Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. febrúar 1995 - DAGUR - 7 IÞROTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Körfuknattleikur - Urvalsdeild: Heppnissigur Keflvíkinga - Þórsarar gerðu mistök í lokin Þórsarar voru óheppnir að ná ekki að sigra Keflvfldnga í úr- valsdeildinni í körfúknattleik á sunnudagskvöldið. Lokastaðan var 95:92 fyrir Keflvíkinga, sem nældu í sigurinn með glæsilegri þriggja stiga körfu á síðustu sek- úndunum. Þórsarar hófu þennan leik mjög vel á meðan Keflvíkingar voru seinir af stað. Það var fyrst og fremst frábær leikur Konráðs Osk- arssonar, bæði í sókn og vöm, sem dreif Þórsara áfram í fyrri hálfleik og hefði Davíðs Grissom ekki not- ið við í liði Keflvíkinga hefðu Þórsarar sennilega gert út um leik- inn fyrir hlé. Grissom skoraði alls 18 stig í fyrri hálfleik. I síðari hálfleik byrjuðu heima- menn mun betur og höfðu á tíma- bili 14 stiga forskot en þá hrökk Kristinn Friðriksson í gang. Hann var gömlu félögum sínum mjög erfiður og skoraði margar dýrmæt- ar körfur. Asamt Konráði var hann allt í öllu í sóknarleik Þórsara og þeir félagar skomðu samtals 35 stig í síðari hálfleik, þar af 7 þriggja stiga körfur. Grissom gat ekki beitt sér jafn mikið í síðari hálfleik í liði Keflvíkinga vegna meiðsla en Leaner Bums tók við hlutverki hans. Lokamínútur leiksins vom æsi- spennandi og Þórsarar leiddu allar síðustu mínútur leiksins en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir gerðu þeir afdrifarík mistök. Þeir höfðu tveggja stiga fomstu og höfðu knöttinn en lítið var eftir af skotklukkunni og Sandy Anderson mddist klaufalega inn í vömina. Ruðningur var dæmdur og Sandy fékk sína fimmtu villu en hann hafði verið lykilmaður í vöm Þórs- Handknattleikur - 2. deild karla: Auðveldur sigur - Þórsara gegn BÍ Það voru fleiri en KA-menn sem sigruðu um helgina og Þórsarar tóku ísfirðinga í kennslustund í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. Sigur Þórsara var auðveldur og öruggur, 36:21, og það þrátt fyrir að Þórsarar gæfu sig ekki alla í leikinn. Þrátt fyrir að vera með yfir- burðalið fóru Þórsarar ekki mjög hratt í sakimar í upphafi og greini- legt aö menn vissu strax hvorum megin sigurinn mundi lenda. Þórs- arar tóku lífinu létt lengi vel og ef áhuginn hefði verið meiri hefði sigurinn getaó orðið stærri. Jafnt og þétt dró í sundur með lióunum og í hálfleik hafði Þór níu marka forustu, 19:10. í síóari hálfleik héldu yfirburðimir áfram og sig- urinn var aldrei í hættu. Að lokum stóðu Þórsarar uppi með 15 marka forustu, 36:21. Skemmtilegasta atvik leiksins var sennilega þegar Hermann Karlsson, markvörður Þórs, brá sér í sóknina í hraðaupphlaupi og skoraði hjá kollega sínum í marki ísfirðinga. Páll Gíslason var besti maður vallarins að þessu sinni og skoraði mörg glæsileg mörk en einnig áttu Hermann Karlsson og Heiömar Felixson góðan dag. Gamli KA- maðurinn, Jakob Jónsson, sem nú Páll Gíslason skaut ísflrðinga í kaf með 13 glæsilegum mörkum. þjálfar ísfirðinga, var yfirburða- maöur í sínu liði og snérist leikur þess í kringum hann. Mörk Þórs: Páll Gíslason 13, Heið- mar Felixson 7, Þorvaldur Sigurðsson 5, Ingólfur