Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 25. febrúar 1995
Kona fær færri krónur í vasann
í þessum mánuði komu út niðurstöður rannsóknar sem Félags-
vísindastofnun Háskóla íslands vann fyrir Jafnréttisráð að til-
hlutan Norræna jafnlaunverkefnisins um launamyndun og
kynbundinn launamun. Niðurstöðurnar staðfestu að hér á
landi er ríkjandi verulegt kynbundið launamisrétti og að það er
hvað mest meðal fólks sem er langskólagengið og gegnir betur
launuðum störfum í þjóðfélaginu. Einnig kom fram að það get-
ur verið karli til framdráttar á vinnustað að vera faðir en ef
kona er móðir getur það aftur á móti þýtt minni möguleika í
starfi. Valgerður Bjarndóttir er jafnréttis- og fræðslufulltrúi
Akureyrarbæjar. Hún hefur gegnt starfl jafnréttisfulltrúa frá
því árið 1991 en hún var fyrsti jafnréttisfulltrúi sem skipaður
var hjá sveitarfélagi á landinu. Valgerður féllst á að svara
nokkrum spurningum í tengslum við rannsóknina á launa-
myndun og kynbundnum launamun.
- Valgerður, í niðurstöðum
rannsóknarinnar kemur í Ijós að
menntun kvenna leiðir ekki til
jafnréttis í launum heldur þvert
á móti þá búa menntaðar konur
við mesta launamisréttið, kom
það þér á óvart?
„Nei, það kom mér ekki á óvart
heldur það hve mikla athygli þessi
staðreynd vakti almennt. Mér finnst
mjög athyglisvert að það skuli vera
talað um þetta eins og einhver ný
sannindi því að allar rannsóknir
undanfama tvo áratugi hafa sýnt
þetta sama, að launamismunun
eykst með aukinni menntun.
Þessi rannsókn staðfestir hins
vegar umfram aórar rannsóknir að
öll ,já en-in“ skipta ekki máli
þ.e.a.s. að þrátt fyrir að tekið sé
tillit til allra þeirra þátta sem hafa
áhrif á laun fólks, stendur eftir
raunverulegur munur, hrein launa-
mismunun kynja.
En ég vil þó taka fram aö svona
niðurstöður mega alls ekki veróa
til þess að draga kjarkinn úr kon-
um til að mennta sig. Sá auður
sem fenginn er með menntun er
ómetanlegur."
- Mun fleiri karlar en konur
fá greiðslur frá vinnuveitanda
umfram gildandi launataxta og
þessar greiðslur eru mun hærri
til karla en til þeirra kvenna sem
eru í sömu stöðum. Hver er
skýringin, gera konur ekki sömu
kröfur um að bera há laun úr
bítum eins og karlmenn?
„Eg held að konur almennt séu
tilbúnari en karlar aó taka þeim
töxtum sem að þeim eru réttir.
Karlar hafa lengri og meiri sögu-
lega reynslu af því að setja fram
kröfur til launa. Konur eiga styttri
atvinnusögu á þeim vettvangi þar
sem möguleiki er á einhverju öðru
en hreinum launatöxtum til dæmis
í stjómunarstöðum. Þær virðast
því ekki kunna á þær samkeppnis-
reglur sem gilda. Þó er þaö að
breytast. Konur eru að læra að til-
einka sér reglur þessa samkeppnis-
samfélags karlanna, sem er aó
sumu leyti ágætt en að öðru Ieyti
ógnvekjandi. Ógnvekjandi, því ef
konur taka upp þær reglur sem
gilda í karlasamfélaginu þá ganga
bæði kynin inn í mynstur sem vek-
ur hjá mér ugg. Ef þetta karllæga
samkeppnismynstur verður ein-
hliða ríkjandi þá er ég hrædd um
að allt kapphlaupið endi með
ónýtu fólki á ónýtri jörð.
Það viðhorf hefur verið ráðandi
að konur verði að tileinka sér regl-
ur og hörku karlanna til að vera
gjaldgengar á vinnumarkaðinum,
en ég tel að þaó sé þjóðfélagið og
þær reglur sem gilda í því sem
þurfi að breyta og ef til vill er það
okkar kvenna að breyta því. Regl-
umar í þjóðfélaginu og á vinnu-
markaóinum eiga að vera þannig
að þær séu aðgengilegar báðum
kynjum, þaó er best fyrir alla,
bæði karla og konur.
