Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 7. febrúar 1995 - DAGUR -11 Bjóðum Sölumiðstöðína velkomna Við framsóknarmenn í Bæjar- stjóm Akureyrar sögðum í kosn- ingabaráttunni í vor að úrbætur í atvinnumálum væru aðal baráttu- mál okkar. í dag, 8 mánuóum seinna, höfum við tilboð um 80 ný störf hér. Geri aðrir betur. I bréfi frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, dags. 27. 2. ’95, undirrituðu af Jóni Ingvarssyni, stjómarformanni, er tímasett hve- nær flutningur til Akureyrar og sú starfsemi getur hafist, sem gerir ráð fyrir 80 störfum. Áætlunin er þessi: 1. Stofnun SH Akureyri og flutningur starfa norður - júní til ágúst. 2. Stofnun umbúðafyrirtækis og gangsetning þess - að X hlut- um innan 6 mánaða/að V* hluta innan 12 mánaða. 3. Flutningamiðstöð Eimskips - tekur til starfa innan 9 mán- aða. 4. Prófessorsstaða (lektorsstaða) - strax og HA hentar. Jafnframt segir að ekki sé lokið athugunum á flutningi starfsemi skipafélagsins Jökla hf. norður, svo og með hvaða hætti SH geti best tryggt framhald vinnslu ígul- kerahrogna við Eyjafjörð, en þeim verði reynt að hraða. Kjarkur framsóknarmanna Hvaða bæjarfélag á íslandi annað en Akureyri getur státað af tilboði sem þessu? Og hvers vegna? Við getum gert það vegna þess aó vió framsóknarmenn höfðum kjark til þess að hreyfa við sölumálum UA. Hefðum við ekki farió af stað með viðræóur á óformlegum nót- um við stjómarmenn í IS, strax í haust, lægi þetta tilboó ekki á boróinu í dag. Atvinnutilboð sem segja má að sé ígildi stórióju. Þeir sem vilja gera lítið úr þessu afreki okkar framsóknarmanna hafa eitt- hvað annað að leiðarljósi en hags- muni Akureyrar. Alþýðubandalag í sárum Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýóubandalagsins, segir í bókun sinni í fundargerð bæjar- ráðs ffá 2. feb. m.a.: „Hefðum við fram- sóknarmenn átt að láta brjóta á meiri- hlutasamstarfínu og láta minnihlutanum eftir að setjast að veisluborði, hlöðnu krásum sem við fram- sóknarmenn höfum framreitt? Nei, við ætlum sjálf að sitja þá veislu og bjóða öðrum með okkur.“ „Það er augljóst að Framsókn- arflokkurinn telur meirihlutasam- starfió í bæjarstjóm mikilvægara en láta reyna á sannfæringu sína í sölumálum ÚA. Það er mitt mat að hagsmuna ÚA hafi ekki verið Mannfjöldi á landinu 1. desember sl.: Abæjarsókn fámennust sem fyrr Þegar mannfjöldi eftir sóknum, prestaköllum og prófastdæmum á Norðurlandi er skoðaður, kemur í ljós aö þann 1. desember sl. var Ábæjarsókn í Skagafirói sem fyrr fámennust allra sókna með aðeins einn íbúa, Helga Jónsson á Merki- gili. Þá er Víðihólssókn á Hóls- fjöllum með aðeins 6 íbúa, 17 eru í Þverársókn í Laxárdal S-Þing., 18 í Ketusókn í Skagafirði og 24 í Breiðabólssókn í Vesturhópi. Annars var skipting Norólend- inga í prestaköll sem hér segir: Húnavatnsprófastdæmi: 4.898 Ámesprestakall 103, Hólma- víkurprestakall 767, Prestbakka- prestakall 273, Melsstaðarpresta- kall 484, Breiðabólsstaðarpresta- kall 832, Þingeyrarklausturspresta- kall 1.329, þar af 1.095 í Blöndu- sókn, Bólstaðarhlíðarprestakall 288, Skagastrandarprestakall 822. SkagaQarðarprófastdæmi: 6.437 Sauðárkróksprestakall 2.888, þar af 2.838 í Sauðárkrókssókn, Útlendingar hérlendis: Danir gölmennastir Þann 1. desember sl. vom 