Dagur - 24.01.1995, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 24. janúar 1995
MINNINC
^Árni Kristjánsson
U Fæddur 5. ágúst 1924 - Dáinn 10. janúar 1995
Því féllu snjókom í dag en ekki í gær? Hvers
vegna er ekki cilíft sumar, alltaf bjart og hlýtt?
Viö þessu og ótal mörgu öðru eru engin svör.
Það eru heldur engin svör til við því hvers vegna
ástvinir em frá okkur teknir þegar minnst varir.
Sagt er að vegir guðs séu mönnum oft á tíðum
órannsakanlegir og við það verðum við svo sann-
arlega vör á stundum.
En við glötum ekki trúnni hversu oft sem við
verðum gjörsamlega ráðþrota eða af því að okkur
finnst í hita örvinglunar að við séum ekki bæn-
heyrð og frá okkur em teknir ástvinir sem við
elskum svo mjög. En eftir situr þó alltaf þessi
blendna tilfmning og við getum ekki aó því gert
að okkur finnst á þeim stundum að guð sé ósann-
gjam.
1 stórri fjölskyldu er oft mikió um áföll og þau
em mörg skörðin sem höggvin em í stóran fjöl-
skylduhóp í áranna rás. Þannig er gangur lífsins.
Enn eitt skarðið er höggvió í stóran fjölskyldu-
hóp, því eftir mikil veikindi síðustu mánuði er
tengdafaðir minn Ami Kristjánsson látinn.
Hann var lítillátur maður og hógvær, var vanur
því að þurfa að gera sér smátt að góðu, var aldrei
heimtufrekur á eitt né neitt. Hann hafói létta lund
og var hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir og
ómissandi þegar fjölskylda og vinir komu saman
til að skemmta sér. Honum var gefin gullfalleg
tenór söngrödd og var mikill söngmaður alla tíð
og söng m.a. einsöng meó kómm bæði í Skaga-
firði og á Akureyri
Hann var fæddur og uppalinn í Skagafirði og
var alla tíð mikill Skagfirðingur í sér og talaði alla
tíð um heimaslóðimar sem besta stað í heimi. Og
um gæði skagfirskra hrossa var hann ekki í nokkr-
um vafa. Honum tókst oftar en ekki að rekja ættir
flestra íslenskra gæðinga vestur í Skagafjörð, og
honum varð ekkert rótað meó þær skoóanir sínar.
Hann var lengi í karlakómum Heimi í Skaga-
firði og þótti alla tíð mjög vænt um þann kór. Eft-
ir komuna til Akureyrar söng hann meó karla-
kómum Geysi og nú síðustu árin með Gömlum
Geysisfélögum og var kórstarfið honum ævinlcga
ómæld ánægja og félagsskapurinn þar honum til
mikillar upplyftingar.
Það var vandalaust að finna hann þegar menn
vom saman komnir til aó skemmta sér jafnvel
þótt hópurinn væri stór því hann var þar sem
söngurinn hljómaði tærast og þar sem menn
sungu lengst allra fram á nætur. Sér í lagi vom
þaó honum Ijúfar stundir ef saman vom komnir
kátir Skagfirðingar með hesta sína, allir vildu
syngja með honum og að honum dreif múgur
glaðra söngmanna og kvenna.
Þessar stundir vom honum ógleymanleg
skemmtan þó oft vantaói örlítið uppá að röddin
væri í lagi daginn eftir. Hann var söngmaður af
guðs náð ef svo má að orði komast og elskaði
söng, hesta og Skagafjörð.
Arni varð fyrir miklu áfalli þegar hann missti
konuna"sína, Jómnni Sigurbjörnsdóttur (Lóu) árið
1979 þá á besta aldri, en hann tók áfallinu af
stöku æðmleysi og bar harm sinn í hljóði.
Alla tíð bjó hann eins vel og honum var unnt
að bömum sínum en alls eignuðust þau Arni og
Lóa níu böm, sjö dætur og tvo syni og þó aldrei
væm þau rík af veraldlegum auðæfum þá vom
þau rík af bömum, gleði og ástúð og komu öllum
bömum sínum á legg með einstökum dugnaói og
fómfýsi.
Og trúi því nú hver sem vill, að lengi bjuggu
þau á Hofi vió Varmahlíð meó átta af bömum sín-
um í húsi sem var um 40 fermetrar að flatarmáli,
og heyri ég aldrei nokkum í fjölskyldunni tala
öóruvísi um Hof en með gleði og gáska í augum
og Ami og Lóa undu sæl með sitt þó oft væri erf-
itt, slíkt var lítillætið og ekki var nú heimtað
meira á því heimili.
