Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. febrúar 1995 - DAGUR - 5 í Degi, 5. tbl. 7. janúar 1995 birtist grein um Ar fjölskyldunnar og í framhaldi af henni eru birtar stuttar álitsgerðir 7 ungra kvenna, sem segja álit sitt á þessu fyrirbrigði, Ari fjöl- skyldunnar. Allar eru konumar ungar og kemur það greinilega fram, álit þeirra markast af því. Hverju máli er hollt að fleiri en eitt sjónarmið komi fram. í þessu máli eru sjónarmið eldri borgara ekki ógildari en önnur og ættu að eiga sama rétt og önnur að koma til álita, ef einhver umræða yrði um þessi mál í tilefni af Ari fjölskyldunnar 1994. Þótt nú sé að baki árið sem til- einkað er fjölskyldunni finnst mér ástæða til að spyrja: Ar fjölskyldunn- ar, hvað er nú það? Er ekki hvert ár ár fjölskyldunnar? Eða tala ekki há- æruveróugir landsfeður svo á tylli- dögum að fjölskyldan sé einn af helstu máttarstólpum heilbrigðs þjóðlífs? Það má líta svo á að ástæða þess að árið 1994 var sérlega tileink- að fjölskyldunni sé sú að ýmis veik- leikaeinkenni fjölskyldunnar hafa komið í ljós. Vaxandi lausung, jafn- vel upplausn, verður æ meira áber- andi, hjónabandsbrestir eru tíðir, fjárhagsvandræði rústa fjölskyldulíf- ið, unglingavandamál leiða inn á hættulegar brautir. Velferð bama á undir högg að sækja. A yfirborði samfélagsins hef- ur lengi allt sýnst slétt og fellt, fánar velferðar og þjóðarsátta hafa blaktað við hún og áherslan helst lögð á það aó stilla verói öllum kröfum í hóf, innan þeirra marka sem gjaldþol þjóðfélagsins leyftr. Skálkaskjól ráðamanna Launakerfið hefur samt sem áður um áratugi verið svo fjölskyldufjand- samlegt að það hefur sundrað fjöl- skyldum. Bæði foreldri hafa neyðst til að fara á vinnumarkað til að sjá fjölskyldunni farborða. Þetta fjöl- skyldufjandsamlega launakerfi hefur verið allsráðandi jafnt hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum í einka- geiranum. Tryggingakerfið gengur framar öðram í beitingu misréttis. Er ár fjölskyldunnar eitthvað öðruvísi en nýliðin ár aldraóra, ár bamsins eða ár trésins? Enginn sýni- legur árangur varð vegna þeirra. Þess vegna hneigist maður til að álíta aö val á ári tileinkað vissu málefni sé kærkomið skálkaskjól fyrir þá ráða- menn þjóðar sem kjósa að blaðra um málefnin fremur en að vinna þeim gagn. Þaó er auðvelt að fimbulfamba á ári fjölskyldunnar um mikilvægi hennar, kalla hana kjölfestu þjóófé- lagsins, undirstöðu menningar og mannlífs. Þetta minnir á sjómanna- daginn þegar „hetjur hafsins“ eru hylltar, en lögleg kjarabarátta þeirra svo stöðvuð með lögum. Fjölskyldur lífeyrisþega hafa gleymst í öllu blaðrinu er eins og gleymst hafi að „fjölskylda" er meira en for- eldrar með misstóran bamahóp. Fjöl- skylda er líka einstætt foreldri með sín böm, líka foreldrar með uppkom- in böm sem líka eiga böm. Hvað var gert á ári fjölskyldunnar til að leið- rétta og afnema það ranglæti sem slíkar fjölskyldur era beittar? Ekkert. Þetta era hinar gleymdu fjölskyldur, fullorðnu bömin í öskustónni. Um hvaða ranglæti er verió að tala? Jú, það er ranglæti sem særir meira and- lega en jafnvel hlekkir fangelsa særa líkamann. A efri áram er þeim hjónum, sem búin eru að skila foreldrahlutverki sínu og hafa haldið sín hjónabands- heit, refsað fyrir langa sambúö og trúfesti með því að skerða ellilauna- bætur þeirra. Þetta er látið líðast og ekki sinnt kröfum um breytingar. Samtök eldri borgara hafa vakið athygli á þessu ranglæti. Landssam- band aldraðra gerói ítarlega sam- þykkt á aðalfundi sínum 2.