Dagur - 25.01.1995, Page 7

Dagur - 25.01.1995, Page 7
Miðvikudagur 25. janúar 1995 - DAGUR - 7 áfangastað á Akureyri eykst ekki strax við það að taka upp viðkom- ur millilandaskipa á Akureyri, en ljóst er að þaó gerist til lengri tíma litið, Hinsvegar skapar þetta sér- staka möguleika á að auka við- haldsþjónustu og viðgerðir á gám- um á Akureyri. Allir gámar sem koma til Islands eru nú losaðir í Reykjavík. Þar fara þeir í forskoðun og ef gámamir eru bil- aóir eóa skemmdir á einhvem hátt, er gert við þá í Reykjavík. Ef milli- landaskipin hafa viðkomur á Akur- eyri minnkar hagkvæmnin við það að gera við gámana í Reykjavík og eðlilegt að þessi forskoðun færist í auknum mæli til Akureyrar. Það er mat EIMSKIPS að bæta þyrfti við 4 starfsmönnum á Akureyri til að sinna þessum verkefnum. b) Akureyri sem útflutningshöfn Norðurlands Ljóst er að beinar viðkomur milli- landaskipa EIMSKIPS á Akureyri munu skapa Akureyri töluverða sérstöðu á Norðurlandi. Þróunin í flutningum hefur verið sú að viö- skiptavinurinn krefst ætíö sem styst flutningstíma og því er lík- legt aö hagkvæmt geti orðið að flytja vöru af Norðurlandi í aukn- um mæli um Akureyri. Útflutningur EIMSKIPS frá Norðurlandi nam 68 þúsund tonn- um árió 1994 og þar af voru flutn- ingar frá Akureyri 18 þúsund tonn. Af heildarútflutningi frá Norðurlandi var kísilgúr 24 þús- und tonn en frystivara fyrir SH 19 þúsund tonn. Til meginlands Evrópu fóru 31.300 tonn, til Bretlands 17.700 tonn, til Noróurlandanna 10.200 tonn, til Austurlanda íjær fóru 6.800 tonn og 2.000 til Bandaríkj- anna. Til greina kemur aó safna þess- ari vöru aó talsveróu leyti til Ak- ureyrar. Nærtækast er að skoóa fyrst að flytja vöruna frá Siglu- firði, Ólafsfirði og Dalvík til Ak- ureyrar í veg fyrir millilandaskip- ið. Þaó yrói annað hvort gert með strandflutningsskipi eða með bíl- um eftir því hvort er hagkvæmara. Líklegast yrði vara frá Ólafsfirði og Dalvík flutt með bílum en vara frá Siglufirði yrði ýmist flutt með bílum eða strandflutningsskipi. Til greina kæmi einnig að flytja aðra vöru en kísilgúr frá Húsavík og Raufarhöfn til Akureyrar. Við þetta mun útílutningsmagn frá Akureyri um það bil tvöfaldast. Þar sem Jöklar hf. hafa um langt skeið stundað beina flutn- inga milli Akureyrar og Banda- ríkjanna og Kanada bjóða Jöklar hf. og Eimskip þar með beina flutninga til allra helstu útflum- ingsmarkaða. Aukning þessi mun kalla á auk- in umsvif í starfsemi EIMSKIPS á Akureyri. Koma þyrfti upp frysti- geymsluaðstöðu í tengslum við vöruafgreiðslu félagsins til að tryggja rétta meðhöndlun frystivör- unnar og einnig myndi akstur og önnur þjónusta á svæðinu aukast. Þaó er mat EIMSKIPS að fé- lagið þyrfti að bæta við 5-6 starfs- mönnum á Akureyri vegna þessa. Þaó er ljóst að 10 ný störf hjá Eimskip er aðeins lítill hluti þess hags, sem fæst af auknum umsvif- um í innflutningi og útflutningi á Akureyri. Helmingsstytting þess tíma sem tekur að koma vöru á markað er mjög þýðingarmikið hagsmunamál fyrir alla atvinnu- starfsemi á Norðurlandi. Marg- feldisáhrif þess að Akureyri verði miðstöð slíkra flutninga eru einnig mjög mikil. 4. Háskólinn á Akureyri a) Bæjaryfirvöldum á Akureyri er mikið áhugaefni að auka veg og viróingu Háskólans á Akureyri. SH vill stuðla að því aö háskólinn styrki stöðu sína og fái alþjóðlega viðurkenningu, einkum á sviði sjávarútvegsfræði og skyldra greina. Til að það markmið náist þarf háskólinn aó hafa á að skipa fjölda hæfra kennara með marg- víslega sérfræðiþekkingu auk góórar aðstöðu til þcirra rann- sókna, sem nauðsynleg er til að skólinn komist í fremstu röð. Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri hefur þegar vakið at- hygli og SH lýsir yfir vilja sínum til að stuóla að því að ofangreint markmið náist. SH leggur til, að það verði gert með þeim hætti, að stofnaður verði nú þegar formleg- ur samstarfsvettvangur milli SH og HA um það, hvernig SH geti styrkt kennslu og eflt rannsóknir í greinum eins og t.d. gæðastjórnun, markaðsfræði og vinnslutækni. Á öllum þessum svióum hefur SH á að skipa hæfu fólki með mikla reynslu og viðeigandi háskóla- menntun. I þessu sambandi býður SH Háskólanum á Akureyri að setja á stofn og kosta eina prófessors- stöðu (eða lektorsstöóu) t.d. í markaðsfræðum sjávarafurða eða taka þátt í samráóningum sérfræö- inga á svipaðan hátt og HA hefur tíðkað við rannsóknastofnanir at- vinnuveganna. Þá vill SH kanna við HA, hvort áhugi væri á að verðlauna góðan námsárangur m.a. með tækifæri til að kynnast starfsemi á markaðs- svæði SH. b) Til að kanna, með hvaða hætti HA geti náö því að öðlast viðurkenningu sem alþjóðlegur sjávarútvegsháskóli, er Iagt til að SH og Akureyrarbær standi fyrir og kosti forkönnun á því, hvers þurfi meö. Verði niðurstaðan já- kvæð, má búast við að frumkvæðið gæti leitt til alþjóðlegs skóla á veg- urn HA. Stuðningur SH við slíkan skóla fælist m.a. í kennslu á þeim sérsviðum, sem að ofan eru nefnd. I því sambandi á að freista þess að ná samstarfi við Háskóla SÞ líkt og gerist með jarðhitadeild Háskóla SÞ hérlendis og skapað hefur meiri sambönd vítt og breitt um heiminn en nokkurn óraói fyr- ir í byrjun. Sambönd af því tagi myndu reynast mjög mikilvæg til frekari alþjóðavæðingar íslensks sjávarút- vegs og yrðu HA mikil lyftistöng. Þau yrðu einnig, ef vel tækist til, einn af megin burðarásum í endur- reisn atvinnulífsins á Akureyri í framtíðinni. Stuðningur stærsta út- flutningsfyrirtækis landsins, sem rekur öfluga starfsemi víða um heim, gæti skipt sköpun, þegar tal- að er fyrir þessari hugmynd hjá al- þjóölegum stofnunum. c) SH er kunnug um undirbún- ing HA að því aö koma á fót mat- vælamiðstöð í tengslum við há- skólann. SH lýsir yfir vilja sínum til aö taka upp viðræður við HA um á hvem hátt SH gæti stutt við starfsemi af því tagi, sem gert er ráð fyrir að þar fari fram. í því sambandi hefur SH sérstaklega áhuga á að stuöla að aukinni verk- menntun í matvælaframleiðslu úr sjávarfangi meðal annars með samstarfi fyrirtækja og skóla og auknu samstarfi á ýmsum sviðum innan matvælaiðnaöarins. Samantekt Hér aó framan hefur verið rakið, hvernig SH vill mæta óskum bæj- aryfirvalda á Akureyri í að styrkja atvinnulíf bæjarbúa. SH telur, aó sú lausn, sem felst í framangreindum tillögum sé mjög raunhæf og einnig til þess fallin að byggja upp varanlegan atvinnu- rekstur í iðnaði, flutningum, út- flutningsverslun og ýmissi tengdri þjónustu auk þess að stutt yrði við starfsemi Háskólans á Akureyri. SH hefur lagt allt kapp á, að þær tillögur, sem hér eru fram settar, byggi á traustum grunni og að ekki verði tjaldað til einnar nætur, enda má af þeim sjá, að SH gerir ráó fyrir því, að taka virkan þátt í atvinnustarfsemi Akureyrar á mörgum sviöum. Hins vegar má