Dagur


Dagur - 25.01.1995, Qupperneq 4

Dagur - 25.01.1995, Qupperneq 4
— LEIÐARI----------------------- Htríngur á olíusölumarkaði 'jl - DAGUR - Miðvikudagur 25. janúar 1995 f ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (Iþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óhætt er að segja að Irwing-feðgar hafi hrært svo um munar upp í stöðnuðu kerfi olíuverslunar á íslandi. For- svarsmenn Skeljungs, Olíufélagsins og Olís skjálfa á beinunum og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir eru hrædd- ir, þeir óttast samkeppnina og keppast nú allt í einu við að lækka verð á oliu og bensíni. Því hefur löngum verið haldið fram og það með réttu að á íslenskum olíumarkaði hafi ekki ríkt samkeppni. Þar hefur fákeppni og samráð um verðlagningu verið aOs- ráðandi. Verðlagið hefur fyrst og fremst verið við það miðað að olíufélögin högnuðust sem mest þannig að unnt yrði að byggja fleiri dýrar bensinstöðvar. Olíufé- lagsmenn komust loks að því hér á dögunum að þeir gætu lækkað verð á bensíni með hagræðingu í rekstri og auðvitað komust forsvarsmenn hinna félaganna að sömu niðurstöðu. Og síðasta útspilið í olíustríðinu er stofnun nýs olíusölufélags með þátttöku Skeljungs, Bón- uss og Hagkaups sem hefur það á stefnuskránni að bjóða neytendum á höfuðborgarsvæðinu lægra bensin en hin félögin. Skeljungur ætlar sem sagt að selja hinu nýja oliusölufélagi olíu og bensín á heOdsöluverði en sel- ur hins vegar olíuvörur á sínum eigin útsölustöðum á gamla verðinu. Og hver skyldi skýringin vera á verðmun á væntanlegum bensínstöðvum Bónuss og Hagkaups og öðrum bensínstöðvum? Jú, rekstrarkostnaðurinn við bensínstöðvar oOufélaganna um aOt land er sagður svo mikiO að ekki reynist unnt að lækka verðið! AOt þetta mál varpar rækilega ljósi á það óhagkvæma og löngu úrelta kerfi sem hér á landi hefur ríkt um árabil í sölu á oUuvörum. Landsmenn hafa horft agndofa á for- svarsmenn olíufélaganna koma fram í fjölmiðlum síð- ustu daga til að gefa hinar furðulegustu skýringar á því að þeir hafi loksins fengið guOið tækifæri til að lækka verð á olíu og bensíni. Opinberlega hafa þeir að sjálf- sögðu ekki viljað viðurkenna þá staðreynd að titringur þeirra stendur í beinu sambandi við fyrirætlanir kanad- íska félagsins Irwing-oil um að hefja rekstur hér á landi. Loksins er að renna upp fyrir íslenskum oOufurstum að fákeppnin er brátt úr sögunni og framundan er hörð samkeppni á þessum markaði. Neytendur hafa lengi beðið eftir þeirri stundu að oOufélögin kepptust við að ná tO viðskiptavinanna með þvi vopni sem aOur heO- brigður rekstur beitir, verðlaginu. Loksins er sú stund að renna upp - þökk sé kanadískum Irwing-feðgum. LESENÞAHORNIÐ „Hvað boðar nýárs óborna tíð?“ Blaðinu hafa borist eftirfarandi tvö Ijóó frá Jóhanni Þorvaldssyni á Siglufirði: Við áramót, 1. janúar 1995 Hvað boðar nýárs óborna tíð? Boðar hún frið, eða endalaust stríð? Því rœður mest hvar maðurinn stendur, með mannelsku sína, á báðar hendur. Víst er að maðurinn rœður miklu, með hjálp, að ofan, afhöndinni styrku. Þá færir nýárið gjafir hins góða, gleði ogfrið til allra þjóða. Þá rœtast óskir góðra granna, sem góðvild og gjafir líka sanna. Það œtti ráðendur að láta meta, leiðrétta ójöfnuð eins og þeir geta. Eftirfarandi mælir æska Islands, er lék sér í fjöru eða við fjall fyrstu áratugi tuttugustu aldar. Öldinni er geymir spor og verk okkar í meira en sjö eóa átta ára- tugi. Gjaman vildi ég, ef Guð lofar, fylgja henni á leiðarenda. Sjá hin góðu verk unnin. Græða, rækta og klæða Iandið. Sjá alfrjálsa þjóð og ísland í litríkum lifandi jarðarskrúða. Þaó er okkar framtíðarsýn og óskadraumur. Verk að vinna. Framtíðarsýn Grœðum landið, grœðum fólkið, græðum allt sem lífið ól. Klæðum sandinn, klæðum hraunið, klæðum allt sem vantar skjól. Greiðum skuld og græðum sárin, gerum landið vistarvænt. Þá fer saman, um ókomin árin, alfrjáls þjóð og landið grænt. Þá rætist íslands óskadraumur, um ásýnd lands og farsæld manns. Þá rætist fólksins frjálsi draumur, um fegurð lífs og óskir manns. Er litum yfir liðna daga, Ijómar sólskinsbros um vanga. Það verður Islands ástarsaga, því æskan feðraslóð mun ganga. Enn um „neðanmittis- húmor“ Heimismanna Vandið moksturinn Reiður íbúi í Lækjargötu hringdi og vildi kvarta undan snjómokstri í