Arið 1961 lluttu þau til Akureyrarog undirrit-
aður átti því láni aó fagna að verða einn af fjöl-
skyldunni fjómm ámm síðar.
Ami vann í mörg ár á Gúmmíviðgerð KEA og
á nokkmm stöóum öómm eftir það, en á allra
seinustu ámm fyrst hjá Gefjun og Iðunn, en loks
hjá ísl. Skinnaiðnaði og um dugnað hans til vinnu
efaóist enginn sem til hans þekkti.
Hann stundaði hestamennsku, en frístundimar
vom fáar fyrst eftir komuna til Akureyrar og
bamahópurinn var stór svo hann gerði hlé á henni
um tíma.
Eftir fráfall Lóu tók hann svo upp þráðinn á ný
og átti alltaf tvo til þrjá hesta eftir það og klárarnir
vom honum mikil lífsfylling og honum þótti
óskaplega vænt um þessa fjórfættu vini sína sem
bára hann ævinlega á vit gleðinnar. Hann sagði
eitt sinn við mig: „Maður er aldrei einn meðan
maður á góðan hest.“
Við vomm með honum í hestamennskunni í
nokkur ár tveir af tengdasonum hans, við Valde-
mar, og mér finnst að eftirá að hyggja höfum við
varla átt ánægjulegra tímabil ævinnar enn sem
komið er og þær vom ógleymanlegar ferðimar
okkar þriggja ríðandi vestur í Skagafjörð á vit
söngs og gleði og við lærðum af tengdapabba að
samband dýra og manna er ef menn leggja sig eft-
ir því eitt það dýrmætasta sem menn uppgötva á
lífsleiðinni, og við lærðum af honum að meta
margar af stóm stundunum í lífi hvers manns,
stundunilm þegar maður, hestur og náttúra verða
eitt.
Okkur í fjölskyldunni er það ógleymanleg
stund þegar öll fjölskyldan kom saman síðsumars
á síðasta ári til þess að halda uppá á sjötugsaf-
mælið hans tengdapabba, og ég held að það hafi
verið ein af hans mestu gleðistundum nú seinni ár
og hann var hress og glaður sem endranær og
engum gat dottið í hug þá að þetta yrði í síðasta
sinn sem hann yröi með stóra hópinn sinn að
syngja og gleðjast sem svo oft áóur.
Eg man mín fyrstu kynni af honum þegar ein
dóttir hans og síðar eiginkona mín bauð mér í
fyrsta skipti inn þar sem ég var rétt sautján ára
stráklingurinn að skjótast sem hræddur héri eins
hratt og ég gat fram hjá eldhúsdyrunum þar sem
ég vissi að tilvonandi tengdapabbi sat og var að
lesa og upp stigann í Gránufélagsgötunni. En ótti
minn við hann reyndist ekki á rökum reistur því
mér var strax tekið eins og ég hefði verið þar upp-
alinn alla tíð, það gat engum annað en líkaó vel
við hann, slíkt var lítillæti hans og Ijúfmennska.
Eg skynjaði strax hve auðveldlega hann sá
spaugilegu hliðarnar á málunum og það myndað-
ist strax hjá okkur einskonar glettubandalag, þó
mun oftar sæti nú undirritaður um að gera honum
smáhrekki okkur báðum til gamans. Oft deildum
við um þaó í gamni hvort væri fallegra fjall og
rismeira, Súlur ofan Akureyrar eða Mælifells-
hnjúkur ofan Lýtingsstaóahrepps í Skagafirði og
grobbaði hver af sínu og geröi lítió úr fullyrðing-
um hins um fegurð síns fjalls og þegar ég var bú-
inn að fullyrða það margoft að aldrei sæist al-
mennilega til hans fjalls sökum stöðugrar þoku,
þá færói hann mér innrammaóa ljósmynd af
Mælifellshnjúk tekna í glaðasólskini og skyldi
hún hanga uppá vegg heima hjá mér þar til ég léti
af slíkum fullyrðingum.
Manni leið einhvem veginn alltaf óskaplega
vel þegar maóur var staddur í Gránufélagsgötu 35
hjá þeim tengdaforeldmm mínum og mikið var
spjallað á léttu nótunum og alls kyns prakkara-
strik litu dagsins ljós og ég man að ég var óttalega
upptektarsamur við þau tengdaforeldra mína með
alls kyns hrekkjabrögó því þau skemmtu sér æv-
inlega ekki síður sjálf yfir prakkarastrikunum og
ég man að stundum snaraðist ég að tengda-
mömmu öllum að óvömm ef harmonikkulag var í
útvarpinu og sveiflaði henni með mér á eldhús-
gólfinu í „gömlu dansa kennslu" og þau bæði ekki
síður en ég skemmtu sér hið besta yfir vitleysunni
í þessum snaróða tengdasyni sem kunni nefnilega
ekki eitt einasta spor í dansi, og Ami tengdapabbi
grét úr hlátri.
