Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 7
Miðvíkudagur 15. febrúar 1995 - DAGUR - 7 Akureyri: Kosningaskrifstofa Al- þýðuflokksins opnuð Síðastliðið laugardagskvöld opnaði Alþýðuflokkurinn kosn- ingaskrifstofu sína í Brekkugötu 5 á Akureyri. Þar með er undir- búningur kosninganna kominn á skrið enda aðeins tveir mán- uðir fram að kjördegi. Meðfylgjandi myndir voru teknar á laugardagskvöldið af frambjóðendum og stuðningsfólki á kosningaskrifstofunni þar sem þeir stilltu saman strengi fyrir komandi kosningabaráttu. Finnur Birgisson ræðir málin við þá Þorstein Þorsteinsson og Jón Helga- son. ◄ Sigbjörn Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra, með rauðar rósir. Það er vissara að leggja upp í kosningasiaginn með krata- rósirnar í hendi! J azzkvartett Reykjavíkur Efnt var til jazztónleika í Deigl- unni í Grófargili á Akureyri laug- ardaginn 11. febrúar. Til leiks voru mættir félagar úr Jazzklúbbi Reykjavíkur, en þeir eru: Sigurður Flosason, saxafónleikari, Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari, Eyþór Gunnarsson, píanóleikari, og Einar Scheving, trommuleik- ari. Auk fjórmenninganna, sem skipa kvartettinn, lék á tónleikun- um trompetleikari frá Bretlandi, Guy Barker að nafni. Kvartettinn hefur verið aó gera garðinn fræg- an að undanfömu. Hann kom fram ásamt Guy Barker í hinum þekkta Jazzklúbbi Ronnies Scotts í Lund- únum. Tónleikamir í klúbbnum voru teknir upp og nú er komin út geislaplata með efni þeirra. Tilefni tónleikanna í Deiglunni var meðal annars að kynna þessa plötu. Sigurður Flosason hefur um langa hríð verið einn hinn fremsti á meðal saxafónleikara hér á landi. Hann er í sífelldri framför sem jazzleikari. Innantóm fíngra- æfmgasóló eru horfín, þó að vissulega bregði fyrir fimihlutum í sólóum, sem á stundum eru á mörkum þess að verða um of ríkj- andi. Sóló Sigurðar einkennast orðið framar öðru af úrvinnslu, sem iðulega gengur upp í vel unnum spuna. Sem dæmi má nefna ljúft sóló í blúslaginu Þung- ir þankar eftir Sigurð sjálfan og hraðan spuna í laginu Þegar öllu er á botninn hvolft, sem líka er eftir Sigurð. Þá gerði Sigurður fal- lega í There is no Greater Love og fleiri lögum. Tómas R. Einarsson, kontra- bassaleikari, hefur gefið sig allan að jazzleik og einnig jazztónsmíð- um mörg undanfarin ár. Hann er í fremstu röð íslenskra jazzleikara. Bassaleikur Tómasar er jafnan fágaður og agaður. Grunnlínur, sem hann leggur eru gjaman lagrænar, en einnig getur hann brugðið fyrir sig hröðum leik, sem ferst honum líka vel úr hendi. All- ar þessar leikhliðar sínar hafði Tómas í frammi á tónleikunum í Deiglunni og fór víða á kostum. Eyþór Gunnarsson er afar fær jazzpíanisti. Það er unun að hlýða á hljómagang hans og ekki síður á fallega útfærðan og tilbrigðaríkan spuna hans. Víst koma fyrir hlið- stæð stef í ferli spunans, en þá gjaman með afbrigðum, sem gefa nýjan lit. Eyþóri er sérlega lagið að fylla í hljóma undir einleik línuhljóðfæris, svo sem kontra- bassa, og á létt með að leika inn í til dæmis trommubreik á fjöl- breyttan og líflegan máta. Einar Scheving er greinilega afar fjölhæfur trommuleikari og hefur á valdi sínu mikið val til- brigða á slagverk. Taktskyn hans er einnig í hinu besta lagi. Hins vegar líður leikur hans nokkuð fyrir áráttu, sem gjaman loðir við unga trommuleikara, en hún er sú, að beita óþarflega miklum kröft- um á slagverkið. Hávaðinn, sem unnt er að ná með trommusetti, er auðveldlega svo mikill, að önnur hljóðfæri líða fyrir. Einar sýndi reyndar, að hann á líka til hófleg- TÓNLIST HAUKUR ÁdÚSTSSON SKRIFAR * an og natinn trommuleik. Hann mætti einungis beita honum