Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 21. mars 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓHIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SlMFAX: 96-27639 ----LEIÐARI------------------------------------------------------------ Olíutitringur Tíðindi helgarinnar eru tvímælalaust kaup Olíu- Fákeppni hefur rikt tU fjölda ára á olíumark- félagsins hf. og Texaco á samtals 45 prósentum í aönum hér á landi og ekki verður séð að atburðir Olís. Olíufélagið eignast þar með ríflega þriðjung helgarinnar breyti þar miklu um. Hins vegar skal hlutabréfa í samkeppnisaðilanum. Það eitt eru ekki gert lítið úr þeirri fullyrðingu forsvarsmanna stóru tiðindin í þessum viðskiptum og þau vekja Olíufélagsins og Olís að þessi hlutabréfaviðskipti margar spurningar. leiði til lækkunar á eldsneytisverði. Neytendur Það er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvað búi munu að sjálfsögðu fylgjast vel með því að við að baki þessum kaupum. Forráðamenn félag- þessi orð verði staðiö. anna tveggja segja að skýringarnar séu við- Til fjölda ára hefur verið í giidi einskonar heið- skiptalegs eðlis, með kaupunum sé tryggð aukin ursmannasamkomulag milli oliufélaganna um hagkvæmni, ætlunin sé að setja á stofn sameig- skiptingu eldsneytismarkaðarins. Samkeppnin inlegt dreifingarfyrirtæki sem muni áður en iangt hefur verið í lágmarki. Athyglisvert er að olíufé- um iiður tryggja neytendum lækkað verð á elds- lögin hafa vaknað af værum blundi í kjöifar neyti. áhuga kanadískra Irwing-feðga á að hefja starf- Hér virðist vera um ekki ósvipaðan gjörning semi hér á landi. Fyrst tóku Skeljungur og Bón- að ræða og þegar Hagkaup keypti sig inn í Bón- us-Hagkaup höndum saman um eldsneytissölu us um árið. Á yfirborðinu er þetta ekki samruni og nú hafa keppinautarnir Olíufólagið hf. og Olís þessara tveggja olíufélaga en það er vissulega ruglað saman reitum. í báðum þessum tilfellum umdeilanlegt hversu virk samkeppni er á milli er greinilega um að ræða titring og ótta við utan- þeirra eftir að þau leggja saman og stofna til aðkomandi samkeppni. Vonandi verður af því að sameiginlegs dreifingarfyrirtækis. í ljósi þess er Irwing-oil hefji eldsneytissölu hér á landi. Þá harla ólíklegt að félögín fari í hart verðstríð á fyrst verður virk samkeppni á þessum markaði olíumarkaðnum. og neytendur njóta góðs af í lækkandi verði. íþróttaháskólann til Akureyrar Nú á dögunum var opinberuó sú hug- mynd menntamálaráóuneytisins aó sameina nokkra uppeldislega skóla á háskólastigi í Reykjavík. Meóal þeirra sem ætlað er að lendi í þeirri sameiningu er Iþróttakennaraskóli Is- lands að Laugarvatni. Vandséð er hvers vegna sá gamli og gróni skóli, sem áratugum saman hefur verið í einangruninni austur í sýslum syðra, á nú frekar samleið með uppeldislegum stofnunum á Reykjavíkursvæóinu en annars staðar. Háskólinn á Akureyri setti fyrir tæpum tveimur árum á stofn kennara- deild, sem einkum er ætlað að mennta grunnskólakennara, sem vonir standa til aó stefna muni til starfa í dreifbýli landsins ekki síður en á höfuðborgar- svæðinu. Nauðsyn er á aó kennara- deildin eins og aðrar deildir Háskól- ans á Akureyri vaxi og dafni og víkki út svið viófangsefna sinna. Því er einkar ákjósanlegt að yfírvöld Há- skólans og Akureyrarbæjar taki til verulega alvarlegrar athugunar hvort semja skuli við yfirvöld menntamála að Iþróttakennaraskóli Islands verði fluttur til Akureyrar og geróur að námsbraut við kennaradeild Háskól- ans á Akureyri. Aðstæður allar til að hafa íþrótta- kennaraskóla á Akureyri eru mjög góóar og aó mörgu leyti miklu betri, fjölbreyttari og fullkomnari en á höf- uðborgarsvæóinu eóa annars staóar á Suðurlandi. 1) í fyrsta lagi væri Iþóttakennar- skólinn góð og kærkomin viðbót við þá myndarlegu skólaflóru sem fyrir er í skólabænum Akureyri. 