Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Þriðjudagur 21. mars 1995 - DAGUR - 3 Niðurstöður vetrarleiðangurs Hafrannsókna- stofnunar sýna víða lækkandi hitastig sjávar: Kaldur svalsjór ríkir á norðuh og austurmiöum Rannsóknaskipið Bjami Sæ- mundsson var í leiðangrí á mið- unum umhverfis landið 22. febrúar til 12. mars og voru helstu niðurstöður hita- og seltu- mælinga að þær eru undir meðallagi í heita sjónum fyrir Vesturlandi og heldur undir meðallagi út af norðanverðum Vestfjörðum og þar fór ástandið mjög versnandi. Ekkert inn- streymi hlýsjávar mældist fyrir Kögur og inn á norðurmið og þaðan allt austur fyrir land. Suð- ur með Austfjörðum var hitastig sjávar aðeins 0-1 gráða sem er kaldara en mælst hefur áður. Heildamiðurstöður vetrarleið- angurs 1995 sýna því m.a. að á norður- og austurmiðum ríkir kaldur svalsjór í óvenju miklum mæli og flokkast árið 1995 með svonefndum svalsjávarárum eins og árin 1981-1983 og 1989-1990. Hafrannsóknastofnun mældi hrygningargöngu loðnunnar í febrúarmánuói sl. út af Austur- og Suðausturlandi og mældust 875 þúsund tonn af hrygningarloðnu sem svarar til 475 þúsund tonna afla miðað við að 400 þúsund tonn verði eftir og hrygni nú á hafsvæó- inu vestur og noróvestur af Snæ- fellsnesi. Kvótinn sem var 691.503 tonn var síóan aukinn í 837.879 tonn í byrjun þessa mánaóar. GG Hann sameinar, best allra bila, borgarbil og fjallajeppa Nú kaupir engínn lengur £jórhjóladri£nu Sólksbilana þegar svona kostur býðst á aðeins kr. 1.990.000 með öllumaukabúnaði Möldur hf. Söludeild Hrossakaup? Armann varpaði fram þeirri spumingu hvaða hrossakaup væm í loftinu þegar sumir hrossaútflytj- endur fengju að'liggja árum sam- an með skuldir sínar vaxtalausar hjá félaginu á meðan aðrir greiða eins og þeim ber. „Elstu skuldimar fymast eftir Félag hrossabænda: Andspyrnumenn gagn- rýna fjármálaóreiðu Billy Grahom samkomur verða í Hvítasunnukirkjunni í kvöld, þriðjudagskvöld 21. mars og miðvikudags- kvöld 22. mars kl. 20.30 bæði kvöldin. A samkomunum veröur varpað ó skerm útsending- um frá samkomum í Puerto Rico þar sem Billy Graham prédikar og þekkt tónlistar- fólk flytur tónlist. Vilt jpú heyra fagnaðarerindið? Allir eru hjartanlega velkomnir. Undirbúningsnefndin. Hópur manna innan Félags hrossabænda, svokallaður And- spymuhópur, hefúr gagnrýnt stjóm félagsins harðlega fyrir fjármálaóreiðu. Andspyrnuhóp- urinn var útnefndur á fundi á Hvanneyri í lok síðasta árs en þar hittust menn úr Félagi hrossabænda. Hópnum var falið að komast til botns í fjármálum félagsins og öðrum ágreinings- málum. Þennan hóp skipa Ar- mann Ólafsson úr Eyjafirði, Baldvinn Baldvinsson úr Þing- eyjarsýslu, Sigurður Oddur Ragnarsson úr Borgarfirði og Már Ólafsson og Sigurður Sæ- mundsson af Suðurlandi. For- maður Félags hrossabænda er Bergur Pálsson en fram- kvæmdastjóri er séra Halldór Gunnarsson í Holti. Félagið hefur, samkvæmt sam- komulagi við Búnaðarfélag Is- lands, annast útgáfu og innheimtu upprunavottorða og haft umsjón með öllum hrossaútflutningi og innheimtu sjóðagjalda. 10.859.040.- krónur útistandandi I áfangaskýrslu enduskoðenda hefur komið í ljós að útistandandi sjóðagjöld sem útflytjendum ber að gera skil á til félagsins voru við áramót upp undir 11 milljónir. Elstu skuldimar eru síðan árió 1990. Tryggingar eru aðeins til fyrir hluta þessarar upphæðar. Avísanir dagsettar fram í tímann hafa verió teknar sem trygging fyrir greiðslu gjalda en í mörgum tilfellum hafa útflytjendur lagt fram nýjar ávísanir til geymslu þegar að innlausnardegi þeirra eldri hefur komið. Vextir hafa yfirleitt ekki verið reiknaðir af geymsluávísunum. Óskýróur mis- munur í bókhaldi félagsins er tæp- ar 3 milljónir. Vaða aur Ármann Ólafsson, einn And- spyrnumanna, sagði að á tveimur síðustu aöalfundum hefðu félags- menn lagt fram athugasemdir og tillögur varðandi innheimtu sjóða- gjalda en engin svör hefðu fengist frá framkvæmdastjóra eða stjóm félagsins. „Þaö stórkostlegasta er að nú er nýlokið fundaferð formanns og framkvæmdastjóra telagsins um landið þar sem þeir lýstu því yfir að allt væri í stakasta lagi. Nú hef- ur annað komið á daginn. I staó þess að reyna að laga til hjá sér hafa þessir menn nýtt tím- ann í að ausa okkur, sem viljum fá þessi mál í lag, aur og skít. Þeir hafa haldið því fram að viö séum að skemma félagið með kröfum okkar um upplýsingar en mér sýn- ist þessi skýrsla sýna að félagið grotni niður ef ekkert verður að gert. Þetta eru í raun orðin svo mörg jám, hvert og eitt hefði verið nóg fyrir stjóm félagsins til að segja af sér. Fyrst var það Litháen-málið, svo þessi fjármálaóreiða. Áður en þessi skýrsla leit dagsins ljós und- irrituóu fjórir stjómarmenn stuðn- ingsyfirlýsingu við framkvæmda- stjórann, sem við teljum nokkurt frumhlaup. Það á auðvitað ekki að líðast í nokkrum félagsskap að almennir félagsmenn þurfi að vaða aur til að fá svör við spumingum sínum eða vegna þess að þeir fari fram á að þaó sé lagðað sem að er,“ sagði Ármann. nokkra mánuði, auðvitað velta menn því fyrir sér hvað liggi þar að baki og hvort um einhver leynd hagsmunatengsl geti verið að ræða. í það minnsta hefur útflytj- endum hrossa verið mismunað stórlega það liggur á borðinu. Auk þess vantar tæpar þrjár milljónir sem enginn veit hvar eru, slíkt á auðvitað ekki að eiga sér stað, ekki einu sinni þó um einhverja þúsundkalla væri að ræða,“ sagði Ármann. Aðspurður um hvort þetta mál væri þá upplýst, sagði hann: „Við hættum ekki fyrr en borðið er orðið hreint.“ KLJ Þingmenn Sjálfstædisfíokksins í Norðurlandskjördæmi eystra leggja ríka áherslu á að kjördæmið njóti framkvæmda í réttu hlutfalli við íbúafjöldann sem þar býr. - Það sýna verkin. D -fyrir kjördæmid þitt 'K '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.