Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 7. febrúar 1995 FRÉTTIR Raufarhöfn: Ásgeir Guð- mundsson með mjög góðan afla Ásgeir Guðmundsson SF- 112, sem er 214 tonna bátur, sem nýlega var keyptur til Raufarhafnar, hefur fískað mjög vel á þessu ári af mjög góðum fiski sem landað hefur verið á Raufarhöfn til vinnslu hjá Fiskiðju Raufarhafnar hf. Stofnað var sérstakt fyrir- tæki, Atlanúpur hf., um kaupin á bátnum, og er það meó heim- ili og vamarþing á Homafirói. Sl. föstudag landaði bátur- inn 40 tonnum þrátt fyrir að leiðindaveður hafi verið á mið- unum fyrir Suðausturlandi, þar sem báturinn hefur verió á veiðum. Fiskurinn hefur farió í dýrustu pakkningamar til út- flutnings. GG Frá undirritun samstarfssamningsins. Frá vinstri: Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Gunnar Jónsson, formaður HM-nefndarinnar á Akureyri, Jakob Björnsson, bæjarstjóri, Geir H. Haarde, alþingismaður og formaður framkvæmdanefndar HM-95, Ólafur Schram, formaður HSÍ, og Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri kcppninnar. Lengst til vinstri er áifurinn Mókollur, lukkutröll HM-95 á íslandi. Mynd: Halldór. HM-95 á Akureyri: Samstarfssamningur undirritaður - endurbætur á Iþróttahöllinni hefjast á næstu dögum Sl. föstudag var undirritaður samstarfssamningur milli Akur- eyrarbæjar annars vegar og framkvæmdanefndar um HM- 95 á íslandi hins vegar, varðandi þann riðill Heimsmeistara- keppninnar í handbolta sem verður á Akureyri. Raunar verða einnig á Akureyri tveir leikir í 16 liða úrslitum og aðrir tveir í 8 liða úrslitum keppninn- ar. Fyrsti leikurinn á Akureyri er 8. maí kl. 15.00 þegar Spán- veijar og Kúvætar mætast. Á Akureyri hefur verið starfandi nefnd til að undirbúa þann þátt keppninnar sem þar fer fram og að sögn Gunnars Jónssonar, formanns nefndarinnar, felur samingurinn sem undirritaður var á föstudaginn í sér verkaskiptinguna milli HM- nefndarinnar á landsvísu og Akur- eyrarbæjar. „Akureyrarbær skuld- bindur sig til þess að íþróttahöllin sé tilbúin til að taka við þessum leikjum. Við hér fyrir norðan sjáum um alla framkvæmd þeirra, tökum á móti liðum, dómurum og þess háttar. Einnig að tryggja öryggis- gæslu, lyfjaeftirlit og við verðum ábyrg fyrir ritaraborðinu og tíma- vörslunni svo dæmi sem tekið. Okkur ber einnig að sjá til þess að „Ég vona að maðurinn fái aftur fötin sín,“ sagði Sigurður Þórar- insson hjá Fatahreinsun Húsa- víkur. Hann telur líklegast að föt sem átti að hreinsa eftir brunann í Þingey hafí verið tek- in af misgáningi og talið að um rusl hafí verið að ræða. Eins og fram hefur komið hægt verði að sjónvarpa frá leikjun- um. Veitingasala verður einnig á okkar höndum, svo og sala minja- gripa,“ sagði Gunnar. Eins og fram hefur komið þarf að gera talsverðar endurbætur á Höllinni. Á næstu dögum verður bjargaóist fáklæddur maóur naum- lega úr íbúð yfir versluninni Þing- ey á Húsavík í bruna sem þar varð aðfaramótt 30. jan. Maðurinn missti ótryggt innbú sitt í brunan- um. Hann tíndi síðar saman sótug- an og reykmettaðan fatnað, rúm- fatnað og sængur og svefnpoka og fór með í Fatahreinsunina, þar sem reyna átti að hreinsa þetta fyrir hann. Vegna reykjarlyktar- innar var fatnaðurinn geymdur í ólæstum gámi utan við hreinsun- ina, og hið ótrúlega átti sér stað; að á