meira. Trompetleikarinn Guy Barker var kapítuli út af fyrir sig á tón- leikum Jazzkvartetts Reykjavíkur í Deiglunni. Vald hans á hljóðfæri sínu var á flestan veg stórkostlegt. Hann lék sér að fimlegum hraða- köflum, sem hann reyndar beitti á stundum heldur mikið, og ekki síður gaf hann áheyrendum kost á að hlýða á verulega glæsilegan og yfirvegaðan trompetleik, þar sem tilbrigðaflóran í notkun hljóðfær- isins, blæ þess, tóni og styrk, virt- ist vera sem næst óendanleg. Best kom þetta fram í fagurlega útfærð- um sólóleik í I Don’t Know What Love Is, þar sem Guy Barker fór á kostum og veitti viðstöddum veru- lega eftirminnilega stund. Tónleikar Jazzkvartetts Reykjavíkur í Deiglunni laugar- daginn 11. febrúar voru góð stund, sem sýndi, að íslenskur jazzleikur getur vel jafnast á við það, sem best er gert með öðrum þjóðum. Það er gaman til þess að vita, að ötult starf íslenskra tónlistarmanna í þessum geira tónlistarinnar skuli hafa borið svo góðan ávöxt. Hollenskur myndmenntakennari við Gagnfræðskólann á Akureyri sýnir í Listasafninu: Leikur að formum skapar sjónarspil fyrir augun Þessa dagana stendur yfir í vestur- sal Listasafnsins á Akureyri sýn- ing á verkum Joris Jóhannesar Ra- demaker, myndmenntakennara í Gagnfræóaskólanum á Akureyri. Joris er Hollendingur sem búið hefur á Akureyri frá 1991 en þar áður var hann við nám í mynd- mennt og síðar málun og grafík í heimalandi sínu. Joris hefur bæói haldið einkasýningar og tekió þátt í samsýningum í heimalandi sínu og hérlendis en verk sín hefur hann sýnt í Deiglunni á Akureyri og í Nýlistasafninu í Reykjavík. Sýning Joris stendur yfir til 19. febrúar næstkomandi. Verkin sem hann sýnir byggjast á útfærslu á myndefninu rými og hvernig hægt er að nota tvö form sem bæði eru úr grunnforminu ferhymingi. Eins og hann segir sjálfur er í verkun- um spilað á augu áhorfandans. Joris leikur sér að óteljandi mögu- leikum þessara forma, raðar þeim saman og byggir upp mynstur sem virka mjög sterkt á augað. Sjón- hverf áhrif myndanna eru því sterk og þegar áhorfandinn hefur staðið um stund fyrir framan myndimar fara formin að para sig saman í stærri munstur og svífa um í rýminu. Þetta sjónarspil verður svo til þcss að áhorfandinn hættir að átta sig á hvað er for- grunnur og hvaó er bakgrunnur. Sýning Joris er því góð lexía fyrir þá sem læra vilja um myndlist, kynnast rými, bakgrunni, for- grunni, sjónrænum áhrifum og hversu langt er hægt aö ganga í að gera ópersónuleg form eins og grunnformin persónuleg, þ.e. að búa til sín eigin persónulegu form og nota þau á persónulegan hátt. Sýningar í Hollandi og á íslandi Joris Jóhannes Rademaker fæddist í Ersel í Hollandi árið 1958. Árin 1977-1983 stundaói hann mynd- menntakennaranám í Tilburg í Hollandi og næstu þrjú árin nám í málun og grafík vió „Akademie voor kunst en industri“ í Enscede í Hollandi. Árið 1986 tók hann þátt í sýningunni „Start ’86“ í Apel- dorn og ári síðar í sýningu í Riijksmusemum Twente, í En- schede í Hollandi. Sama ár hélt hann einkasýningu í Galleri Hooghuis í Amheim. Árin 1989- 1990 var hann þátttakandi í sýn- ingum í VERIO í Maastricht og árið 1991 flutti hann til Akureyr- ar. Árið 1993 var hann gestakenn- ari við Myndlistaskólann á Akur- eyri í þrjá mánuði þar sem þema- efni hans var abstrakt. Árin 1992 og 1993 sýndi hann í Deiglunni á Akureyri og á síðasta ári í Nýlista- safninu í Reykjavík. Sýning Joris- ar mun standa til 19. febrúar næst- komandi og verður hún opin á opnunartíma Listasafnsins. Joris Jóhannes Rademaker við verk sín í Listasafninu á Akureyri. Mynd: Robyn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.