Arni hafði líka þann skemmtilega veikleika að
hann kitlaði svo óskaplega að ekki mátti einu
sinni gera sig líklegan til þess að grípa í síðumar á
honum þá tók hann stökk upp í loftið og við auð-
vitað óðumst upp í því að hrekkja hann með þessu
í tíma og ótíma og hann blessaður kallinn var oft
orðinn alveg uppgefinn á okkur þessum óróa-
belgjum sem aldrei vom til friðs.
Minningamar streyma um hugann á skilnaðar-
stundu og ekki er hægt aó setja á blað nema örfáar
hugrenningar, en eftir standa að eilífu ógrynni af
góðum minningum um frábæran tengdaföður, fé-
laga og vin.
Við hittumst aftur síðar, gamli minn. Guó
varðvciti þig og blessi minningu þína, þér gleym-
um við aldrei.
Og að síðustu vil ég fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka af alhug starfsfólki á handlækninga- og
gjörgæsludcild Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri fyrir frábæra umönnun og hlýju í garð Ama
og ckki síóur í garó okkar stóm fjölskyldu þessa
erfiðu mánuði, þama vinnur sannarlega fagfólk.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Gunnarsson.
Mig langar að minnast tengdaföður míns, Ama
Kristjánssonar, nokkmm orðum, en hann lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 10. janú-
ar sl. eftir erfiða baráttu við þann illvíga óvin,
krabbamein. Nú er Ámi genginn og kominn til
samfunda við eiginkonu sína, Jómnni Bimu Sig-
urbjömsdóttur, sem hann missti langt fyrir aldur
fram árið 1979.
Leióir okkar Áma lágu saman í tæplega þrjátíu
ár eóa allt frá því við Ingibjörg dóttir hans kynnt-
umst. Allt frá upphafi mætti ég aldrei öðm en vin-
áttu og hlýju frá honum og raunar allri fjölskyld-
unni í Gránufélagsgötu 35. Þar var oft þétt setinn
bekkurinn,
húsið lítið en
fjölskyldan
stór, bömin alls
níu, en þó
aldrei þröngt
fyrir sátta að
sitja og oft
glatt á hjalla.
Hversu vel
man ég ekki
góðar stundir,
til dæmis af-
mæli, jólaboð
og gamlárs-
kvöld þegar
þétt var setið í stofunni og lagió tekið undir ör-
uggum forsöng húsbóndans sem hafði óvenjulega
fallega tenórrödd og er ég ekki í minnsta vafa um
að hann hefði náð langt sem söngvari ef aðstæður
hefðu leyft honum að leggja rækt við þessa guðs-
gjöf.
Sautján ára gamall gekk Ámi í karlakórinn
Heimi í Skagafirði, en hann var Skagfirðingur
fæddur og uppalinn og söng meó kómum, oft sem
einsöngvari, allt þar til fjölskyldan flutti til Akur-
eyrar árið 1961. Þá gekk hann til liðs við Karla-
kórinn Geysi og söng með honum allar götur
þangað til Gamlir peysismenn stofnuóu sinn eig-
in kór og þar var Ámi allt þar til heilsan bilaði sl.
haust. Hann náði að fara með félögum sínum og
Gömlum Fóstbræðmm til Irlands í söngferð um
miðjan október sl. með því að fá frestað innlögn á
sjúkrahúsið, sem hann síðan átti ekki afturkvæmt
frá. Meðan Ámi var í Heimi lagði hann og auðvit-
að margir fleiri á sig ómælt erfiði til að stunda
söngæfingar, hann sagðist oft hafa gengið yfir 10
km leið nánast í hvaða veðri sem var til að missa
ekki af æfingu og alltaf hýmaði yfir honum þegar
hann sagði frá söngbræómm sínum og vinum í
Skagafirði og sagði að engin fyrirhöfn hefði verió
of mikil til að geta verið með þeim og sungið
saman. Einnig má geta þess að þau ár sem Ámi
starfaði á Sambandsverksmiðjunum á Akureyri
söng hann meó kór starfsmanna þar og sýnir það
hvert yndi hann hafði af öllum söng.
