Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 1

Dagur - 15.02.1995, Blaðsíða 1
78. árg. Akureyri, miðvikudagur 15. febrúar 1995 32. tölublað Samdráttur hjá Akureyrarhöfn á síðasta ári: Lognið á undan storminum Hí : - segir Guðmundur Sigurbjornsson, hafnarstjóri eildartekjur Akureyrar- mundar Sigurbjörnssonar, hafnar- Blysför á 100 ára afmælisfund Kvenfélagskonur á Húsavík minntust 100 ára afmælis félagsins á hátíðlegan hátt sl. mánudagskvöld. Við safnaðar- heimilið Kirkjubæ var Iátinna félagskvcnna minnst. Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju voru afhentar 120 þúsund krón- ur að gjöf og síðan gengu tugir kvenfélagskvenna syngjandi í blysför til afmælisfúndar í félagsheimilinu. Þetta er að- eins einn liður hátíðarhaldanna, en á laugardag verður afmælishátíð og síðar á árinu fara konurnar í ferðalög í til- efni af afmælinu. Mynd IM Lhafnar drógust saman á síð- asta ári, miðað við árið á undan og þær hafa reyndar ekki verið lægri sl. fjögur ár. Skipakomum fækkaði og samdráttur varð í lönduðum afla. Heildartekjur ársins urðu 79,3 milljónir kr. en voru 86,5 milljónir kr. árið 1993. Alls urðu skipakomurnar 863 í fyrra en 910 árið áður og þá var landaður afli í fyrra rúm 60.500 tonn á móti rúmum 70.500 tonn- um árið 1993. Astæður þessa samdráttar eru ýmsar og samverkandi. Löndun- um Samherjatogara á höfuðborg- arsvæðinu fjölgaði og löndunum fækkaði að sama skapi á Akureyri og um leið fór minna magn af fiski um höfnina, að sögn Guð- Útgjöld Akureyrarbæjar vegna fjárhagsaðstoðar hafa tvöfaldast á síðustu fjórum árum: Atvinnuleysi orsakavaldurinn stjóra. Þá varð minni olíuflutning- ur til Akureyrar, þar sem skip taka jafnan olíu á löndunarstað og einnig hafði sjómannaverkfallið í janúar í fyrra sín áhrif. Hins vegar varð aukning í sementsflutningum til Akureyrar. Vörumagnið sem fór um Akur- eyrarhöfn í fyrra var rúm, 138.000 tonn, á móti rúmum 152.700 tonn- um árið 1993. Þar af fluttu olíufé- lögin rúm 45.400 tonn, Samskip rúm 35.600 tonn og Eimskip rúm 32.700 tonn. Skipakomur fiski- skipa á síðasta ári urðu 492 og ís- lenskra farmskipa 133. „Við gerðum ráð fyrir minnk- andi tekjum á árinu 1994 en þær uröu samt 2% meiri en við áætl- uðum. Við teljum þetta vera logn- ið á undan storminum og janúar sl. er staðfesting á því. Þá var mjög mikið um landanir og skipa- komur og við lítum því björtum augum fram á veginn,“ sagði Guðmundur hafnarstjóri. KK Igær voru kynntar niðurstöður úttektar sem Arnar Árnason endurskoðandi og Bragi Guð- brandsson félagsfræðingur gerðu að beiðni bæjarráðs Akur- eyrar á fjárhagsaðstoð á vegum Félagsmálastofnunar Akureyr- arbæjar á sl. 5 árum. Jafnframt eru tölur bornar saman við Kópavog, Hafnarfjörð og Reykjavík. Útgjöldin hafa farið mjög vaxandi á Akureyri og hafa tvöfaldast á síðustu 4 ár- um. Samt eru þau enn lægst á íbúa á Akureyri miðað við hin bæjarfélögin þrjú. Á síðustu 5 árum hafa útgjöld vegna fjár- hagsaðstoðar sveitarfélaga auk- Akureyri: Vélsleði og bíll lentu í árekstri Ifyrrakvöld, skömmu fyrir klukkan níu, varð árekstur bifreiðar og vélsleða í Glerár- hverfí á Akureyri. Okumaður vélsleðans var 15 ára gamall en hafói tilskilió öku- leyfi. Farþegi á vélsleðanum var að sögn lögreglu talin fótbrotinn og var fluttur á sjúkrahús. Ekki uröu önnur slys á fólki. Vélsleó- inn var númerslaus og ótryggður sem þýðir að eigandi sleðans getur þurft að bæta hugsanlegt tjón úr eigin vasa. Skömmu síðar hafði lögreglan afskipti af ökumanni annars vélsleða, sá reyndist undir lögaldri og án ökuréttinda en auk þess var sleðinn númerslaus og ótryggður. Lögreglan á Akureyri vill hvetja eigendur vélsleða til aó sýna aukna ábyrgð. Vélsleðar eru ekki leikföng ökuleyfislausra ung- menna og eigandi ótryggðs sleða er réttlaus. Einnig er