið upp úr ljóðum Davíðs Stefánssonar. Leikstjóri uppsetningarinnar er Þráinn Karlsson og hannaði hann einnig sviðsmynd. Lýsing hennar er unnin af Ingvari Bjömssyni. Tónlistarstjóri er Atli Guðlaugs- son, en búningahönnun verk Olaf- ar Kristínar Sigurðardóttur. Höfundur leikverksins A svört- um fjöörum, Erlingur Sigurðar- son, er íslenskufræóingur og kennari vió Menntaskólann á Ak- ureyri og Háskólann á Akureyri. Verkið er lipurlega saman sett og af verulegri kúnst. Það hefur ljóð Davíðs að jafnt uppistöóu sem ívafi. Erlingur notar vísur og hendingar og einnig ljóð í heild sinni. Beina framsögn og sunginn flutning brýtur hann upp með leikinni túlkun ljóða, sem kemur vel út. Ur veróur sýning, sem er á flestan veg grípandi og áhrifarík. Ekki er um eiginlegan sögu- þráó að ræða. Erlingi hefur hins vegar tekist að byggja upp feril, sem liggur frá leit og upphafi, þar sem skáldið þreifar fyrir sér í list sinni og veröldinni, rís í róman- tískan hápunkt, þar sem ástin er lofuð og sköpunarþróttur skálds- ins er sem gjöful og tær lind, og liggur til þcss tíma, er skáidið tek- ur að efast um erindi sitt, því finnst flugið tekið að förlast og hugurinn leitar á heimaslóðir svo sem í sókn eftir rökum tilverunn- ar. Þetta ferli þjónar vel því mark- miði að bera fram list skáldsins frá Fagraskógi og láta hana njóta sín sem samfellu, þar sem unnt er að nema hana í ríkum fjölbreyti- leika sínum sem lifandi streymi vaxandi þroska og dýptar. Það er Aðalsteinn Bergdal, sem fer meó hlutverk Davíðs Stefáns- sonar. Hann hverfur aldrei af svið- inu og cr burðarásinn í verkinu, svo sem vænta má. Aðalsteinn gerir vel og iðulega meira er svo. Hlutverkið gel'ur ekki tilefni til mikilla leikrænna tilþrifa í hreyf- ingum eða fasi, en framsögn Að- alsteins er fjölbreytt og innlifuó og honum tekst prýðilega aö halda áhorfendum föngnum með radd- túlkun einni og hóflegum tilburð- um, sem falla vel aó því, sem flutt er hverju sinni. í söng beitir Aðal- steinn mikilli rödd sinni hóflega og nær góðum hrifum. Rósa Guðný Þórsdóttir fer með hlutverk Konunnar. Rósa flytur texta sinn, ljóð Davíðs, af næmri tilfinningu og förlast helst ekki. Með hóflegu fasi og innlifaóri framsögn nær hún anda verkanna á áhrifaríkan en látlausan hátt. Sigurþór Albert Heimisson fer með hlutverk Mannsins. Hann á marga ágæta spretti ekki síst í leikfluttum atriðum. Framsögn hans fellur víðast vel að efninu, en fyrir kemur, að hún er heldur yfir- drifin og vcrður á stundum allt að því hranaleg, þar sem slíkt á ekki meira en svo við. Dofri Hermannsson fer með hlutverk Æskumannsins. Hann gerir tíðast vel og nær almennt góðri dýpt í túlkun sína. Fyrir kemur, að fas hans er heldur yfir- drifió og klisjukennt, einkum í seinni hluta sýningarinar, en í heild er greinilegt af frammistöðu Dofra í þessari uppsetningu, að hann er í framför í list sinni. Bergljót Amalds gerir einnig vel í hlutverki Dísarinnar. A stundum hefði innlifun hennar og tilfinning mátt vera heldur meiri, en hún átti mjög góða spretti. Fas Bergljótar er á stundum nokkuð staðlað, en henni tekst talsvert vel að brjótast út úr klisjum í leiknum flutningi, sem fer henni í heild vel úr hendi. Þórey Aðalsteinsdóttir kom fram sem fulltrúi nútímans. Hlut- verkið er