Sem sannur Skagfirðingur hafði Ámi alla tíð
mikla ánægju af hestum og vann við tamningar á
sínum yngri ámm og átti alltaf hesta, oft hina
bestu gripi. Nú seinni árin eyddi hann ómældum
tíma uppi í hesthúsi við að snyrta og huga að
þessum vinum sínum og hestamannafélagið Léttir
sá ástæóu til að verðlauna hann fyrir best hirta
hesthúsið í hverfinu nú fyrir nokkmm ámm.
Vorið 1979 varð Ámi, eins og fyrr segir, fyrir
þeirri þungbæm sorg aó missa eiginkonu sína,
Jómnni Bimu eða Lóu eins og hún var alltaf köll-
uð, langt fyrir aldur fram og frá yngstu bömunum
og dóttursyni sem enn vom í föðurhúsum. Þá
sýndi fjölskyldan öll hvað samstilltur vilji er
sterkur og hversu vel er hægt að spila úr erfiðri
stöðu þannig að vel fari þó ekki sé allt fullkomið.
Bömin sýndu föður sínum sérstaka ræktarsemi og
var hann jafnan aufúsugestur á heimilum þeirra.
Eftir að um hægðist hjá Áma gaf hann sér oft
tíma til að sinna bamabömunum og hafði gott lag
á þeim hvort heldur þau fóm með í hesthúsió, í
kapphlaup eða fótbolta.
Nú em liðin tæp níu ár síðan við hjónin flutt-
um bú okkar til Neskaupstaðar og hefur því verið
vík milli vina en í nokkur skipti kom Ámi og
dvaldi hjá okkur um tíma, rölti sér út í urðir eða
upp í skógrækt og sagði okkur frá gönguleióum,
rjóömm og fegurð náttúrannar sem við í amstri
dagsins veittum enga athygli. Auðvitaó rennum
við líka oft norður til að heilsa upp á skyldfólkið
og alltaf var gott að líta við í Furulundinum. Þann
5. ágúst í sumar er leið varð Ámi sjötugur og var
haldið upp á daginn á heimili Svölu, yngstu dóttur
hans, en hún býr á Hauganesi. Þar var nánast öll
fjölskyldan mætt og átti eftirminnilegan dag með
grillveislu, skemmtisiglingu og hæfilcga miklum
söng þar sem Ámi að sjálfsögóu var í forsæti og
hrókur alls fagnaðar. Ekki gat mig með nokkm
móti gmnað að þetta yrði í síðasta sinn sem fjöl-
skyldan samfagnaði meó honum og næst þegar ég
sá hann lá hann á gjörgæslu Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri fársjúkur eftir erfiða aðgerð.
Elsku Ámi. Nú þegar vegferð þinni á þessu til-
vistarstigi er lokið og þú horfinn til himinsala vill
hún Bogga þín, ég og synir okkar, þeir Ámi Þór,
Bjami, Pétur Heiðar og Ingi Steinn, þakka þér
samfylgdina og fyrir allt og allt.
Far þú í friói, friður guðs þig blessi.
Freysteinn Bjarnason.
Ljúfmcnnska og létt lund era orð sem koma upp í
hugann þegar Árna er minnst. Það var árió 1961
um vorið aó ég hitti Árna fyrst, en ég kom þá í
heimsókn til þeirra hjóna Áma og Lóu, sem til-
vonandi tengdasonur. Þau áttu þá heima á Hofi í
Skagafirði og á ég hinar bestu minningar frá
heimsóknum í Skagafjörðinn þetta sumar.
Um haustið 1961 flyst Árni búferlum til Akur-
eyrar meó fjölskyldu sína, en þar hafði hann feng-
ið vinnu. Þegar Ámi var búinn að búa í nokkur ár
á Akureyri keypti hann lítið timburhús og flutti
þaó að Gránufélagsgötu 35. Vann ég þá mikið
með honum við aó standsetja það og var þá oft
glatt á hjalla, því Ámi var glaðlyndur maður og
hafði gaman af að fara með vísur.
Minningar úr Gránufélagsgötunni em margar
enda kom ég þar flesta daga á þessum ámm og
man ég glöggt hversu gott var að koma í kaffi til
Lóu tengdamömmu og hve sérlega góðar jólakök-
umar og kleinumar hennar vom.
Ámi hafði mikið yndi af hestum og átti alltaf
hesta en aldrei fór ég þó á bak með honum því
hestamennska var ekki mitt áhugamál, en oft fór-
um við hjónin með honum að líta á hestana á
sumrin þegar þeir vom í hagagöngu og undraðist
ég oft hve auðvelt þaó var fyrir hann aó ná þeim,
það nægði bara að kalla á þá. Ámi hugsaði vel um
sína hesta og fékk hann áletraóan heióursskjöld
fyrir umgengni í hesthúsi sínu frá Hestamannafé-
laginu Létti.
