Dagur - 07.03.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 07.03.1995, Blaðsíða 9
EN5KA KNATTSPYRNAN Þriójudagur 7. mars 1995 - DAGUR - 9 SÆVAR HREIÐARSSON Meistarar United í banastuði Colin Hendry er sem klettur í vörn Blackburn og skorar mikilvæg mörk þegar hann bregður sér í sóknina. Lið Manchester United var liö dagsins í Englandi ardaginn þegar það lagði Ipswich að velli með níu mörkum gegn engu. Þetta er stærsti sigur liðsins í deildarkeppni í yfir eina öld og stærsti sigur liðs frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Sjö milljón punda framherj- inn Andy Cole skoraói fímm marka meistaranna og ef liðið verður í þessum ham næstu vik- umar fær ekkert stöðvað það. Blackbum gefur þó ekkert eftir toppbaráttunni og heldur toppsæt- inu eftir sigur á Aston Villa. Li- verpool er einnig farið að velgja toppliðunum og hefur leikið tveimur leikjum færra. A botnin- um virðast línur aðeins að skýrast en þar getur enn allt gerst. MAN. UTD.-IPSWICH 9:0 Manchester United var í banastuði gegn Ipswich og greinilegt var strax á fyrstu mínútu í hvaó stefndi. Heimamenn áttu hverja leiftursóknina af annarri að marki Ipswich en þurftu að bíða fram á 16. mínútu eftir fyrsta markinu. Það skoraði Roy Keane með skoti af vítateigslínu í stöng og inn. Andy Cole bætti öðm marki við af stuttu færi fjórum mínútum síðar og hann gerði einnig þriðja markið á 37. mínútu. Mark Hughes skaut með hjólhestaspymu í þverslána en boltinn féll fyrir fætur Cole sem potaði inn. Stuttu síðar átti Brian McClair álíka bakfallsspymu sem fór naumlega yfir markið. í síðari hálfleik héldu heimamenn áfram að hrella vamarmenn Ipswich. A 53. mínútu skallaði Andy Cole í netið og Mark Hughes bætti fimmta markinu við með glæsi- legu skoti í þverslána og inn úr þröngu færi á sömu mínútu. Sex mínútum síðar hafði Hughes skall- að inn sjötta markið af stuttu færi. Cole bætti við fjórða marki sínu á 65. mínútu og þremur mínútum síðar kom umdeildasta mark leiks- ins. Craig Forrest, markvöróur Ips- wich, varðist meö höndum utan vítateigs og á meðan hann var enn að skokka til baka tóku leikmenn United aukaspymuna og Paul Ince skoraði í autt markið. Það var síð- an Andy Cole sem tryggði United 9:0 sigur á 87. mínútu þegar hann snéri laglega í markteignum og skoraði. Sigur United var síst of stór miðað við færin sem liðið fékk en með þessum sigri breyttist markahlutfall liðsins mjög til batn- aðar. Fyrir leiki helgarinnar var liðið verra sett en Blackbum en nú hefur dæmið snúist við svo um munar. A. VILLA-BLACKBURN 0:1 Sjónvarpsáhorfendur fengu aó sjá heldur dapran leik á Villa Park þar sem sigurmarkið kom á 12. mínútu og það skoraði vamarjaxlinn Colin Hendry með skalla eftir hom- spymu en hann var skilinn eftir óvaldaður við fjærstöng. Black- bum sótti mun meira í leiknum og Chris Sutton og Stuart Ripley Vinny Samways missti stjórn á skapi sínu og var rckinn útaf. sem hafnaði efst í markhominu. Yfirburðir Everton voru greinilegir og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks bætti Vinny Samways öðru marki við af stuttu færi eftir undirbúning frá Limpar og Andy Hinchcliffe. En leikmenn Everton geta sjálfum sér um kennt að hafa misst sigur- inn úr höndum sér. Síðari hálfleik- ur var ekki langt kominn þegar stundarbrjálæði greip Samways og hann sparkaði niður leikmann Leicester íyrir framan dómarann án þess að boltinn væri nálægur. Samways fékk rauða spjaldið og Mark Draper minnkaði muninn fyrir Leicester á 60. mínútu með skoti af vítapunkti. Stuttu síðar var Duncan Ferguson látinn fara sömu leið og Samways fyrir að beita olnboganum í skallaeinvígi og níu menn Everton áttu í vök að verjast. A 82. mínútu kom loks jöfnunar- markiö og það gerði hinn há- ® vaxni Iwan Roberts með skalla af stuttu færi. LIVERPOOL- NEWCASTLE 2:0 Heimamenn voru í miklu stuði á Anfield og Robbie Fowler hefði hæglega getað