Dagur - 24.01.1995, Side 16

Dagur - 24.01.1995, Side 16
Þú færð eina ókevpis 15 x 21 cm stækkun með hverri framköllun. ^Pcátomyndir? Skipagata 16 - 600 Akureyn - Slmi 96-23520 Margrét EA á leið til Akureyrar: Undirbúningur að viðgerð þegar hafinn Togarinn Margrét EA-710, sem fékk á sig brotsjó út af Dýrafirði á mánudagskvöldið 16. janúar sl. á leið til Súðavíkur með hjálparsveitarmenn frá Þingeyri, hélt þaðan í gær áleiðis til Akureyrar þar sem viðgerð fer Landssöfnunin „Samhugur í verki“: Framlögin yfir 200 milljónir kr. Landssöfnuninni „Samhugur í verki“, sem efnt var til vegna náttúruhamfaranna í Súðavík í síðustu viku, lauk á sunnudags- kvöld. Þá höfðu safnast á rúm- um þremur sólarhringum yfir 205 milljónir króna. Þetta söfn- unarfé mun renna óskert til víð- tækrar fjölskylduhjálpar á Vest- Qörðum. Alls lögðu tæplega 6.500 aðilar fé inn á söfnunarreikning nr. 800 í Sparisjóðnum í Súðavík fyrir helgi en í gegnum síma söfnunar- innar bárust loforð frá um 21.500 aðilum. Söfnuninni er þó ekki lokið því hægt verður að leggja inn á reikn- ing nr. 800 í Sparisjóðnum í Súða- vík fram til 3. febrúar næstkom- andi. Afram verður svarað í síma 8005050 fyrir þá sem vilja fá upp- lýsingar um Iandssöfnunina og fyrir þá sem vilja setja framlög á greiðslukort. Svaraó verður alla daga milli kl. 8 og 23. JÓH Húsavík: FH hyggur á skipakaup Stjórn Framkvæmdalánasjóðs leggur til við Bæjarstjórn Húsavíkur að hlutafé sjóðsins í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur verði aukið um 30 milljónir og auk þess verði 11 milljónum, sem ætlaðar voru sem víkjandi lán til kvótakaupa, breytt í hlutafé í FH. Tillaga þessi liggur fyrir fundi bæjarstjómar í dag, en hann hefst kl. 16 í Félagsheimili Húsavíkur. Fundinum veröur útvarpað af út- varpsstöð framhaldsskólanema. Framangreind tillaga er bundin við að þessu aukna hlutafé verói varió til kaupa á skipi með kvóta. IM VEÐRIÐ Vægt frost verður um allt Norðurland í dag, þó mun kaldara í innsveitum. Norð- an kaldi og lítils háttar élja- gangur verður á Noróur- landi þegar líða tekur á daginn. Frost mun aukast verulega á miðvikudag, verður frá 5 til 15 stig, og því fylgir éljagangur við ströndina en léttara inn til landsins. fram á skipinu. Leiðin milli Þingeyrar og Akureyrar er um 200 mflna löng en óvíst er hversu langan tíma siglingin tekur, það ræðst af veðri og vindum. I gær var gott veóur á Vest- fjörðum en 5 vindstig á siglingar- leióinni fyrir ísafjaröardjúp og austur fyrir Hom, en var að ganga nióur. Mikið tjón varö á skipinu, brúin lagóist inn aó framan og þarf að skipta um framstykkió, allir gluggar brotnuðu í brúnni og flest eöa öll siglingatæki uröu ónýt, en spelkað var fyrir alla glugga til bráðabirgða. Auk þess konrst sjór niður í vistarverur skipverja og olli nokkru tjóni. Sett var um borð nýtt GPS-staðsetn- ingartæki auk einnar stöövar og auk þess er radarinn virkur. Níu manns úr áhöfn Margrétar EA mun sigla skipinu heim, en hinir 14 áhafnameðlimirnir flugu heim á föstudag. Gert verður við skipið í Slipp- stöðinni-Odda og er undirbúning- ur þegar hafinn auk þess að panta ný siglingartæki í brúna. GG Blom a leiði þjóðskáldsins Magnús Stefánsson, bóndi í Fagraskógi, og bróðursonur þjóðskáldsins Davíðs Stefánssonar, leggur blóm á leiði Dav- íðs í kirkjugarðinum á Möðruvöllum í Hörgárdal sl. laugardag. Á bls. 6 eru birtar myndir sem voru teknar í Davíðs- húsi, í Möðruvallakirkju og á Amtsbókasafninu sl. laugardag í tilcfni af því að 100 ár voru þá liðin frá fæðingu Dav- íðs Stcfánssonar. Á bls. 11 er umsögn Hauks Ágústssonar um leiksýningu LA „Á svörtum fjöðrum“, sem var frum- sýnd sl. laugardagskvöld. óþh/Mynd: Robyn. Islenskt fiskroð gæti gefið af sér 4,5 milljarða í útflutningsverðmæti - samstarfsverkefni Fiskiðjunnar hf. á Sauðárkróki og Iðntæknistofnunar um gelatínframleiðslu I 1 annsóknir hófnst í il'llímán- Fiskiðinnnar hf. á Sanðárkróki knmið p.r með að lanrli til vinnsln rnði að ra>ða hérlpnHie «vn pkki Rannsóknir hófust í júlímán- uði 1994 hjá Iðntæknistofn- un, sem beinast að því að nýta flskroð til matarlímsframleiðslu og er áætlað að rannsóknirnar standi fram á mitt ár 1996. Að fengnum þeim niðurstöðum liggur fyrst fyrir hvort um fram- leiðslu verður að ræða. