Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 25. febrúar 1995 - DAGUR -15 UMSJÓN: SÆVAR HREIPARSSON Á góðrí leið í gröfina Fyrir einu ári var ljúflingur- inn KEAMU REEVES á góðri leið með að tortíma sjálfum sér. Hann drakk of mikið og stundaði skemmt- analífið af krafti en hætti síðan skyndi- lega eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Eftir að hafa slegist viö laganna veröi í dágóða stund var hann færður í fangageymslur þar sem tekin var hin hefðbundna andlits- mynd lögreglunnar. Þegar Keanu sá síðan myndina í blöðum stuttu síðar var hon- um illa brugðið og hét þess að helga líf sitt leiklistinni fremur en skemmtanalífinu. Myndimar minntu Keanu á föður hans, Sam Reeves, Fangamyndir af Sam Reeves... ,.og Keanu Reeves. sem nú situr í fang- elsi meö 10 ára dóm fyrir kókaín- neyslu. Nú er Ke- anu heilsufæðis frík sem stundar reglu- lega líkamsrækt, drekkur aðeins vió hátíðleg tilefni og skilur þá bílinn eftir heima. „Ég var á góðri leið í gröfína en vildi ekki enda eins og pabbi gamli. Eg leit á myndimar og sá að- eins andlit fööur míns. virkaði sem vekjara- klukka og ég fór á fæt- ur,“ sagði Ke- anu í viðtali fyrir skömmu. I hár saman Eitt vinsælasta ritefni slúðurblaða undanfama mánuði er væntanlegur skilnaður leikarans Richard Gere og fyrirsæt- unnar CIMDY CftAWFORD- Sérstaklega hafa ástarmálin hans Gere verið í sviðsljósinu og hann ýmist verið bendlaöur við ensku fyrirsætuna Lauru Bailey eða Reyfaraleikkonuna UMU THURMAM. Fjölmargar sögur af framhjáhaldi hans með þessum og fleiri meyjum litu dagsins ljós og það brá því mörgum í brún þegar að Cindy og Uma hittust af tilviljun í teiti einu í Nýju Jórvík. „Þú ert heimilisspillir,“ hvæsti Cindy á Reyf- araleikkonuna en Cindy er sögð hamstola vegna sambands hennar og eiginmannsins. Stúlkumar hvesstu augum hvor á aðra og nærstaddir voru famir að búa sig undir stóromstu þegar Cindy snérist skyndilega um hæl og stmnsaði út. Annars er það af ástarmálum þessara tveggja kvenna að frétta að Uma sést æ oftar í fylgd með hjartaknúsaranum Brad Pitt á meðan Cindy er sögð í sambandi við Billy Baldwin. Uma Thurman var farin að búa sig undir bardaga. J. Howard Marshall hefur ekki fengið mikið fyrir pen- ◄ ingana sína. Anna Nicole Smith flaggar sínu feg- ursta. Laustát oq tít atts tíktey Þrátt fyrir að hafa gifst hinum níræða olíubarón J. HOWARD MARSHALL á síðasta ári er langt frá því að fyrirsætan og leikkonan ANNA NICOLE SMITH láti aðra karlmenn eiga sig. Fymim einkabílstjóri hennar og aðstoðarmaður, Clay Spires, segist einnig hafa verið aðstoðarelskhugi en hafi þurft að deila því hlutverki með fjölda annarra karlmanna. Leikaramir Sean Penn og Judd Nelsoneru aðeins tveir af mörgum sem Clay segir hafa leikið sér með Onnu í einrúmi undanfama mánuði. Hún býr ekki í sama húsi og gamli karlinn og það lengsta sem hann hafi kom- ist séu brjóstagælur en þá hafi hjartslátturinn orðið of ör og hann fengið verðskuldaða hvíld. Clay hefur þó ekki miklar áhyggjur af ástarmálum Önnu heldur segist hann óttast mjög að hún verði skammlíf því hún mun vera forfallinn eiturlyfja- fíkill. Hann segir Önnu, fyrrver- andi lcikfélaga árs- ins hjá Playboy, illa á sig Jcomna af pilluáti og hún sé til alls líkleg þegar hún er komin í ham. Cindy Crawford var ekki tilbúin til að sýna klærnar. Clay Spires og Anna Nicole áttu ná- ið samband. Vænn biti genginn út Tommy Lee og Heather Locklear á meðan allt lék i lyndi. Pamela Anderson hefur fundið hamingjuna. au válegu tíðindi bárust frá Hollwood í vikunni að strandvörðurinn barm- góði PAMELA AMDERSON væri gengin í hið heilaga. Sög- ur af elskhugum hennar hafa breyst nær daglega síðan hún sagði skilið við söngvarann Bret Michaels skömmu fyrir áramót og margir mætir menn verið tilnefndir. Fyrir tæpum tveimur vikum átti hún í mjög nánu sambandi við kvikmynda- framleiðandann og milljarða- mæringinn Jon Peters, sem sagður er einn sá áhrifamesti í Hollywood, og var hjónaband sagt innan seilingar. Það kom því mörgum slúðurdálkahöf- undum í opna skjöldu þegar spurðist út í vikunni að Pamela hefði gifst trommaranum Tommy Lee úr hljómsveitinni Motley Crue sl. sunnudag. Sá þykir í meira lagi vafasamur og eicki mikill herramaður. Hann var giftur leikkonunni Heather Locklear, sem nú hefur slegið í gegn í sjónvarpsþáttunum Mel- rose Place í sjö ár en þau skildu á síðasta ári. Heather ber hon- um ekki vel söguna og segir hann hafa byrjað að berja á sér tveimur dögum eftir að þau giftu sig. Hann mun hafa barið hana reglulega upp frá því og hún segir að hann hafi ekki verið edrú nema örfáa daga á ári. Ekki er talið líklegt að Pamela fái mörg stórhlutverk í Hollywood á næstunni þar sem ekki þykir vænlegt að neita Jon Peters um eitt né neitt. Sérfræðingurinn Sly Stalione ætlar að snúa sér aftur að leiklistinni. Mjáti maínLmm. Kvikmyndagagnrýnendur hafa oft farið ófögrum orðum um frammistöðu SYLVESTER STALLOME á hvíta tjaldinu. Nú hefur hetjan sjálf viöurkennt að hann hafi ekki verið mikill leikari á síðustu árum. „Ég hef í raun ekki leikið almennilega í 15 ár,“ viður- kenndi hetjan í opinskáu viótali fyrir skömmu. Hlutverk hans í spennu- myndum eins og Cliffhanger, Demolition Man og Rambo „treystu meira á líkamsstyrk og áhættuatriði en leikhæfileika", segir Sly. „Ég veit að ég get leikið. Ég gerði það í myndum eins og Rocky, First Blood og Night- hawks. Ég hafði bara ekki gert það í nokkuð langan tíma þar til ég lék í The Specialist.“ I þeirri mynd lék þessi 48 ára „leikari" sprengjusérffæð- ing CIA sem átti í ástarsambandi við bombuna Sharon Stone. „I þetta skiptið var það persóna mín, ekki hasaratriði, sem skipti máli. Ég fékk að leika og sýna djúpar tilfmningar," segir Sly, sem greinilega kann því vel að leika mjúka manninn því hann hefúr verið óhræddur við að opna hjarta sitt fyrir fjölmiðlafólki undanfama mánuði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.