Dagur - 07.03.1995, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 7. mars 1995
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓHIR, SÆVAR HREIÐARSSON (Iþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Að undanfömu hefur skapast mikil umræða um fjár-
hagsvanda heimilanna í landinu og þessa viku stend-
ur yfir sérstakt kynningar- og fræðsluátak sem ber
yfirskriftina „Gerum hreint í fjármálum fjölskyldunn-
ar“. Að átakinu standa félagsmálaráðuneytið, Hús-
næðisstofnun, viðskiptabankar og sparisjóðir, samtök
lífeyrissjóöa, ASÍ, BSRB, Neytendasamtök og samtök
sveitarfélaga.
Það er ekki að ástæðulausu sem 1 slíkt átak er ráð-
ist. Skuldir heimilanna hafa aukist gífurlega á síöustu
misserum og mönnum þykir nú orðið nóg um. Heimil-
in ráða ekki við fjárskuldbindingamar, þau lenda í
vitahring vanskila með öllum þeim skuggahliðum
sem honum fylgja.
Niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun
hefur gert fyrir félagsmálaráðuneytið á skuldastöðu
heimilanna segja sína sögu. Þar kemur fram að á und-
anfömum árum hefur þriðjungur fólks á aldrinum 18
til 40 ára lent í vanskálum. Láglaunafólkið, með tekjur
undir 70 þúsund krónum á mánuði, ver hvorki meira
né mixma en tæpum helmingi latma sinna í afborganir
af húsnæðislánum. Fram kemur í könnuninni að þeir
sem hafa fest kaup á húsnæði á síðustu fimm árum
greiða að meðaltali 37 þúsund á mánuði í afborganir,
vexti og verðbætur af húsnæðiskaupalánum.
Þessi upphæð er einfaldlega allt of há og það em
því ekki síst húsnæðiskaupin sem eru að sliga fjárhag
fjölmargra heimila á landinu. Fólk er upp til hópa,
þótt sem betur fer séu á því undantekningar, að
kaupa allt of dýrt húsnæði. Og það gerist í framhaldi
af því að greiðslubyrði íbúðarkaupendanna hefur ver-
ið metin allt of há. Fólki getur ekki verið gerður greiði
með því að ausa í það lánsfé og telja því um leið trú
um að það geti staðið í skilum, sem síðar kemur á
daginn að er fjarri öllu lagi. Þarna er augljóslega pott-
ur brotinn.
En það eru ekki bara húsnæðislánin sem eru að
fara með fjárhag heimilanna. Kostnaðarliður eins og
rekstur bifreiðarinnar er óeölilega hár og hann er nú
farinn að vega þyngra í útgjöldum fjölskyldunnar en
matur. Það er út af fyrir sig athyglisverður hlutur og
ekki er annað hægt en að velta fyrir sér hvort trygg-
ingafélögin, með allan sinn mikla rekstrarhagnað ár
eftir ár, geti ekki komið til móts við fólkið í landinu
með lækkun bifreiðatrygginga. Það væri umtalsverð
kjarabót fyrir margar fjölskyldur.
Innlegg í rækjuumræðu
Hinn 28. febrúar sl. birtist á for-
síóu Dags grein þar sem fjallað
var um tímabundinn hráefnisskort
rækjuverksmiöja við Eyjafjörð og
ástæður hans raktar. I greininni er
fullyrt að ástæðan fyrir hráefn-
isskorti verksmiðjanna sé m.a. sú
aö allmikið af rækju hafi verió selt
til annarra landshluta. Ekki er
gerð grein fyrir því hverjir hafi
staðið að þessari sölu né um hve
mikió magn hafi verió aó ræða.
Þar sem fyrirtæki okkar, Bliki
hf., seldi í febrúar sl. rúm hundraó
tonn af svokallaðri iðnaðarrækju
annars vegar til Olafsvíkur og hins
vegar til Súðavíkur, vil ég upplýsa
blaðamann Dags og verkafólk í
rækjuiðnaði við Eyjafjörð um eft-
irfarandi:
Bliki hf. hefur ætíö Ieitast við
að fá sem hæst verð fyrir þær af-
urðir sem skip okkar kemur með
aó landi. Við lítum svo á aó okkur
standi nær að gæta hagsmuna okk-
ar fyrirtækis og þeirra sjómanna
sem hjá okkur starfa heldur en
rækjuverksmiðja við Eyjafjörð.
Rækjan var boðin öllum rækju-
verksmiðjunum til kaups í opnu
útboði og lenti þar sem hæst verð
var greitt fyrir hana.