skorað fimm eða sex mörk í leiknum. Mark Walters, Jamie Red- knapp og Ian Rush fengu einnig góð færi en engum þeirra tókst að koma boltanum framhjá Pavel Smicek, mark- verði Newcastle, fyrre en á 57. mínútu. Þá var Fowler fyrstur að átta sig eftir að skot frá Red- knapp hafnaði í stönginni. Það var svo gamla kempan Ian Rush sem innsiglaði sigurinn sex mínútum síðar eftir vamarmistök hjá Darren Peacock. Kevin Keegan, stjóri Newcastle, vár mjög ósáttur viö frammistöðu sinna manna eftir leikinn og hótaði að kaupa nýja leikmenn sem tilbúnir væru að leggja sig fram fyrir félagið. NORWICH-MAN. CITY 1:1 Daufur leikur sem lifnaði ekki við fyrr en átta mínútur voru til leiks- loka. Þá skoraði hinn 19 ára Jamie Cureton fyrir Norwich en hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir leikinn. Það var síðan Fitzroy Simpson, sem kom óvænt inn í lið Manchester City, sem jafnaði fjór- um mínútum síðar með glæsilegu skoti af vítateigslínu. N.FOREST- TOTTENHAM 2:2 Leikurinn var markalaus alveg þar til ellefu mínútur vom til leiksloka að Teddy Sheringham skoraði gegn sínu gamla félagi af stuttu færi eftir undirbúning frá Jurgen Klinsmann. Norómaðurinn Lars Bohinen jafnaði fyrir Forest á 84. mínútu með ótrúlegu langskoti sem þandi út netið og aðeins mín- útu síðar bætti varamaðurinn Jason Lee öðru marki við fyrir Forest af miklu harðfylgi eftir að hafa verið á undan Ian Walker í boltann. For- usta Forest stóð þó ekki lengi og tveimur mínútum síðar jafnaði Colin Calderwood af stuttu færi eftir homspyrnu og jafnteflið sann- gjöm úrslit en bæði lið óánægð meó aðeins eitt stig í baráttunni um Evrópusætið. SOUTHAMPTON- COVENTRY 0:0 Ron Atkinson hefur enn ekki tapað leik sem stjóri Coventry og hann geröi tvær breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Southampton. Jonathan Gould kom í markið í fyrsta sinn í vetur og David Burrows tók stöðu bakvarðar en hann var keyptur frá Everton fyrir helgi. Gould var í aðalhlutverki í leiknum og varði tvisvar meistara- lega en tvisvar tókst leikmönnum Southampton að koma boltanum fram hjá honum. í annað skiptið bjargaði Paul Cook á línu og í síð- ara skiptið var dæmd rangstæða á Neil Shipperley eftir að hann skor- aði. Eina hættulega færi gestanna kom þegar Bruce Grobbelaar hitti ekki boltann fyrir framan mark sitt en knötturinn rúllaði framhjá markinu. WIMBLEDON-QPR 1:3 Dean Holdsworth kom heima- mönnum yfir á 13. mínútu með fyrsta marki sínu í langan tíma en Les Ferdinand jafnaði fyrir QPR með hörkuskoti eftir vel útfærða aukaspymu á 24. mínútu. A þriðju mínútu síðari hálfleiks lagði hann boltann fyrir Ian Holloway sem skoraði fyrsta mark sitt á tímabil- inu og það var síðan Ferdinand sem gerði út um leikinn fyrir QPR fengu báðir upplögð færi til að bæta vió mörkum. Villa pressaði undir lokin og Ian Taylor ógnaði marki Blackbum í tvígang en án árangurs. A síðustu rnínútunum áttu heimamenn síóan réttmætt til- kall til vítaspymu þegar að besti maður vallarins, Colin Hendry, varði skot frá Paul McGrath með hendi en dómarinn sá ekkert at- hugavert. Kenny Dalglish, stjóri Blackbum, hélt upp á 44. afmælis- dag sinn á laugardag og sigurinn var enn sætari fyrir vikið. LEICESTER-EVERTON 2:2 Everton byrjaði leikinn af feiknar- krafti og Andres Limpar skoraði strax á 6. mínútu glæsilegt mark með skoti af um 25. metra færi með glæsilegu einstaklingsfram- taki á 58. mínútu. Hann óð fram- hjá hverjum vamarmanninum af öðmm áður en þrumuskot þandi út netið. LEEDS-SHEFF. WED. 0:1 Það var galdramaðurinn Chris Waddle sem gerði út um leikinn með glæsilegu marki strax á 10. mínútu. Hann var kominn í mjög þröngt færi eftir einleik en lét skotið ríða af með endalínunni og boltinn rataði í netið hjá John Luk- ic. Anthony Yeboah vildi meina að hann hefði jafnað leikinn í síð- ari hálfleik þegar skot hans fór í þverslána og niður í jörðina en dómarinn