Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 21. mars 1995
MANNLÍF
Frá vinstri: Völundur Þorbjörnsson, nýkrýndur íslandsmeistari unglinga og fyrirliði unglingalandsliðsins, ásamt
Magnúsi Ver og Olafi Sigurgeirssyni, sem fékk sérstaka viðurkcnningu fyrir vel unnin störf á vegum sambandsins.
Einnig var Guðni Sigurjónsson fyrrum heimsmeistari hciðraður.
Viðurkenningar hjá
kraftlyftingamönnum
Árshátíð Kraftlyftingasambands íslands
var haldin á Hótel Sögu þann 4. mars sl.
Um leið var fagnað 10 ára afmæli sam-
bandsins. Meðfylgjandi myndir sem
Ingibjörg Magnúsdóttir tók eru frá
heiðrunum og afhendingum viðurkenn-
inga á árshátíóinni sem veittar voru fyrir
frábæran árangur á mótum erlendis.
Skúli Óskarsson, fyrrum heimsmet-
haf! og íþróttamaður ársins, lét sig
ekki vanta.
Rúnar Friðriksson tekur við viður-
kenningu fyrir Torfa Ólafsson, lyft-
ingamann á Akureyri, sem nú hefur
hætt kcppni. Torfi náði á sínum
tíma frábærum árangri í greininni.
Sigmar Jónsson tók við heiðurs-
minningu um föður sinn, Jón Pál
Sigmarsson.
Völundur Þorbjörnsson, Húsvíkingurinn sterki, afhendir Auðuni Jónssyni,
viðurkenningu sem efnilegasta kraftlyftingamanninum.
Magnús Ver Magnússon, stigahæsti maður frá upphafi, tvöfaldur Evrópu-
meistari og nú sterkasti maður heims, tekur hér við viðurkenningu fyrir ár-
angurinn.
Jóhann G. Möller eidri með heiðursminningu um son sinn.
Skólamál
*
Alit umboðsmanns barna
Eins og fram hefur komið hér í
pistlinum áður, þá leituóu lands-
samtökin Heimili og skóli eftir áliti
umboðsmanns bama, Þórhildar Lín-
dal, varóandi réttarstöóu bama í
verkfalli kennara. Umboðsmaður
hefur nú skilað áliti sínu og telur aö
réttur bama til náms víki þegar um
verkfall kennara er að ræða, þar
sem verkfallsréttur sé sértækur og
því framar öðrum mannréttindum,
enda annars lítils virði. Hins vegar
bendir hún á að hún telji „með öllu
óheimilt aó aftra bömum og ung-
mennum frá því
að taka þátt í fé-
lags- og tóm-
stundastarfi,
jafnvel þótt það fari fram í skóla-
húsnæði, nema það teljist vera liður
í skólastarfinu sjálfu.“ I samtali sem
ég átti við Þórhildi útskýröi hún
þessa setningu á þann veg aó skóla-
húsnæði sé í flestum tilvikum á
vegum sveitarstjóma, skólastjórar
séu vió störf svo og annað starfsfólk
og því sé ekkert því til fyrirstöóu að
nemendur fái að ganga um skólann
sinn eins og venjulega þó aö ekki sé
um að ræóa að nota skólastofumar
sjálfar. Kennarar hafa ekkert tilkall
til skólahúsnæóisins að kennslustof-
um undanskildum og með því að
krefjast lokunar á húsnæðinu séu
þeir að teygja verkfallsrétt sinn of
langt. Einnig bendir hún á varðandi
námsgögn bamanna sem víðast
hvar hafa verið fryst inni í skólun-
um, þá sé ekkert sem segi aó þaö sé
verkfallsbrot að sækja þau, enda
hefur það viðgengist í mörgum
skólum að bömin hafa fengið bæk-
urnar sínar án nokkurrra vandræóa.
Ákvörðun í þessum málum er í
höndum skólastjóra og ef þeir vilja
ekki hleypa okkur inn í skólana er
næsta skref að skrifa skólanefnd
hvers sveitarfélags og fara fram á
aö hún beini þeirri ósk til skóla-
stjóranna aó þeir komi á eðlilegum
samskiptum á nýjan leik. Hingað til
hefur það verið sjálfsagt mál ef bam
hefur gleymt skólabókinni sinni í
skólanum aó ritari, húsvöróur,
skólastjóri eða starfsfólk í blönduóu
störfunum hafi hlutast til um aö
nálgast bókina. Hvers vegna ætti
það að vera örðuvísi núna? Hvað
getum við gert? Með áliti umboós-
mannsins skýrast svolítið línumar í
því hvað við getum gert til að auð-
velda bömum okkar að takast á við
þetta rót sem komið er á líf þeirra, I
fyrsta lagi, þið sem ekki hafið feng-
ió bækumar heim, farið og náió í
þær. Margir foreldrar hafa lýst yfir
löngun sinni að standa fyrir félags-
vist eða einhverju þess háttar fyrir
sinn bekk, til þess aó halda tengsl-
um innan bekkjarins sem óðum er
að rofna. Helst hefur það verið til
fyrirstöóu að ekki hefur verið hægt
aó fara inn í skólana. Nú er ljóst aó
við höfum rétt til þess meðan þaó
einskorðast vió almenn svæói eða
íþróttahús. Ein hugmynd er aó for-
eldrar hlutist til um að halda eitt-
hvaó þessu líkt t.d. einu sinni, tvisv-
ar í viku þar sem bekkurinn kemur
saman og spilar eða teiknar eða eitt-
hvað í þá áttina. Einnig er hægt aó
standa fyrir keppnum í ýmsum
íþróttum inni í íþróttahúsunum. Það
er líka ljóst af þessu að árshátíðar
em leyfilegar þar sem þær hafa ekki
verið hluti af eiginlegu skólastarfi.
