Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 1
Rækjuverksmiðja Ingimundar hf.
á Siglufirði seld:
Mun heita Rækju-
vinnslan Pólar hf.
Ispólar M. í Reykjavík hafa
keypt rækjuverksmiðju Ingi-
mundar hf. á Siglufirði og hefur
verið stofnað sérstakt hlutafélag
um reksturinn, sem heitir
Rækjuvinnslan Pólar M. á Siglu-
firði. Pólar M. taka við rekstrin-
um 1. apríl nk. Ekki fæst upp-
gefíð kaupverð rækjuverksmiðj-
unnar en á sl. ári var þar unnið
úr 2.933.643 kg af rækju upp úr
sjó.
Ingimundur hf. er að láta smíöa
2.000 lesta rækjufrystitogara sem
verður tilbúinn á miðju ári 1996
og verða skip útgeróarinnar, Helga
RE og Helga II RE, seldar úr landi
eða úreltar á móti kaupunum auk
þess sem rækjuverksmiðjan á
Siglufirði er seld til þess m.a. að
fjármagna kaupin. Ingimundur hf.
á tæplega 4% loðnukvótans og
verður hann einnig seldur vegna
þessara breytinga á rekstri fyrir-
tækisins.
Ispólar hf. hafa stundað útflutn-
ing sjávarafurða um nokkurt skeið,
bæðið á frosnum sjávarafuróum og
ferskum, en aldrei rekið rækju-
verksmiðju áður. Meirihluti þeirra
afurða sem Ispólar hf. selja erlend-
is er sjófryst rækja, þ.e. rækja sem
er fryst og pökkuð á frystiskipum
til sölu á Asíumarkað.
„Aðdragandi þessara kaupa var
ekki langur, kannski um þrjár vik-
ur. Viö höfum ekki verið áður í
svona rekstri en allt í kringum
hann, m.a. útflutningi á rækju.
Ispólar hf. munu fá veiðiheimildir
Ingimundar hf. á leigu þar til nýi
togarinn kemur til landsins og eftir
að hann byrjar veiðar munum við
kaupa alla iðnaðarrækju skipsins
til vinnslu. Auk þess verðum við
meö Helgu RE á leigu til næstu
áramóta.
Mest af rækjukvótanum er í
eigu „frjálsra“ útgerða, þ.e. útgerö-
ir sem ekki eru jafnframt í rækju-
verksmiðjurekstri, og þannig mun-
um við verða í samkeppni við aðr-
ar verksmiójur um kaup á hráefni.
Um óbreyttan rekstur verður að
ræða eftir að við tökum við rækju-
verksmiðjunni á Siglufirði, sami
mannskapur og verkstjórar.
Eg er bjartsýnn á þennan rekst-
ur og tel rekstrargrundvöllinn góð-
an. Það er ekkert sem bendir til
annars en að veiðamar verói góðar
næstu þrjú ár. Miðað við talningu
fiskifræðinga á þorskstofninum þá
er ekki mikið til af honum til að
éta rækjuna, en hún er uppistaðan í
fæðu hans. Þó ég sé ekki ánægður
með hvað lítið veióist af þorski þá
er það ánægjulegt gagnvart rækju-
iðnaðinum. Eins dauði er annars
brauð,“ sagði Einar Guðbjömsson,
framkvæmdastjóri Ispóla hf. GG
Frá undirritun samstarfssamningsins um Vetraríþróttamiðstöðina á Akurcyri. Frá vinstri: Ellert B. Schram, forseti
ÍSÍ, Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Þröstur Guðjónsson,
formaður ÍBA. Mynd: Halldór.
Vetraríþróttamiðstöð íslands á Akureyri formlega stofnuð:
Verið að innsigla það sem
vel hefur verið gert
Með sanni má segja að sl.
laugardag hafi orðið merk
tímamót í íþróttalífi Akureyrar-
bæjar og í raun alls landsins. Þá
var staðfest með formlegum
hætti að Akureyri er Vetrar-
íþróttamiðstöð Islands. Sam-
starfssamningur menntamála-
ráðuneytisins, Akureyrarbæjar,
íþróttasambands íslands og
íþróttabandalags Akureyrar um
það efni var undirritaður og gaf
Ólafur G. Einarsson, mennta-
málaráðherrra, út reglugerð sem
kveður á um þetta.
I fyrstu grein reglugerðarinnar
segir: „Vetraríþróttamiðstöð Is-
lands, VMI, er þjónustustofnun
sem hefur það meginhlutverk að
efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu
og útivist og stuðla þannig að
heilbrigóu lífi og heilsurækt með-
al almennings, svo sem skóla-
sagði Olafur G. Einarsson, menntamálaráðherra
dikt Geirsson, formaður Skíða
Svalbakur EA aflar vel á rækjunni:
Iðnaðarrækjan seld
vestur á land
Svalbakur EA-2, sem verið
hefúr á tveggja trolla rækju-
veiðum í Kantinum eftir gagn-
gerar breytingar á skipinu, land-
aði sl. laugardag á Akureyri og
var aflaverðmætið 14 milljónir
króna. Ástæða þess að togarinn
kom inn var smávægileg bilun
og eins bræla.
Þetta var annar túr skipsins á
rækju, en í fyrsta túmum var afla-
verðmætið 50 milljónir króna.
Iðnaðarrækjan hefur verið seld
hæstbjóðanda og hefur farið til
rækjuverksmiðju Siguróar Ágústs-
sonar í Stykkishólmi og til Rækju-
vers hf. á Bíldudal.
Harðbakur EA-303 landaði 200
tonnum af blönduðum afla til
vinnslu í frystihúsi UA, en uppi-
staða hans var karfi.
