Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 14

Dagur - 25.02.1995, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 25. febrúar 1995 Bolla, bolla, bolla... Á mánudaginn er bolludagur og víst er aö flestir munu taka forskot á sæluna og fá sér bollur í dag eða á morgun og jafnvel á mánudag- inn líka. Meira aó segja mátti víóa sjá bollur í brauðbúðum um síð- ustu helgi svo einhverjir hafa þá þegar gætt sér á gómsætinu. Bolludeginum fylgja líka bollu- vendir og flengingar þó það sé lið- in tíð að böm gangi hús úr húsi til að flengja sem flesta eins og mun hafa tíókast á fyrrihluta aldarinn- ar. Fyrsta bolludagsauglýsingin sem sást hérlendis mun hafa verið svohljóðandi auglýsing sem birtist í Vísi árið 1913, „Bolludagsvendir fást í Tjamargötu 8.“ Hér norðanlands mun bollu- dagurinn lengi vel hafa verið kenndur við flengingar en ekki rjómabollur og nefndur flenginga- dagur. I bók sinni Hræranlegar há- tíóir hefur Ámi Bjömsson eftirfar- andi eftir Mögnu Sæmundsdóttur: „Þessi dagur var alltaf kallaður hýðingadagur eða flengingadagur. Þó tengdur bollum... Krakkamir fóru eldsnemma á fætur til þess að hýöa fólk í rúnunum, annað gilti ekki. Engir bolluvendir vom not- aðir fyrst þegar ég man. Sumir fóru seint á fætur, til þess að leyfa krökkunum að flengja sig. T.d. fóm bæjarfógetahjónin Guðmund- ur Hannesson og frú á Siglufirði ekki á fætur, og höföu opið. Krakkar fjölmenntu til þeirra til þess að flengja þau. Öllum var gefið eitthvaó. Man ekki hvort það vom bollur eóa aurar fyrir bollur, held þaó frekar. Slegið var ofan á sængina og sagt bolla, bolla.“ Það er næsta víst að bæjarfóget- ar nútímans og þeirra eiginkonur munu ekki liggja í rúmum sínum daglangt til að veita bömum þá ánægju að flengja sig en þrátt fyrir það fá vonandi allir krakkar í það minnst eina góða bollu. KLJ Sprengidagur Sprengidagur er á þriðjudaginn en að honum loknum hófst í katólskri tíð sjöviknafasta. Fastan stóð í 40 daga sem er sami tími og Jesús fastaði í eyðimörkinni og Móses á Sínaífjalli. Fastan var mismunandi ströng bæði á ólíkum tímum og eftir þjóðum. I sumum tilfellum var aðeins bannað að snæða kjöt, egg og smjör en ströngust var vatnsfasta og þá mátti aðeins neyta vatns og saltaðs brauðs. Sprengidagur var því síðasti dagurinn sem eta mátti kjöt og því eðlilegt að menn tækju vel til mat- ar síns. Hefðbundin sprengidags- matur er saltkjöt og baunir en áður fyrr mun einnig hafa verið tölu- vert algengt að snæða hangikjöt á sprengidaginn. I Hrærilegum hátíðum segir: „Þriójudagskvöldiö í föstuinn- gangi veittu húsbændur hjúum sínum hangiket og flot - ef það var ekki til - baunir og annan und- irstöðumat, svo mikið sem í þeim lá og meira til. Því var kvöld þetta kallað sprengikvöld eða sprengi- dagskvöld." KLJ Öskudagur „Hann var áður fyrsti dagur í langaföstu og dregur nafn sitt af rómversk-katólskum helgisið. Leifamar af pálmunum, sem vígð- ir voru á pálmasunnudag síðasta árs, voru brenndar, askan látin í ker á altarinu og vígð fyrir há- messu. Presturinn býður síðan söfnuðinum að ganga nær, dífír fingri sínum í öskuna og gerir krossmark á enni þeirra eða krúnu, ef um klerka var að ræða. Um leið mælir hann þessi orð: „Mundu aö þú ert duft og að dufti skaltu aftur verða.