Samúelsson 4, Matthías Stefánsson 3, Jón Kjartan Jónsson 2, Sævar Sigurösson 1, Hermann Karls- son 1. Mörk BÍ: Jakob Jónsson 7, Sólmar Jóhannsson 5, Kristján Jónsson 3, Pre- ben Pétursson 2, Maron Pétursson 2, Páll Benediktsson 2. Þau bestu á Húsavík Bergiind Hauksdóttir var útnefnd Völsungur ársins og Sigurður Hreinsson frá Golfklúbbi Húsavík- ur var kjörinn íþróttamaður Húsa- víkur 1994. Þeim voru afhcntar við- ara allan tímann. Mínútu síóar brá Konráð fæti fyrir Leaner Bums og fékk dæmda á sig ásetningsvillu og jafnframt sína fimmtu villu. Keflvíkingar náðu að jafna leikinn og á lokasekúndunum tók Einar Einarsson síðasta skotið langt úti á kanti og boltinn rataði beint í körf- una og sigurinn í höfn. EG. Gangur leiksins: 0:4, 7:15, 23:23, 27:28, 35:32, 48:42 - 56:46, 63:53, 71:57,75:73, 80:86, 86:90, 95:92. Stig Keflavíkur: Leaner Bums 20, Davíö Grissom 18, Einar Einarsson 16, Albert Oskarsson 14, Sigurður Ingi- mundarson 10, Gunnar Einarsson 10, Jón Kr. Gíslason 8. Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 32, Konráð Óskarsson 27, Sandy Anderson 14, Einar Valbergsson 9, Birgir Öm Birgisson 4, Bjöm Sveinsson 4, Örvar Erlendsson 2. Dómarar: Einar Einarsson og Jón Bender. Gerðu nokkmm sinnum aug- ljós mistök í miðjum leiknum sem komu Þórsumm illa undir lokin og höfðu áhrif á úrslit leiksins. Konráð Óskarsson var maður leiks ins í Keflavík. Körfuknattleikur - Urvalsdeild: Sigur og tap hjá Stólunum Tindastóll lék tvo leiki í úrvals- deildinni í körfuknattleik um helgina, vann Hauka á föstu- dagskvöldið, 78:77 eftir að hafa leitt í leikhléi, 41:33, en tapaði síðan fyrir Skallagrími í fyrra- kvöld, 76:51, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 33:24. Tindastóll byrjaði mun betur í leik liðsins gegn Haukum á föstu- dagskvöldiö og hafði yfir í leik- hléi, 33:41, en heimamenn í Haukum voru grimmir í síðari hálfleik og náðu að ógna sigri gestanna. Eitt stig skildi þó liðin að í lokin og Stólamir fóm heim með bæði stigin í farteskinu. „Leikurinn gegn Haukum byrj- aði vel og endaði vel. Við hittum mjög vel og sérstaklega var Torr- ey að leika vel. Þeir komust yfir þegar 3-4 mín. vom til leiksloka en við höfðum það á endasprettin- um. Um seinni leikinn er það að segja að hann byrjaði illa og end- aði illa. Viö lentum í erfiðleikum á leiðinni til Borgamess og við mættum of seint í leikinn. Við komumst eiginlega aldrei í gang, vomm með 25% skotnýtingu og það segir það sem segja þarf um leikinn. Við er ekki ánægðir því við ætluðum að vinna báða leik- ina. Nú verðum við bara að vinna Þór á Akureyri á fimmtudaginn," sagói Hinrik Gunnarsson, leik- maður Tindastóls. Eftir jafna byrjun fór að síga á ógæfuhliðina hjá Stólunum og Skallagrímsmenn tóku afgerandi forystu. Stólamir náðu þó að halda í við þá og níu stigum munaói á liðunum í leikhléi, 33:24. í upphafi síðari hálfleiks minnkuðu Stólamir muninn niður í fimm stig, 35:30, en síðan ekki söguna meir. Leikmenn Skallagríms vom sterkari á öllum sviðum og um miðjan síðari hálfleikinn var munurinn orðinn tuttugu stig, 54:34. Sauðkrækingar áttu ekkert svar og í lokin skildu 25 stigliðinað, 76:51. SV/SH. Haukar-Tindastóll 77:78 Gangur lciksins: 0:3, 11:16, 20:31. 