Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 25. febrúar 1995 - DAGUR - 9 Ætlar þú að baka bollur í dag? Nú er hann á mánudaginn, bless- aður bolludagurinn og tilhugsunin um gómsætar rjómabollur veldur því að flestir fá vatn í munninn. Allir eiga sínar uppáhaldsbollur, gerbollur, vatnsdeigsbollur, berlín- arbollur, rúsínubollur eða kremboll- ur því smekkurinn er misjafn. Það er lystin líka og sumir borða eina bollu í rólegheitum á meðan aðrir háma þær í sig hverja á fætur ann- arri, dag eftir dag. A heimilum landsins er það eink- um í dag og á morgun sem bollur er á borðum en á mánudaginn gæða margir sér á bollum með kaffinu á sínum vinnustöðum. Margrét Kristinsdóttir hússtjóm- arkennari á Akureyri er ein þeirra sem ávallt bakar bollur fyrir sig og sína en auk þess hefur hún haldið gerbakstursnámskeið fyrir almenn- ing. Þar sem það er næsta víst að myndarlegar húsmæður og heimilis- feður vilja gjaman baka bollur í dag eða á morgun var leitað í smiðju Margrétar að hollum ráðum og ein- földum en góðum uppskrifum. Við gefum henni orðið: Um gerbakstur „Ger er lifandi gersveppur, sem tek- ur til við að fjölga sér þegar við höf- um búið honum góð skilyrði, þ.e. gefíð honum næringu, raka og yl í deiginu. Við skiptinguna framleiðir hann loft sem þenst út og lyftir deiginu og svo má ekki gleyma því að við skiptinguna framleiðir hann B-vitamín! Allur bakstur með geri er því hollari en annar bakstur." Ger - pressuger - þurrger - perluger - hver er munurinn? „Allt er þetta sami gersveppurinn að- Margrét Kristinsdóttir. eins mismunandi mikið þurrkaður í þeim tilgangi að geyma gerið betur. Ger eða pressuger er ferskt og fæst í bakaríum og reyndar einnig stundum í Hagkaup. Það geymist í 1-2 vikur í kæliskáp. Þurrger í smá- um komum er sett beint saman við hveitið en perluger í stærri kúlum er betra að leysa upp í volgum vökva áður en það er sett í deigið. Hver og einn velur það ger sem hentar honum best en ferskt ger er alltaf fljótast til og ilmar best. Það er mulið í skál, volgum vökva hellt yfír og látið standa um stund. Hafið það í huga að 1 tsk. af þurrgeri er sama magn og 10 g af pressugeri." Langaföstubollur Þessar bollur bakaði Margrét fyrst þegar hún var í Húsmæðraskólanum á Blönduósi. Hún segir þær mjög góðar, sérstaklega mjúkar og er uppskriftin enn í fullu gildi á hennar heimili. 30 g pressuger 1 'Adl mjólk 250 g hveiti 120 g smjörlíki 30 g sykur Myljið gerið í skál. Hellið volgri mjólkinni yfír. Saxið smörlíkið saman við % hluta hveitisins og bæt- ið í ásamt sykri. Sláið vel af lofti í deigið og látið lyfta sér í 'A-l klst. Sláið nýtt loft í deigið og hnoðið eins rniklu af hveiti upp í deigið og þörf er á. Mótið bollur úr deiginu og látið lyfta sér í ‘A-3/ klst. Bakið við 200°C í u.þ.b. 10 mín. Þessar bollur má fylla að vild til dæmis með eggjakremi, sultu og rjóma, bræða súkkulaði eða glassúr yfír eða sigta flórsykur yfir. Vatnsdeigsbollur 2 dl vatn 80 g smjör eða smjörlíki 100 g hveiti u.þ.b. 2 egg.fer eftir stœrð Hitið vatn og smjörlíki að suðu, bætið hveiti í, hrærið rösklega og látið suðuna koma upp. Stráið ör- litlu salti yfir og kælið dálítið. Þeyt- ið eggin smátt og smátt saman við þar til hæfílegri þykkt er náð. Deig- ið á að forma sig þegar hrært er með sleif í því. Sprautið eöa setjið með tveim skeiðum á bökunarplötu og bakið við 200°C í 20-30 mín. Passið að opna alls ekki ofninn fyrstu 15-20 mín. (tíminn fer eftir stærð bollanna). Kælið og fyllið að vild með t.d. góðri ávaxtasultu, eggjakremi og þeyttum rjóma, súkkulaði eða flór- sykur á toppinn sakar ekki. Góðar fyllingar innan í bollur Margrét segist mjög gjaman setja eggjafyllingu