smátt, en Þórey skilaði Á styrktartónleikum sr. Péturs Þórarinssonar í Laufási sem haldnir voru á Grenivík, í Sval- baróskirkju og Hlíðarbæ söfnuó- ust kr. 305.500, þar meö talin gjöf sem barst frá Lionsklúbbi Húsa- víkur kr. 30 þúsund. Á aðalfundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra sl. sunnudag var eftirfar- andi ályktun um atvinnumál sam- þykkt: „Kjördæmisráó Alþýðubanda- lagsins á Norðurlandi eystra lýsir þungum áhyggjum yfir ástandi at- vinnumála á Norðurlandi eystra og um land allt. Enn á ný er at- vinnuleysi í landinu öllu mest á Akureyri og Norðurlandi eystra, eins og verió hefur um árabil. Þrátt fyrir þetta hefur ríkt algert tómlæti og aðgerðaleysi af hálfu stjómvalda gagnvart þessum landshluta. Kjördæmisþing Al- þýðubandalagsins mótmælir að- gerðaleysi ríkisstjómar Davíðs Oddssonar í atvinnumálum og því snyrtilega. í hlutverkum Innri radda voru Þráinn Valdimarsson og Viðar Eggertsson og í hlutverki LEIKLIST HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR Karlakór Akureyrar-Geysi, Mánakómum, Passíukómum, stjómendum þeirra, einsöngvurum og hljóðfæraleikurum eru sendar hjartanlegar þakkir. Svo og öllum öðrum sem stuðluðu að því á einn eða annan hátt að gera þessa tón- hvetur til þess að stórfellt átak í þeim efnum verði forgangsverk- efni nýrrar ríkistjómar. Markmið- Laugardaginn 28. janúar kl. 13.30 halda Margrét Kristinsdóttir og Þórunn Kolbeinsdóttir námskeið á vegum matreiðsluklúbbs Vöku- Helgafells, Nýrra eftirlætisrétta, í gerbakstri þar sem þær kenna grunnaðferðir í bakstri á mat- og sætabrauði úr pressugeri. Nám- skeið þeirra Margrétar og Þórunn- Draumakonunnar var Sunna Borg. Þessi hlutverk eru smá en voru natnislega unnin. Söngflokkur í sýningunni er skipaður Atla Guðlaugssyni, Jó- hannesi Gíslasyni, Jónasínu Am- bjömsdóttur og Þuríði Baldurs- dóttur. Undirleik annaöist Birgir Helgason og var hann smekklega unninn. Hins vegar var söngflokk- urinn sjálfur hinn veiki hlekkur uppsetningarinnar. Hann náði sæmilega saman á „vókalíser- ingu“. Á sungnum texta féllu raddimar hins vegar engan veginn nógu vel saman saman og mynd- uðu fyrir vikið ekki viðhlítandi heild. Söngur var þó hljómhreinn og greinilega vel æfður hvað snerti innkomur, takt og hraða. Hvað bestur var sólóflutningur Þuríðar Baldursdóttur í nokkmm lögum. Þráinn Karlsson, leikstjóri og sviðsmyndarhönnuður, hefur unn- ið verk sitt vel. Sviðhreyfingar eru góóar og markvissar. Leikin túlk- un ljóða er víða skemmtilega myndræn og gengur vel upp. Þessi atriði nýttust vel til þess ap auka fjölbreytni sýningarinnar. Á sama hátt er sviðsmynd Þráins vel unn- in. Hún er einföld en afar full- nægjandi og nýtur sín vel í lýs- ingu Ingvars Bjömssonar. Það er vel, aö minnst sé þjóð- skáldsins Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi með veglegum hætti. Ljóð hans hafa farið óþarflega lágt undanfarin ár og er það að óverð- ugu. I list sinni náði hann á sinni tíð til þjóðarinnar sem næst allrar. Hún kunni fjölda kvæóa hans og tónskáld kepptust um aó semja lög við mörg þeirra. Á seinni ár- um hafa nálega einungis hin lag; settu ljóð verið á vörum manna. I því aó vekja athygli á verkum skáldsins frá Fagraskógi hafa Erlingur Sigurðarson og Leikfélag Akureyrar unnið gott