Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 07.02.1995, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. febrúar 1995 - DAGUR - 15 Skólamál Félagsmiðstöðvar Hér á Akureyri eru sendir út bæklingar til aö kynna félags- miðstöðvamar og annað ung- lingastarf. En við viljum alltaf fá að vita hvernig hlutimir eru ann- ars staðar. Eg lýsi hér með eftir upplýsingum um hvemig ung- lingastarfi er háttað í öðrum skól- um í umdæminu. Forsvarsmenn foreldrafélaga, foreldrar og ung- lingar, sendið nú línu eða hringið í mig og segió frá hvemig þetta er í ykkar skóla. I Reykjavík er verið að byggja upp góðar félagsmiðstöðvar. Þær eru aó mestu bundnar við skóla- hverfi og eru í góðum tengslum við skólastjómendur. Sumar eru í skólahúsnæðinu sjálfu og hefur það gefió mjög góða raun. Ung- lingamir fá aðgang sumarið áður en þau byrja í 8. bekk. Sumar eru opnar á sumrin, en þó ekki allar. Starfsmenn eru í miklum meiri- hluta uppeldismenntaðir eða með sambærilega menntun. I mörgum tilfellum kennarar. Þessir starfs- menn hafa einnig eftirlit í hverf- inu kringum félagsmiðstöóvamar og fylgjast með því hvað bömin eru að gera fyrir utan miðstöðv- amar. I líkingu við það sem for- eldravaktin hér á Akureyri er aó gera. Engin þeirra er opin lengur en til kl. 24:00 á föstudagskvöld- um, reyndar loka þær flestar kl. 23:30 um helgar. Flestar eru miðstöðvamar opnar lengur en við eigum að venjast hér fyrir norðan. Þar er ýmislegt í boði og má t.d. nefna athyglisvert fram- tak hjá félagsmiðstöðinni í Hólmaseli, en þar er boðið upp á námskeió bæði fyrir unglinga og foreldra. Eftirfarandi em glefsur úr kynningarbæklingi sem gefínn er út af íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur: „Það veróa haldin stráka- og stelpukvöld, náttfatapartí og fleira og fleira. Listavikan er líka árlegur vióburður og meðal þess sem fengist er vió eru uppfinn- ingar, leiklist, ljósmyndun, skart- gripagerð og sirkusæfíngar.“ I Fellahelli er gerð áhuga- könnun á hverju hausti til að ákveða hvaöa klúbbar eiga að vera starfræktir. Víða eru „sund- laugarpartí“ fastur liður af starf- seminni og útvarpsstöðvar eru greinilega vinsælar. Fréttabréf eru gefín út til að kynna það sem er á döfinni í hverri stöð fyrir sig. Lausar kennslustofur I þeirri umræðu sem er í gangi um einsetningu skólanna noróan Glerár hér á Akureyri hefur kom- ið fram að ein af tillögunum til lausnar skorti á húsnæði er að koma fyrir svokölluðum „lausum kennslustofum“. Margir em hræddir við þessa „bráðabirgða- lausn“, þar sem þeim finnst í því felast ófullkomið húsnæði. En sú er ekki raunin. Lausar kennslu- stofur í dag eru allt annað en ófullkomið húsnæði. I orðinu lausar felst einungis það að þær eru færanlegar. Að öóru leyti eru þær ekki verri en steinsteypt hús- næði. Ef um er aó ræða fleiri en eina stofu við einn skóla þá er ekkert einfaldara en að tengja þær saman og einnig er hægt aó tengja þær skólahúsinu sjálfu ef vilji er fyrir hendi. Hér á Akureyri eru miklar tilfæringar í búsetu, ný hverfi að byggjast upp og skólahverfi að taka miklum breytingum. Því gætu lausar stof- ur verið lausnin þar sem fyrir- sjánleg er fækkun nemenda í framtíóinni. Það getur ekki talist gáfulegt að setja mikla peninga í húsnæði sem kemur svo til með að standa autt er fram líða stund- ir. Við skulum opna hug okkar í þessum málum og horfa á málið í heild sinni. Skrifstofa Heimilis og skóla Skrifstofa Heimilis og skóla er opin alla virka daga frá kl. 8:00- 12:00. Starfsmaður er Hildigunn- ur Ólafsdóttir. f*r*TÍTi V37 LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI Akureyri: Námskeið í makrobíó tískrí matargerð Sunnudaginn 12. febrúar frá kl. þar sem boðið verður upp á 12 mun Sigrún verða í Smiðjunni makrobíótískan mat. (Frétiatiikynning) 5KÁK Hraðskákmót SA: Baráttaí eldrí flokknum Laugardaginn 11. febrúar mun Heilsuhomið og Bautinn fá Sig- rúnu Ólafsdóttur, leiðbeinanda, til að halda námskeió í makrobíot- ískri matargerð. Orðið makrobiotik er dregið af heiti gríska goðsins Macro, sem merkir stór eða mikill, og orðinu bios, sem