Dagur - 07.03.1995, Síða 14

Dagur - 07.03.1995, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 7. mars 1995 MINNIN4 Ragnar Steinbergsson ^ Fæddur 19. apríl 1927 - Dáinn 26. febrúar 1995 Ragnar Steinbergsson fæddist 19. apríl árið 1927 á Siglufirði. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Seli 26. febrúar. Foreldrar hans voru Steinberg Jónsson, sölumaður, f. 17. 11. 1903 - d. 11. 09. 1984 og Soffía Sigtryggsdóttir, f. 06. 07. 1903 - d. 28. 08. 1990. Bræður hans: Hörður, f. 12. 06. 1928 og Jón Kristinn, f. 10. 10. 1933. - d. 11. 09.1984. Ennfremur átti hann tvo hálfbræður samfeðra. Ragnar kvæntist 02. 07. 1949 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigur- laugu Ingólfsdóttur, f. 02. 04.1928 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Ingólfur Guðmundsson, Seyðfjörð og Ingibjörg Halldórs- dóttir, sem eru bæði látin. Þau eignuðust fjórar dætur: 1) Guð- björg Inga, f. 12. 02. 1952, lækna- ritari, maki Kristinn Tómasson. 2) Soffía Guðrún, f. 18. 11. 1955, skrifstofumaður, maki Steindór Haukur Sigurðsson. 3) Ingibjörg, f. 09. 12. 1957, sjúkranuddari, maki Axel Bragi Bragason. Yngst systkinanna er Ragna Sigurlaug, f. 24. 02. 1966, þroskaþjálfi, sambýl- ismaður Guðfinnur Þór Pálsson. Barnabörn Ragnars og Sigur- laugar eru átta. Ragnar varð stúdent frá MA 17. júní árið 1947. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ árið 1952, hdl. 1954 og hæstarétt- arlögmaður frá 1965. Hann starfaði hjá KEA 1952- 1953, var fulltrúi hjá Útvegs- banka íslands á Akureyri 1954- 1968 og stundakennari í bók- færslu frá 1958-1970. Ragnar var forstjóri Sjúkrasamlags Akureyr- ar 1970-1989, var í undirbúnings- nefnd Læknamiðstöðvarinnar á Akureyri og framkvæmdastjóri hennar frá því hún tók til starfa árið 1973 og síðan framkvæmda- stjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri við samruna þeirra 1985-1990. Ragnar rak einnig lög- fræðiskrifstofu með öðrum störf- um. Hann var ráðinn lögfræðing- ur tryggingamála hjá Sýslumann- inum á Akureyri frá 1990. Ragnar gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var for- maður knattspyrnuráðs Akureyr- ar 1953-1956, formaður Stúdenta- félags Akureyrar 1958, formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna á Norðurlandi 1955-1970, í yfirkjörstjórn Norðurlandskjör- dæmis eystra og formaður hennar frá 1963. Ragnar var ritari Lions- klúbbs Akureyrar 1964 og for- maður 1965. Hann var varabæj- arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk- inn á Akureyri 1958-62, félags- kjörinn endurskoðandi hjá KEA frá 1973 og hjá Slippstöðinni hf. frá 1980. Hann var í sóknarnefnd Akureyrarkirkju frá 1985 og í stjórn Kirkjugarða Akureyrar frá 1986. Ragnar var formaður Golf- klúbbs Akureyrar frá 1989 til árs- loka 1994. Liðinn er dagur og því ætlunar- verki, sem hinn hæsti ætlaði þér er lokið. Hann hefur veitt þér frið og losað þig undan þeim þjáningum og veikindum, sem þú hefur barist viö síóustu þrettán mánuði. Að minnast elskulegs tengda- föður með mikilli lofgrein ætla ég mér ekki, því hann var þannig sjálfur, að öll þau miklu verk, sem hann tók að sér vildi hann sem minnst tala um. Með því aó fá að kynnast þér, umgangast þig og fá aö vera vinur þinn tel ég að hafi verið viss for- réttindi. Það var sjálfsagt jafn erf- itt fyrir okkur báða að kynnast við þær aðstæður er forsjónin leiddi okkur fyrst saman, en frá fyrstu stundu og þar til yfir lauk, reynd- istu mér ekki aðeins góður tengda- faóir, heldur einnig góður vinur, sem alltaf var hægt að leita til, þegar eitthvað bjátaði á. Líkt og stuólaberg stóðstu vörð um fjöl- skylduna, er á þurfti að halda. Það verður erfitt aó hugsa til þess að fá þig ekki lengur til sín yfir áramótin, eins og verið hefur síðustu sjö ár, og ég veit að ára- mótunum 1993, aðeins nokkrum dögum áður en þú veiktist, gleymi ég aldrei. Þú varst svo hress og við lékum okkur eins og unglingar saman, síðan kvöddum við gamla árið, og þú varst eins og alltaf, manna hressastur við að skjóta og sprengja í burt það gamla til að taka vió hinu nýja. Ekki sprengdir þú gamla árið í burtu núna. Það geróum við hins- vegar. Þú ert aftur á móti búinn að taka við hinu nýja á nýjum stað, sem ég er fullviss um að þú verður leiddur í gegnum af jafn miklum hlýhug og styrk og hönd þín leiddi mig á þeirri braut sem ég bað þig að fylgja mér á fyrir nokkrum ár- um síðan. Sú stund gleymist mér aldrei. Elsku Lauga mín, missir þinn er mikill og okkar allra, en minn- ingin um ástkæran eiginmann, föður, tengdaföður og afa lifir á meóal okkar. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt. Kristinn Tómasson. Mig langar í nokkrum orðum að minnast elskulegs tengdaföður míns. En hann lést langt um aldur fram, eftir erfiða sjúkralegu þar sem styrkur hans og þrautseigja komu best í ljós. Ragnar var ein- stakur maður að kynnast, mjög lærdómsríkt og gefandi. Eg kynnt- ist Ragnari bæði í einkalífi og fé- lagsstarfi. I einkalífi sínu naut hann ástrlkis og samheldni í fjöl- skyldu sinni, hvenær sem tækifæri gafst. Hann var þar kjölfestan sem menn gátu ávallt sótt góð ráð og leiðbeiningar, hvort sem það var í leik eða starfi, til hans var ávalit gott að leita. Þangað sóttu bama- bömin lausnimar ef vandamál komu upp í lærdómnum, ávallt var Ragnar tilbúinn að veita af viskubrunni sínum. Ragnar var af- ar vel að sér í hinum ýmsu mál- um, vel lesinn og greindur maður. Við félagsstörf sín naut hann fyllstu virðingar og komst til æðstu metorða vegna starfa sinna og hæfileika. Til starfa við for- mennsku og stjómun í hinum ýmsu félögum var hann mjög vin- sæll og greiðvikinn. Hann var sanngjam og samvinnuþýður, víð- sýnn og samviskusamur, traustur málafylgjumaöur með góöar eðlis- gáfur. Festa og farsæld fylgdi störfum hans og heilindi í sam- skiptum. Hann var íþróttamaður góður, á sínum yngri árum spilaði hann knattspymu meö félagi sínu K.A. á Akureyri, en í seinni tíð átti golf hug hans allan. Einstakt var að fara með honum á golfvöll- inn og rölta meó, þangað sem hann fór gjaman eftir eril dagsins til að leita andlegrar uppbygging- ar. Þar naut hann sín vel úti í nátt- úrunni og frelsinu með góðum fé- lögum við golfleik, þar sem ann- ars staðar var ávallt kjörorð hans „höfum rétt við“. Hann var mjög áhugasamur að fylgjast með þegar svo bamabömin byrjuðu í íþrótt- unum, fylgdist vel með og hvatti þau til dáða. Fyrir mannkosta sakir naut hann skilyróislausrar virðingar allra sem til hans þekktu. Eg tel mig einn af þessum gæfumönnum sem fengu að kynn- ast slíkum gæfu- og reglumanni sem Ragnar var, hjálpsemi hans og réttsýni var einstök. Er nú leiðir skilja um tíma vil ég þakka Ragnari af heilum hug, þá samferð þar sem ég var gjaman þiggjandinn en hann gefandinn. Hans er nú sárt saknað af fjöl- skyldu og ástvinum sem erfitt eiga að sætta sig við að honum skyldi nú vera kippt í burtu frá okkur. En það er vissa okkar að á æðri stöð- um muni honum verða vel tekið, þar sem á móti honum taka meðal annarra móðir hans og tengda- móðir sem unnu honum mjög, en hann reyndist þeim hjálplegur og góður. Við söknum hans öll og óskum honum velfamaðar á leiðum hans til austursins eilífa, þar sem hon- um verður tekið opnum örmum af Hinum Hæsta Höfuðsmið í Him- ins sölum þar sem eilíft ljós lýsir störfum hans. Eiginkonu hans og ástvinum sendi ég mínar dýpstu samúóar- kveðjur. Guð blessi minningu Ragnars Steinbergssonar. Axel B. Bragason. Ástkær afi er kvaddur. Afi okkar sem ætíð fylgdist vel með okkur, hvort sem var í leik eða skólastarfi. Hann fylgdist vel með íþróttaiðkun okkar og var stoltur er við KA-mennimir unn- um sigur, en hann spilaði sjálfur fótbolta með KA í mörg ár, stóð í markinu með ágætum árangri. Hann umvafði okkur ástúð og kærleik og gaf sér ætíð tíma fyrir okkur. Elsku amma, síðasta ár er búið að vera ykkur erfitt, afi svona veikur, en þú ert búin að standa sem klettur viö hlið hans í þessum veikindum eins og ætíð. Guð geymi afa og gefi ömmu styrk í sorg sinni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lofjyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Raggi, Siggi, Bragi, Ásta, Ingólfur, Haukur og Sigrún. Elsku afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar þær innilegu stundir sem þessi 18 ár hafa gefið mér, með þér. Ég mun minnast þín eins og þegar við fór- um til Hollands. Við vorum svo lífsglöð og laus við allar áhyggjur. Þá vil ég þakka þér alveg sér- staklega fyrir þau 3 ár sem ég hef búið hjá ykkur ömmu. Brandar- amir við matarborðið, morgun- aksturinn í skólann og öll hjálpin frá þér þegar ég þarfnaðist hennar. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Ég mun ávallt bera minninguna um þig í hjarta mínu. Mér þykir vænt um þig. Þín dótturdóttir. Anna Rut. Mér brá óneitanlega, þegar mér bárust tíðindin um lát Ragnars Steinbergssonar. Ég vissi aö hverju stefndi en var samt ekki viðbúinn þessum fregnum. Á þessari stundu læt ég hugann reika og fram streyma minningabrot sem tengjast Ragga og Laugu móðursystur. Allt frá því er ég man fyrst eftir mér hafa þau Raggi og Lauga ver- ið samofin tilveru minni. Fáar manneskjur hafa vikið jafn góðu að mér gegnum árin og þau. Það var á mínum menntaskóla- árum sem mér varð ljóst hvílíkur mannkostamaður Raggi var. Hann var skarpgreindur, hafði góða kímnigáfu og var stutt í hláturinn. Skoðanir hans voru ákveðnar og hann var rökfastur. Og alltaf tók hann mér jafn ljúfmannlega þegar ég leitaði til hans. Þau ár sem ég stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri bjó ég á heimili Ragga og Laugu og þess var gætt að ég fyndi að ég væri einn af fjölskyldunni. Það læðist að mér sá grunur að ég hafi notið þess að ég var eini strákur- Hulda Jóhannesdóttir Fædd 15. september 1906 - Dáin 26. febrúar 1995 Hulda Jóhannesdóttir fædd- ist á Ánastöðum í Sölvadal (Eyjafirði) 15. september 1906. Hún lést 26. febrúar síðastlið- inn og jarðarförin fór fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. mars. Kallið er komið komin er nú stundin vinaskilnaðar viðkvœm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé loffyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þcrri tregatárin stríð. Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Nú er komið að því að við þurf- um að kveðja okkar ástkæru ömmu, sem hefur kvatt þennan heim. Okkur þótti afskaplega vænt um ömmu Huldu, hún er samofin bemskuminningum okkar sem hin ljúfa og góða kona sem alltaf var til staðar og allt vildi fyrir okkur gera og var svo mjög umhugað um velferð okkar. Þaó var alltaf svo gott aó koma til ömmu í Norðurgötu 36, spjalla og spila sem við gerðum svo til daglega og maturinn og brauðið hennar ömmu sveik engan og alls ekki okkur krakkana, sem nutum hvers bita og hverrar samverustundar. Meó þessum fátæklegu oróum, hlýjum minningum og virðingu kveðjum við ömmu okkar aó sinni og trúum því aö nú líði henni vel í góóra vina hópi og að einhvem tímann hittumst við aftur. Vió munum aldrei gleyma þér, elsku amma okkar. Blessuð sé minning þín. Rúnar, Dóra Sif og Árni Þór Sigtryggsbörn. Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo ncerri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlœið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Oþekktur höfundur) Nú er við kveójum Huldu ömmu koma margar minningar upp í hugann. Það eru liðin 25 ár síðan ég fór að venja komur mínar á heimili hennar í Norðurgötu 36, þar sem hún bjó ásamt bróður sín- um Svavari og frænda þeirra Har- aldi. Ástæðan var ung stúlka sem er sonardóttir Huldu en var alin upp hjá þeim. Ég varð fljótt þess áskynja að gestrisni og mikil hlýja í garð allra er þangað vöndu komur sínar var einkenni þeirra. Mikill gestagang- ur var á heimilinu og þótt verald- leg gæði væru ekki mikil og hús- næðið ekki stórt var alltaf sjálfsagt og eðlilegt að gestir fengju mat og húsaskjól. Það var alltaf fyrsta verk Huldu ömmu að bjóða fólki í eldhúsið og gefa kaffi og meðlæti, sama á hvaða tíma sólarhrings það kom. Þessarar gestrisni og hlýju naut ég og mín fjölskylda ríkulega. Fyrstu búskaparár okkar Huldu yngri, bjuggum við hjá þeim ásamt elsta bami okkar og eftir aó við fluttum í eigið húsnæði leió varla sá dagur að ekki væri farið til Huldu ömmu í kaffi og spjall og þá var það fastur liður að fara til hennar í mjólkurgraut og slátur á laugardögum. Hlutskipti Huldu ömmu í lífinu var fyrst og fremst það að þjóna öðrum, sem hún og hafði mikla ánægju af. Síðustu árin hefur heilsu hennar smán saman hrakað og minnið farið að svíkja og síð- ustu 2-3 árin hefur hún verið vist- maóur á Hlíð. Síðustu misserin hafði hún oft á orði að nóg væri koniið af þessari jarðvist sinni, þar sem henni líkaði illa að geta ekki séð um sig sjálf. Nú þegar kallið er komið og hún komin í faðm sinna nánustu sem áóur vom famir, vil ég að lokum þakka fyrir mig og fjöl- skyldu mína alla aðstoðina og um- hyggjuna í gegnum árin. Vertu sæl og megir þú hvíla í friói. Þinn „tengdasonur“ Sigtryggur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.