Ég vil líka benda á að nú em
allir sammála um að þær kröfur
sem verði gerðar til fólks á vinnu-
markaói í framtíóinni, og em nú
þegar gerðar, séu góð gmnn-
menntun og hæfni í ýmsum mann-
legum þáttum. Þá er átt við hæfni í
samskiptum, sjálfsstyrk, sveigjan-
leika, stjómun á jafnréttisgrund-
velli og fleiri þætti. Þessi eigin-
leikar eru mjög ríkjandi í fari
kvenna og því tel ég aö þær og
þeirra aðferðir eigi framtíðina fyrir
sér í krefjandi störfum á vinnu-
markaðinum."
- Fólkið sem tók þátt í könn-
uninni taldi aimennt að það væri
ekki launamunur milli kynja á
þeirra vinnustað, en svo kom í
ljós að sá munur var til staðar
eins og könnunin staðfestir.
Bendir það ekki til þess að
launamismunun milli kynja sé á
einhvern hátt falin?
„Jú, að hluta til er skýringin sú
að launamunurinn er falinn, til
dæmis í formi ýmiskonar yfirborg-
ana og með launaleynd sem ríkir
hjá ýmsum fyrirtækjum. En að
hluta til áttar fólk sig ekki á þess-
ari launamismunun vegna þess að
eitthvað ástand sem er, hvemig
sem það er, vekur ekki eftirtekt
okkar. Við teljum aö ríkjandi
ástand sé eðlilegt og aðlögumst
Unnið að launa-
rannsóknhjá
Akureyrarbæ
Fyrir tveimur árum hófst
undirbúningur aö rannsókn á
störfúm, launum og kjömm
karla annars vcgar og kvenna
hins vegar hjá Akureyrarbæ.
Ákveðið var, í samráði við
Jafhréttisráó, að nýta gmnn
þeirrar rannsóknar sem nú er
nýkomin út. Á síðasta ári var
spumingalisti lagður fyrir úr-
tak starfsmanna en síóari hluti
rannsóknarinnar mun veróa
unninn á næstu vikum. Því má
vænta þess að niðurstöður um
launamyndun og kynbundinn
launamun hjá Akureyrarbæ
liggi fyrir á vormánuðum.
Valgerður Bjarnadóttir.
því. Þetta gildir til dæmis um
stöðu kynjanna. Við fæðumst inn í
heim þar sem ákveðin staða kynj-
anna er ríkjandi og þar sem nokk-
ur skref hafa verið stigin í jafn-
réttisátt þá finnst okkur að ástand-
ið hljóti að vera orðið ansi gott.
Þetta viðhorf er mjög almennt og
sést víða. Til dæmis sýna allar
rannsóknir í skólum og leikskólum
að strákar fá 60-80% af athyglinni
en samt sem áður em næstum því
allir, kennarar og nemendur, á
einu máli um að fullkomið jafn-
réttir ríki eða jafnvel að stelpumar
fái meiri athygli. Þetta sýnir að
upplifun okkar er lituð af fordóm-
um okkar, fyrir fram ákveðnum
hugmyndum og ótti við að takast á
við ábyrgð raunvemleikans er svo
ríkur að það sem okkur finnst er
oft mjög ómarktækt. Þetta gildir
líka um launamun kynjanna og
okkar mat á honum.“
- í könnuninni kemur fram
að það kemur konum illa í starfi
að eiga ung börn en það að karl-
menn eigi börn er þeim hins veg-
ar til framdráttar hvað varðar
tekjur. Hvaða áhrif telur þú að
þetta hafi?
„Það er ljóst að í löndunum í
kringum okkur er mjög algengt að
konur velji sér annaó hvort að
eignast böm eða að ná frama í
starfi. Karlar aftur á móti þurfa
ekki að standa frammi fyrir þessu
vali hvorki þar eða hér. Það er litió
á það sem ákveðið stöðutákn fyrir
karla aö þeir eigi böm, séu fjöl-
skyldumenn, og það er viðurkennt
að þeir þurfi hærri laun, því gamla
úrelta fyrirvinnuhugtakið er enn í
fullu gildi.
Þetta er líka sérkennilegt í ljósi
þess aó viðamiklar rannsóknir
sýna aó stöðugleiki kvenna í
vinnu, þrátt fyrir aðalábyrgð á
bömum, er ekkert minni en karla.