Allar þessar hugmyndir miðast að
sjálfsögðu vió að foreldrar hafi all-
an veg og vanda af framkvæmd
þeirra og gæti þess að ekki sé farið
inn á verksvið kennara, þ.e. verið
að kenna eitthvað sem er á náms-
skrá skólanna.
Baráttufundur foreldra
Síðastliðið fimmtudagskvöld var
haldinn baráttufundur foreldra í
Reykjavík þar sem mættu á 4.
hundrað foreldrar til að sýna í verki
óánægju sína
meó gang mála.
Þar var eftirfar-
andi ályktun
samþykkt: Baráttufundur foreldra
haldinn 16. mars 1995 á Hótel Sögu
krefst þess að samninganefndir ríkis
og kennara snúi af þeirri blindgötu
sem samningaviðræóur eru í og
velji sér aðrar forsendur að leiðar-
ljósi til að ná sáttum.
Ljóst er að ekkert hefur þokast í
samkomulagsátt í fjögurra vikna
verkfalli sem hindrar 60 þúsund
nemendur í grunn- og framhalds-
skóla í aó stunda það nám sem þeir
eiga rétt á samkvæmt lögum.
Eftir marga vikna samningaþóf
um skipulagsbreytingar í skólastarfi
er augljóst aó mikió ber á milli og
verulegt starf er óunnið viö útfærslu
t.a.m. vegna einsetins skóla. Ekki er
verjandi að tefja skólagöngu þús-
unda nemenda meðan að slíkar við-
ræóur silast áfram.
Til að leysa þann hnút sem deil-
an er komin í leggur fundurinn til
eftirfarandi:
• aó strax verði samið vió kennara
um launaleiðréttingar sem taki
mið af samanburðarhópum og
séu jafnframt í takt við hinn al-
menna vinnumarkað.
• að samtímis verói skipuó sérstök
starfsnefnd sem skili tillögum
fyrir 1. ágúst nk. um hvemig best
megi standa að skipulagsbreyt-
ingum í skólastarfi. I nefndinni
sitji fulltrúar kennara, foreldra,
ríkis og sveitarfélaga.
Fundurinn leggur þunga áherslu
á aö tími er kominn til aó endur-
skoða allt skipulag kennslu og
skólahalds í takt við nýja tíma.
Meginmarkmið breytinga s.s. ein-
setning skóla og endurskoóun á
vinnutíma kennara hlýtur aó vera að
auka gæði í skólastarfi. Til að það
markmið náist þarf vönduð vinnu-
brögð og vinnufrið.
Baráttufundur foreldra á Akur-
eyri veróur haldinn í Dynheimum,
fimmtudagskvöldið 23. mars kl.
20:30, þar sem við munum setja
fram okkar kröfur. Ég vil hvetja alla
foreldra til að mæta og sýna með
því í verki að okkur er ekki sama
hvemig farið er með bömin okkar í
þessum málum.
Samstaða okkar er besta vopnið
sem við höfum.
Skrifstofa Heimilis og skóla.
Síminn á skrifstofu Heimils og
skóla er 96-12522. Ef enginn er við
þá tekur símsvari við boðum og ég
hef samband eins fljótt og hægt er.
Hildigunnur Oiafsdóttir,
starfsmaður Iieimilis og skóla,
Akureyri.
LANDSSAMTÖKIN
HEIMILI OG SKÓLI
Leiðrétting vegna mynda-
brengls í Spumingu vikunnar
í Spurningu vikunnar í Degi sl. föstudag brengluðust myndir þannig að undir svari Guójóns Rúnars Guðjónssonar birtist mynd af Olafi Erlendssyni svo og öfugt. Myndir af þeim Guðjóni Rúnari og Olafi birtast því hér aftur um leið og beðist er velvirðingar á ■ mk >
þessum mistökum. Guðni Rúnar. Ólafur.