Dagur - 25.01.1995, Side 11

Dagur - 25.01.1995, Side 11
Leikþátturinn Ruslaskrímslið hefur fengið iofsamlega dóma cn um 10 þúsund börn á Stór-Reykavíkur- svæðinu hafa þegar séð verkið. í því er fjaiiað um umgengni, flokkun sorps og samvinnu á heimilinu og er auk þess skemmtun og fræðsla um umhverfismál. Ruslaskrímslið verður sýnt í grunnskólum Akureyrar nk. föstu- dag. Hér er um aó ræða leikþátt fyrir böm á aldrinum 6-8 ára, um umgengni, flokkun sorps og sam- vinnu á heimilinu og er auk þess skemmtun og fræðsla um um- hverfismál. Höfundur verksins er Dagný Emma Magnúsdóttir. Ruslaskrímslið var frumsýnt í Reykavík uin miðjan september sl. Síðan þá hafa um 10 þúsund böm á Stór-Reykjavíkursvæðinu séð leikþáttinn og hefur hann fengió lofsamlega dóma. Alls koma sex leikarar við sögu í verk- inu en leikstjóri er Jónína Olafs- dóttir. Dagný Emma, höfundur verks- ins, segir m.a. í leikskrá, að meg- Ruslaskrímslið sýnt á Akureyri: Skemmtun og fræðsla fyrir böm um umhverfísmál - „Við eigum bara eitt Island“ inmarkmiðið með verkefninu sé að gera börn á grunnskólastigi meðvitaðri um umhverfi sitt, kenna þeim að bera virðingu fyrir náttúrunni og að þau temji sér hirðusemi í umgengni. Eins og púkinn á fjósbitanum stækkar þegar menn bölva, þá stækkar Ruslaskrímslið við slæma um- gengni manna. Ossur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, skrifar einnig í leikskrána og segir þar: „Við eig- um bara eitt ísland. í dag er það hreinasta land í heimi og við vilj- um hafa það þannig. Við viljum ekki óhreinka það með því að kasta rusli á götumar eða út í nátt- úruna. Þá stækkar Ruslaskrímslió og verður að lokum jafn stórt og hvalur. Ef við dettum og meiðum okkur, þá dugar stundum aó setja plástur á sárið eða fara til læknis. En við getum sjálf meitt landið, ef við göngum ekki nógu vel um það og þá dugar enginn plástur og enginn læknir. Þess vegna verðum við, alla ævi, að passa Island eins og okkur sjálf. Látum ekki „Ruslaskrímslið“ fitna. Sendum það heldur í megrun og hættum að henda rusli. Annars fer umhverfis- ráðherrann í algjört rusl!“ Dagný Emma segir að íslands- banki hafi sýnt mikinn skilning á umhverfismálum og hægt sé að segja að Georg sé andstæða Ruslaskrímslisins. - Og án stuðn- ings bankans hefði ekki reynst mögulegt koma með verkið til Akureyrar. Einnig sýndu Flugleió- ir góðan hug. KK Skákfélag Akureyrar: Urslít í hraðskákmótum Félagsstarfið hjá Skákfélagi Akur- eyrar er komið á fullan skrið á nýju ári. Haldin hafa verið þrjú hraðskákmót og annað kvöld verður hraöskákmót fyrir 45 ára og eldri. Þann 12. janúar var 10 mín- útnamót þar sem Jón Björgvins- son bar sigur út býtum, fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. í öðru sæti varð Hjörleifur Halldórsson með 7 vinninga af 9 mögulegum. í þriðja sæti varö svo Guðmundur Hansson meó 6 vinninga. I síðustu viku var svo haldið 15 mínútna mót þar sem úrslit urðu eftirfarandi: 1. Rúnar Berg 8 vinningar af 9 2. Jón Björgvinsson 7 - 3. Smári Ólafsson 6,5 - Um helgina hélt Skákfélag Ak- ureyrar síðan Janúarhraðskákmót sitt. Þar sigraói Rúnar Sigurpáls- son með hálfs vinnings forskoti á næstu tvo menn. Úrslit í mótinu urðu þannig: 1. Rúnar Sigurpálsson 13 vinn. af 18 2. Haki Jóhannesson 12,5- (+2) 3. Þór Valtýsson 12,5 - ( +0) 4. Jón Björgvinsson 12 - 5. Smári Ólafsson 11,5- Eins og áóur segir veróur næsta mót annað kvöld í félagsheimili SA við Þingvallastræti. Þetta er hraðskákmót fyrir 45 ára og eldri og hefst taflmennskan kl. 20. JÓH Miðvikudagur 25. janúar 1995 - DAGUR - 11 I I Laugardagskvöldið 28. janúar Herramenn leika fyrir dansi | I I I Karl Olgeirsson leikur fyrir matargesti ❖ .a. á matáE^ti: ' tt „^Jvænt ánæcjja 3 xítta „íU’ijixLíe. m£.nu matízðitt ísm ízsmux í/zEmmtífsga á óuaxt Q/srd £x. 3.200,- hjá veitingastjóra í síma 22200 1 'é % % 1 P Eigum lausa sali fyrir árshátíðir í febrúar. Fullt allar helgar í mars. I ♦ I Allar nánari upplýsingar og borðapantanir I I % ........ . ....................... - & ■ I Opið hús M fyrir aldraða f Safnaðarheimili Akureyrarkirkju fimmtudag- inn 26. janúar kl. 15-17. Dagskrá hefst kl. 15.30. 1. Einsöngur: Margrét Friðriksdóttir og Magnús Frið- riksson, nemendur í Tónlistarskóla Akureyrar. 2. Upplestur og spjall: Þráinn Karlsson, leikari. 3. Fjöldasöngur. Veitingar á vægu verði. Verið velkomin. Undirbúningsnefndin. Verð miðað við staðgreiðslu er 1300* krónur fyrsta birting | og hver endurtekning 400 krónur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.