Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 25. febrúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON.(fþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDl'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Góðar horfiur Þrátt fyrir gífurlegan niðurskurð á aflaheimild- um í þorski varð umtalsverð aukning útflutn- ingstekna þjóðarbúsins af sjávarafurðum á síð- asta ári miðað við árið 1993. Aukningin nemur um 11 milljörðum króna eða níu af hundraði, sem er hreint ekki svo lítið. Þarna kemur margt til. Loðnuvertíðin 1994 gaf vel af sér og þá má ekki gleyma Smuguveið- unum norður í Barentshafi sem heldur betur reyndust búbót. En skýringanna er að leita í öðru. Minnkandi bolfiskafli hefur ekki verið albölvaður. Hann hef- ur nefnilega leitt til þess að íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki og ekki síður sölufyrirtækin hafa í vaxandi mæli beint sjónum sínum að fullvinnslu sjávarafurðanna. Mönnum er það ljóst, með þá staðreynd á borðinu að kvótinn hefur dregist svo gífurlega saman, að eigi sjávarútvegurinn að komast í gegnum þetta áfall, þá verður ein- faldlega að vinna meira úr aflanum en áður. Hráefnisútflutningsstefnan gengur ekki lengur. Þetta er jákvæð viðhorfsbreyting, en það er sorglegt að augu manna hafi ekki opnast fyrir þessu fyrr. Horfurnar í útflutningi sjávarafurða á næstu mánuðum eru góðar. Verð botnfiskafurða hefur staðið nokkurn veginn í stað að undanförnu en margt bendir til þess að það sé að skríða upp á við. Gangi það eftir bendir flest til þess að sú verðmætaaukning komi til með að vega upp enn frekari niðurskurð á þorskafla á yfir- standandi fiskveiðiári. Það yrðu satt best að segja ótrúleg tíðindi, nokkuð sem enginn gat látið sér til hugar koma fyrir nokkrum misser- um. Það eru líka góð tíðindi af rækjumörkuðunum. Rækjuverðið þokast upp á við og þessi vinnsla ætti því að geta skilað rækjuverksmiðjunum og útgerðum drjúgum skildingi. Sannarlega ánægjulegar fréttir, ekki síst fyrir byggðarlög hér norðan heiða sem mörg byggja afkomu sína að drjúgum hluta á rækjuvinnslunni. I UPPAHALDI sem hreiðríð mitt er gott... Það er Kristbjðrg Magnadóttir, forstöðumaður Handverks- og tómstundamiðstöóvarinnar Punktsins, sem er í Uppáhaldi í dag. Kristbjörg er fædd og upp- alin á Akureyri. Eiginmaður hennar er Magnús Th. Benediktsson hús- gagnasmiður og eiga þau hjónin þrjú böm. Þau bjuggu um 18 ára skcið á Flatcyri við Önundarfjöró en fluttu á ný til Akur- eyrar fyrir rúmum þremur ánim. Kristbjörg hóf þá störf sem matráðskona á Síðuseli og starfaði þar í tvö ár. Kristbjörg var svo heimavinnandi um skeið en hún og Magn- ús hafa fcngist við að smSða klukkur og bakka úr viði skreytta speglum og eru munir eftir þau til sölu í Galleninu í Sunnuhlíð. Framleiðslan er í sífelldri þróun og nýir og nýir hlutir koma á markað en nú em rúm tvö ár síðan fyrstu bakkamir og klukkumar fóm í sölu frá þeim hjónum. Kristbjörg fór á stofnfund Punktsins, sem var haldinn 25. janúar árið 1994. „Mér og hef verið í þessu af fullum krafti frá uppbafi. Þegar ákveðið var að ráða hér í eina stöðu skiptum við henni meó okkur ég og Pálína Guðmundsdóttir, verkefnisfreyja Menntasmiðju kvenna. Hún lét af störfum eftir skamman tíma og síðan hef ég verið hér í fullu starfi sem forstöðumaður Punktsins. Þessi staður slækkar sífellt og fjölbreytnin cykst og i raun cr hver dagur sem ævintýri og ég vil bara benda fólki á að kom hingað og upplifa þetta ævintýri með okkur. Það er alltaf jafn gaman í vinn- unni hér í Punktinum en vissulega er þetta krefjandi starf," sagði Kristbjörg. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjáþér? „íslenskt lambalæri er ómissandi, ég held ég vildi síst missa það.