Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 7. febrúar 1995 LEIÐARI ——— i ---—|-----—■—■— Frábær úrslitaleikur ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). UÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Það er rétt sem sérfróðir menn ura handknatt- leiksíþróttina sögðu á úrslitaleiknum í bikar- keppni Handknattleikssambandsins sl. laugar- dag; þessi leikur var tvímælalaust sú albesta auglýsing sem íþróttin getur fengið. Hreint ótrúlegur leikur, spennandi frá upphafi til enda, reyndar svo spennandi að viðkvæmt fólk varð að draga sig í hlé og láta sér nægja að heyra úrslitin að leiknum loknum. Leikurinn var frábærlega spilaður af báðum líðum, í sókn og vörn að ekki sé talað um markvörsluna sem var á heimsmælikvarða. Þegar á heildina er litið trúlega einn albesti úrslitaleikur bikarkeppn- innar til þessa og öllum þeim sem á horfðu ógleymanlegur. Og ekki eyðilagði það ánægjuna að KA- menn, sem margir spáðu að myndu eiga á brattann að sækja gegn hinu sterka liði Vals, stóðu uppi sera sigurvegarar og fluttu bikarinn norður yfir heiðar. Sannarlega kominn tími til, eftir þessu höfðu handknattleiksunnendur hér nyrðra lengi beðið. Þetta er í fyrsta skipti sem handboltalið á Akureyri hampar hinum eftir- sótta bikar, KA-mönnum tókst að koma hönd- um á hann í annarri tilraun. Þetta var sigur liðsheildarinnar en enginn hefur trúlega fellt fleiri gleðitár en þjálfari liðs- ins og lykilmaður, Alfreð Gíslason. Þetta er mikill sigur fyrir hann og örugglega hefur hann mælt beint frá hjartanu í viðtali í fjölmiðlum að leík loknum þegar hann sagði að þetta væri sætasti sigur sinn til þessa. Alfreð sagði þegar hann tók að sér þjálfun KA-liðsins á sínum tíma að uppbyggingin tæki ákveðinn tíma - árangur- inn skilaði sér að lokum. Það hefur gerst. Þessi sigur KA-manna er afar mikilvægur fyr- ir íþróttah'f á Akureyri. Hann kemur tvímælaust til með að efla enn frekar áhugann á hand- knattleiksíþróttinni og síðast en ekki síst er hann til marks um það að sú minnimáttar- kennd sem í gegnum tíðina hefur þvælst fyrir norðanraönnum gagnvart „stóru" liðunum syðra er á bak og burt. Það er stór áfangí og góður. Dagur óskar Knattspyrnufélagi Akureyrar til hamingju með glæsilegan sigur. Tækifæri lífs Akureyringa sem fór forgörðum Það fór eins og margan grunaði að bæjarfulltrúum okkar tókst gjör- samlega að klúðra góðu máli og um leið viðhalda óbreyttu ástandi. Akureyri hefur verið og verður láglaunasvæði eftir sem áður og flutningur á atvinnutækifærum aó sunnan, sem lítil eftirsjá er í fyrir þá, breytir engu þar um. ÚA verð- ur áfram rekið eftir gamaldags stjómunarháttum þar sem öll egg- in em í sömu körfunni. Það er ekki furða þótt talað sé um aó Ak- ureyri sé bær afturhalds og viö- halds óbreytts ástands. SÍS-grýlan réði úrslitum Enn loóir við margan Akureyring- inn gamla Rússagrýlan sem brýst fram í formi SIS veldisins sem einu sinni var. Meira að segja KEA sem hefur verið aó fíkra sig til nútímalegra stjómunarhátta og hefur tekist að mestu aó hrista af sér félagsmálastimpilinn líður fyr- ir fordóma bæjarbúa og ráða- manna bæjarins. Tilfmningar í staðs kalds mats á hagsmunum heildarinnar skulu víkja fyrir ríkj- andi skoðun um að óbreytt ástand raskar engu í daglegu lífi okkar né stjómunar- og hugsunarhætti ÚA. Er nokkur furða þótt litlar fram- farir verði á þessum stað þegar aldrei má taka áhættu í einu eða neinu? Er nokkur