Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 21.03.1995, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. mars 1995 - DAGUR - 11 Framsóknarflokkurinn Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- um DV telur tæplega helmingur kjósenda skoðanir sínar hvorki teljast til hægri né vinstri heldur vera á miðju íslenskra stjómmála. Spurt var „Hvar telur þú þig standa í pólitík, til hægri, í miðj- unni eða til vinstri?“ Langstærsti hópurinn taldi sig vera í miðjunni eða 44,5%. Þetta er athyglisverð niður- staða, ekki síst þar sem flokkamir lengst til vinstri og hægri hafa verið iðnir við að reyna að gera lítið úr pólitíkinni á miójunni og er þá oft gripið til þess ráðs að tala um opinn flokk í báða enda. Framsóknarflokkurinn, eini íslenski stjórnmálaflokkur- inn á miðjunni Þaó kemur einnig fram í áður- nefndri skoðanakönnun að miðju- menn eru flestir í Framsóknar- flokknum en yfirgnæfandi meiri- hluti stuðningsmanna hans skil- greinir sig á miðjunni, eða 67,6%. A meðal alþýðubandalagsmanna em miðjumenn fæstir eða einung- is 10%. Þaó er athyglisvert að mínu mati aó einungis 27,3% kvennalistakvenna telur sig vera á miójunni, en 72,7% til vinstri. Eft- ir að hafa unnið með kvenna- listakonum á Alþingi hefur mér fundist að skoðanir þeirra hafi í mjög mörgum tilfellum fallið bet- ur að skoðunum Framsóknar- flokksins en Alþýðubandalags. Það er líka staðreynd að það er eðli kvenna að velta hlutunum fyr- ir sér frá ýmsum hliðum áður en tekin er ákvöróun en karlar eru frekar fastir í „kreddum“ og fyrir- fram ákveðnum skoðunum. Kostir miðjuflokka Framsóknarflokkurinn hefur skil- greint sig sem frjálslyndan um- bótasinnaðan flokk. Hann hefur tekið þátt í alþjóðasamstarfi frjáls- lyndra flokka og var heimsþing þeirra samtaka haldið hér á Islandi sl. haust undir stjóm Framsóknar- flokksins. I norrænu samstarfi tek- ur flokkurinn þátt í flokkahóp miðjuflokka, sem er næststærsti flokkahópurinn innan Norður- landaráðs, næstur á eftir krötum. Mín skoóun er sú að aðalkostur Framsóknarflokksins sé sá að í hans stefnu rúmast bæði það aó styðja öflugt atvinnulíf og eins hitt að vera félagshyggjuflokkur. Vandamál Alþýðubandalagsins Það hefur verið mjög ábcrandi upp á síðkastið að Alþýðubanda- lagið hefur verið að reyna aö koma þeim skilaboðum til fólks að Framsóknarflokkurinn sé ekki Valgerður Sverrisdóttir. félagshyggjuflokkur. Það geti ekki farið saman að vera félagshyggju- flokkur og miðjuflokkur. A sama tíma er Alþýðubandalagið aö reyna að losa sig við „komma- stimpilinn“ og rauða litinn og far- ið að gefa út grænar bækur. En eins og allir vita þá hafa fram- sóknarmenn notað græna litinn sem tákn og eru flestir landsmenn meðvitaðir um það. Skýringuna á þessu er e.t.v. að finna í því að nú- verandi formaður Alþýðubanda- lagsins var áður framsóknarmaður og hefur ekki gleymt uppruna sín- Friðun hrygningarþorsks á vetrarvertíð 1995 - allar veiðar bannaðar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki fyrir Norðuriandi Sjávarútvegsráðuneytið hefúr geflð út reglugerð vegna friðun- ar hrygningarþorsks á vetrar- vertíð 1995 en frá klukkan 20.00 þriðjudaginn 11. aprfl til klukk- an 10.00 árdegis miðvikudaginn 26. apríl eru allar veiðar bann- aðar á stóru svæði fyrir Suður- og Vesturlandi á svæði sem að austan markast af línu sem er dregin réttvísandi í austur frá Stokksnesi austan Hornafjarðar og að vestan af línu sem er dreg- in frá Skorarvita á Rauðasandi við Breiðafjörð. Á sama tíma eru allar veiðar bannaðar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki meginlandsins fyrir Norður- og Austurlandi, frá Homi að Stokksnesi. Heimilt er að stunda allar veiðar, þ.m.t. neta- veiðar utan bannsvæðanna og inn- an bannsvæðanna er þeim heimilt að stunda hrognkelsaveiðar, inn- fjarðarrækjuveiðar, hörpudisk- veiðar og ígulkeraveiðar, sem til þess hafa tilskilin leyfi. GG MINNINC íþ Hólmfríður Ehrat Fædd 15. janúar 1931 - Dáin 9. mars 1995 Nú þegar vió sjáum á eftir Hólm- fríði Ehrat á Hallfríðarstöðum, þá þykir mér tilhlýðilegt að þakka henni gott og óeigingjamt starf í þágu Bægisársóknar sem sóknar- nefndarformanns og safnaðarfull- trúa til margra ára, og góða