2) I öðru lagi má nefna aó hér á Ak- ureyri eru tvö, og veróa ef til vil bráðlega þrjú stór og myndarleg, ný og fullkomin íþróttahús með fullgildri keppnisaðstöóu fyrir mikinn hluta inniíþrótta þar sem jöfnum höndum eru stundaóar all- ar helstu boltaíþróttir og frjálsar íþróttir aó nokkru einnig. 3) I þriðja lagi má nefna að íþrótta- starf er hér á Akureyri óvenjufjöl- breytt og aðstaða fyrir nemendur íþróttakennaraskóla framúrskar- andi góð til að læra, kynna sér og taka þátt í marvíslegustu íþrótt- um. 4) I fjórða lagi er hér nærtæk og góð aðstaða til að kynna sér vetrar- íþróttir og taka þátt í þeim, bæði á Akureyri og í nágrannabæjum, bæði fimi á ís og í snjó. Mióstöð íslenskra vetraríþrótta er í Hlíðar- fjalli og ekki ósennilegt að hið myndarlega skautasvell undir bökkunum inni í bæ verói komió undir þak innan skamms. 5) I fimmta lagi er fyrirsjáanlegt, ef bæjaryfirvöld taka hendumar fljótlega úr vösunum, að hér á Akureyri verði einhver fullkomn- asta og glæsilegasta sundaðstaða á landinu, hvort heldur er til keppni eóa afþreyingar almenn- ings. 6) I sjötta lagi er hér á Akureyri unn- ið drjúgt starf í íþróttum fatlaðra og íþróttum aldraðra og slíkt hlýt- ur að vera nauðsynlegt íþrótta- nemum að kynnast. 7) I sjöunda lagi eru á Akureyri stór- ar og mjög vel búnar líkamsrækt- arstöðvar, þar sem stundaðar eru nútímalegar líkamsíþróttir við bestu aðstæóur. 8) í áttunda lagi eru á Akureyri góð- ar endurhæfingarstöðvar og fjöldi vel menntaðra sjúkraþjálfara meó mikla reynslu í meðferð íþrótta- meina. 9) I níunda lagi er á Pollinum vió Akureyri verið að byggja upp að- stöóu til vatnaíþrótta, meðal ann- ars bretta-, sjóskíöa- og siglinga- aðstöðu. 10) I tíunda lagi er á Akureyri mikió hestaíþróttastarf og aóstaða sífellt betri til þess, auk þess sem örstutt er að fara til að kynna sér hrossa- rækt og tamningar aó Hólum í Hjaltadal. 11) 1 ellefta lagi er á Jaðri vió Akur- eyri besti golfvöllur Islands og þar er unnið mikið og merkilegt starf á sviði golfiþróttarinnar. 12) I tólfta lagi er sífellt verió aó bæta aðstöðu til einstaklingsíþrótta og hópíþrótta að eigin vali, hlaup, skokk, hjólreiðar á summm auk skíðagöngu og fleira á sumrum, meðal annars á útiíþróttasvæóum vió Kjama og á bökkum Eyja- parðarár. 13) I þrettánda lagi em Akureyringar þegar mjög framarlega í ýmsum flugíþróttum, til dæmis fallhlífa- stökki og svifflugi, og hafa góða aðstöðu til þess við Flugstöð Þór- unnar hyrnu á Melgerðismelum. Þótt hér sé talið aðeins fátt af því mikla íþróttastarfi sem fram fer á Ak- ureyri má vera ljóst aó Akureyri er mikill íþróttabær og því tilvalinn staður fyrir íþróttaháskóla Islands, með allri þeirri aðstöðu og kjölfestu sem nauðsynleg er. Ekki væri auk heldur að efa að ef til þess kæmi að þessi skóli yrði á Akureyri fylgdu því töluverðar framkvæmdir, sem gerðu Sverrir Páll Erlendsson. „Það er ekki að efa að íþróttahá- skóli Islands á Ak- ureyri yrði ómet- anleg lyftistöng fyrir allt íþróttalíf á Islandi, ekki síst hinar dreifðu byggðir landsins.“ staðinn enn fullkomnari til þessa en hann er nú þegar. Spurt hefur veriö hvar íþróttahá- skóli íslands á Akureyri ætti að vera. Svarið við því er sáraeinfalt. Fyrirsjá- anlegt er að á allranæstu ámm verði starfsemi Háskólans á Akureyri að mestu komin að Sólborg, ýmist í þau hús sem þar em fyrir eða nýbygging- ar sem þar munu rísa. Þá stendur eftir autt, einmitt í hjarta íþróttanna á Ak- ureyri, núverandi hús Háskólans, gamli Iðnskólinn. Sundlaugin handan götunnar og Iþróttahöllin (Tunnan) sömuleiðis. KA-höllin í örskotsfjar- lægð. Skokkfæri að hestasvæðunum og golfvellinum svo og í Kjamaskóg, skákhúsið handan gatnamótanna, menntaskólamir innan seilingar auk gmnnskólanna á Brekkunni. Þetta gæti ekki verið ákjósanlegra. Þaó er ekki að efa aó Iþróttahá- skóli Islands á Akureyri yrði ómetan- leg lyftistöng fyrir allt íþróttrJíf á Is- landi, ekki síst hinar dreifðu