vélsleða- mönnum bent á þær reglur sem gilda um umferð vélsleða og þeir hvattir til að virða þær en borist hafa kvartanir vegna umferðar vélsleðamanna frá bæjarbúum, hestamönnum og skíðafólki. KLJ ist um 39% að raunvirði á land- inu öllu, en um 74% á Akureyri á sama tíma. Að mati skýrsluhöfunda er það alveg ljóst að orsakanna fyrir þessari miklu aukningu á Akur- eyri er fyrst og fremst aö leita í auknu atvinnuleysi á þessu tíma- bili, sérstaklega fjölgun þeirra sem eru atvinnulausir til lengri tíma. í þessu felst sérstaða Akureyrar en um mitt ár 1993 rýkur tala lang- tíma atvinnulausra upp. Þannig eru þeir sem eru atvinnulausir eða meó stopula atvinnu stærsti hóp- urinn sem sækist eftir fjárhagsað- stoð en var varla á blaði fyrir 5 ár- um síðan. Rýmun kaupmáttar á einnig einhvem hlut aó máli, en skýrslu- höfundar telja sig afsanná þá kenningu að ástæðu aukningarinn- ar sé að finna í því að laun séu orðin of lág. Það sjáist á því hversu lítið er um að launafólk sækist eftir aðstoð. Sömu leiðis hafna þeir þeirri skýringu að við- horfsbreyting hafi orðið í þá átt aó fólki þyki nú sjálfsagðara að sækja um bætur, í það minnsta telja þeir ljóst að fjárhagsaðstoð fari aðeins til þeirra sem hana þurfa. Breytingar á reglum um rétt til fjárhagsaðstoðar, í kjölfar laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, hafa einnig valdið auknum útgjöldum. Þá komast þeir Amar og Bragi að því að kerfið á Akureyri sé hag- stæðara fyrir skjólstæðingana en annars staðar, þ.e. réttur til að- stoðar sé meiri. I skýrslunni er bent á ýmislegt sem betur má fara í daglegum starfsháttum Félagsmálastofnunar Akureyrar og að taka þurfi upp fjármála ráðgjöf til fólks sem geti leitt til lægri kostnaðar. Nánar verður fjallað um skýrsluna síóar. HA Færeyingar sýna gamla Svalbak áhuga Um helgina voru færeysk- ir útgerðarmenn á Akur- eyri í þeim erindagjörðum að skoða gamla Svalbak, skip ÚA, sem hefúr legið bundið við bryggju síðan í október sl. Færeyingamir hafa mikinn áhuga á kaupum á skipinu, en þeir hafa hins vegar ekki lagt fram fonnlegt kauptilboð í það. Gamli Svalbakur hefur ver- ið bundinn vió bryggju frá því í október sl. cn þá gerði hann þrjá góöa túra noróur í Bar- entshaf. Á skipinu er ekki kvóti og því verður það að stunda veiðar utan jandhelg- innar undir merkjum ÚA. óþh Krossanesverksmiðjan: Fyrstu loðnu ársins að vænta í dag Flest loðnuskip voru á lönd- unarhöfnum á Austurlandi í gær og því fá skip að veiðum á svæðinu undan Stokksnesi. Þar var veiðin heldur dræm þar sem loðnan stóð djúpt og því fátt um stór köst. Sigurður RE hélt síð- degis af miðunum til hafnar í Krossanesi og er reiknað með honum þar um eða upp úr há- degi í dag með 12-1300 tonn. Þetta er fyrsta loðnan sem berst Krossanesverksmiðjunni frá því í haust. - Sigurður RE á landleið með 12-1300 tonn Mynd: ÞB Hákon Magnússon, skipstjóri á Húnaröst RE, sem var að veiðum undan Stokksnesi síðdegis í gær, sagði talsvert vanta uppá að veiðin sé eins og hún getur best orðið. Veðrið spilli ekki heldur standi Ioðnan djúpt og þurfi að ganga lengra upp á grunn til aó hún verði viðráðanlcg. Súlan EA var á Neskaupstaó í gærdag og stóð yfir löndun úr skipinu. Guðmundur Lárusson, skipverji, reiknaði með að löndun yrði lokið undir kvöld og þá yrði haldið beint á miðin á ný. Enn sem komið er horfa skip- stjórar frekast til Austfjarðahafna, ef frá eru talin nokkur skip sem sigldu til Vestmannaeyja og Grindavíkur og Sigurður RE, sem er á leið í Krossanes. Þórður Jón- asson, EA, reyndi þó að komast til Raufarhafnar í gærdag en hætti við vegna veðurs. I gærmorgun hafði verið land- að um 26 þúsund tonnum á vetrar- vertíóinni. JÓH Skandia Lifandi samkepp W Geislagötu 12 - Sími 12222 m - lœgri iðgjöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.