Jóhann Gíslason ÁR-42, sem
ÚA leigir ásamt kvóta skipsins út
fiskveiðiárið, landaði í gær 75
tonnum af blönduðum afla.
Árbakur EA-308 kom í morgun
með 115 tonn af blönduðum afla,
þó var megnið af honum ýsa.
Veiðiferðin hófst á Eldeyjarbanka,
síðan var farið á Reykjaneshrygg-
inn og veiðiferðin endaði svo
vestan við Vestmannaeyjar. GG
fólks, fatlaðra og keppnis- og af-
reksfólks í íþróttum með hefð-
bundnar vetraríþróttir, íþrótta-
fræðslu og útivist að leiðarljósi.“
Ólafur G. Einarsson, mennta-
málaráðherra og ráðherra íþrótta-
mála, undirritaði samstarfssamn-
inginn fyrir hönd ráóuneytisins og
hann sagði ástæðuna fyrir samn-
ingnum vera þá að vel hefði verið
staðið að uppbyggingu vetrar-
íþrótta í bænum. „Hér eru aðstæð-
ur til að stunda vetraríþróttir afar
góðar og það á bæði við um aó-
stæður frá náttúrunnar hendi,
einnig aðra aðstöðu eins og hótel
og þjónustu ýmiskonar. Hér hefur
verið vel staóið að uppbyggingu
og með stofnun Vetraríþróttamió-
stöðvar íslands er verið að inn-
sigla það sem vel hefur verið
gert,“ sagöi Ólafur.
I máli Jakobs Bjömssonar bæj-
arstjóra kom fram að skíða- og
skautaíþróttir eru samgrónar bæj-
arlífinu og þá benti hann á þá
staðreynd að skíöabrekkumar í
Hlíðarfjalli hafa hlotið alþjóðlega
samþykkt og einnig er til staðar
íshokkívöllur í löglegri stærð.
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ,
kom inn á það í sinni ræðu að árið
1965 gerðu ÍSÍ og Akureyrarbær
með sér samkomulag um Akur-
eyri sem Vetraríþróttamistöð ís-
lands. Nú hafi ráðherra með und-
irritun reglugerðarinnar staðfest
með formelgum hætti að á Akur-
eyri er mistöð þeirra íþróttagreina
sem flokkast sem vetraríþróttir. Þá
benti Ellert á niðurstöður rann-
sókna sem sýna ótvírætt gildi
íþrótta fyrir æsku landsins og
brýna nauðsyn beri til að ríki og
bæjaryfirvöld starfi með íþrótta-
hreyfingunni og íþróttafélögunum
að þessum málum.
Einnig tóku til máls Þröstur
Guðjónsson, formaður ÍBA, Bene-
sambands Islands, og alþingis-
mennimir Valgerður Sverrisdóttir
og Tómas Ingi Olrich. Ágúst
Karlsson, formaður Skautasam-
bands Islands, var veðurtepptur í
Reykjavík. Haraldur Sigurðsson,
sem tvímælalaust er einn af frum-
kvöðlum skíðaíþróttarinnar á Ak-
ureyri, tók einnig til máls. Hann
kom inn á nauðsyn þess að koma
á fót safni þar sem liðins tíma er
minnst, meó bæði myndum og
ýmsum búnaði sem fólk hefur not-
að í gegnum árin við vetraríþrótt-
ir. Afhenti hann fyrstu munina í
það safn.
Með formlegri stofnun á Vetr-
aríþróttamisðtöð Islands á Akur-
eyri er gamalt baráttumál Her-
manns Sigtryggsonar, íþrótta- og
tómstundafulltrúa á Akureyri,
komið í höfn og var hann að von-
um ánægóur. „Þetta er að mínum
dómi mikill heiður fyrir Akureyri
og viðurkennig á því sem fyrir er.
Svo væntum við þess að þetta geti
orðið öflug íþróttamistöð með
góðri aðstöðu fyrir vetraríþróttir.
Inn í þetta komi líka skólar bæjar-
ins þannig að Akureyri verði
einnig menntasetur vetraríþrótta.
Hins vegar er kannski erfitt að
segja hversu mikið af peningum
rennur í þetta en þessi samningur
er kannski upphafið að frekari
samningum um þau mál,“ sagði
Hermann. HA
Siglufjörður:
Vel fylgst með snjóalögum
Þeir Siglfirðingar sem rýma
þurftu hús sín fyrir helgina
vegna snjóflóðahættu fengu að
fara aftur til síns lieima á
sunnudaginn. Raunar var fbú-
um þriggja húsa leyft að snúa
heim á laugardagskvöld en íbú-
um í 21 til viðbótar á sunnudag-
inn.
Að sögn Bjöms Valdimarsson-
ar, bæjarstjóra og formanns al-
mannavama á Siglufirði, er vel
fylgst með ástandinu. Hann segir
ekki ljóst hvort hækkandi hitastig
hafi í för með sér aukna snjóflóða-
hættu og það fari m.a. eftir því
hversu hratt hlýnar í veðri. Hins
vegar eru menn við öllu búnir. HA
Lögregla og hjálparsveitir á Akureyri:
Erill vegna ófærðar
r|~' alsvert var að gera hjá lög
reglu og hjálparsveitum á
Akureyri um helgina í að að-
stoða fólk við að komast leiðar
sinnar í ófærð og slæmu veðri.
Sérstaklega var mikið að gera á
fostudagskvöld og aðfaranótt
laugardags.
A sunnudag vom skráðir hjá
lögreglu þrír minniháttar árekstrar
og einn í gær þar sem ekki urðu
meiðsl á fólki. í gær blotnaði í
snjónum og var annríki hjá lög-
reglu vegna bíla sem sátu fastir.
HA