“ Uppáhaldsdrykkur? „Mér finnst mjólk óskaplega góð en á vissum stundum kann ég að meta gott koníak og kaffi." Hvaða heimilisstörffmnst þér skemmtilegustlleiðinlegust? Kristbjörg Magnadóttir. „Mér finnst gaman að hlúa að heimilinu ef ég hef tíma til þess cn cftir erfiðan dag er leióinlegt að vaska upp.“ Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? „Ég geng geysilega mikið. Ég geng í vinnu og reyni að fara ferða minna gangandi eins og mögulegt er. Auk þess vinn ég í 1100 fm húsnæði og er á hiaup- um ailan daginn.“ Ert þú í einhveijum klúbb eðafé■ lagasamtökum? „Ekki síóan ég flutti aftur til Akureyrar en þegar ég bjó á Flateyri var ég á kafi í félagsmálum og sveitarstjómarmálum þar.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Ég kaupi Dag og ýmis handverksblöð.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Það er þykkur stafli af handverksblöðum allar Aldimar og bókin Á besta a!dri.“ / hvaða stjörnumerki ert þú? „Ég er Ijón, alveg dæmigert ljón Hvaða hljómsveitJtónlistarmaðurer í mestu uppáhaldi hjá þér? „Mér finnst Kristján Jóhannsson mikill íistamaður og svo finnst mér alltaf gaman að hlusta á Bítlana." Uppáhaldsíþróttamaður? JÞessa stundina cr það Handboltaliðið okkar, KA.“ Hvað horfirþú mest á í sjónvarpi? „Fréttir, ég rcyni að slcppa þcim ekki svo horfi ég að fréttatengda þætti, fræðslu- myndir og íslenska umræðuþætti.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? Jvfeðan ég bjó á Vestfjörðum þá var þaó Matthías Bjamason en nú get ég eigin- lega ekki gert upp á milli Sighvats Björg- vinssonar og Halldórs Blöndal.“ Hver er að þínu matifegursti staður á íslandi? „Þeir cru tvcir. Það cr ómissandi að koma í Borgarfjörðinn á hvcrju ári þegar hann skartar haustlitum en fegursta sýn aó sum- arlagi er aó kotna niður Breiðadalsheiðina og horfa nióur í Önundarfjörðinn.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? „Mér er alveg nákvæmlega sama hvar ég bý svo framlega sem hreiðrið mitt er gott og ég hef allt mitt fólk hjá mér. Ég held ég gæti skapað mér umhverfi hvar scm er.“ Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eigmst um þessar mundir? „Mig vantar oróið bctri bíl en mest langar mig til að eiga vefstól heima hjá mér.“ Hvernig viltþú helst verjafrístund- um þínum? „Hcima í rólegheitum með fjölskyldunni.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? JHafa það rólegt, hlúa að hcimilinu og fjölskyldunni og eiga góðar hvíldarstund- ir og undirbúa mig fyrir næstu viku. Mér finnst dýrmætustu helgamar þær sem ég get átt innan veggja heimilisins meó fjöl- skyldu minni.“ KU MEÐ MORCUNKAFFINU ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON í skólanum, í skólanum... Þetta er nú ljóta ástandið. Kennarar í verk- falli og bömin aó gera út af við foreldrana heima. Þegar svona aðstæður skapast í þjóófélaginu veróur foreldmnum það loks- ins ljóst hversu gott það nú er að geta „geymt“ blessuð bömin inni í skólunum. En nú gengur það ekki og ástandið á heimilun- um orðið heldur pirrað. Aumingja kennaramir hafa oft þurft að sætta sig við ýmsar miður gáfulegar glósur úr öllum áttum, samúðin hefur sjaldnast verið þeirra megin. En nú viróist vera annað uppi á teningnum, kennarar njóta í sinni kjarabaráttu töluvert víðtæks stuðnings í þjóófélaginu. A mínum námsárum lenti ég aldrei í þeirri miður skemmtilegu aðstöðu að vera fómarlamb verkfallsátaka kennara og ríkisvaldsins. Hins vegar lenti ég í öðru sem var ef til vill litlu betra. Minn árgangur mátti gjöra svo vel að vera tilraunadýr, í endalausum tilraunum í skólakerfinu. Þetta var í þá daga sem allar nýjungar í skólamál- um voru sóttar til Svíþjóðar og jafnskjótt og búið var að festa þær í íslenska skólakerfinu ákváðu Svíar aó leggja þær af vegna þess að þær væru gjörsamlega ómögulegar. Við vorum semsagt fómarlömb sænsk-íslenskra tilrauna og það var mióur góöur