Að vísu em konur örlítið meira frá
vinnu en karlar en á móti kemur
að þær tolla betur í vinnu, í lengri
tíma.“
- í könnuninni kemur fram
það álit að til að jafnrétti geti
aukist á vinnustöðum og þar
með í launum verði jafnrétti
einnig að aukast á heimilum
landsins. Er flöskuhálsinn ef til
vill sá að konur geti ekki beitt
sér í vinnu vegna mikillar
ábyrgðar á heimilum og karlar
geta ekki tekið á sig ábyrgð á
heimilum vegna þess þrýstings
sem þeir eru undir sem fyrir-
vinnur?
„Þetta hefur vissulega víxlverk-
andi áhrif, jafnrétti næst ekki full-
komlega í atvinnulífinu nema
ábyrgð á heimili og fjölskyldu
komist á jafnréttisgmnn og jöfn
ábyrgð næst ekki á heimilinu á
meðan jafnrétti ríkir ekki á vinnu-
stöðum og í launum. Jafnréttisþró-
unin þarf því að haldast í hendur á
báóum svióum.
Það er fyrst og fremst á ábyrgð
kvenna aö breyta viðhorfinu til
sjálfrar sín sem vinnukrafts. Þar
skortir töluvert mikið á. Margar
konur hafa svo veika sjálfsmynd
og mynd af mikilvægi starfa sinna
að það stendur öllum launakröfum
fyrir þrifum. Þetta vanmat kvenna
á eigin störfum kemur einmitt
fram í rannsókninni. I þessu efni
verða konur sjálfar að taka sig á.
Þaö verður ekki fyrr en konumar
sjálfar átta sig á því hve verðmæt
og mikilvæg þeirra störf em sem
breyting verður á launamisréttinu
sem ríkir milli kynja.
Á sama hátt er það fyrst og
fremst karla að taka á sig aukna
ábyrgð á heimilum og beita sér
fyrir því svigrúmi og þeirri við-
horfsbreytingu sem þeir þurfa til
þess á vinnustöðum. Til dæmis
möguleika á leyfum vegna bama
og hlutastörfum.
Það er á ábyrgð beggja kynja
að berjast fyrir auknu jafnrétti, það
em sameiginlegir hagsmunir karla
og kvenna,“ sagði Valgerður. KLJ
Úr niðurstöðum skýrslunnar:
Launamyndun og kyn-
bundinn launamunur
„Töluverður munur er á launum ur með háskólamenntun em að- tæpur þriójungur karla með há-
karla og kvenna, hvort sem skoð- cins með 64% af launum há- skólapróf fær greidd laun sam-
uð em hrein dagvinnulaun, dag- skólamenntaðra karla. kvæmt taxta.
vinnulaun og aukagreiðslur eða Þannig em meðaldagvinnu- í rannsókninni komu frarn
jafnaðarkaup. Konur em með laun, að viðbættum aukagreiðsl- ýmis viðhorf til fólks sem vinnu-
78% af hreinum dagvinnulaunum um, háskólamenntaðs fólks sem krafts og til stöðu einstaklinga í
karla en þegar tekið er tillit til tók þátt í rannsókninni og er í fjölskyldu og á heimili meó tilliti
aukagreiðslna em þær með 70% fullu starfi um 680,- krónur ef til kyns. Til dæmis koin fram að
af launum karla. Þetta hlutfall um konur er að ræða en um margir töldu það hafa slæm áhrif
lækkar enn þegar miðað er við 1.040.- krónur meðal karla á möguleika kvenna til starfs-
jafnaðarkaup því þá eru konur í skýrslunni kemur einnig frama að eiga böm innan 6 ára
með 68% af launum karla.“ fram að það er mun algengara að aldurs en enginn stjómandi sem
Niðurstöðumar sýna einnig að konur fái greitt samkvæmt taxta tók þátt í rannsókninni taldi að
menntun leiðir til launahækkunar stéttarfélags en karlar og að sér- sömu fjölskylduaóstæóur hefðu
hjá báðum kynjum en hún leióir samningar launþega og vinnu- neikvæð áhrif á starfsframa
til meiri launahækkunar hjá körl- veitenda leiði til aukins munar á karla. „Aö vera með böm er nei-
um. Þetta veróur til þess að auka launum karla og kvenna. í þessu kvætt fyrir konur en ekki fyrir
enn launamuninn þannig að kon- sambandi má nefna að aðeins karla.“
skólanám
Meðaldagvinnulaun fólks í fullu starfi að viðbættum aukagreiðslum.
Hefur það ncikvæð áhrif á starfsframa karla og kvenna að eiga börn yngri en 6 ára? - Viðhorf
mismunandi starfsstétta.