furða þótt at- vinnuleysi sé öllu jafna það mesta á landinu á þessu svæði? Nei, það kemur engum á óvart eftir að hafa fylgst með þeim farsa sem settur var á svió af hálfu meirihluta bæj- arstjómar í janúar s.l. Tíkin pólitík og hagsmunatengsl Skrýtin er sú tík sem pólitík er kölluð. Hún ruglar margan mann- inn svo mikió aó hann er tilbúinn að fóma sannfæringu sinni fyrir ríkjandi ástandi. Henni tekst að blinda menn þannig að þeir trúa því sjálfir að óbreytt ástand sé besti kosturinn í stöðunni, að skammtímaáhrifm séu heppilegri fyrir okkur en sú eina leið sem er raunhæf og farsælust til lengri tíma litið. Vissulega felur hún í sér áhættu en það verða engar framfarir ef menn þora ekki að taka áhættu. Ekki skal gert lítið úr tilboði SH-manna en mín skoðun og margra annarra er að tilboð ÍS sé betra til lengri tíma litið. Menn fengu stórkostlegt tækifæri til að spila úr en niðurstaðan er sorgleg. Akureyringar höfðu tækifæri til að rífa bæinn upp úr þeim doða sem hann hefur orð á sér fyrir að vera í. Bæjarfulltrúar unnu heimavinnu sína illa og létu fjölmiðla löngum leiða umræðuna. Þegar sú staða er komin upp er ekki von á góðu. Hefði ekki verið skynsamlegra að undirbúa málið betur? Hefði ekki verið líklegra til árangurs ef menn hefðu byrjað á því aó skoða hvemig sölumálum ÚA var háttað og láta gera þá úttekt sem gerð var fyrr? Hefði skaðinn ekki orðió minni og meiri sátt um málalok ef umræðan hefói farið hljóólega til aó byrja með og tíminn nýttur til að leggja kalt mat á alla þætti málsins án tímapressu frá fjöl- miðlum og þeim sem í hlut áttu? Hagsmunir ÚA og hluthafa Allir vildu að hagsmunir ÚA yrðu tryggðir sem best. Röksemdir þeirra sem vildu óbreytt ástand em m.a. þær hvað arðgreióslumar frá SH skipta ÚA miklu og hvað ÚA myndi tapa miklu vió að fara úr samstarfi við SH. Þar er verió að tala um hundmð milljóna króna. En óbreyttur hluthafi var ekki spurður álits. Hann var ekki heldur spurður álits þegar stjóm ÚA tók þá ákvörðun aó eignast hlut í Mechlenburger-dæminu fyr- ir 300 milljónir króna auk 45 milljóna sem SH lagði tímabundió fram, sennilega í formi fyrir- framgreiddra sólulauna. Upphæðir sem skipta vemlegu máli í dag. Upphæðir sem eru jafngildi þess sem tapast, samkvæmt því sem fylgjendur SH segja, ef ÚA hættir viðskiptum við SH. Er ÚA vel rekið? Maður spyr sig hvort ÚA sé vel rekið fyrirtæki í dag eður ei. Mechlenburger-ævintýrið segir manni aö svo sé ekki, þó skal ekki fullyrt aö það sé allt þar fyrir bí en einhvem veginn hefur maður á til- finningunni að það dæmi sé erfitt fyrir ÚA. Einhver kann að segja aó nú sé greinarhöfundur kominn í „konflikt" við sjálfan sig. En menn geta ekki borið saman Bencdikt Guðmundsson. áhættuna á því að taka þátt í rekstri fyrirtækis í Austur-Þýskalandi og þeirri áhættu að starfa frjálsir á sviði sölumála þar sem sölusam- tök keppa um að fá að selja afurð- ir fyrirtækis á mörkuóum. Nútíma stjómun byggir á að selja afurðir hverjum þeim sem hæst verð getur boðið á hverjum tíma. Það kostar ögun í vinnubrögðum og yfirsýn sem stjómendur ÚA og talsmenn óbreytts ástands hafa ekki hug á að nýta sér. Heldur skal fyrirtækið hvíla undir pilsfaldi trausts aðila sem greiðir náðarsamlega út arð á hverju ári sem eðli málsins sam- kvæmt er ekkert annað en ofreikn- uð sölulaun. Sætta stjórnendur ÚA sig vió það vegna þess aó þeir þurfa fyrir vikið ekkert að hugsa um afurðarsöluna og geta fyrir