Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. febrúar 1995 - DAGUR - 5 KA bikarmeistari í handknattleik 1995: Stórkostlegur leikur - taumlaus gleði KA-manna í leikslok Mynd: SH sinni hversu frábær leikmaður hann er. Hann hefur lítið getað leikið með liðinu í vetur vegna meiðsla og hef- ur því sjálfsagt oft verið í betra leik- formi. Hann lét það þó ekki aftra sér frá því að leika frábæra vöm og gera sex mjög góð mörk. Patrekur og Valdimar voru í mjög góðri gæslu allan tímann, spiluðu báðir frábæra vöm og Patrekur tók af skarið þegar á þurfti að halda í framlengingunni. Erlingur fyrirliði var mjög öflugur í vöminni og var ógnandi í sókninni. Aðrir léku einnig vel og ungu strákamir eiga heiður skilið fyrir yfirvegaðan og afslappaðan leik. Vöm norðan- manna var frábær. Minnugustu menn muna ekki leik sem þennan og menn em sam- mála um að hann hafi verið sigur fyrir handboltann. Verðskuldaður sigur KA gegn hinu frábæra og sig- ursæla liði Vals er staðreynd og brosið verður vart þurrkað af norð- anmönnum næstu vikumar. SV Mörk KA: Patrekur 11/2, Valdimar 8/4, Alfreð 6, Leó Öm 2. Sigmar Þröstur varði 25/4 skot. Mörk Vals: Dagur 6/1, Frosti 5 og Júlíus 4, Ingi Rafn, Jón og Valgarð 3, Geir og Sigfús 1 hvor. Guðmundur varði 18/3 skot. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P. Olsen. Komust vel frá leiknum þrátt fyrir mikinn baming inni á vellinum. Gerðu einstaka mistök en þau skiptust nokkuð jafnt á bæði lið. Undirritaður hefur aldrei orðið vitni að leik eins og úrsiitaleik KA og Vals í bikarkeppni HSÍ og Um- ferðarráðs sem fram fór á laugar- dag. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 20:20, og KA fékk möguleika á að skora úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn en Guðmundur Hrafnkelsson varði. Framlengja þurfti því leikinn um tvisvar sinnum fímm mínútur og KA náði þriggja marka forystu. A ótrúlegan hátt tókst Valsmönnum að jafna og því þurfti að fram- lengja á ný um tvisvar sinnum fimm mínútur. í fyrri hálfleik þeirrar skoruðu KA-menn þrjú mörk og Valsmenn tvö og þar við sat. KA var orðið bikarmeistari í fyrsta sinn og Erlingur Kristjáns- son tók við bikarnum úr höndum Jakobs Björnssonar, bæjarstjórans á Akureyri. Allt lið KA lék vel, vömin frá- bærlega á köflum og sóknin var spiluð af festu og aga. Alfreð Gísla- son, Valdimar Grímsson og Patrek- ur Jóhannesson léku mjög vel og Sigmar Þröstur Óskarsson var hreint út sagt stórkostlegur. Hann varði 25 skot og þar af 4 víti. Guðmundur Hrafnkelsson lék best Valsara. Gríðarleg stemmning var í Laugar- dalshöll og sannaðist það enn að KA á frábæra stuðningsmenn. Bikarmeistarar karla í handknattlcik 1995, KA-menn. Kampakátir með sigurlaunin í ieiksiok. KA byrjaði betur KA byrjaði afar illa í bikarleiknum fyrir ári síðan þegar liðiö lék við FH og það var ljóst að sá leikur átti ekki að endurtaka sig nú. KA byrjaði af gríðarlegum krafti, lék frábæra vöm og einbeitta og agaða sókn. Alfreð Gíslason fór fyrir sínum mönnum og liðið hafði náð þriggja marka forystu þegar 10 mínútur vom liðn- ar af leiknum, 5:2. Áfram var barist og þegar hálf níunda mínúta var eft- ir af hálfleiknum hafði KA yfir 10:5. Valsmenn em þekktir fyrir allt annað en að gefa sitt eftir þrauta- laust og þeir söxuðu á forskotið af mikilli seiglu. Þeir gengu á lagið þegar KA missti Erling og Patrek út