sagði boltann ekki hafa farið innfyrir línuna. Hinum megin tókst Mark Bright aö skalla í netió hjá Lukic en línuvörður flaggaði rangstööu á þaö sem virtist full- komlega löglegt mark. Undir lokin munaði minnstu að Rod Wallace næði að jafna en skot hans hafnaði í þverslánni. Þetta var fyrsti sigur Wednesday á Elland Road í 12 ár og fögnuðu gestimir sigrinum innilega. Chris Waddle skoraði stórglæsilegt mark gegn Lccds. ARSENAL-WEST HAM 0:1 Slakur nágrannaslagur í London á sunnudaginn þar sem að Arsenal hvarf aftur í gamla horfið eftir að hafa náð sér á strik í undanfömum leikjum. West Ham hafði yfir- höndina í líflausum fyrri hálfleik og tók forustuna á 20. mínútu þeg- ar að Don Hutchinson potaði inn við fjærstöng eftir fyrirgjöf frá John Moncur. West Ham klúðraði fjölda færa og Arsenal lifnaði ekki við fyrr en á lokamínútunum. Þá varði Ludek Miklosko glæsilega frá bæði John Jensen og Chris Kiwomya og West Ham fékk dýr- mæt stig í botnbaráttunni. CHELSEA-C. PALACE 0:0 Annar frekar lélegur nágrannaslag- ur í London á sunnudaginn. Palace lék án framherjans Chris Arm- strong sem féll á lyfjaprófi í síð- ustu viku og var í stúkunni gegn Chelsea. Bæði lið vildu ólm næla í 3 stig úr leiknum og því ósátt við úrslitin en jafnteflið var sann- gjamt. Chelsea var betri aðilinn en Palace komst næst því að skora þegar að Andy Preece átti þrumu- skot í stöng. Hinum megin var það Mark Stein sem klúðrarði besta færi Chelsea en sterkar vamir vom allsráðandi. l.DEILD: Tranmere komst á toppinn á sunnudaginn með 1:0 sigri á Sund- erland, sem brenndi af vítaspymu í fyrri hálfleik. Þjóðverjinn Uwe Fuchs skoraði öll mörkin í 3:0 sigri Middlesbrough á Bristol City en hann er í láni ffá Kaiserslaut- em. Ulfamir em enn í toppbarátt- unni eftir sigur á Portsmouth á sunnudag þar sem Steve Bull skor- aði sigurmarkið. Þorvaldur Or- lygsson fór útaf meiddur þegar að Stoke og Derby gerðu markalaust jafntefli og þurfti að sauma 12 spor til að loka skurði fyrir ofan augabrún eftir harkalegt samstuð. Úrvalsdeild Aston Villa-Blackburn 0:1 Leeds-Sheff. Wed. 0:1 Leicester-Everton 2:2 Liverpool-Newcastle 2:0 Man. Ltd.-Ipswich 9:0 Norwich-Man. City 1:1 N. Forest-Tottenham 2:2 Southampton-Coventry 0:0 Wimbledon-QPR 1:3 Arsenal-West Ham 0:1 Chelsea-C. Palace 0:0 1. deild Bolton-Southend 3:0 Burnley-WBA 1:1 Charlton-Notts County 1:0 Griutsby-Swindon 1:1 Luton-Millwall 1:1 Middlesbrough-Bristol C. 3:0 Reading-Watford 4:1 Sheff. Utd.-Port Vale 1:1 Stoke-Derby 0:0 Sunderland-Tranmere 0:1 Wolves-Portsmouth 1:0 Staðan Úrvalsdeild Blackburn 3121 6 464:2669 Man. Utd. 3120 6 562:2266 Newcastle 31 16 9 6 52:33 57 Liverpool 29 15 9 5 50:2354 N.Forest 3113 9 9 44:35 48 Tottenham 2912 8 9 48:4244 Leeds 29 11 10 835:2943 Sheff. Wed. 31 11 91140:4042 Arsenal 3110 101135:33 40 Wimbledon 3011 613 36:53 39 Aston Villa 32 911 1246:46 38 Coventry 31 9111133:47 38 Chelsea 29 9 101037:39 37 Norwich 30 9 101128:34 37 Man. City 30 9 101138:45 37 QPR 28 9 81143:47 35 Everton 31 811 12 32:41 35 Southampton 29 6 14 9 40:46 32 WestHam 30 9 5 16 28:39 32 C. Palace 30 7101321:3131 Ipswich 31 6 5 20 31:6923 Leicester 30 4 9 17 33:56 21 1. deild Tranmere 34 18 8 8 55:36 62 Middlesbr. 3217 8 7 47:2659 Bolton 33 16 9 8 56:35 57 Wolves 32 17 5 1057:43 56 Reading 34 16 8 1041:30 56 Sheíf. Utd. 34 14 12 8 57:39 54 Grimsby 34 12 13 9 51:43 49 Watford 32 1211 9 36:33 47 Barnsley 3113 71141:39 46 Luton 33 12 9 12 46:46 45 Millwali 3211 12 9 41:3845 Oldham 3211 101145:43 43 Derby 3211 101137:33 43 Charlton 3211 9 12 44:47 42 Stoke 31 1011 1032:35 41 Portsmouth 3310101337:47 40 PortVale 31 10 9 12 38:41 39 Sunderland 33 8 15 10 32:32 39 WBA 34 10 8 16 30:43 38 Southend 34 10 6 18 32:63 36 Bristol C. 34 9 8 17 32:48 35 Swindon 32 8101438:5334 NottsC. 34 7 8 19 36:49 29 Burnley 31 6 10 15 30:49 28

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.