266.786 manns með lögheimili hér á landi. Af þeim vom 10.585 fæddir erlendis og 4.715 með erlent rikisfang, en 782 af þeim voru fæddir hér á landi, þ.e. er- lendir ríkisborgarar fæddir erlendis vom 3.933 og Islendingar fæddir er- lendis 6652. Það skal tekið fram að erlendir sendiráðsstarfsmenn hér á landi og vamarliðsmenn em ekki inn í þessum tölum. Hluti þeirra sem eru fæddir erlendis em böm íslenskra for- eldra sem dvöldust erlendis vió nám eða störf. Ef litið er nánar á skiptingu þeirra erlendu ríkisborgara sem hér voru með lögheimili kemur í ljós aó Danir em fjölmennastir, 1.027 talsins. Bandaríkjamenn vom næst fjölmenn- astir, 589. Hér vom einnig búsettir 340 Bretar, 299 Norómenn, 285 Þjóð- verjar, 246 Pólverjar, 194 Tailending- ar, 188 Svíar, 162 Filippseyingar og 116 Júgóslavar, en önnur lönd eiga færri en 100 fulltrúa hér á landi. Mörg lönd eiga hér enga fulltrúa, t.d. vekur athygli að enginn frá Lux- emborg á hér lögheimili meðan 218 Is- lendingar eiga lögheimili í Luxemborg. Frá þremur löndum var einn einstak- lingur með lögheimili hér 1. desember en það em Albanía, Malta og Rúmenía og tveir vom frá Slóveníu, Indónesíu og Sri-Lanka. Alls vom 22 lönd þar sem færri en 10 einstaklingar vom hér með lögheimili 1. desember sl. Ef litið er á skiptingu erlendra rík- isborgara hérlendis eftir landssvæóum þá eru 2.952 búsettir á höfuðborgar- svæðinu, þar af 2.151 I Reykjavík, en 1763 á landssbyggðinni. Á Norður- landi vestra voru þann 1. desember sl. búsettir 80 erlendir ríkisborgarar en 316 á Norðurlandi eystra. HA Glaumbæjarprestakall 454, Mæli- fellsprestakall 281, Miklabæjar- prestakall 269, Hólaprestakall 326, Hofsósprestakall 485 og Siglufjarðarprestakall 1.734. Eyjafjarðarprófastdæmi: 20.184 Olafsfjarðarprestakall 1.189, Dalvíkurprestakall 1.779, þar af 1.501 í Upsasókn, Hríseyjar- prestakall 630, Möðmvallapresta- kall 586, Akureyrarprestakall 8.831 og Glerárprestakall 6.202. Þingeyjarprófastdæmi: 6.599 Laufásprestakall 710, Ljósa- vatnsprestakall 564, Skútustaða- prestakall 503, Grenjaðarstaðar- prestakall 681, Húsavíkurpresta- kall 2.640, Skinnastaðaprestakall 474, Raufarhafnarprestakall 397 og Þórshafnarprestakall 630. HA Sigfríður Þorsteinsdóttir. nægilega gætt í þeim umræðum, sem staðið hafa undanfamar vikur og aó fyrirtækið hafi þegar beðið skaða af.“ Svo mörg voru þau orð. Full- yrðingar S.S. um að ÚA hafi skaðast af umræðum um flutning IS til Akureyrar em algjörlega úr lausu lofti gripnar. Hafi ÚA beóió skaða nýlega þá em það frekar kaupin á MHF sem hafa valdið því. En Alþýðubandalaginu er vorkunn þessa dagana. Oddviti þeirra hefur verið manna drýgstur við að berjast gegn hingaðkomu IS, þrátt fyrir að sögur séu um vilja hins almenna félagsmanns í Alþýðubandalaginu til þess að IS verði söluaðili fyrir afuróir ÚA, og þrátt fyrir að Heimir Ingimars- son, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, láti hafa þaó eftir sér að hann sé hlynntur IS en muni lúta flokksaga við afgreiðslu málsins. Hvers sannfæring ræður þar? Hefðum við framsóknarmenn átt að láta brjóta á meirihlutasam- starfinu og láta minnihlutanum eftir að setjast að veisluborói, hlöðnu krásum sem við framsókn- armenn höfum matreitt? Nei, við ætlum sjálf að sitja þá veislu og