föstudagsmorguninn voru pokar og kassar með þessum fatn- aði horfnir úr gámnum. „Þetta er skaði fyrir eigand- byrjað að skipta um ljós og 7. apr- íl hefst vinna við að endumýja dúkinn á gólfinu. í þessum mán- uði verður ráðinn starfsmaður HM-nefndarinnar á Akureyri til aó vinna að undirbúningi keppn- innar. HA ann,“ segir lögreglan og á bágt með að trúa því að um eiginlegan þjófnað hafi verið að ræða, heldur hafi einhverjir talið sig vera að hirða úr ruslagámi í skjóli nætur. En fatnaðurinn var ekki rusl, held- ur svo til það eina sem maðurinn sem bjargaðist úr brunanum átti eftir. Gámurinn er enn á sínum stað ef þeir sem hafa þennan fatn- að undir höndum vilja skila hon- um. Eins tekur lögreglan á Húsa- vík við nafnlausum ábendingum um hvar fatnaðinn megi finna í síma 41303 og slíkum tilkynning- um má einnig koma á skrifstofu Dags á Húsavík, en þar er sími 41585. IM Flugmálastjórn hyggst kaupa Bása í Grímsey: Starf umdæmisstjóra auglýst á næstunni Byggingaskýrsla á Húsavík 1994: Húsavík: Þjófnaður eftir bruna? - fatnaður mannsins sem bjargaðist er horfinn Fjórar íbúðir fullgerðar Flugmálastjóm hyggst á næst- unni auglýsa starf umdæmis- stjóra Flugmálastjórnar á Norð- urlandi, en Stefán Árnason hef- ur verið settur umdæmisstjóri allt síðan Gunnar Oddur Sig- urðsson lét af störfum á sl. ári. Birgir Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflugvelli, leysti Stefán af um skamman tíma á sl. ári. Jóhann H. Jónsson, fram- kvæmdastjóri flugvallaþjónustu Flugmálastjómar, segir að til standi að kaupi fasteign í Gríms- ey, Bása, sem auglýst hefur verið til sölu. Flugmálastjóm á fyrir gamalt, lítið, viólagasjóðshús í Grímsey sem heldur hvorki vatni né vindi og því nauðsyn á að end- umýja húsakostinn. Jóhann segir húsið í Básum fullstórt fyrir starf- semi Flugmálastjómar í eyjunni, þ.e. farþegaskýli, en ef áhugi er fyrir hendi að halda áfram rekstri hótels í sumar í húsinu eins og undanfarin sumur þá er opið að leigja þá aðstööu. Húsið er stað- sett á flughlaðinu, og segir Jóhann að Flugmálastjóm sé ekki hlynnt því að ef húsið seljist á frjálsum markaði og að í það flytji t.d. stór bamafjölskylda. Þaó fari einfald- lega ekki saman, flugrekstur og böm, og því finnist þeim skylt að reyna að ná samningum um kaup á húsinu. Vióbyggingu við flugstöðvar- húsið á Akureyri lýkur í haust og mun þá aðstaða flugfarþega batna til muna, auk þess sem það auð- veldar móttöku erlendra ferða- manna sem koma hingað, t.d. í beinu flugi erlendis frá. Á sl. sumri var sett bundið slit- lag á flugbrautir Húsavíkurflug- vallar, Siglufjarðarflugvallar og Þórshafnarflugvallar og á þessu ári stendur til að leggja bundið slitlag á Sauðárkróksflugvöll. GG Byggingaskýrsla 1994 fyrir Húsavíkurkaupstað hefúr verið gerð. Samkvæmt skýrslunni voru 4 íbúðir fúllgerðar á árinu og 7 íbúðir náðu fokheldisstigi auk þess sem 1 hús er í smíðum en hefur ekki náð fokheldisstigi. í Miðhvammi voru 16 íbúðir teknar í notkun, þar af 12 bú- seturéttaríbúðir. Á árinu hófu Islenskir sjávar- réttir byggingu á 220 fm atvinnu húsnæði. Byggður var kjallari 2. áfanga Borgarhólsskóla. Viðbygg- ing var reist við Golfskálann og auk þess voru byggðir bílskúrar og minni viðbyggingar. „Það hefur dregið úr opinber- um byggingum en framundan er útboð á 2. áfanga