Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. mars - DAGUR - 9 ENSKA KNATTSPYRNAN SÆVAR HREIÐARSSON Blackburn enn á sigurbraut Tim Sherwood skoraði sigurmark Biackburn í mikilvægum sigri á Chelsea. Blackburn náði sex stiga for- skoti á toppi úrvalsdeildarinnar með 2:1 sigri á Chelsea á laugar- daginn þar sem Manchester Un- ited lék ekki fyrr en á sunnudag, gegn Liverpool. Manchester City sigraði Sheffí- eld Wednesday 3:2, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir um miðjan fyrri hálfleik. Everton tryggði sér sigur á síð- ustu mínútunni gegn QPR og Jurgen Klinsmann skoraði enn eitt glæsimarkið fyrir Tottenham. Blackburn-Chelsea 2:1 Chelsea kom verulega á óvart þegar liðið tók forystu eftir aðeins Úrslit i 1. deild BamsleyPortvale 3-1 Bristol City í-i Luton-Tranmere 2-0 Middlesboro-Derby 2-4 Portsmouth-Southend 1-1 Shcff. Utd-Charlton 2-1 Síokc-Reading 0-i 1 1 Grimsby-Sunderland 3-1 Millwall-Bolton 0-1 WBA-Swindon 2-5 Staðan Tranmere í i. deild 37 i9 8 1057-4065 Middlesboro 36 18 9 9 52-3263 Bolton 35 18 9 8 58-35 63 Sheff.Utd. 37 1612 9 62-42 60 Wolves 35 18 6 1159-4660 Reading 37 17 8 12 42-35 59 Bamslcy 35 16 811 50-41 56 Derby 36 15 10 11 49-37 55 Grimsby 37 13 13 11 54-47 52 Luton 36 14 9 13 50-5051 Watford 35 131210 39-3651 Millwall 36 12 12 12 47-45 48 Charlton 35 12 9 1 4 47-5 1 45 Oldharn 35 11 11 13 47-48 44 Portsmouth 3711 11 15 42-53 44 WBA 37 12 8 17 36-4944 Port Vale 35 11 10 14 43-48 43 Southend 37 12 7 18 38-6443 Sundcrland 37 9 15 13 34-37 42 Stoke 34 1012 12 33-38 42 Swindon Bristol City jj 1U 1U Ij 44*J/ 4U 37 10 918 36-52 39 Notts County 36 8 919 39-5133 Bumley 35 7 11 17 33-57 32 Staðan úrvalsdeild III VCllwUwlllJ Blackbum Rovcrs 34 23 7 470:2976 Man Utd. 3421 7 6 63:2470 Newcastle Utd. 33 18 9 6 55:33 63 Liverpool 31 16 9 6 54:2657 Nottingh .Forrest 34 16 9 9 53:38 57 Leeds Utd. 321410 844:30 52 Tottcnham 32 1 4 9 9 52:42 51 Wimbledon 33 13 6 1439:54 45 SheffWed. 35 11 10 1443:46 43 Coventry 35 10 13 12 37:53 43 Q.P.R. 3111 8 12 49:50 41 Man. City 331011 1243:5041 Arsenal 321010 1236:3640 Cheisea 32 10 1012 40:45 40 Aston Willa 34 9 12 13 46:48 39 Norwich City 33 912 12 30:38 39 Everton 34 9 12 13 36:46 39 West Ham 3410 71733:4437 Ciystal Pal. 32 8 101423:34 34 Southampton 30 6 15 9 41:47 33 Ipswich Town 32 6 5 21 31:72 23 Leicester City 34 4 9 2136:66 21 Markahæstir SHEARER Blackbum 33 FOWLER Liverpcxil 28 KLINSMAN Tottenham 24 LE TISSIER Southampton 23 3 mínútur þegar Mark Stein skall- aði í netið af stuttu færi. Heima- menn svöruðu með kraftmiklum sóknarleik og eftir að nokkur góð færi fóru forgörðum var það Alan Shearer sem jafnaói loks fyrir meistaraefnin eftir að hafa sloppið í gegn á 16. mínútu. Þetta var 100. deildarmark kappans og það 30. í úrvalsdeildinni í vetur. Pressan hélt áfram að marki gestanna og bar loks ávöxt þegar fyrirliðinn, Tim Sherwood, skor- aói sigurmarkið á 37. mínútu. Blackbum fékk fjölda færa eftir hlé en tókst ekki að bæta við Meistarar Manchester United fengu stóran skell á Anfield Ro- ad, þar sem Liverpool, leikmenn jafnt sem áhorfendur, blómstr- uðu. United er nú 6 stigum á eft- ir Blackburn og aðeins 8 um- ferðir óspilaðar. Arsenal kom einnig tómhent heim frá Newc- astle eftir að töframaðurinn Pet- er Beardsley skoraði glæsilegt sigurmark á lokamínútunni. Liverpool-Man. Utd 2:0 Leikurinn var frekar líflaus fram- an af og bæði lió virtust hafa miklar áhyggjur af vamarleiknum. Liverpool hafði þó yfirhöndina en hugmyndaflugið vantaói framan af leik. A 25. mínútu skoraði Jamie Redknapp fyrsta mark leiksins með góðu skoti. Stuttu síðar slapp Robbie Fouler einn í gegnum vöm United en Peter mörkum. Stuart Ripley fékk tvö dauðafæri en náði ekki að skora sitt fyrsta mark í vetur. Man. City-Sheff. Wed 3:2 Heimamenn sýndu ofurdug þegar barátta liðsins skilaði þremur stig- um í sarpinn eftir 3:2 sigur á Sheffield Wednesday. Hinir blá- klæddu leikmenn City voru sem lömb á leió til slátmnar framan af leiknum. Guy Wittingham kom Wednesday yfir á 13. mínútu og Graham Hyde bætti öðru marki við um miðjan fyrri hálfleik. Schmeickel varði. Sjö milljón