I greininni er einnig sagt frá
því að bátar hafi hætt viðskiptum
við verksmiðjurnar hér vegna yfir-
boða annarra verksmiðja. Það er
vissulega áhyggjuefni ef rækju-
verksmiðjur við Eyjafjörö telja sig
ekki geta keppt við aðrar verk-
smiðjur um viðskipti við rækju-
báta, þrátt fyrir að þær hafi úr tals-
verðum kvóta að moða. En nú á
miðju kvótaári er svo komið fyrir
norðlenska bátaflotanum, að hann
er í flestum tilfellum búinn og
jafnvel löngu búinn með þann
kvóta sem honum var úthlutaður
fyrir yfirstandandi kvótaár. Þetta
þýðir það, að útgerðarmenn þess-
ara báta eru upp á verksmiðjumar
komnir hvaó varóar kvóta sem aft-
ur þýðir að þær geta nánast ákveð-
ió einhliða það verð sem þær eru
tilbúnar að greiða fyrir rækjuna.
Þessar útgerðir eru meö öörum
orðum í eins konar ánauð hjá
þessum handhöfum kvótans. Ein-
hver bitamunur mun þó vera milli
boða verksmiðjanna sem skýrir
brotthvarf þessara báta úr við-
skiptum við verksmiðjumar hér
við fjörðinn.
Fróðlegt væri í þessu samhengi
að rifja lítillega upp hvemig staðið
var að fyrstu úthlutun kvóta á út-
hafsrækju árið 1988. Við þessa
fyrstu úthlutun var gengið út frá
veiðireynslu áranna 1985, 1986 og
1987. A þessum árum voru það
fyrst og fremst bátar 50 til 250 brl.
gerðir úr frá norðlenskum og vest-
firskum verstöðvum sem stunduðu
úthafsrækjuveiðar. Orfáir loðnu-
bátar og nánast engir togarar aðrir
en Dalborg EA-317 undir stjóm
Snorra Snorrasonar höfðu stundað
þessar veiðar viðmióunarárin eða
fyrr. Við úthlutunina gerist það
svo, að veiðireynsla þessara aðila
er skert verulega, fyrst hlutfalls-
lega og síðan með flötu þaki.
Akveðið var að reikna aflamarkið
út frá 90% af meóaltali tveggja
bestu áranna, jafnframt var sett
þak á aflahlutdeild einstakra
skipa. Annars vegar var mióað við
200 tonn og hins vegar vió 250
Ottó Jakobsson.
tonn, eftir stæró viðkomandi
skipa. Á sama tíma og þetta var
gert, er loðnuflotanum og rað-
smíðaskipunum sem þá eru að
koma inn, fært varanlega á silfur-
fati 40-50% af rækjukvótanum,
sem var kvótaárið 1988 36.000
tonn. Sem dæmi um þá skerðingu
sem bátar urðu fyrir getum við
tekió okkar skip, Blika EA-12.
90% af meðaltali tveggja bestu ár-
Við lítum svo á að
okkur standi nær
að gæta hagsmuna
okkar fyrirtækis og
þeirra sjómanna
sem hjá okkur
starfa heldur en
rækjuverksmiðja
við Eyjafjörð.
anna, á árabilinu 1985-7, voru 498
tonn, en við útreikning á aflahlut-
deildinni var miðað við 200 tonna
þakið. Ekki hafa ráðamenn fisk-
veiðistjómunar séð ástæðu til að
leiðrétta þessa skerðingu okkar
eða annarra er fyrir henni urðu og
það þrátt fyrir síauknar veióiheim-
ildir á úthafsrækju. Þarf því engan
að undra sem les þetta og skilur að
okkur er mikil nauðsyn á að fá
hæsta mögulega verð fyrir þær fáu
rækjur sem við fáum að veiða.
Ottó Jakobsson.
Höfundur er útgerðarmaður á Dalvík.
Verkefni fyrir Háskólann á Akureyri:
Framtíðarþróun
ferðaþjónustunnar
Allir eru sammála um að í ferða-
þjónustu eru miklir framtíðar-
möguleikar. Þaö eru hins vegar
færri sem hugleiöa þá staðreynd
að samkeppni veróur mjög hörð í
þessari atvinnugrein í framtíðinni.
Við þurfum að undirbúa okkur
undir þá höróu samkeppni. Við
þurfum að sjá fram í tímann og
marka henni stefnu. Það gerum
við með því að búa feróaþjónust-
unni sambærilega þróunaraðstöðu
og öðrum greinum. Þá aðstööu
hefur atvinnugreinin ekki.