kokteill. Nú kann ég ekki að nefna allar þær til- raunir sem við máttum þola á okkar skóla- árum en ég man þó eftir því að við máttum gjöra svo vel að læra mengjastærðfræði, nokkuð sem þjóðin hafði aldrei áður augum litið. Þessi nútímavísindi í heimi stærðfræð- innar voru okkur auðvitað afar framandi og það sem verra var; foreldramir stóðu gjör- samlega á gati og gátu ekki á nokkurn hátt stutt við bakið á ráðþrota sonum og dætr- um. Þetta var nú ljóta málið og ég held því ffam að þessi sænska stærðfræðitilraun hafi orðið þess valdandi að ég náði aldrei tökum á stærðfræði, átti satt best að segja í bölv- uðu basli með hana alla mína skólatíð. Önnur miður gáfuleg uppfinning úr sænska skólakerfinu sem mér og tilrauna- dýmnum úr 61 árganginum var gert að ganga í gegnum í bamaskóla (í þá daga var talað um bama- og unglingaskóla en ekki grunnskóla) var svokölluð átthagafræði. Einhverjum sósíölum í Svíþjóó hafði dottið til hugar að hallærislegt væri að yngstu bömunum væri kennd saga og landafræði, miklu betra væri að hella öllu heila klabb- inu saman í einn stóran pott og búa til átt- hagafræði. Og við lentum auðvitað sem til- raunadýr með reynslu í því að þrælast í gegnum átthagafræöina. Okkur fannst þetta hálfgerð moðsuða og þá ekki síður kennar- anum. Hann var miður sín. Björn Dan. og prófsvindlið Og fyrst ég er farinn að rifja upp fyrstu skrefin í íslenska skólakerfinu í Húsabakka- skóla í Svarfaðardal má ég til með að upp- lýsa, þetta mörgum ámm síðar, að okkur tókst einu sinni að svindla svo rækilega á prófi að allur bekkurinn fékk 10 eða því sem næst. Þetta var í vorprófunum og ef ég man rétt var verið að prófa í félagsfræði, sem Bjöm Daníelsson, Bubbi Dan, kenndi. Prófin vom í þá daga fjölrituð með spritt- fjölritara og letrið var því blátt. Þegar inn í kennslustofuna kom að morgni prófdagsins, svona tíu mínútum áður en prófió átti að byrja, var skólafélaga mínum litið niður í ruslakörfuna í stofunni og viti menn; þar var hvorki meira né minna en stensill aó prófinu sem átti að leggja fyrir okkur eftir örfáar mínútur. Og nú vom engin vettlinga- tök höfð. Einn úr bekknum var snarlega settur í þaó að nálgast bókina og síðan var tekið til vió að slá upp á þeim atriðum sem við reyndumst vera óklár á. Niðurstaðan var auðvitað eins og við höfðum vænst. Bróðurpartur bekkjarins fékk 9,5-10 í prófinu og Bubbi var alveg rasandi bit á því hversu skyndilega hafði birt yfir gáfum okkar. Auðvitaó eignaði hann sér árangurinn og taldi aó skýringin á honum væri einstaklega góð kennsla. En því miður, Bubbi minn, kennslan skýrði ekki nema hluta af þessum frábæra árangri! Bróðurpartur skýringarinnar var sem sagt mistök ræstingakonunnar. Trausti og danskan Trausti Þorsteinsson, núverandi fræðslu- stjóri á Norðurlandi eystra, fékk að spreyta sig á því að kenna okkur dönsku. Trausti var þá til þess að gera nýsloppinn út úr Kennaraskólanum og staðráðinn í því að gera sitt besta. Og það tókst bærilega. Við litum töluvert mikið upp til Trausta og okk- ur fannst hann vera ótrúlega seigur í dönsk- unni. Framburðurinn var þetta líka rosalega flottur og við ályktuðum sem svo að Trausti hlyti aó vera danskættaður, í það minnsta í aðra ætt. Samt fannst okkur það skjóta tölu- vert skökku við að þessi ungi kennari frá Selfossi var harðari í norólenskum fram- burði en allir hinir kennaramir til samans en samt gat hann talað dönskuna eins og hann hefði í það minnsta hálfan kartöflupoka upp í sér. Og mér er það sérstaklega minnisstætt að Trausti ávarpaði okkur með dönskum nöfnum. I dönskutímunum hét ég til dæmis Ove. Eg held að þessi fyrstu spor mín í dönsk- unni hafi gert það að verkum að æ síóan hefur mér verió hlýtt til þessa skemmtilega máls. Þökk sé Trausta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.