byggðir landsins. Með því að tryggja aó skól- inn verði á Akureyri mætti jafnframt tryggja íþróttafélögum vítt og breitt um landið hæfa og vel menntaða þjálfara og skólunum vel menntaða kennara. Æska landsins á þetta skilið. Nú má vera ljóst að íþróttaháskóli Islands á Akureyri verður ekki til fyr- irhafnarlaust. Framundan er togstreita vió höfuóborgarsvæðið. Þess vegna er afskaplega nauðsynlegt að yfirvöld bæjarins og Háskólans á Akureyri grípi tafarlaust til allra þeirra krafta sem þau eiga til að tryggja megi að skólanum verði búinn staður hér, þar sem aóstæður eru bestar. Því fyrr sem hafist verður handa þeim mun minni hætta verður á því að suðvesturhomió gleypi þennan kost í einum munnbita. Sverrir Páll Erlendsson. Höfundur er kennari vió Menntaskólann á Akureyri. Kosníngabarátta krata Það er mjög áberandi í kosningabar- áttunni sem nú er hafin að kratar vilja eingöngu ræða aðild að Evr- ópusambandinu. Þeir vilja ekki ræða spillinguna og embættaveitingar sem þeir hafa staðið fyrir á kjörtímabil- inu, þeir vilja ekki ræða niðurskurð- inn í velferðarkerfinu, ekki atvinnu- leysið sem hefur þrefaldast í tíð nú- verandi ríkisstjómar og alls ekki nióurrif menntakerfisins sem þeir bera fulla ábyrgð á ásamt íhaldinu. Kratar hafa látið þau boð út ganga að nú skuli Islendingar láta af einangruninni og arka af stað í hinn óþrjótandi mannauð Evrópusam- bandsins. En hvað þýðir það fyrir lítið eyríki eins og Island, sem aflar megin þorra gjaldeyristekna sinna með fiskveiðum og vinnslu, að ganga í Evrópusambandið. Með inngöngu í ESB fæm yfirráð sjávar- útvegsmála til Bmssel og forræði yf- ir fiskimiðunum upp að 12 mílum. Árið 2002 á að vera búið að endur- skoða sjávarútvegsstefnu sambands- ins og ekki einu sinni víst að ríkin haldi forræði yfir 12 mílunum. Hugmyndir krata um að setja ákvæði um sameign á fiskimiðunum í stjómarskrá og fara síóan og semja „Hugmyndir krata um að setja ákvæði um sameign á físki- miðunum í stjórn- arskrá og fara síð- an og semja við ESB eru hlægileg- ar. Samkvæmt Rómarsáttmálan- um yrði auðlindin sameign Evrópu en ekki íslands.“ við ESB eru hlægilegar. Samkvæmt Rómarsáttmálanum yrði auðlindin sameign Evrópu en ekki Islands. Kratar treysta greinilega ekki sjálf- um sér, vilja binda hendur sínar fyr- irfram svo að þeir láti ekki fiskimið- in í hendur ESB. Rómarsáttmálanum yrði varla breytt fyrir Islendinga þar sem stærri þjóðir hafa ekki fengið fram breytingar. Bergur L. Guðmundsson. Núna ganga kratar um og dreifa fagurskreyttum glansbæklingum með evrópustjömubjartar lýsingar á myndaformi, svo kjósendur sjái dýrðina. Það er kannski lýsandi merki um þekkingu þeirra krata á evrópumálum að eini þjóðfáninn sem sést í myndaflóðinu er sá aust- ur-þýski. En eins og kunnugt er er Austur- Þýskaland ekki til lengur. Atkvæðafískerí í gruggugu vatni Þessa dagana reyna kratar að ganga í augun á trillukörlum og telja sig sér- staka vini þeirra. Þeir vilja lagfæra fiskveiðistjómina í þágu smábátaút- gerðar. Þetta er dálítið furðulegt þegar haft er í huga að kratamir hafa bráðum setið í ríkisstjóm í 8 ár. Þeir bera því fulla ábyrgð á öllum breyt- ingum sem gerðar hafa verið á stjóm fiskveiða allan þann tíma. Þeir hafa borið ábyrgð á því með Sjálfstæðis- flokknum að koma málum í gegnum þingið og þeir hafa fellt breytingar- tillögur frá Alþýðubandalaginu um lagfæringar í þágu smábátaútgerðar- innar. Þeir hafa hafnaó því á þingi að smábátar á aflamarki mættu velja um að komast inn í krókakerfið. Þeir hafa einnig sett sig á móti ýmsum breytingum sem átt hafa að leiða til jöfnunar á stöðu bátaútgerðarinnar. Málflutningur Alþýðuflokksins, spilltasta flokksins á Islandi, er því sýndarmennska í þessu eins og öóm. Bergur L. Guðmundsson. Höfundur er meðlimur í Verðandi og situr í mið- stjóm Alþýóubandalagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.