Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 15. febrúar 1995 Fórnin (1985). Safnarinn (1985). Biðlarnir (1978). Alfreð Flóki og tilbeiðsla hans - hugleiðingar Halldóru Arnardóttur í tilefni af sýningu á verkum Flóka í Listasafninu á Akureyri að sá gamli er að verki. Guð er til, aó sjálfsögðu sem andstaða. Djöf- ullinn getur birst í hinum ýmsu gervum. Hann getur til dæmis breyst í unga og fallega stúlku og þar af leiðandi hefur hann tælt margan piltinn. Djöfullinn er alls staðar og fótspor sín skilur hann eftir sig hvert sem hann fer. Það væri sennilega gott og mjög örv- andi að vera þar sem verk hans eiga sér stað. Með þessar tilvitnanir í huga, er óhætt að segja að teikningar Flóka vekja upp ögrandi hug- myndaheim. Þær bera með sér sérstakt andrúmsloft sem erfitt er að skilgreina þó hægt sé að rýna niður í ímyndimar og velta fyrir sér hvaó þær tákna. Eru þær tákn um hugarfar og líðan listamanns- ins? Má skilgreina þessar teikn- ingar sem dagbók hans sjálfs, tjáða í formi myndskreytinga? Það er víst að teikningamar tala til þín. En um hvaó? Bókmenntir höfðu mikil áhrif á myndmál Flóka. Það voru rithöf- undamir sem Flóki átti mest sam- eiginlega með frönsku Surrealist- unum; Baudelaire, Gerard de Ner- val, Jarry Rimbaud, Lautreamont og Marquis de Sade. Auk þess sem rithöfundamir Mario Praz og Robert Grave örvuðu sköpunar- þörf Flóka. Myndmál hans er því ekki auðmelt. Myndbyggingin er byggð upp eins og leikrit, eða sviðsettur atburður. Ymis per- sónugervi eru endurtekin gegnum mismunandi myndir, fallegar vampírur, Lolita og siðspillti dvergurinn, svo nokkur séu nefnd. Þessi gervi mynda sögusvið og byggja upp söguþráð. En sagan er ekki öll fyrr en áhorfandinn hefur gert upp hug sinn og dregið fram endalokin í þessu sjónarspili. Til þess að auðvelda áhorfand- anum þrautina þá gefur Flóki upp lausnir fyrir nokkrum táknum. Eggið táknar alheiminn eða allt það sem til er. Fuglinn táknar hreyfingu, eða umbreytingu. Fugl- inn er oft Flóki sjálfur, einskonar umbreytt sjálfsmynd. Sömu merk- ingu má draga út úr gömlu, ljótu körlunum því þeir eru ummyndaó- ar sjálfsmyndir. Það er þó ekki svo að skilja að Flóki hafi svo lítið sjálfsálit. Það var öðru nær. En til þess aö sýna fram á hversu konan er falleg þá verður andstaðan að vera sjáanleg og sterk. Fegurð konunnar er ekki dul- búin, hún liggur allsnakin fyrir framan áhorfandann. Hún er ekki ein, hennar er notið innan sem ut- an sögusviðsins, hún býóur menn velkomna. Spumingin er, hvað verður um konuna sem horfir á þessa „kvenlegu fegurð“? Verður hún að umbreytast tilfinningalega og taka upp gervi karlmannsins til þess aó geta notið hennar? Nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri sýning á teikningum og krítarmyndum Alfreðs Flóka. Sýningin, sem stendur til 26. febrúar nk„ er alirar athygli verð og vert að hvetja áhugafólk um myndlist að skunda í Listasafnið. I tilefni af þessari sýningu fékk Dagur Halldóru Amardóttur, sem er með MA-próf í listfræði og stundar doktorsnám í listfræði í Bretlandi, aó taka saman grein um Afreð Flóka og list hans. Greinin er byggð á hugmyndalegum nið- urstöðum sem Halldóra vann að í ítarlegri ritgerð um „Eroticism in Surrealism" við háskólann í Essex árið 1991. Ritgeröin snérist um hugmyndir frönsku Surrealistanna um hugtökin, ást og erótík og hvernig listamennimir Hans Bellmer, fæddur í Þýskalandi, og Afreð Flóki túlkuðu þessi hugtök frönsku listamannanna. Einkenni surrealísku erótíkunn- ar var kraftur hennar til sköpunar- gáfunnar og það að hún tengdi hina innri og ytri veröld mannsins. „Löngun eöa gimd, er það eina sem okkur ber skylda til að treysta, því hún ber lykilinn að innstu fylgsnum mannsins. Flóki tók í svipaðan streng og sagði: Erótíkin er komin frá Guöi. Hún er ansi ólík kynlífi. Hún er kærleikur. Erótíkin endurspeglar konungsríki Guðs. Sumir dýrling- Greinarhöfundur, Halldóra Arnar- dóttir frá Akureyri, sem stundar doktorsnám í listfræði í Bretlandi. ar kirkjunnar, eins og Saint Ther- esa frá Avilon, nota oft sama orðaforða og ungt ástfangið par, þegar það skrifar ástarbréf sín í milli. Á hinn bóginn trúöi Flóki að djöfullinn væri til. Ef maður trúir á Satan og djöfulinn þá hljóta þeir aó hafa sín áhrif. Sönnun verka hans er að finna á forsíðum dag- blaðanna. Eina útskýringin er sú Bak við tjöldin (1985). Tilbeiðsla (1975). Adam/Adam (1979).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.