Dagur - 07.03.1995, Side 16

Dagur - 07.03.1995, Side 16
[MM. Akureyri, þriðjudagur 7. mars 1995 Skagfirðingur SK-4 fékk 111 króna meðalverð í Bremerhaven: Búist við verðupp- sveiflu í dymbilvikunni Kodak Express ðæðaframköllun E Kodak GÆDAFRAMKÖLLUN ...munið afsláttarkortin ^Pedfomyndir? Skipagata 16 Sími 23520 Togarinn Skagfirðingur SK-4 seldi í gær 211 tonn af karfa í Bremerhaven fyrir 23,4 millj- ónir króna og meðalverð því 111 krónur, sem er betri sala en Drangur SH-511 gerði fyrir helgina, en hann seldi 145 tonn og var meðalverð þeirrar sölu 83 krónur. Drangur SH er eign Hraðfyrstihúss Grundarfjarðar hf. sem Skagfirðingarnir hafa keypt meirihluta í. Sala Skag- firðings SK er eitthvað lægra verð en útgerðin, Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki, gerði sér von- ir um. Nú er sá árstími þar sem búast má við vissri lægð í sölunni fram undir páska en þá eykst fiskneysla aftur, ekki síst af trúarlegum ástæðum í dymbilvikunni. Skag- firðingur SK á næst söludag í páskavikunni og þá má búast við mun hærra verði. Allgóð karfaveiði hefur verió hér viö land að undanförnu en um mánaðamótin janúar/febrúar fór Hlföarfjall: Það er einn Ijós punktur - segir ívar Sigmundsson Það er ekkert að frétta annað en að það er alltaf norðanátt, snjókoma og skafrenningur og því alltaf lokað,“ sagði ívar Sig- mundsson, forstöðumaður Skíða- staða í Hlíðarfjalli, í samtali við Dag. „Þaó var lokað á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í síð- ustu viku vegna veðurs, þaö var opið á laugardag vió sæmilegar aóstæður en allt lokað á sunnudag og í dag (í gær). Veðurspáin er svipuð fram á föstudag og því ekkert veður til aó vera úti.“ Ivar sagðist ekki muna eftir svona löngum snjóakafla áður en hins vegar hefði hann séð meiri snjó í Hlíðarfjalli, sem hefði fallið á mun skemmri tíma. Hann segir að álitið sé að það geti verió snjó- flóðahætta efst í fjallinu, ekki á skíðasvæðinu, heldur í tveimur í brekkum sem hægt er að komast í ef menn fara í efstu lyftuna. „Það er einn ljós punktur í þessu öllu og hann er sá að þaó er kominn nægur snjór í fjallið og þetta er því skárra ástand en ef það væri snjólaust. - Og seinni parturinn í júní veróur örugglega góður hér í fjallinu.“ KK VEÐRIÐ Það fer að verða frekar leiði- gjarnt að spá um veðrið, endalausar norðanáttir og él svo langt sem veðurspámenn sjá. Búast má við leiðinda- veðri á vestanverðu Norður- landi í dag, norðan hvassviðri og vaxandi éljagangi. Austar á Norðurlandi verður norðan eða norðaustan stinningskaldi og él. Svipuðu veðri er spáð fram að helgi í það minnsta. verðið að sveiflast og fór t.d. í síö- ustu viku upp í 140 kr/kg, en þá seldi Haukur GK-25 frá Sand- gerði. Mikið framboó er á fiski í Þýskalandi þessa dagana, m.a. selja Færeyingar um 100 tonn af karfaflökum í hverri viku. Aðrir togarar Skagfirðings hf. eru á heimaslóð á ýsu-, ufsa- og karfaskrapi fyrir vinnsluna á Sauöárkróki en eitthvað af auk- fiskinu fer í gáma til útfiutnings. GG A blaðamannafundi í lok kosningaráðstefnu Þjóðvaka, f.v.: Katrín Theodórsdóttir framkvæmdastjóri Þjóðvaka, Agúst Einarsson ritari, Jóhanna Sigurðardóttir formaður, Svanfríður Jónasdóttir varaformaður og Hrannar B. Arnarson kosningastjóri. Mynd: GG Kosningaráðstefna Þjóðvaka á Akureyri: Munum ekki styðja Sjalfstæðisflokkinn til valda að loknum kosningum - skorað á önnur félagshyggjuframboð að gefa svipaða yfiriýsingu Kosningaráðstefna Þjóðvaka, hreyfingar fólksins, var haldinn í Kjarnarlundi við Ak- ureyri um helgina og voru þar saman komnir allir helstu for- ystumenn þessa nýja stjórn- málaafls. Þar var m.a. áréttað að stefna Þjóðvaka snúist um þrjú lykilhugtök: trúnað - velferð og velmegun. Þjóðvaki stefnir að því að verða forystuafl nýrrar ríkisstjórnar félagshyggjuafla sem hafi að leiðarljósi hugsjónir jafnaðar og mannúðar. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóð- vaka, segir að megintilgangur með stofnun Þjóðvaka sé að brjóta upp gamla flokkakerfið þar sem það hafi ekki dugað til að jafna lífskjörin og breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. „Við ætlum ekki að taka þátt í kapphlaupi félagshyggjuflokkanna um valdastóla eftir kosningar und- ir forystu Sjálfstæðisflokksins en fólk þarf aö hafa skýra valkosti um það í kosningum hvemig ríkis- stjóm verði mynduð aó þeim loknum. Við munun ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda að loknum kosningum og skorum á öll önnur framboð félagshyggju og jafnaðarmanna að gefa sams konar yfirlýsingu og taka þar með þátt í nýsköpun flokkakerfisins. Nýgerðir kjarasamningar hafa valdið þessari hreyfingu miklum vonbrigðum því þeir færa há- launafólki miklu meiri kjarabætur Biönduós: Kostnaður við snjómokstur meiri en allt siðasta ár Aætlað er að snjómokstur hafi verið búinn að kosta bæjarsjóð Blönduóss um 1,7 milljónir króna um sl. mánaða- mót en í drögum að íjárhags- áætlun Blönduóssbæjar er gert ráð fyrir að verja 2,1 milljón króna til snjómoksturs á öllu ár- inu 1995. Fyrri umræða í bæjar- stjórn Blönduós um fjárhags- áætlun ársins 1995 verður 14. mars nk. í byrjun ferbrúarmán- aðar var bókfærður kostnaður nær 1,3 millj. króna, sem er nán- ast sama upphæð og var varið til snjómoksturs allt árið 1994. „Við höfum ekki álitið það heppilegan kost að troða niður snjóinn í götunum eins og sum ná- grannasveitarfélögin gera í stað þess að moka honum þótt segja megi að þaö sé hagkvæmt út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Komi hins vegar smá bloti þá detta bíl- amir niður úr þessu og þá fer allt á annan endann. Hér em allar götur mokaðar, auðvitaó mismunandi mikið, en stofnbrautimar hafa for- gang. Það er meiri snjór í Húna- vatnssýslum nú en ég man eftir. Vegurinn hefur t.d. iðulega teppst í Víðidal og snjóþykktin í Mið- firði er með ólíkindum. Þar er eins - geypilegt fannfergi í Húnavatnssýsium og yfir jökul að líta,“ segir Skúli Þorðarson, bæjarstjóri á Blöndu- osi. Töluvert atvinnuleysi er á Blönduósi en ástandið er þó skárra en var á sama tíma fyrir ári síðan. Ekki eru fyrirsjáanlegar neinar byggingaframkvæmdir á Blöndu- ósi á komandi sumri, engar um- sóknir um lóðir eða innlagðar teikningar varðandi bygginga- framkvæmdir eru fyrirliggjandi. Eina framkvæmdin á vegum Blönduóssbæjar á komandi sumri, auk almenns viðhalds á eignum bæjarins og gatnakerfi, veróur nióursetning á viðlegukanti við höfnina á norðurhlið gömlu bryggjunnar og til þess kemur fjárveiting frá ríkinu að upphæð 11 milljónir króna en mótframlag Blönduóssbæjar veróur um 8 milljónir króna. Verkið verður boðið út á vormánuðum. GG Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf. haldinn í gær: Starfsemin fram úr björtustu vonum Igær var haldinn aðalfundur Skinnaiðnaðar hf á Akureyri, fyrir árið 1994, fyrsta heila starfsár fyrirtækisins. Eins og þegar hefur komið fram var hagnaður ársins tæpar 100 millj- ónir kr. Heildartekjur voru tæp- ar 700 milljónir og rekstrarhagn- aður 158 milljónir. MeðalQöldi starfa á árinu var 122 og námu launagreiðslur 187,3 millj. kr. A fundinum kom fram að starf- semin hafi farið fram úr björtustu en láglaunafólki og það er ábyrgð- arhluti af stjómvöldum að ávísa 4 milljarða króna víxli sem fylgir þessum samningum yfir á nýja ríkisstjórn“, sagði Jóhanna Sig- urðardóttir. Þjóðvaki leggur fram 10 áhersluatriði við stjómarmyndun félagshyggjuflokka eftir kosning- ar. Þar má nefna aó koma skal á siðareglum í stjómmála- og við- skiptalífi, meðal annars meó lög- gjöf um starfsemi stjómmála- flokka og afnema beri bílahlunn- indi og dagpeningabruðl æðstu embættismanna; jafna atkvæðis- rétt landsmanna og fækka þing- mönnum í 50 og gera þingið þar með ódýrara og skilvirkara og einnig auka áhrif kvenna í stjóm- málum, atvinnulífi og stjómsýslu; tekjutengja persónuafslátt þannig að hann hækki í 67 þúsund krónur en það samsvarar 4% launahækk- un hjá fólki með tekjur undir 80 þúsund krónum og jafna beri hús- hitunarkostnað landsmanna sem er forgangsverkefni til aó jafna kjör- in; endurskipuleggja heilbrigðis- kerfið og fækka lífeyrissjóðunum en rekstur þeirra kostar um 700 milljónir á ári og auka framlag til menntamála úr 4% af landsfram- leiðslu í 6-7% til að standa jafn- fætis hinum Norðurlöndunum. GG r Innanhúss'-1 vonum. Uppsveifla var á öllum helstu mörkuðum, eftirspum því mikil og umtalsverðar hækkanir náðust á söluverðum. Mest var selt til Ítalíu, Bretlands, Skandinavíu og S-Kóreu, en alls var flutt út til 22 landa. Endurskipulagning, hag- ræðingar- og gæðaverkefni sem verió hafa í gangi hjá fyrirtækinu hafa skilað verulegum árangri í lækkun framleiðslukostnaðar, betri nýtingu og bættum gæðum. Eru horfur góðar fyrir þetta ár. HA mólning 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND Kaupangi • Sími 2356^j

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.