verk. Von- andi verður það að einhverju til þess að ljóð hans skipi þann sess með þjóðinni, sem þeim er verð- ugur. leika framkvæmanlega, að ógleymdum tónleikagestum og þeim sem sendu peningagjafir. Hafið öll þökk fyrir framlag ykkar og ómetanlegan stuðning. Fyrir hönd framkvæmdanefndar. Gígja Kjartansdóttir. ið verði aö útrýma því atvinnu- leysi sem komið hefur til sögunn- ar á þessu kjörtímabili. ar eru eftirsótt og skemmst að minnast grillnámskeióa þeirra á liðnu sumri þar sem færri komust að en vildu. Kennt er í Aðalstræti 82 og fer skráning fram þar í síma 96- 13060. Almennt verð er 3000 krónur en klúbbfélagar greiða 2400 krónur. (Fréttatilkynning) Þakkarorð vegna styrktartónleika Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra: Alyktun um atvínnumál Námskeið í gerbakstri á Akureyri Sýslumaðurinn á Akureyrl Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, slmi 96-26900 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu emb- ættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 27. Janúar 1995 kl. 10.00, á eftirfarandi eignum: Böggvisbraut 10, Dalvík, þingl. eig. Guðmundur Jónsson og María Jónsdóttir, gerðarbeiðandi (slands- banki hf. Eyrarlandsvegur 12, efri hæð, Ak- ureyri, þingl. eig. Karl Sigurðsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki ís- lands. Gránugata 14, hesthús og hlaða, Akureyri, talinn eig. Halldór I. Tryggvason, gerðarbeiðandi Sýslu- maðurinn Sauðárkróki. Hafnarstræti 17, Akureyri, þingl. eig. Hólmsteinn Aðalgeirsson, gerðarbeiðendur Akureyrarbær, Lífeyrissjóður Norðurlands og Líf- eyrissjóður múrara. Höfn II. Svalbarðsströnd, þingl. eig. Soffía Friðriksdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins, Landsbanki fslands, Sýslumaður- inn á Akureyri, Vátryggingafélag ís- lands hf. og íslandsbanki hf. Karlsbraut 7, Dalvík, þingl. eig. Sig- urjón Kristjánsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins. Kaupangur v/Mýrarveg A-hluti, Ak- ureyri, þingl. eig. Soffía Friðriks- dóttir, gerðarbeiðendur Akureyrar- bær, Húsfélagið Kaupangi og P. Samúelsson hf. Keilusíða 12H, íb. 204, Akureyri, þingl. eig. Guðrún Petra Eiríksdótt- ir, gerðarbeiðendur Akureyrarbær, Byggingarsjóður verkamanna og Vátryggingafélag íslands hf. Melasíða 1b, íb. 102, Akureyri, þingl. eig. Gísley Hauksdóttir, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Melasíða 6b, íb. 102, Akureyri, þingl. eig. Ingvar Kristjánsson, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Islands hf. og íslandsbanki hf. Móasíða 9a, Akureyri, þingl. eig. Stefán Haukur Jakobsson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verka- manna. Skarðshlíð 38c, Akureyri, þingl. eig. Jóhanna Þorkelsdóttir, gerðarbeið- endur Landsbanki (slands og ís- landsbanki hf. Sólheimar I, Akureyri, þingl. eig. Haukur Jóhannsson, gerðarbeið- andi Byggingarsjóður ríkisins. Sunnuhlíð 12, V-hl., Akureyri, þingl. eig. Pálína sf., gerðarbeiðendur Is- landsbanki hf. og Lífeyrissjóður verslunarmanna. Sýslumaðurinn á Akureyri 23. janúar 1995. Mörg börn leika sér á svokölluðum hjóla- brettum. Þáð er I góðu lagi, séu þau ekki á þeim í umferðinni. Einnig er ástæða til aö mæla með notkun hlífðarbúnaðar, sérstaklega hjálma.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.