götunni. Þannig væri staóið aö málum að á hverjum degi þegar hann kæmi heim úr vinnunni þyrfti hann að byrja á að moka sér leió inn í íbúóina í gegn- um snjóruðning sem væri fyrir dyrunum inn í húsiö. Sömuleiðis væri rutt fyrir innkeyrslu á bíla- plani ofar við götuna þannig að fólksbílar ættu litla möguleika á að komast þar um áfallalaust. Saga af jóladiski Anna Scheving hringdi: „Ég fékk aó gjöf jóladisk sem var keyptur í gjafavörubúð í Hafnar- firöi. A milli jóla og nýárs fór ég í Kristalbúðina á Akureyri og spuróist fyrir um hvort ég gæti ekki fengið að skipta diskinum þar sem ég hafði áóur keypt alveg eins disk í þeirri búð. Afgreiðslu- stúlka í Kristalbúðinni neitaði að taka við diskinum á þeim forsend- um að hann væri ekki keyptur þar og forsvarsmenn Tékkkristals í Reykjavík hafi lagt bann við aó slíkar vörur væru teknar til baka. Ég hringdi í Tékkkristal og fékk þar þær upplýsingar að þetta væri alrangt. Þessi framkoma þykir mér vera til marks um óliðlegheit í hæsta máta, ekki síst vegna þess að ég hafði sjálf keypt slíkan jóladisk í Kristalbúðinni. Ég hefði því alveg eins getað skipt honum, en hins vegar sagói ég við afgreiðslustúlk- una að þessi umræddi diskur hafí verið keyptur í Hafnarfirði. Því má svo bæta vió að ég fór með diskinn inn í Blómabúóina Laufás og þar var ekkert mál aó fá honum skipt.“ Snjóflóðin í Súðavík: Það þarf að ræða um þennan atburð í skólanum Kristján Stefánsson frá Gilhaga skrifar: Að gefnu tilefni og vegna mikillar umræðu um okkur Heimismenn. Þrátt fyrir umtalað myndefni í sjónvarpi í byrjun ársins, þótti Heimis-mönnum að ekki væri þar nema hálf sagan sögð. Því var þaó að æfingarkvöld eitt nýverið var Miðgarði breytt í myndver, þá kom glögglega í ljós misþroski meðlim- anna, sér í lagi hinn líkamlegi. En eftir þrotlausar samanburóaruppstillingar allt kvöldið, þótti loks hin rétta ásýnd kórsins fundin, og blossamir leiftruðu. I skagfirska húmorinn stundum sé stutt er staðhœft á förnum vegi, og skilningsrík takmörk hjá Sigríði Shiöth við sjáum á prenti í Degi. Hún gleymdi því blessuð, við bráðræði sitt - er barnið hún lífið hlaut þiggja, að karlmaður hefði til komið, og „hitt“. En kyrrt má þó satt stundum liggja. Víst er það ljótt, efvið lifum í synd það lífinu skorður jú setur, en núna er karlremban komin á mynd sem kynnir vort sakleysi betur. Við það að sjálfsögðu vonir ég bind - því vel ég mitt heimafólk þekki að Þorvaldur sendi nú Sigríði mynd svo að hún gleymi’ okkur ekki. Er það til bóta? efeinhver nú spur - það efalaust dœmt sérhver getur - þá minni ég á það að myndin er kjur, því má hana stúdera betur. Leitar pennavina á íslandi Tuttugu og fjögurra ára gömul þýsk kona óskar að komast í bréfa- samband við hresst og skemmtilegt fólk frá Islandi. Hún hefur mikinn áhuga á landinu og ekki síst ís- lenskum hestum. Auk þess hefur hún áhuga á ferðalögum, íþróttum, siglingum, tónlist og þúsund öðr- um hlutum, eins og hún orðar það í bréfi til ritstjómar Dags. Þeir sem á annað borð hafa áhuga á að komast í bréfasamband við þessa stúlku geta sent henni bréf í eftirfarandi heimilisfang: Verna Patz Hauptpostlagernd D-52060 Aachen Germany Kona í Þorpinu hafði samband við Dag og sagðist vera yfír sig hissa á því aö ekki skyldi vera umræða á milli kennara og nem- enda í Síðuskóla á Akureyri, um þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Súðavík. Hún sagðist hafa kynnt sér hvort einhver um- ræða hefði farið fram í skólanum en komist að því að svo væri ekki. „Unglingar og böm þurfa líka að tjá sig um þessa hluti og það er í raun nauðsynlegt fyrir þau. Þessi umræða fer fram á öllum heimil- um og þeir fullorðnu halda um- ræðunni áfram á sínum vinnustað og því er ekkert óeðlilegt við aó böm og unglingar haldi umræð- unni líka áfram á sínum vinnu- stað, þ.e. í skólanum. Ég hef rætt þetta við fleiri og þeir eru sam- mála mér.“ Þakkir til starfs- fólks Sjúkrahúss Skagfirðinga Jón Helgi Arnljótsson, Ytri- Mæiifellsá, Lýtingsstaðahreppi, sendi blaðinu bréf og baó fyrir eft- irfarandi kveðju í bundnu máli til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfiró- inga: Alúðarþakkir,fyrir ykkar störf, seni án hefði ei getað verið. Meðan gjörða ykkar gerist þörf, þið gœfuna ávallt berið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.