Ferðaþjónustan, rannsóknir
og þróunarstarf
I þau þrjú ár sem ég sat í Rann-
sóknaráði ríkisins, lagði ég mikla
áherslu á málefni ferðaþjónust-
unnar. Eg benti á þá staðreynd að
ferðaþjónustan styddist ekki vió
neinar rannsóknastofnanir á sínu
sérsviði, þótt greinin væri orðin
næst stærsta atvinnugreinin sem
aflaói íslendingum gjaldeyris.
Iðnaðurinn styóst við Iðntækni-
stofnun og Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins. Sjávarútveg-
ur og fiskvinnsla styðjast við starf
Hafrannsóknastofnunar, Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins og
Háskólann á Akureyri. Landbún-
aðurinn nýtur góðs af starfsemi
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins og fleiri rannsóknastofnana.
Orkuiðnaöurinn styðst við Orku-
stofnun.
Ferðaþjónustan hefur hins veg-
ar ekkert sérmerkt bakland í rann-
sóknum og þróunarstarfi. Háskóli
Islands hefur ekki sinnt þeim
miklu rannsóknaverkefnum, sem
ferðaþjónustan þarfnast til að laga
sig að breyttum kröfum og harðn-
andi samkeppni.
Rannsóknaráð ríkisins veitti
styrki til hagnýtra rannsóknaverk-
efna í atvinnulífinu. Eg benti á að
ráðið hefði ekki veitt styrki til
verkefna á sviði ferðamála enda
hefói lítið verið sótt um slíka
styrki. Taldi ég brýnt að ráðið ýtti
undir starfsemi á þessu sviði. Það
væri nauðsynlegt til að styrkja for-
sendur stefnumörkunar, markaós-
starfs og fjárfestingar í ferðaþjón-
ustunni.
Breytt viðhorf
Rannsóknaráð ríkisins ákvað í
kjölfar þessa að taka ferðamálin
sérstaklega inn í stefnumótun
ráðsins og fela sérstökum starfs-
hópi að gera úttekt á atvinnugrein-
inni og meta þörf hennar fyrir
rannsóknastarfsemi. Sá starfshóp-
ur hefur nú starfað í rúmt ár undir
minni forystu og er nú að ljúka
við skýrslu til hins nýja Rann-
sóknaráðs íslands. Ríkisstjóm
Davíðs Oddsonar hefur lagt
áherslu á að auka verulega svig-
rúm ráðsins til styrkveitinga og
hefur rannsóknafé verið tvöfaldað
á tveimur árum.
Möguleikar okkar
Ferðamálaráð hefur aó tilhlutan
Halldórs Blöndal samgönguráð-
herra flutt þá starfsemi sína til Ak-
ureyrar, sem lýtur að þróun ferða-
Tómas Ingi Olrich.
mála innanlands. Þar verður því
miðstöð ráðgjafar um uppbygg-
ingu ferðaþjónustunnar í framtíó-
inni. Átaksverkefnið „Island,
sækjum það heint“ kom á mikilli
upplýsingaöflun um íslenska
ferðaþjónustu í heild. Nú hefur
verið ákveðið að fínna þessari
upplýsingastarfsemi farveg inn í
daglegt starf Ferðamálaráós á Ak-
ureyri. Hér skapast einstakt tæki-
færi fyrir Háskólann á Akureyri
að taka á fræðslu- og rannsókna-
þætti ferðaþjónustunnar og efna til
samstarfs við Akureyrarsetur
Ferðamálaráðs um rannsóknir og
þróunarstarf í ferðaþjónustu.
Nú stendur fyrir dyrum að ráð-
ast í að byggja yfir Háskólann á
Akureyri á framtíðarsvæði, og
Nú stendur íyrir dyr-
um að ráðast í að
byggja yfir Háskólann
á Akureyri á framtíð-
arsvæði, og reisa í
samstarfi skólans og
matvælaiðnaðarins
matvælarannsókna- og
þróunarstofnun. Td
viðbótar þessum miklu
verkefnum, er það
heillandi framtíðarsýn
íyrir háskólann að
taka á því brýna verk-
efni að bæta mennta-,
rannsókna- og þróun-
araðstöðu íslenskrar
ferðaþjónustu.
reisa í samstarfi skólans og mat-
vælaiónaðarins matvælarann-
sókna- og þróunarstofnun. Til við-
bótar þessum miklu verkefnum, er
það heillandi framtíðarsýn fyrir
háskólann að taka á því brýna
verkefni að bæta mennta-, rann-
sókna- og þróunaraðstöðu ís-
lenskrar ferðaþjónustu.
Tómas Ingi Olrich.
Höfundur er alþingismaóur Sjálfstæðisflokks-
ins á Noróurlandi eystra og skipar annaó sætió
á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosning-
ar.