Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 21. mars 1995 Kjósendur eiga valið Nú fer sá tími í hönd þegar fólkið í landinu verður allt í einu óskap- lega mikils virði hjá stjómmála- mönnum. Allir reyna að sannfæra fólk um eigið ágæti og afrek síns flokks á sviði stjómmálanna. Þessi lota gylliboða og fagurgala mun nú standa yfir allt fram aó 8. apríl. Nú er ég þátttakandi í þess- um leik og mun gera mitt besta til þess að hafa áhrif á skoðanir þín- ar. Mitt takmark er að gefa ástæð- ur til þess að kjósa þann flokk sem hvað mest hefur orðið fyrir barðinu á spillingarumræðunni, hann hefur verió sakaður um að vera óvinur bænda, aó ætla að af- sala Islandi yfirráðum yfir sjávar- auðlindum og ótalmargt fleira höfum við flokksfólkið fengió að heyra á kjörtímabilinu. Formaður þessa flokks hefur sett met í því að viðhalda titlinum óvinsælasti stjómmálaforinginn og þurfti hann aö sitja undir ámælum um landráó vegna ótrúlegraar baráttu hans fyrir framgangi EES samn- ingsins sem í dag er óumdeilan- lega eitt stærsta hagsmunamál Is: lendinga sem náðst hefur fram. I staó þess að gefast upp hefur flokksfólk nú snúið bökum saman og saman ætlum við að berjast fyrir réttlátri og sanngjamri um- ræóu um flokkinn okkar sem sýnt hefur þor, framsýni og þrautseigju í baráttu fyrir brýnum málefnum jafnt innanlands sem á alþjóóa vettvangi. Slíkur flokkur á tví- mælalaust að vera áfram í forystu íslenskra stjómmála. Aldrei hefur verið eins mikil þörf fyrir róttæk- an nútímalegan umbótaflokk á ís- landi og einmitt í dag. Það er mín skoðun að aldrei eigi að vinna sæti á vinsældarlista með því að skorast undan í erfið- um málum. Það er sannfæring mín aó þaó sé ekki vænleg leið til ár- angurs aó sitja hjá þegar mikil- vægar ákvaróanir eru teknar í hin- um ýmsu málum. Stjómmál snú- ast um ábyrgð. Það er ábyrgðar- starf að vera valinn af þjóðinni til forystu í landsmálum. Þess vegna lít ég á stjómmálamenn sem starfsmenn þjóðarinnar, starfs- menn sem eiga að sinna sínu starfi af einurð og samviskusemi með hagsmuni allrar þjóóarinnar að leiðarljósi. Þar mega engar skoð- anakannanir eða vinsældalistar hafa áhrif á þau verk sem unnin eru. Það er mín sannfæring að framtíðarhagsmunir þjóðarinnar séu best tryggðir hjá þeim flokki sem baróist hetjulega fyrir einu mesta hagsmunamáli Islands í dag, EES samningnum. Þrátt fyrir mikla andstöóu margra ágætra stjómmálamanna tókst að ná fram þessu mikilvæga máli. Lækkaðir tollar á fullunnum sjávarafuróum hafa m.a. leitt til stóraukinna möguleika fullvinnslu sjávaraf- urða hjá fiskvinnlufyrirtækjum á landsbyggðinni. Akvæði í EES samningnum er nú það haldreipi sem stuðst er vió í hliðarsamningi Islands við ESB varðandi samstarfsverkefni aðild- arlanda ESB í félags- og mennta- málum. Það hefur ekki síst þýð- ingu fyrir fólk í framhaldsnámi og fatlaó fólk á íslandi. Eg vona að Norðlendingar allir séu sammála mér í því að ekkert mál er svo flókið að ekki eigi að eyða tíma í að kynna sér það ef þaö getur skipt máli fyrir framtíð- arhagsmuni okkar hér úti á Iandi og fyrir Islendinga sem þjóð. For- maóur okkar berst nú fyrir því meó aðstoó flokksfélaga sinna, að ég og þú fáum að kynna okkur mál sem allar lýðræðisþjóðir Evr- ópu hafa fengið að kynna sér, nema Island. Þetta er Evrópusam- bandsmálið. Málið sem mér og þér kemur víst ekkert við! Þrátt fyrir staðfasta stefnu Al- þýðuflokksins um að ekki muni koma til greina að semja um ESB aðild nema full yfírráð Islands yfir KA-heimilið v/Dalsbraut, sími 23482 Nýjar perur • Nýjar perur Komið í nýja og betrumbætta Ijósastofu KA-heimiIið, sími 23482 sjávarauðlindinni séu tryggð hafa ýmsir stjómmálamenn reynt að rangtúlka þessa einföldu stað- reynd og gera þetta mál tortryggi- legt í augum almennings. Hvers vegna gera þeir það? Um hvað snýst málið? Það snýst einfaldlega um þaó að fólk fái þær upplýsingar um þetta mikilvæga mál sem nauó- synlegt er aó hafa til þess að geta síóan myndað sér skoðun og tekið afstöðu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Það verður ekki Alþýðuflokkurinn eða Jón Baldvin sem mun ráða lokaniður- stöðu í þessu máli þó einhverjir reyni að setja það þannig fram. Þjóðin mun eiga síðasta oróió í þjóðaratkvæðagreiðslu ef sótt verður um aðild. Hvað er þá að óttast? Ég fékk ábendingu frá ónefnd- um þingmanni Framsóknarflokks- ins um að þetta mál þýddi ekki að gera að kosningamáli hér fyrir norðan. Ég spyr: Hvers