við- kynningu. Hólmfríður var jákvæð og tillögugóð manneskja, víðsýn og hugmyndarík, frumleg og ódeig til allra mála sem henni þótti til framfara. Hún var rögg- söm og óhrædd til nýjunga í mál- efnum kirkjunnar enda alin upp á stað þar sem jákvæð viðhorf ríktu til kirkju og kristni. Búseta hennar erlendis víkkaði sjóndeildarhring- inn, gerði hana að heimskonu sem gaman var aó hitta og tala við, hvort sem var á fundum um safn- aðaruppbyggingu, sóknamefndar- fundum, í kirkju, á fömum vegi eða heima í eldhúsi eóa stofu á Hallfríðarstöðum. Hún hélt heims- borgaranum í sér vió með störfum að ferðamálum, sá um aðföng fyr- ir erlenda laxveiðimenn á sumrum hér austur í sýslum, var sjálf með sumarhús fyrir gesti í túninu heima, hús sem hún sýndi manni stolt og af mikilli ánægju. Veik- indi hennar stóðu yfir í þó nokk- um tíma, en það var eins og hún vildi gera sem minnst úr þeim, hélt alltaf í vonina. Það var eins og hún vildi, að maður geymdi í minningunni um hana myndina af henni eins og hún var sem hress- ust. Eða var það kannski bara maður sjálfur sem vildi hafa myndina þannig? Guó blessi minningu hennar og gefi fólkinu hennar styrk í sorg þeirra og sökn- uði. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Möðruvöllum. Miðjuflokkur „Ég tók einnig þátt í því að fella við- reisnarstjórnina sálugu og er stolt af. Núna ríkir sams konar ríkis- stjórn í þessu landi. Ríkisstjórn, sem er höll undir markaðshyggju og gefur velferðar- kerfínu langt nef.“ um. Auk þess hefur hann senni- lega aldrei kunnað nægilega vel við sig í Alþýðubandalaginu. Hvað er félagshyggjuflokkur? Til þess að skilgreina í stuttu máli hvað það er að vera félagshyggju- flokkur er kannski einfaldast að bera okkar þjóðfélag saman vió Bretland. Þar hafa íhaldsmenn ráðið rikjum og Thatcher-ismi vaóið uppi, sem byggir fyrst og fremst á óheftri markaðshyggju. Stjómvöld láta sig velferð með- bræðra og systra litlu varða og samhjálp er í lágmarki. Hér á landi hefur tekist að byggja upp velferðarþjóðfélag á þeim 20 ár- um, sem Framsóknarflokkurinn var aðili að ríkisstjómum. Þar hef- ur félagshyggjan fengið aó njóta sín og velferð samborgaranna skipt miklu máli. Viðreisnarstjórnin felld 1971 Eg hef oft velt því fyrir mér í hvers komar þjóðfélagi við byggj- um í dag ef ekki hefði tekist að fella svokallaða viðreisnarstjóm, stjóm Sjálfstæðisflokks pg Al- þýðuflokks, árið 1971. í þeim kosningum kaus ég í fyrsta skipti til Alþingis. Mér er það mjög minnisstætt að mér fannst það stór ákvörðun að taka afstöðu. Ég kaus Framsóknarflokkinn að vel yfir- lögðu ráði. Ég tók einnig þátt í því að fella viðreisnarstjórnina sálugu og er stolt af. Núna ríkir sams konar ríkisstjóm í þessu landi. Ríkisstjóm, sem er höll undir markaðshyggju og gefur velferó- arkerfinu langt nef. Við skulum fella þessa ríkis- stjóm í kosningunum 8. apríl. Valgerður Sverrisdóttir. Höfundur er alþingismaóur og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokks í Noröurlandskjördæmi eystra fyrir komandi kosningar. VINNIN LAUGA (Í2)( (21 GSTÖLUR RDAGINN . 18.03.1995 ; VT>fOOÁ íæyy VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 ar 5 2 7.508.460 0 4af 5/7 Plús ^ ®P 10 105.970 3. 4 al 5 272 6.720 4. 3a(5 8.714 480 Heildarvlnningsupphæð: 22.087.180 Framhaldsstofnfundur ferðamálasamtaka fyrir Norður-Þingeyjarsýslu, Bakkafjörð og Vopna- fjörð verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði í Vopnafirði laugardaginn 25. mars kl. 14.00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Samþykktir samtakanna 2. Stjórnarkjör 3. Kosning endurskoðenda 4. Umræður um ferðamál: Frummælendur: Þóróur Höskuldsson, ferðamálafulltrúi Þingeyjarsýslna og Kristófer Ragnarsson, ferðamálafulltrúi Austurlands. Að framsöguerindum loknum eru almennar umræður um ferðamál. 5. Önnur mál Undirbúningsstjórn. KVENNALISTINN Pilsaþytur út með Firði - V-listinn á ferð Dalvikingar - Loksins, loksins Þó oss villi vetrarhríð váknar snilli í Lundi. Bráður kernur betri tíð þá birtumst við á fundi. Höft Ninna Fundur í kvöld á Pizza 67 P.S. Safnarar, höfum til sölu penna, spil og fleira. Gamla Lundi Símar 27522 og 23384. KVENNALISTINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.