það öllum vera ljóst, að þær tillögur, sem hér eru fram settar, byggi á þeirri fórsendu, að SH og ÚÁ fái áfram að starfa saman að útflutnings- og markaðs- starfsemi ÚA, sem reynst hefur báðum félögunum vel í áratugi. SH er öflugt félag með víðtækt sölunet erlendis, sem stendur á mjög traustum grunni. Félagið hefur margsannað bæði fyrr og síðar, að það býr yfir miklum hæfileika að bregðast hratt vió breyttum aðstæðum og hefur um áratugaskeið veriö leiðandi í sölu- og markaðsmálum Islendinga. Tölur um stóraukin umsvif bæði hérlendis og erlendis eru besti vitn- isburður þar um auk þess sem fjöl- margir viðskiptavinir og keppi- nautar SH erlendis eru til vitnis um það, hver staða félagsins er. SH leyfir sér aó fullyrða að hagsmunir ÚA séu best tryggðir, bæði í bráó og lengd, með áframhaldandi samstarfi við SH. Af ofangreindum tillögum má jafnframt vera Ijóst, að SH tekur beiðni bæjaryfirvalda mjög alvar- lega og þær lausnir, sem hér er boðið upp á munu þýða mjög veigamikla og varanlega breyt- ingu á atvinnulífi í bænum. Sá fjöldi starfa, sem SH tryggir á Akureyri með þessum hætti er samkvæmt tillögunum hér að framan: Með stofnun SH Akureyri 31 starf Með stofnun fyrirtækis um umbúðavinnslu 38 störf Með flutningamióstöó Eimskips 10 störf Með prófessorsembætti við HA 1 starf Samtals: 80 störf Þá er ennfremur unnið að athugun á því að bjóða upp á fleiri störf á Ak- ureyri og má nefna hér eftirfarandi: Jöklar hf. SH á og rekur skipafélagið Jökla hf. Jöklar hf. eru aó kanna hve fýsilegur kostur þaó væri að flytja starfsemi sína til Akureyrar að einhverju eða öllu leyti. Hjá Jökl- um hf. vinna að jafnaði um 27 manns, þar af 21 til 23 farmenn. Vinnsla ígulkera SH hefur um nokkurra ára skeið stundað útflutning á ígulkerum, aðallega í samstarfi við íslensk ígulker hf. í Njaróvíkum. SH hef- ur nú beitt sér fyrir, að samstarf takist á milli Islenskra ígulkera hf. og Hafsólar á Svalbarðseyri, að auka vinnslu við Eyjafjörð. Reynslan hefur sýnt, að ekki virð- ist vera grundvöllur fyrir vinnslu á mörgum stöðum, eins og talið var í upphafí og virðist því ljóst, aó til þurfi að koma samstarf á milli að- ila þar að lútandi. Stefnt er aö samhæfðri söfnun af Norðurlandi til Svalbarðseyrar eóa Akureyrar. Sala hlutabréfa í ÚA SH treystir því, aö framangreint tilboð um eflingu atvinnulífs á Akureyri nægi til þess að bæjar- stjóm Akureyrar tryggi að sala af- uróa fyrir ÚA verði áfram á veg- um SH og verði það gert með óyggjandi hætti. Ákveði Akureyrarbær að selja hlutabréf sín í ÚA að hluta eða pllu leyti óskar SH eftir að fá tækifæri til jafns við aðra að bjóóa í þau. Lagt fram á l'undi með við- ræðunefnd bæjarstjórnar Akureyr- ar á Akureyri 23. janúar 1995. Virðingarfyllst, SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA Jón Ingvarsson, stjórnarformaður. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Akureyrar verður haldinn í Kaupangi v/Mýrarveg fimmtudaginn 26. janúar 1995 kl. 20.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Samaöngu- og landbúnaðarráðherra Halldór Blöndal mætir á fundinn. Stjórnin. AÖalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi v/Mýrarveg fimmtudaginn 26. janúar 1995 kl. 21.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Samgöngu- og landbúnaðarráðherra Halldór Blöndal mætir á fundinn. Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.