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Fiskiðjunnar hf. á Sauðárkróki og Iðntæknistofnunnar og er hlutur Fiskiðjunnar fólginn í því að kanna hversu mikið magn er hægt að nýta og afla þess en hlutur Iðntæknistofnunar er fólginn í því að þróa vinnsluað- ferðina. Á landinu falla til um 11 þús- und tonn af fiskroði af fiski sem Neðri skíðalyftan á Skarðsdal í Siglufirði ónothæf eftir snjófióð: Viðgerð Ijúki innan þriggja vikna - snjóflóðahættu aflétt Tjón það sem varð vegna snjóflóðs sem féll á skíða- mannavirki Siglfirðinga á Skarðsdal sl. miðvikudag hefur enn ekki verið metið, en undir- búningur að viðgerð er þegar haftnn. Skemmdir urðu á enda- stöð neðri skíðalyftunnar og er hún því ónothæf, en einnig tók snjóflóðið með sér lyftuskúr og spenni og lagði hvoru tveggja í rúst. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, segir snjóflóða- hættunni hafa verið aflétt en þegar er hafm vinna vió aö moka upp það sem grófst í flóðinu og undir- búa viðgerðir en stefnt er að því að viðgeró ljúki innan þriggja vikna. Rafmagnstaflan er í skoöun á rafmagnsverkstæði, verið að skoða togvírinn og hvort nauðsyn- legt kann að reynast að panta nýj- an vír og eins að smíða nýjan lyftuskúr eða fenginn verói lánað- ur skúr til bráðabirgða. Freyr Sigurðsson, formaður Skíðalelags Siglufjarðar, segir að þetta tjón breyti engu varðandi skíðamótshald á skíðasvæðinu á Skarðsdal, eingöngu sé um aö ræða innfélagsmót en þó geri Sigl- firðingar sé vonir um aö fá að halda eitt bikarmót á vegum SKÍ. GG komið er með að landi til vinnslu en ef hugmyndir um nýtingu roðs til gelatínframleiðslu ganga eftir er verið að tala um um helming þess magns, eða á bilinu 4 til 5 þúsund tonn. Rannsóknirnar hjá Iðntæknistofunun eru á vegum dr. Magnúsar Guðmundssonar. Úr 5 þúsund tonnum af fiskroði er mögulegt að framleiða um 1.200 tonn af gelatíni en það getur hugsanlega farið í sjö verðflokka. Fyrir hæsta verðflokk fást 6 þús- und dollarar fyrir tonnið, eða um 415 þúsund íslenskar krónur en fyrir lægsta verðflokkinn um 270 þúsund krónur fyrir tonnið. Ef mögulegt yrði að vinna allt roóið í hæsta veróflokk væri um allt að 4,5 milljarða framleiðsluverðmæti að ræða. Markaður fyrir gelatín er fyrst og fremst hjá Gyðingum og Músl- ímum í matargerð, en venjulegt matarlím er unnið úr svínum en þessi trúarbrögð leggjast gegn neyslu þeirra. Auk þess er möguleiki á nýt- ingu fiskroðs til framleiðslu á lyfjahylkjum og töflum auk þess sem vaxandi eftirspum er eftir því til framleiðslu snyrtivara, aðallega krems, enda verulega rakadrægt. Einnig er það notað sem tæknilegt hjálparefni í rafeindaiónaði. Sútunarverksmiðjan Loðskinn hf. á Sauðárkróki hefur um nokk- urt skeið verið að þróa aðferð til sútunnar fiskroöa, aöallega stein- bítsroðs, en ekki er um verulegt magn að ræða og þótt farið yrði út í að starfrækja gclatínverksmiðju er um nægjanlegt framboð af fisk- roði að ræða hérlendis svo ekki yrði um samkeppni að ræöa um hráefni. Dr. Magnús Guðmundsson segir að það sé óútrætt mál hvort verksmiðjan yrði starfrækt á Sauðárkróki eða annars staðar á landinu, en hann segir að Fiskiój- an hf. muni eólilega hafa hönd í bagga um staðarval. Hér er um fýsilegan kost að ræða í fullnýt- ingu á íslenskum sjávarafurðum í þverrandi fiskveiðikvóta, en hrá- efnið er mjög vannýtt og hefur að- allega farið til framleióslu beina- mjöls ef það hefur yfirhöfuð verið nýtt. Fyrir það fást milli 50 og 60 aurar fyrir kílóið á móti allt að 415 krónum í gelatínframleiðsl- unni. GG C-634 XT þvottavél 1 */ I I 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytirofi 600 snúninga Rústfrír pottur I I Frábært verð 39.900,- stgr. I I f|J KAUPLAND I Kaupangi • Sími 2356^j

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.