Borgarhóls- skóla, uppsteypu og fullnaðarfrá- gangi hússins að utan. Aðrar stór- ar byggingaframkvæmdir eru ekki fyrirsjáanlegar eins og er, en við- gerðarþáttur hefur meira komið inn í myndina. Það hefur ekki ver- ið byggt minna af íbúðarhúsnæði á sl. ári en árin þar á undan. Nýjar félagslegar íbúðir hafa ekki verið byggðar síðan 1992, en 1993 voru keyptar þrjár íbúðir og verið er að kaupa tvær núna. Þessar íbúðir veróa endurbættar og seldar í fé- lagslega kerfinu, en okkur ber skylda til að kanna hvort íbúðir eru fáanlegar til kaups áður en ráðist er í nýbyggingar. Hins veg- ar verð ég var við vaxandi þörf fyrir leiguhúsnæði,“ sagði Olafur Júlíusson, byggingafulltrúi, að- spurður um bygginga- og húsnæð- ismál. IM Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi bygginganefndar 1. febrúar sl. var tekið fyrir erindi frá Guðnýju Önnu Annasdóttur þar sem hún spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til aó breyta og reka leikskóla í húsinu nr. 1 viö Móasíóu. Byggingarnel'nd tekur jákvætt í erindið, en bendir á að fyrir þarf að liggja samþykki annarra eigenda í húsinu. ■ Á sama fundi bygginga- nefndar var tekið fyrir annaó erindi lrá Guðnýju Önnu þar sem hún spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til aó reka sérskóla fyrir 5 ára böm í austurhluta félagshcimilis Þórs, Hamri við Skaróshlíö. Bygginganelhd tekur jákvætt í erindið. B Bygginganefnd hefur hafnað erindi Péturs Bjamasonar, f.h. Ötuls hf., um lóð austan gatna- móta Glcrárgötu og Strandgötu lil að byggja á hús fyrir veit- ingarekstur ca. 300 l'ermetrar. ■ Gísli Bragi Hjartarson hefur verið kjörinn formaður firam- kvæmdanefndar, Jakob Bjöms- son var kjörinn varaformaður og Þórarinn B. Jónsson ritari. Aðrir í nefndinni em Heimir Ingimarsson og Ásta Sigurðar- dóttir. ■ Leikskólanefnd lét bóka á fundi sínum 25. janúar sl. aö hún álíti aö ekki sé ráðlegt aö gera róttækar breytingar á starfsemi gæsluvalla bæjarins, a.m.k. fyrr en séð verður hver áhrif einsetning skóla hefur á aðsóknina. Leikskólanefnd er engu að síður þeirrar skoóunar, að þegar þörfinni fyrir leik- skólarými hefur verið mætt, sé eðlilcgt aó leikskólancfnd hætti starfrækslu gæsluvallanna en gefi foreldra- eða hverfasam- tðkum kost á að nýta mann- virki og aðstööu. ■ Á fundi umhverfisnefndar 1, febrúar sl. var rætt ura friðun óshólma Eyjafjarðarár. Á fund- inn mættu Bjami Guðleifsson, formaður náttúruvemdamefnd- ar Eyjaíjaröarsýslu, Benedikt Bjömsson, skipulagsráðgjaft Eyjafjarðarsveitar, og Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. Ákveðið var að Benedikt Bjömsson og Ámi Steinar Jóhannsson, um- hverfisstjóri, vinni kort er sýni afmörkun svæðisins og kanni hvaða form vemdunar er heppilegast. ■ Umhverfisnelhd samþykkti að leggja til við bæjarstjórn Akureyrar að hún beini þeirrt tilmælum til Vegagerðar ríkis- ins að sett verói upp götulýsing á stofnbrautina frá Akureyrar- flugvclli, að mörkum lögsagn- arumdæma Akureyrar og Eyja- fjarðarsveitar. ■ Húsnæðisnefnd hefur sam- þykkt að halda áfram viðræð- um við Pan hf. um kaup á sex íbúða húsi vió Snægil, svo og að hefja viðræður við Fjölni hf. um kaup á tveim íbúðum vió Skútagi. Einnig gerir nefndin ráð fyrir að keyptar verói þrjár notaðar íbúóir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.