vegna eru Norðlendingar ekki löngu búnir að fá upplýsingar um þetta mál svo að þeir geti í dag tekið þátt í umræðunni af þeim krafti sem venja er þegar hagsmunamál Anna Karólína Vilhjálmsdóttir. þeirra eru tekin fyrir? Það er vegna þess að ákveðnir þingmenn sem kjömir hafa verið til forystu í landsmálum okkar ákveða að þetta mál sé ekki á dagskrá. Samt er lífió á Islandi, framtíð okkar allra, á dagskrá í dag, eða hvað? Ég fæ ekki skilið hvers vegna það er tímaeyðsla að ræða mál sem varðar framtíðarhagsmuni þjóðarinnar og er þar Norðurland ekki undanskilió. Ég treysti full- komlega dómgreind Norðlendinga í þessu máli sem og öðmm og tel fulla ástæðu til þess aó þeir fái að segja sitt álit á því hvort þetta kemur þeim við eöa ekki. Flestir vita ekkert af þeim samstarfsverk- efnum sem í boði em á vegum ESB á sviði menntamála, málefna fatlaðra, jafnréttismála, atvinnu- mála, umhverfismála, ferðamála, neytendamála o.s.frv. Ykkur kem- ur þetta víst alls ekkert við Norð- lendingar. Þið kusuð stjómmála- mennina og þeim er treystandi til að ákveða þetta fyrir ykkur eða hvað? Ef ekki, hvers vegna spyrjið þið þá ekki spuminga um þetta mál og fáið svör við jæim sem þið sættið ykkur við. Ég sætti mig ekki við svar sem byggist á tilgát- um eða spámennsku. Eina raun- hæfa leiðin til þess að fá stað- reyndir á borðið er að kanna málið með aóildarviðræðum. Það er það eina sem ég veit með vissu í þessu leynilega máli sem kemur mér ekki við að mati flestra þing- manna kjördæmisins. Svona er lýðræðið á Islandi í dag! Ég mun reyna að leggja mig fram í starfi fyrir þann flokk sem ég treysti best fyrir minni framtíð. Ég veit ekki hvað þú ætlar að gera varðandi þína framtíð og þinnar fjölskyldu en bið þig um að kynna þér málið vel og vandlega með opnum huga áður en þú setur þitt lóð á vogarskálamar á kjördag. Það velur enginn framtíðina fyrir þig. Anna Karólína Vilhjálmsdóttir. Höfundur skipar 2. sæti lista Alþýðuflokksins á Noróurlandi eystra fyrir komandi Alþingis- kosningar. Hljóðbókaklúbburinn - nýr bókaklúbbur: Geftir út vandaðar og eigulegar hljóðbækur af ýmsum toga Hljóðbókaklúbburinn heitir nýr bókaklúbbur, sem eins og nafnið bendir til gefur út svonefndar hljóðbækur, þ.e. bækur sem lesnar eru inn á hljóðsnældur. Blindrafé- lagið er stofnandi og eigandi Hljóðbókaklúbbsins en það hefur einmitt um árabil gefið út hljóð- bækur fyrir almennan markað. Þar á meðal Islendingasögur, bama- bækur, spennusögur og bækur al- menns efnis. Hljóðbókaklúbburinn mun gefa út vandaðar og eigulegar bækur af ýmsum toga og mióað er við að út komi 6 bækur á ári, með 6-8 vikna millibili. Bækumar veröa ekki til sölu samtímis á almennum mark- aði og eru mun ódýrari en sam- bærilegar bækur í bókaverslunum. Þeir sem gerast félagar em ekki skuldbundnir til að kaupa allar út- gáfubækur klúbbsins og þær má afþakka með góðum fyrirvara. Hljóðbókaklúbburinn sendir út fréttasnældu til félaga sinna með kynningu á hverri útgáfubók og upplýsingum um aðra starfsemi klúbbsins. Hin kunna skáldsaga, Góði dátinn Svejk, er fyrsta útgáfubók Hljóð- bókaklúbbsins og það er Gísli Hall- dórsson sem ies. Hin kunna skáldsaga, Góði dát- inn Svejk, eftir Jaroslav Hazek í íslenskri þýðingu Karls Isfelds er fyrsta útgáfubók Hljóðbóka- klúbbsins. Það er Gísli Halldórs- son, leikari, sem les söguna en mörgum er eflaust í fersku minni útvarpslestur hans á þessari bráó- skemmtilegu sögu. Hljóðbóka- klúbburinn hefur samið við Gísla og Ríkisútvarpið um útgáfu lest- ursins á hljóðbók, sem kemur út í tveimur bindum. Seinna bindið kemur út síðar á árinu. Einnig fá stofnfélagar litla hljóóbók með lestri Davíós Stefánssonar frá Fagraskógi, úr eigin verkum. Hljóðbækur er ekki eitthvert sérstakt fyrirbæri sem ætlað er blindum og sjónskertum. Þær henta hverjum sem er. Þeir sem hafa komist í tæri við hljóðsnæld- ur eru yfirleitt sammála um aö þær geri þeim kleift að njóta góðra bóka í auknum mæli og við ýmsar aðstæður þar sem prentaðar útgáfur eru óhentugar. Allt sem þarf til er snældutæki og þau eru til á flestum heimilum. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar í Hljóðbókaklúbbnum geta haft samband í síma 568-7333. Úr fréttatilkynningu Verð miðað við staðgreiðslu er 1300* krónur fyrsta birting og hver endurtekning 400 krónur AUGLYSINGAR ■ RITSTJORN ■ DREIFING jjfj Á AKUREYRI 96-24222 mmF ÁHÚSAVÍK 96-41585

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.