punda maðurinn Andy Cole sat á bekknum hjá United en mætti til leiks eftir hlé og gestimir hófu að sækja af miklum móð. Ryan Giggs fékk besta færi liósins en tókst ekki að skora. Undir lokin var niðurlæging meistaranna full- komnuó þegar Steve Bruce, fyrir- liði United, fékk í sig misheppnað skot frá Steve McManaman og boltinn skoppaði í netið, 2:0. Newcastle-Arsenal 1:0 Peter Beardsley koma aftur í lió Newcastle með miklum stæl og skoraði sigurmarkið þegar venju- legur leiktími var liðinn. Skot hans af um 25 metra færi var óverjandi fyrir Vince Bartram, markvöró Arsenal. Bartram var hetja Arsenal í leiknum og hélt liðinu inn í leiknum með meistara- Þjóðverjinn Uwe Rösler náði að minnka muninn á 37. mínútu með skalla af stuttu færi og Paul Walsh jafnaói með öðru slíku á 52. mínútu. Rösler var ekki hættur og skoraði aftur sjö mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Fitzroy Simpson. Þetta var 18. mark hans á tímabilinu og það tryggði City annan sigur liðsins í 16 leikjum. Leeds-Coventry 3:0 Leeds er komið á skrið og fram- herjinn Anthony Yeboah skoraði fimmta mark sitt í þremur leikjum á 39. mínútu með glæsilegu skoti. Jonathan Gould, markvörður Co- ventry, sló fyrirgjöf frá Gary Weller í sitt eigið net á 51. mínútu og fimm mínútum síðar bætti Rod Wallace þriðja markinu við. Þetta var fyrsta tap Coventry undir stjóm Ron Atkinson, sem fagnaði 56 ára afmælisdegi sínum á Elland Road. Tottenham-Leicester 1:0 Tottenham hefndi fyrir tapið gegn Leicester fyrr í vetur með örugg- um sigri á laugardaginn. Þrátt fyr- ir að hafa aðeins skorað eitt mark hafði heimalióið mikla yfirburði og Kevin Poole, markvörður Leic- ester, hafði í nógu aö snúast. Hann varði m.a. glæsilega frá Jurgen Klinsmann en varö að játa sig sigraðan að lokum þegar Þjóðverj- inn klippti boltann í netið með miklum tilburðum á 82. mínútu. Aston Villa-West Ham 0:2 West Ham vann óvæntan sigur á Aston Villa á Villa Park í Birm- ingham og skoruðu gestirnir mörkin í sitt hvortim hálfíeiknum. Moncur skoraði gott mark starx á 11. mínútu og í byrjun seinni hálf- leiks, bætti Hutchinson við öðru marki og þar við sat. Stigin þrjú voru dýrmæt fyrir West Ham í botnbaráttunni en Aston Villa er einnig í mikilli fallhættu. Nottingham Forest-Southampton 3:0 Leikmenn Southampton sáu aldrei til sólar á City Ground í Notting- ham. Bruce Grobbelar markvörð- ur Southampton, var ekki í mark- inu og hann horfði á íélaga sinn Dave Bessant, sem átti í hinum mestu vandræðum í markinu. Bri- an Roy skoraði tvö mörk fyrir Forest og komu þau bæði í fyrri legum töktum. Pavel Smicek þurfti líka að taka verulega á til aó verja frá Ian Wright. hálfleik. Snemma í síðari hálfleik bætti Collymore svo við þriðja markinu. Forest berst harði baráttu fyrir Evrópusæti en leikmenn Southampton berjast fyrir tilveru- rétti í Úrvalsdeildinni. QPR-Everton 2:3 Leikmenn Everton halda áffam aó gera það gott og á laugardag sóttu þeir þrjú stig til London, er þeir lögðu leikmenn QPR að velli. Ferdinand náði forystunni fyrir heimamenn skömmu fyrir leikhlé en Barlow jafnaði í upphafi síóari hálfleiks. Gallen kom QPR strax yfir á ný en McDonald jafnaði að bragði. A síðustu mínútu leiksins skoraði Hinchcliffe svo sigur- markið fyrir gestina. Wimbledon- Crystal Palace 2:0 Wimbledon vann sannfærandi sig- ur á Crystal Palace 2:0 á heima- velli sínum á laugardag. Jones skoraði í fyrra hálfleik og í þeim síðari bætti Gayle við öðru marki. Gestunum tókst ekki að svara fyrir sig og staða þeirra er vægast sagt alvarleg í neðri hluta deildarinnar. Glæsimark Klinsmann skilaði Tottenham þremur stigum. MuniÖ ódýru morgun- tímana frákl. 9-14 Aðeins kr. 270,- Sólstofan Hamri Stmi 12080 Firma- og félagakeppni Þórs í innanhússknattspyrnu verður haldin í Skemmunni laugardaginn 25. mars 1995. Skráning fer fram í Hamri í síma 12080 fyrir kl. 18 föstudaginn 24. mars. Þátttökugjald á lið er kr. 10.000.- Afsláttur á fleiri en eitt lið. Leikið verður með fjóra í liði. Upplýsingar í Hamri og hjá Ragnari B. Ragnarssyni í hs. 11611 og vs. 26040. Meistaravonir brostnar?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.