merkir líf. Makrobiotik þýðir því mikið líf eða það að líta á lífið í sem víðastri merkingu. Matargerðin byggir á hug- myndafræði Austurlandabúa, sem notuðu daglegt fæði til að viðhalda heilsu. Aðalinntakið er að lifa í sam- ræmi viö náttúruna, því við erum hluti af henni og megum ekki skilja okkur frá henni. Haga skal mataræði eftir árstíðum, þ.e. hita- og kraftgefandi mat á vetuma, á sumrin aftur léttari tegundir og minni matreiðsla. Sigrún mun veróa með fyrir- lestur og sýnikennslu þar sem fólki gefst kostur á að bragða á matnum og fá uppskriftir. Hjónin Jóhann Kristinsson og Guðrún Aspar, Ránargötu 9, hafa gefið Akureyrarkirkju fagurt lista- verk, sem Jóhann hefur unnið í málm. Bakgmnnurinn er úr rauðu efni. Listaverkinu hefur verió komið fyrir í gangi Safnaðarheimilisins og þar er það öllum til sýnis. Fyrir hönd Akureyrarkirkju vill undirritaður þakka gjöfina góðu og hlýhug þeirra hjóna til kirkj- unnar. Birgir Snæbjörnsson. Tvö hraðskákmót voru haldin hjá Skákfélagi Akureyrar á dögun- um, hið fyrra fyrir 45 ára og eldri og hitt var opið 10 mfnútna mót. Tveir skákmenn urðu jafnir að vinningum á fyrra mótinu. Urslit í hraðskákmóti fyrir 45 ára og eldri sem haldið var 26. janúar sl. urðu þannig: 1. Jón Björgvinsson, 10 vinn. + 2 2. Ari Friðfinnsson, 10 vinn. + 0 3. Þór Valtýsson, 8,5 vinn. Skákþing Akureyrar 1995 hefst nk. sunnudag 12. febrúar kl. 14.00. Teflt er í Skákheimilinu Þing- vallastæti 18 og er öllum heimil þátttaka. Að jafnaði er teflt á sunnudög- um, miðvikudögum og föstudög- um. Umhugsunartíminn er 2 klst. á 40 leiki og síðan 'A klst. til að ljúka Tíu mínútna mót var haldið þann 2: febrúar og þar bar Þórleifur K. Karlsson sigur úr býtum. Úrslit mótsins urðu þannig: 1. Þórleifur K. Karlss., 6 vinn. af 7 2. Ari Friðfinnsson, 5 vinn. 3. Haki Jóhannesson, 4,5 vinn. Næsta mót hjá Skákfélagi Akur- eyrar verður næstkomandi föstudag. Þá verður haldið 15 mínútna mót sem hefst kl. 20. skákinni. Hægt er að skrá sig í mótið í síma 27655 (Skákheimilið) á fimmtudags- og föstudagskvöld. Þá er hægt að skrá sig á skákstað sunnudaginn 12. febrúar frá 13.30 til 13.50. Núverandi skákmeistari Akur- eyrar er Gylfi Þórhallsson. Keppni á Skákþinginu í yngri flokkunum hefst laugardaginn 11. febrúarkl. 13.30. Skákþing Akureyrar 1995 Leikfélag Akureyrar: Síðdegissýning á Svörtum fjöðrum - félagar í Lionsklúbbnum Hæng munu aðstoða eldri borgara Á morgun, miðvikudaginn 8. febrúar, verður síðdegissýning hjá Leikfélagi Akureyrar á leik- ritinu „Á svörtum fjöðrum“ eftir Erling Sigurðarson. Sýningin hefst kl. 18. Félagar úr Lions- klúbbnum Hæng munu aðstoða eldri borgara og aðra þá sem eiga erfitt með að fara upp stig- ana í leikhúsinu. Eins og kunnugt er var „Á svörtum fjöðrum“ samið sérstak- lega fyrir Leikfélag Akureyrar í tilefni af aldarafmæli Davíðs Stef- ánssonar, skálds frá Fagraskógi. Höfundur byggir verkið á ljóðum hans. Leikritió gerist kvöldstund eina á heimili skáldsins, sem hverfur á vit minninga sinna sem endurspeglast í ljóðum þess og fjölbreytilegir atburðir kvikna til lífs, þar sem ástin er í aðalhlut- verki. Skáldið er leikið af Aðalsteini Bergdal. Auk hans eru í veiga- miklum hlutverkum: Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Albert Heím- isson, Bergljót Amalds, Dofri Hermannsson, Sunna Borg og Þórey Aðalsteinsdóttir. Blandaður kvartett syngur í sýningunni og hann skipa: Þuríður Baldursdóttir, Jónasína Ambjörnsdóttir, Jóhann- es Gíslason og Atli Guðlaugsson, sem jafnframt er tónlistarstjóri sýningarinnar. Leikmynd og leik- stjóm er í höndum Þráins Karls- sonar, búningar eru eftir Olöfu Kristínu Sigurðardóttur og lýsingu hannaði Ingvar Bjömsson. Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, AÐALSTEINS HALLDÓRSSONAR frá Hvammi, Eiðsvallagötu 32, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar FSA. Guð blessi ykkur öll. Þóra Björnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ísafoldu Jónatansdóttur, Skarðshlíð 22, Akureyri. Kveðja, Valrós Kelly, Þórður Pálmason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.