bjóða öörum með okkur. Samstarf byggt á heilindum Yfirlýsing Heimis Ingimarssonar, um að hann hefði ekki neitað meirihlutaviðræðum við fram- sóknarmenn, kom of seint. Það er einkennilegt að hún skuli hafa birst daginn eftir að niðurstaðan lá fyrir. Þess vegna er hún ekki til þess fallin að við framsóknarmenn tökum hann alvarlega og teljum okkur hag í myndun meirihluta með Heimi. Menn geta talað dig- urbarkalega þegar engin ábyrgð fylgir yfirlýsingunum. Samstarf okkar við Al- þýðuflokkinn hefur verið byggt á heilindum og þrátt fyrir þaö að okkur tækist ekki að fá þá til að vera með flutningi afurðasölu ÚA til ÍS þá treystum við því sam- starfi betur en samstarfi með broti úr flokki sem annaðhvort yrði í sárum eftir úrsögn oddvitans eða óstarfhæfur vegna innbyrðis átaka. Við segjum líka: orð skulu standa. Yfirlýsing okkar frá því fimmtudaginn 2. febrúar stendur óhögguð. Gott atvinnutilboð Góðir Akureyringar. Við skulum ekki láta það spilla fyrir okkur ánægjunni yfir tilboði SH að við fengum ekki það sem við töldum besta kostinn. Við höfum gott at- vinnutilboð sem ekki má lítils- virða. En við sendum ÍS og starfs- mönnum þess fyrirtækis kveðjur og vonumst til að það sjái sér hag . í að flytja hingað norður þrátt fyrir að ekkert varó úr flutningi afurða- sölunnar til þeirra. Það standa þeim allar dyr opnar hér og bæjar- stjóm mun áreiðanlega öll leggjast á eitt um að finna leiðir sem gætu orðið til þess að ÍS flytti hingaó til Akureyrar. En við bjóðum SH og starfsmenn velkomna til Akureyr- ar og tökum þeim opnum örmum. Sigfríður Þorsteinsdóttir. Höfundur er forseti bæjarstjómar Akureyrar og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Söngleikjamúsík Skipting íslendinga í trúfélög: Tæplega 92% í Þjóðkirkjunni Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru 91,8% íslendinga í þjóðkirkjunni þann 1. desember sl., eða 244.924 af 266.786. í fríkirkjum voru 8.490 (3,2%), 6.944 í öðrum skráðum trúfé- lögum (2,6%), í óskráðum trúfélögum eóa með ótilgreind trúarbrögó 2.639 (0,2%) og utan trúfélaga voru 3.676 eða 1,3%. Hlutdeild þjóðkirkjunnar hefur dregist saman um 1,3% á síðustu 10 árum, en á sama tíma hefur reyndar fjölgað í henni um 11,1% þar sem landsmönnum hefur fjölgað talsvert. Sá hópur sem hlutfallsleg mest fjölg- un hefur orðið í á þessu 10 ára tíma- bili eru þeir sem eru í óskráðum trúfé- lögum eða með ótilgreind trúarbrögð. Þeim hefur fjölgaó úr 537 í 2.639 eða um tæp 400%. Af einstökum skráðum trúfélögum hefur Krossinn vaxið hlutfalllega mest síðan 1984, eða um 142,3%, úr 73 í 345. Þar fjölgaöi um tæplega 40 manns á síðasta ári. Ásatrúarfélagið stækkaði hlutfallslega mest á síðasta ári, eóa um 32,3% og þar eru nú 172 skráðir. í að- eins tveimur trúfélögum hefur meðlim- um fækkað síóan 1984, í Fríkirkjunni í Reykjavík um 16,4% og í Oháða söfn- uðinum í Reykjavík um 10.1%. Fríkirkjan í Reykjavík er stærsti söfnuóurinn utan þjóðkirkjunnar með 4.872 meðlimi. I Fríkirkjunni í Hafn- arfirði eru 2.578, í Kaþólsku kirkjunni 2.535, í Hvítasunnusöfnuðinum 1.105, í Óháða söl'nuðinum í Reykja- vík 1.040, Aóventistar eru 781 og Vottar Jehóva 576, en í öðrum trúfé- lögum er færra. HA Miðvikudaginn 25. janúar efndi Hómfríður Bene- diktsdóttir, söngkona, til tónleika