af í tvær mínútur þegar þrjár til fjór- Árni Stefánsson, liðsstjóri að hætti KA-manna. ar mínútur voru til leikhlés. Sigmar varði víti í stöðunni 12:8 en Valur minnkaði muninn í tvö mörk fyrir leikhlé, 12:10. Guðmundur Hrafnkelsson var bestur Valsara í fyrri hálfleik en hann varði 9 skot og þar af 1 víti fyrir hlé. Hinu megin á vellinum var ekki síðri markvörður og Sigmar Þröstur varði 8 skot og þar af tvö víti. Alfreð lék geysivel og gerði fjögur mörk af miklu harðfylgi. Valsmenn jöfnuðu Það tók Val fjórar mínútur að jafna leikinn í 12:12, KA gerði þá þrjú mörk í röð en aftur var orðið jafnt þegar um 10 mín. voru til leiksloka, 17:17. Jafnt var 18:18 og 19:19, KA missti mann út af í tvær mínútur þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka og fór þá um marga stuðn- ingsmenn liðsins. Sigmar varði víta- kast en Dagur kom Val yfir þegar tæpar tvær mínútur voru til leiks- loka. Patrekur jafnaði 20:20 þegar 55 sekúndur voru eftir. Valur fór í sókn og missti boltann, KA brunaði fram og sendi boltann í fang eins vamamtanna Vals. Valur bmnaði fram í hraðaupphlaup en Sigmar varði, Patrekur fékk boltann kastaði sér inn í teiginn, Guðmundur varði skot hans en vítakast var dæmt. Valdimar Grímsson var ekki öf- undsverður af því hlutskipti að þurfa að taka vítakastið. Guðmund- ur varði og tryggði Valsmönnum framlengingu. Patrekur gerði öll Nú sögðu margir að Valur myndi taka bikarinn. Jón Kristjánsson gerði fyrsta markið í fyrri hálfleik framlengingar en Patrekur svaraði með tveimur fyrir hlé og KA ætlaði greinilega ekkert að gefa eftir. Þeir gulu byrjuðu með boltann eftir hlé og Patrekur gerói tvö mörk í röð án þess að Valur næói að svara. Skyndilega var KA komið með þriggja marka forystu og einungis tvær mínútur eftir. Enginn átti von á því ómögulega en það gerðist engu að síður. Valur sýndi styrk sinn og jafnaði með ótrúlegri seiglu. Þær ör- fáu sekúndur sem eftir lifðu af hálf- leiknum nægðu KA mönnum til þess að komast í gott færi en Guð- mundur varði. Enn varð að fram- lengja, nú í stöðunni 24:24. Betur má ef... Nú sögðu hinir sömu og áður að nú myndu Valsarar klára dæmið. Allir leikmenn KA virtust þó á öðru máli og það var augljóst á andliti hvers og eins þeirra að fyrst hingað væri komið fengi ekkert komið í veg fyr- ir að bikarinn færi í KA-húsið. Patrekur hélt áfram fyrri iðju sinni og skoraði fyrir KA í upphafi seinni framlengingar. Sigmar varði vítakast hinum megin og Valdimar skoraði aftur fyrir KA, þá Valgarð fyrir Val, Alfreð fyrir KA og loks Jón fyrir Val áður en flautað var til leikhlés. Staðan var þá 27:26, KA í vil. Sigmar varði skot Vals strax eftir leikhlé, Guðmundur varði hinu megin en Valur missti boltann. Þá varði Sigmar aftur, KA komst í sókn þegar innan við hálf mínúta var til leiksloka. Þegar fimmtán sek- úndur voru eftir missti KA boltann og Valur brunaði fram. Vömin varði veginn að markinu og KA er bikarmeistari í fyrsta sinn eftir hreint stórkostlegan leik. Verðskuldaður sigur Valur átti alltaf á brattan að sækja í leiknum og KA sýndi ótrúlegan styrk að brotna ekki við áföllin í þau tvö skipti sem bikarinn virtist í höfn. Það var stórkostlegt að fylgjast með Sigmari Þresti í þess- um ham. Alfreð sýndi enn einu og Erlingur Kristjánsson, fyrirliði fagna sigrinum Mynd: SH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.