Söngur var hans líf og yndi og var hann alltaf
starfandi í kómm og á góðum stundum var oft
tekið lagið.
Ámi og Lóa eignuðust 9 böm og ólu auk þess
upp dótturson sinn um tíma. Bömin flugu úr
hreiórinu eitt af öðm og þegar Ámi missti konu
sína var yngsta dóttirin eftir heima, þá 12 ára.
Seldi hann þá húsið í Gránufélagsgötunni og festi
kaup á íbúó í Fumlundi 8, þar sem hann bjó til
dauðadags.
I ágúst síðastliðnum varð Árni 70 ára og hélt
þá bömum sínum og fjölskyldum þeirra mikla
veislu út á Hauganesi, en þar býr nú yngsta dóttir
hans, Svala, og var þá mikið sungió.
Hann fór í sína síðustu söngferð með gömlum
Geysisfélögum til Irlands síóastliðið haust en
skömmu áður en hann fór fékk hann að vita að
hann þyrfti að fara í uppskuró og lagðist hann inn
á sjúkrahúsið strax þegar hann kom aftur, en þaó-
an átti hann ekki afturkvæmt og eftir harða bar-
áttu við illvígan sjúkdóm varó hann loks að lúta í
lægra haldi. Þá kom vel í ljós hvaða hug bömin
hans bám til hans og vom þau hjá honum öllum
stundum og reyndu að láta honum líða sem best.
Ámi var mikið ljúfmenni og bóngóður og var
alltaf tilbúinn að aðstoða þegar þörf var á. Hann
var mikill fjölskyldumaður og hélt fjölskyldu
sinni vel saman. Eg er viss um að nú þegar hann
er kominn á annað tilvemstig og hittir áður fama
ástvini verða fagnaðarfundir.
Þegar sest er niður og litið yfir farinn veg leita
margar Ijúfar minningar á hugann, en ég læt hér
staðar numið.
Ámi minn, ég og fjölskylda mín þökkum þér
alla ástúð og hlýju meðan við fengum að hafa þig
hjá okkur. Guð blessi þig.
Sigurður Vatnsdal.
Ámi afi er dáinn.
Við eigum erfitt með að sætta okkur við að
elsku afi okkar, Ámi Kristjánsson, sé dáinn en
það styrkir okkur í sorginni aó nú er hann kominn
til Lóu ömmu aftur eftir 15 ára aðskilnað. Hann
barðist hetjulega gegn illvígum sjúkdómum en
varó að láta undan og fékk loksins hvíld og ró.
Það er svo margt sem við minnumst um hann
og vom samvemstundir okkar ótal margar og
skemmtilegar. Við vissum alltaf þegar hann kom í
heimsókn því þá opnuðust útidymar hægt, síðan
heyrðist umgangur í forstofunni og loks var kall-
að glaðlega til heimilisfólksins: „Sælir nú hér“. Á
seinni ámm var það árviss venja aö fara og að-
stoða afa við heyflutninga upp í hesthús. Þetta tók
ekki langa stund en það var alltaf jafn gaman að
vera með honum í þessu. Hann var þakklátur fyrir
þessu litlu viðvik sem vora þó alveg sjálfsögð og
munum við sakna þess að fara ekki á næsta sumri
í heyflutninga fyrir afa.
Það var alltaf jafn gaman að setjast við hliðina
á honum því þá tók hann alla nálæga púða og rað-
aði þeim upp við sig því hann var einstaklega kitl-
inn. Vegna þessa skemmtilega veikleika hans var
ekki hægt að standast freistinguna að kitla því
viðbrögð hans vom ótrúleg, hann kipptist við og
jafnvel þó maður væri einungis að þykjast.
Það er svo margt sern við munum um hann en
viljum að lokum minnast hans með eftirfarandi
Ijóði sem tengist cinu aóaláhugamáli hans, söngn-
um:
Við munum þig og þökkum sönginn hreina,
þann söng er veilti hjörtum vorum yl.
Við munum þig í hópi horskra sveina
með hlýjan svip er vissi á mörgu skil.
Það stóð ei þys né styr um þína vegi,
þú stilltir jafnan geði þínu í hóf,
og því var bjart á þínum hinsta degi,
þegar vetur líkklœði þér óf.
(Guðmundur Guðmundsson)
Elsku afi okkar, við þökkum þér fyrir allar
skemmtilegu samvemstundirnar sem við áttum
með þér. Guð verið með þér.
Rúnar og Dúnna.