““ Svo segir í Hrærilegum hátíðum Áma Bjömssonar. I þjóðsögum Jóns Ámasonar segir um öskudaginn að þá hafí konur hengt á karla smápoka með ösku en karlar á konur poka með smásteinum í. Pokann átti að hengja á viókomandi án þess að hann yrði hans var og átti hann aö bera pokann tiltekna vegalengd til dæmis þrjú spor eða yfir þrjá þröskulda. Þessi siður hefur átt undir högg að sækja á síðari árum og eiga öskudagsbúningar, söngvar, sæl- gæti og sá siður að slá köttinn úr tunnunni nú hug ungu kynslóðar- innar þennan dag. Sá siður að slá köttinn úr tunn- unni er hvað ríkastur á Akureyri og er talinn hafa borist þangað frá Danmörku. Oft mun hafa gengið erfiðlega að fá kött til að hafa í tunnunni og var þá notast við hrafn og gekk jafnan greiðlega að fá hann. Eins og kunnugt er er þessi sið- ur enn í fullu fjöri og tunnukóngur og kattarkóngur útnefndir á hverjum öskudegi. Undanfarin ár hafa það verið starfsmenn Raf- veitunnar á Akureyri sem hafa gefið bömum tækifæri til að reyna sig við tunnuna. Nú er hvorki köttur eða hrafn í tunnunni en engu að síður er útnefndur kattar- kóngur og er það sá sem slær tunnulokið í spað en tunnukóngur sá sem slær tunnuna sundur. „Kötturinn" verður sleginn úr tunnunni á miðvikudaginn milli klukkan tíu og ellefu á Ráðhús- torgi en ef að líkum lætur mun verða fjölmennt í bænum og börn ganga milli fyrirtækja og syngja og hljóta góðgæti að launum. KLJ Heimildir: Ami Bjömsson: Saga daganna og Hræranlegar hátíöir. Hér reiðir konungur til höggs, hvort höggið dugði tii tunnukóngstitils er ekki vitað en myndin var tekin á Akurcyri árið 1981. H ELGARIJL EILABROT Umsjón: GT 22. þáttur Lausnir á bls. 16 Hvenær var uppreisnin f Ungverjaiandi? 1953 1956 1968 Hver skrlíar regiulega um listir í Dag? I Gísli Jónsson Haukur Ágústsson Jóhann Ólafur Halldórsson I hverri eftirtalinna fæðutegunda er mest kólesteról? I Heii egg Smjör Lambalifur 4 Erlingur Sigurðarson Gísli Jónsson Stefan Stefansson Hvert er tilefhi leiksýningar Leikfélags Akureyrar Á svörtum fjöðrum ? 100 ára ártið Daviðs Stefinssonar Heiðursborgaranafnbót þjóðskáldsins Útkoma Sögu Akureyrar 6 Hver er íslandsmeistari kvenna f þolfimi? | Anna Jónsdóttir Guðrún Gísladóttir Irma Gunnarsdóttir Eftir hve langt hjónaband eiga hjón jámbrúðkaup? 6ára 7 ára 8ára Hvert eftírtalinna slangurorða nota Danir ekki yfir löggu? Stodder Strisser Stramer Hve mikið faekkaði ávísunum frá desember 1993 til desember 1994? 130 þúsund 1,3 milljónir 13 milljónir Er ritskoðun heimil samkvæmt stjórnarskránni? Nei Aðeins ef öryggi rikisins er ógnað 11 Hver framleiðir Macintosh-tölvur? Apple IBM Scandia Hver er formaður Landssamtakanna Heimili og skóli? Eiríkur Jónsson Svanhildur Kaaber Unnur Halldórsdóttir 13 Hver er bæjarstjóri á Sauðárkróki? I Bjöm Sigurbjörnsson Snorri Bjöm Sigurðsson Sveinn Jónsson GAMLA MYNDIN M3-1512 Ljósmynd: Hailgrímur Einarsson og synir/ Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags þekkja ein- hvem á þeim myndum sem hér birtast eru þeir vinsamlegast beðnir að snúa sér til Minja- safnsins, annað hvort með því að senda bréf í pósthólf 341, 602 Akureyri eóa hringja í síma 24162 eða 12562 (símsvari).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.