-3. júní 1993 og leyfi ég mér að birta hana hér. Tölumar geta staðist nú nær hálfu öðra ári síðar, a.m.k. eru hlut- föllin hin sömu. Tillaga um jafnrétti til lífeyris al- mannatrygginga: Aðalfundur Landssambands aldr- aðra haldinn 2.-3. júní 1993 telur að hjón eigi að fá jafnháan lífeyri og tveir einstaklingar og ekki sæta verri kjörum en einhleypingar þegar kem- ur að skerðingu tekjutryggingar. Enn er það svo að hjón sem bæði era komin á lífeyrisaldur fá aðeins 90% af lífeyri tveggja einstaklinga og tekjutrygging hjóna skerðist fyrr en tekjutrygging tveggja einhleyp- inga. Hjá einhleypingi byrjar tekju- trygging að skerðast þegar atvinnu- tekjur ná kr. 17.582 á mánuði, en hjá hjónum byrjar skeröingin þegar sam- anlagðar tekjur þeirra ná 24.615 á mánuði. Skerðing vegna tekna úr líf- eyrissjóðum er einnig óhagstæð hjónum. Fundurinn telur aó sömu skerðingarmörk eigi að gilda fyrir alla lífeyrisþega. Jafnframt beinir fundurinn því til Alþingis að 11. gr. laga um almanna- tryggingar verði breytt þannig að grannlífeyrir hjóna hvors um sig verði sá sami og lífeyrir einhleyp- ings. Dæmi: Einstaklingur pr. mán. Ellilífeyrir 12.329 Tekjutrygging 22.648 Heimilisuppbót 7.711 Sérstök heimilisuppbót 5.304 kr. 48.028 1/2 hjón pr. mán. 11.096 22.684 kr. 33.780 x 2 = 67.560 Einhleypur maður gctur haft 14.248 krónum meira á mánuói í tryggingabætur en einstaklingur í hjónabandi. Auk þess skerðist tekju- trygging fyrr hjá hjónum og nemur sú skerðing kr. 3.448 hærri upphæð hjá hvoru hjóna. Engin viðbrögð ráðamanna Það er leitt til þess að vita að engin vióbrögð hafa orðið við þessari sam- þykkt. Það er sýnilegt að ekki hafa ráðamenn hlustað á eða lesið það sem samtök aldraðra láta frá sér fara, þó þau telji tugi þúsunda innan sinna vébanda. Einar M. Albertsson. Aldraðir og öryrkjar: Fylkjum liði, stöndum saman! Sú spuming hlýtur að vakna hvort aldraðir og öryrkjar eigi ekki að mynda „þrýstihóp" nú þegar líður að kosningum. Það hlýtur að skipta máli hvemig atkvæöi þessara þús- unda falla. Oryrkjar og lífeyrisþegar eiga sín landssamtök, öflug og mikil- væg, sem eru þeim einstaklingum sem innan þeirra era félagslega mik- ilvæg. Þau era hinsvegar ekki mik- ilsmetin af ráóamönnum sem hafa ákvarðanir um lífskjör meðlima þessara samtaka í hendi sér. Þeim er ekki boðió til umræðna um kjaramál sín og era ekki aðilar að neinum kjaramálaumræðum. Samþykktir sem þau gera eru því viljayfirlýsing- ar og áskoranir gagnvart þeim sem hafa kjör þeirra í sínum höndum. Eingreiðslukerfið er óverjandi Launþegasamtök eiga nú í vök að verjast vegna launakjara sinna fé- laga. Þau hafa getað knúið fram ákvæði í kjarasamningum sem taka til verðbóta vegna rýmaðs kaupmátt- ar. Launagreiðendur hafa kosið að greiða þessar verðbætur með svo- kölluðum eingreióslum. Slett er í launþegana smáupphæð sem á að sætta þá við smánina sem lága kaup- ið er. Lífeyrisþegum og öryrkjum er svo úthlutaó smá klessu af slettunni, það er fullgott. Með þessu cin- greiðslufyrirkomulagi er svindlað á lífeyrisþegum. Lífeyrir þeirra flestra er miðaður við grannlaun. Ein- greiðslur snerta ekki grannlaun og því fá lífeyrisþegar ekki hækkun líf- Þýskur strákur óskar eftir pennavini Ég heiti Friederike og bý í Þýska- landi. Ég er tólf ára gamall, brátt þrettán. Áhugamál mín eru útreið- ar, lestur, sund, tónlist og bréfa- skriftir. Ég hef mikinn áhuga á aó kom- ast í bréfasamband við krakka á mínum aldri á Islandi. Vinsamleg- ast skrifið á ensku eða þýskC. Ljósmynd óskast af pennavini. Nafnið er: Friederike Stephani Zum Eigen 16 40880 Ratingen Germany. Frjálslyndur karlmaður óskast Tuttugu og tveggja ára