vikið einbeitt séraó því að fram- leiða. Hverjir eiga hagsmuna að gæta? Starfsfólk ÚA hefur eðlilega haft áhyggjur af þessu máli og afstaða þess er skiljanleg í ljósi þessa að þetta er jú lifibrauð þess. Skoðanir starfsfólksins mótast ennfremur af þeim hræðsluáróðri sem í gangi hefur verið um aó Sambandsgrýl- an væri aftur á leið í bæinn. Iskalt mat á langtímaáhrifum og hvað hugsanlega væri best fyrir bæjar- félagið er sett til hliðar fyrir til- finningum sem stuðla eingöngu að Menn fengu stórkost- legt tækifæri til að spila úr en niður- staðan er sorgleg. Akureyringar höfðu tækifæri til að rífa bæinn upp úr þeim doða sem hann hefur orð á sér fyrir að vera í. Bæjarfulltrúar unnu heimavinnu sína illa og létu §öl- miðla löngum leiða umræðuna. því að viðhalda óbreyttu ástandi. Köld rökhyggja segir manni aó sú niðurstaða sem fékkst í málinu sé sú næst besta. Helstu forustumenn í atvinnulífinu á Akureyri hafa lýst skoðun sinni á því að til langs tíma litið væri IS hcppilegri kostur fyrir Akureyri en það er víst ekki það sama og hagsmunir ÚA. Eg viðurkenni fúslega að endanleg ákvörðunartaka á að vera á hendi stjómar ÚA en ég er jafnframt ósammála því að áhættan sé of mikil af því að skipta um söluað- ila. Því ef ekki núna þá hvenær? Hvenær skapast þær aðstæður að stjóm ÚA eða bæjaryfirvöld telja áhættunnar virði að skipta um Iðntæknistofnun íslands og Iðn- lánasjóður eru að hefja nýtt þróun- arverkefni - Vöruþróun ’95, um þessar mundir. Tilgangur verkefn- isins er að aðstoða fyrirtæki fag- lega og fjárhagslega vió að þróa markaðshæfa vöru. Að þessu sinni gefst kostur á að nýta hugbúnað við mat verk- efna og ennfremur verður lögð áhersla á að stytta þróunartíma. Umsóknarfrestur er til 3. mars n.k. og eru umsóknareyðublöó og upplýsingar fyrirliggjandi hjá Iðn- söluaðila eða spila frítt með sölu- aðila? Vonbrigði Ég lýsi vonbrigðum mínum með nióurstöðu málsins. Ég lýsi von- brigðum mínum með aó Fram- sóknarflokkurinn skyldi ekki láta reyna á meirihlutasamstarfió með því aó fylgja sannfæringu sinni. Ég lýsi vonbrigðum mínum meó Alþýóubandalagið sem annars- vegar lætur persónuleg tengsli vega þyngra en kalda rökhyggju og sannfæringu sína víkja fyrir flokksaga. Ég lýsi vonbrigóum mínum með afstöðu Alþýðu- flokksins sem metur meira að tryggja sínum manni stjómarfor- mannsstarfið í ÚA en að stuðla að bættri afkomu bæjarbúa til lengri tíma litið. Ég þarf ekki að lýsa vonbrigðum mínum með afstöðu Sjálfstæðismanna þar sem hún lá fyrir löngu áður en málið komst í umræðuna og er skiljanleg í ljósi þeirra tengsla sem ætið hafa verið milli flokksins og SH. Fyrir hönd fjölmargra Akureyringa bið ég ís- lenskar sjávarafurðir að virða það okkur til vorkunar að hugsunar- háttur og stórhugur þeirra sem ráða ferðinni nær ekki lengra en þetta. Við vitum að næst besti kosturinn var valinn og því eru vonbrigði okkar mikil. Benedikt Guðmundsson. Höfundur er starfsmaöur Byggóastofnunar á Ákureyri. tæknistofnun á Akureyri og at- vinnuráðgjöfum á landsbyggðinni. Samþykkt verkefni hljóta styrk frá Iðntæknistofnun er nemur 25% af viðurkenndum kostnaði, þó að há- marki eina milljón króna. Jafn- framt þessu fá verkefnin áhættu- lán frá Iðnlánasjóði er nemur 50% af áætluðum kostnaði. Vöruþróun ’95 veróur kynnt á morgunfundi kl. 08.00 þann 8. febrúar n.k. á Akureyri, sjá nánar í auglýsingu. (Fréttatilkynning)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.