30:38, 33:41 - 39:50, 50:51, 56:54. 67:61,73:70,76:73,77:78. Stig Hauka: Pétur 36, Sigfús 11, Björgvin og Jón Amar 10 stig hvor og Óskar og Steinar 5 stig hvor. Stig Tindastóls: Torrey 34, Hinrik 15, Lárus 11, Sigurvin 8, Ómar 7 og Amar 3. Dómarar: Jón Bender og Georg Þor- steinsson. Stóðu sig ágætlega. Skallagrímur-Tindastóll 76:51 Gangur lciksins: 7:5, 19:9, 26:18, 33:24 - 35:30, 43:32, 54:34, 62:42, 76:51. Stig Skallagríms: Henning 22, Ari 17, Sveinbjöm 8, Ermolinski 8, Tómas 7, Þórður 5, Ragnar 4, Grétar 3, og Sig- mar 2. Stig Tindastóls: Torrey 15, Hinrik, 10, Ómar 7, Amar 5, Páll og Halldór 4 hvor og Láms og Atli 3 hvor. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Aðalsteinn Hjartarson. Hópleikur íslenskra getrauna hefst á laugardag: Þórsarar bjóða upp á fimm ferðavinninga til Manchester - fyrir þá sem tippa í Hamri Á laugardaginn kemur hefst hóp- leikur íslenskra getrauna á ný og stendur í 13 vikur. I hópleik gefst vinnufélögum, kunningjum og fjölskyldum kostur á að tippa saman í hóp og auka vinningslík- umar vemlega. Hópleikur er þegar tiþpari, einn eða fleiri hafa sér- stakt hópnúmer og Getraunir skrá árangur hópsins í viku hverri og veitir þeim hópi sem best stendur sig sérstök verólaun. Þátttakendur fá hópnúmer hjá félagi eða Islenskum getraunum en það kostar ekkert aukalega að vera með í hópleiknum. Árinu er skipt niður í 3 hópleiki, vor-, sum- ar- og haustleiki og stendur hver þessara leikja í 13 vikur. I boði em vegleg verðlaun, m.a. glæsi- legir ferðavinningar. Knattspyrnudeild Þórs á Akur- eyri, hefur haldið úti öflugu get- raunastarfi í Hamri, undir ömggri stjóm Sveinbjöms Jónssonar og hafa Þórsarar verið með söluhæstu félögum landsins í viku hverri. Þórsarar ætla að vera með sérstak- an hópleik samfara hópleik Get- rauna, fyrir þá sem tippa í gegnum Hamar og em glæsileg verðlaun í boði. Sá hópur sem bestum ár- angri nær, fær að launum þrjá ferðavinninga til Englands, nánar til tekið á leik með Manchester United á Old Trafford og hópur- inn í öóru sæti fær að launum tvo slíka ferðavinninga. Innifalió er flug frá Keflavík eða Reykjavík, ferðir og gisting á Englandi og miði á völlinn. Heildarverðmæti vinninga er um kr. 170.000. Það er því til mikils að vinna fyrir þá sem tippa í hópleiknum í gegnum Hamar og er öllum frjálst að taka þátt. Nánari upplýsingar veitir Sveinbjöm Jónsson, getraunastjóri Þórs, í síma 12080. Frétlalilkynning. Ishokkí: SA-a: SA-b í kvöld urkenningarnar sl. laugardag á íþróttadegi Völsungs. Nánar verður sagt frá afhendingunni í Degi, síðar í vikunni. Mynd: IM íslandsmótinu í íshokkf verður framhaldið í kvöld þegar að a- og b-Iið SA mætast á Skauta- svellinu á Akureyri. Leikurinn var upphaflega á dagskrá um helgina en var frestað og hefst kl. 21.00 íkvöld. Búast má við hörkuleik en a- liðið verður þó að teljast sigur- stranglegra. Einn leikur var í Is- landsmótinu um helgina þegar að Bjöminn vann SR, 10:8, í miklum hasarleik en Bjömin heimsækir Akureyrarliðin um næstu helgi. Ný námskeið eru að hefjast Líkamsræktin Hamri Símí12080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.