gömul stúlka frá Ghana, „gullfalleg og aðlaðandi", að eigin sögn, sendi Degi bréf á dögunum með ósk um birtingu. í bréfinu kemur fram að hún helur áhuga á að komast í bréfasamband við frjálslyndan ís- lenskan karlmann með hjónaband í huga. Áhugamál stúlkunnar eru útivera, kvikmyndir og tónlist. Skrifið til: Jane Quansah P.O. Box 124 Agona Swedru Ghana. Hollendingur leitar pennavina Ritstjóm Dags hefur borist bréf þar sem C. Maasse, 55 ára Hol- lendingur, óskar eftir pennavini á íslandi. Hann segist hafa áhuga á Islandi, náttúru þess og menningu en þó sérstaklega á frímerkjum. Fullt heimilisfang hans er eftir- farandi: C. Maasse de Plantage 14 NL-3931 DX Woudenberg Nederland. Stefna núverandi stjórnarflokka hefur þetta kjörtímabil einkennst af aðgerð- um gegn þeim sem helst þurfa stuðning þess velferðarkerfis sem einmitt þetta fólk hefur lagt sitt til að byggja upp. Þessir flokkar ættu því ekki að fá eitt einasta atkvæði eldri borgara eða öryrkja. eyris. Og svo má ekki gleyma tví- sköttun lífeyristekna. Þegar nú líður að lokum árs fjöl- skyldunnar sýnist mér að ekki sé of- sagt að um algert sýndarfyrirbrigði er að ræða. Af hálfu yfirvalda er ekkert gert sem bætir hag fjölskyld- unnar, ekkert gagnvart fjölskyldum á lífeyrisaldri annað en að boðaðar era skerðingar á ýmsum greiðslum til lífeyrisþega og öryrkja. I skattamál- um er fátt jákvætt. Hækkun skatt- leysismarka sem kratar lofuðu vora svik, mörkin vora lækkuð stórlega. Fjölskyldur eldra fólks hafa gleymst nú í lok árs fjölskyldunnar, nema hvað reynt er að plokka af þeim eins og öryrkjum og sjúklingum. Hvað geta þessar fjölskyldur gert? Ekki geta þær farið í verkfall, aðgerðir stéttarfélaga gilda ekki fyrir þá sem era vamarlausir fyrir áníðlsu stjómvalda. Kosningaréttinn höfum við enn Eitt vopn eigum við eldri borgarar og öryrkjar - kjörseðillinn. Ég skora á öll eldri hjón að nota tímann fram að kosningum til að hugleiða hvað það gerir á kjördag. Þá gefast tugum þúsunda aldraðra og öryrkja, sjúk- linga særðra á sál og líkama mögu- leikar til að sýna þeim stjómarherr- um sem vanvirða lífshagsmuni þess með sífelldri áreitni og skerðingu á kjöram að það hefur þennan dag í höndum áhrifaríkt vopn. Stefna núverandi stjómarflokka hefur þetta kjörtímabil einkennst af aðgerðum gegn þeim sem helst þurfa stuðning þess velferðarkerfis sem einmitt þetta fólk hefur lagt sitt til að byggja upp. Þessir flokkar ættu því ekki að fá eitt einasta atkvæði eldri borgara eða öryrkja. Að loknu ári fjölskyldunnar þurfa allar hinar gleymdu fjölskyldur sem refsingu hafa hlotið ekki að þakka neitt meö sínum atkvæðum. Eldri hjón, eldri einstaklingar Fram til baráttu! Notum kjörseðilinn, vopnið sem við höfum á kjördag. Einar M. Albertsson, Hólavegi 15, Siglufirði. Húsbréf * Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 Innlausnardagur 15. febrúar 1995. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 845.616 kr. 84.562 kr. 8.456 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 746.575 kr. 74.658 kr. 7.466 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.480.696 kr. 148.070 kr. 14.807 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.376.342 kr. 137.634 kr. 13.763 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.073.826 kr. 1.214.765 kr. 121.477 kr. 12.148 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.603.538 kr. 1.120.708 kr. 112.071 kr. 11.207 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. c8g húsnæðisstofnun ríkisins l | HÚSBRÉFADEILD • SUÐURtANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.