á veitingastaðnum Við Pollinn. Á tónleikunum naut hún fulltingis hljóðfæraleikaranna Karls Petersens á trommur, Karls Olgeirssonar á píanó og Jóns Rafnssonar á bassa. Á efnisskrá voru söngleikjalög frá Evrópu og Bandaríkjunum eft- ir ýmsa höfunda, sem stóðu hátt í þessari grein tónlistarinnar og hafa margan manninn glatt meó verkum sínum. Mörg þeirra eiga meö réttu sess á meðal klassískra söngverka, þó í öðrum anda séu en þau, sem tíðast eru nefnd til þess flokks. Hólmfríður Benediktsdóttir hefur greinilega mikla unun af flumingi söngleikjatónlistar. Hún hefur einnig aflað sér þekkingar á efninu og höfundum þess og flutti áheyrendum stuttar glefsur um söngleikina og bakgrunn þeirra. Þetta var mikils virði og gaf vídd í flutning tónlistarmannanna. Lög eftir Kurt Weill voru efni fyrri hluta tónleikanna. Þar gerði Hólmfríður miklu best í hinum svokölluðu Berlínarlögum, sem samin voru á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina. Sem dæmi af efnisskránni má nefna Alabama Song og Surabaya Johnny. Þessi lög eru nokkuð ádeilukennd. Flutningur þeirra á að vera nokk- uð hörkulegur og jafnvel sem næst grófur. Þessum blæ náði Hólm- fríður skemmtilega. I ljóðrænni og rómantískari lögum var flutningur ekki eins heildstæður og virtust þau ekki láta söngkonunni svo vel TONLIST HAUKUR ACÚSTSSON SKRIFAR sem skyldi. Best þessara laga varó The Song of Jeannie, þar sem náð- ist bærileg sveifla. Eftir hlé fluttu Hólmfríður og undirleikarar hennar lög eftir Jer- ome Kem, Leonard Berstein, Andrew LLoyd Webber og George Gershwin. Hér var um mikla vídd að ræða, því að þó að öll þessi tónskáld hafi skrifað söngleikjatónlist, er stíll þeirra á margan veg ólíkur. Best tókst Hólmfríði Benediktsdóttur að túlka lögin This World og I Am Easily Assimilated, sem bæði eru eftir Leonard Bemstein. Einnig fór inngangur laganna gjaman all- vel í flutningi Hólmfríðar. Þar er tíðum um íhugandi lagferð að ræða og ekki verulega byggt á föstum takti eóa sveiflu. í lögum Gershwins, þar sem oft er æski- legt að fram komi veruleg jazz- sveifla, tókst lakar til. Best varð lagið I Got Rhythym. Einnig skil- aði lagió Bill eftir Jerome Kem sér allvel í túlkun Hómfríðar. Hljómsveitin stóð almennt vel fyrir sínu. Iðulega mátti heyra lip- urleg tök Karls Olgeirssonar í stuttum sólóum. Einna helst brá út af í sólókafla í laginu I Got Rhythym, þar sem Karl virtist smástund ekki ná flugi. Bassaleik- ur Jóns Rafnssonar var traustur en ekki að jafnaði tilþrifamikill og trommuleikur Karls Petersens var öruggur og gaf þéttan takt á prúð- legan hátt. Það er vel, að tónlistarmenn taki söngleikjatónlist til flutnings. Hún er mikill og fjölbreyttur bálk- ur, þar sem er að finna margar góðar söngperlur, sem er að fullu vert að veita eftirtekt. Margt þess- arar tónlistar krefst hins vegar tækni, sem gerir sínar eigin sér- stöku kröfur og ekki er á allra færi að mæta. Þar má nefna til dæmis hin jazzísku áhrif, sem mikið af þessari tónlist er samið undir, og ekki síður áhrif nútíma dægurtón- listar, svo sem í verkum Andrews LLoyds Webbers. Þessir þættir eru að jafnaði ekki innan þess sviðs, sem klassískt menntaðir tónlistarmenn hafa á valdi sínu svo að vel sé.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.