inn í gerbollur ásamt rjómanum og sultunni, þá verði bollumar enn gómsætari en ella. Eggjaþykkni 20 g hveiti 2 dl mjólk 1 eggjarauða 20 g sykur Setjið allt í pott, þeytið saman, hitið rólega þar til þykknar, hrærið stöð- ugt í á meðan. Appelsínuþykkni 2 dl appelsínusafi 1-2 msk. sykur 1 msk. kartöflumjöl 1 msk. appelsínulíkjör (má sleppa) 1 eggjarauða [ Brauðgerð KEA á Akureyri var starfsfólkið að baka bollur, setja inn í boilur, setja ofan á bollur og pakka inn bollum þegar ljósmyndara Dags bar þar að garði. Myndir: Robyn. Sólgin í Lista- saíninu á Akureyri Þeytið vel saman, setjið yfir hita, hrærið stöðugt i þar til þykknar. Kælið. Þetta krem er mjög gott í staðinn fyrir eggjakremið og þá er settur appelsínuglassúr, þ.e. flórsykur bleyttur upp með appelsínusafa í dag verður opnuð í Listasafn- inu á Akureyri sýning sem ber nafnið Sólgin og er samvinnu- verkefni Nýlistasafnsins, Slunkaríkis á ísafirði og Lista- safnsins á Akureyri. Sólgin er þáttur Listasafnsins á Akureyri í Sólstöfum, norrænni menning- arhátíð, sem haldin er á þremur stöðum á íslandi um þessar mundir, Akureyri, ísaflrði og Reykjavík, í tilefni af fundi Nor- rænu ráðherranefndarinnar hér á landi. Allir þátttakendur í Sólgin vinna að verkum sem sýna óvænta og skilyrðislausa afstöðu til mis- munandi greina, tækni og efnis. Einfaldar blýantsteikningar eru jafn sjálfsagðar og límmiðar, myndbandaverk, allt eins mögu- lega kúluspil. Þeir eiga það sam- eiginlegt aó athuga ómeðvitaða þætti bæði hjá einstaklingum og menningunni í heild. I Vestursal Listasafnsins sýna bráðefnilegir sænskir og danskir listamenn, Anders Boquist, Ann Kristin Lislegaard, Peter Hagdahl og Maria Lindberg. Teikningar Maríu Lindberg virðast saklausar en í þeim er að finna óleyfilega kynferðislega þrá. Teikningar Ann Kristen Lisle- gaard, sem gerðar eru í dáleiðslu, kanna ómeðvitaða hugaróra lista- mannsins sjálfs. I verkum Peter Hagdahl virðast hlutimir í stöð- ugri breytingu. Verk Anders Bo- quist er könnun á brotafletinum milli heims hinna fullorðnu og unglinganna. KLJ Ný námskeið hefjast mánudaginn 27. febrúar. Skráning hafin Hringdu strax Líkamsræktin Hamri sími 12080 Vissulega eru þær girnilegar og bragðið svíkur örugglega ekki. (e.t.v. blönduðum appelsínulíkjör) ofan á bollumar. Þær eru svo skreytt- ar með rifnum appelsínuberki. Margrét bendir á að það sé skemmtilegur siður að baka vel af bollum og bjóða allri fjölskyldunni í bollukaffí, það sé kjörið tækifæri til að eiga góða samverustund. Að sjálfsögóu eru einnig ljóm- andi bollur til sölu frá bakaríum landsins en þegar lítið er í pyngj- unni og marga munna þarf að metta er umtalsverður spamaður að snúa sér að eldavélinni og töfra fram eig- in bollur. KLJ Myljið gerið í skál. Bræðið smjörlíki í potti og kælið meó vökva, blandan á að vera fmgurvolg. Hellið henni yfir gerið og lát- ið standa um stund, (ef um þurrger er að ræða er það sett beint saman við hveitið). Ef egg er í uppskriftinni, fer það saman við vökvann í skálinni. Hrærið um það bil / af þurr- efnunum saman við og sláið vel af lofti í deigið. Stráið hveiti yfir og breiðið klút yfir skálina. Látið deigið lyfta sér í 30-40 mín. Sláið nýju lofti í deigið og mótið að vild og setjið á plötu eða í mót. Látið deigið lyfta sér aftur. Penslið með eggi og bakið. • • KAUPANGI . af bollum Þriðjudag Sprengitilboð á sprengidaginn Saltkjöt: Rif 318 kr. kg áður 398 kr. kg Blandaö 599 kr. kg áður 660 kr. kg Valið 688 kr. kg áður 790 kr. kg Rófur 55 kr. kg Kartöflur 55 kr. kg Gular baunir„Peak“ 69 kr. pokinn Beikon kuri 408 kr. kg k SlMI 12933 - FAK: 12936

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.