Dagur

Ulloq
  • Qaammatit siuliiMarch 1995Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagur - 21.03.1995, Qupperneq 11

Dagur - 21.03.1995, Qupperneq 11
Þriðjudagur 21. mars 1995 - DAGUR - 11 Framsóknarflokkurinn Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- um DV telur tæplega helmingur kjósenda skoðanir sínar hvorki teljast til hægri né vinstri heldur vera á miðju íslenskra stjómmála. Spurt var „Hvar telur þú þig standa í pólitík, til hægri, í miðj- unni eða til vinstri?“ Langstærsti hópurinn taldi sig vera í miðjunni eða 44,5%. Þetta er athyglisverð niður- staða, ekki síst þar sem flokkamir lengst til vinstri og hægri hafa verið iðnir við að reyna að gera lítið úr pólitíkinni á miójunni og er þá oft gripið til þess ráðs að tala um opinn flokk í báða enda. Framsóknarflokkurinn, eini íslenski stjórnmálaflokkur- inn á miðjunni Þaó kemur einnig fram í áður- nefndri skoðanakönnun að miðju- menn eru flestir í Framsóknar- flokknum en yfirgnæfandi meiri- hluti stuðningsmanna hans skil- greinir sig á miðjunni, eða 67,6%. A meðal alþýðubandalagsmanna em miðjumenn fæstir eða einung- is 10%. Þaó er athyglisvert að mínu mati aó einungis 27,3% kvennalistakvenna telur sig vera á miójunni, en 72,7% til vinstri. Eft- ir að hafa unnið með kvenna- listakonum á Alþingi hefur mér fundist að skoðanir þeirra hafi í mjög mörgum tilfellum fallið bet- ur að skoðunum Framsóknar- flokksins en Alþýðubandalags. Það er líka staðreynd að það er eðli kvenna að velta hlutunum fyr- ir sér frá ýmsum hliðum áður en tekin er ákvöróun en karlar eru frekar fastir í „kreddum“ og fyrir- fram ákveðnum skoðunum. Kostir miðjuflokka Framsóknarflokkurinn hefur skil- greint sig sem frjálslyndan um- bótasinnaðan flokk. Hann hefur tekið þátt í alþjóðasamstarfi frjáls- lyndra flokka og var heimsþing þeirra samtaka haldið hér á Islandi sl. haust undir stjóm Framsóknar- flokksins. I norrænu samstarfi tek- ur flokkurinn þátt í flokkahóp miðjuflokka, sem er næststærsti flokkahópurinn innan Norður- landaráðs, næstur á eftir krötum. Mín skoóun er sú að aðalkostur Framsóknarflokksins sé sá að í hans stefnu rúmast bæði það aó styðja öflugt atvinnulíf og eins hitt að vera félagshyggjuflokkur. Vandamál Alþýðubandalagsins Það hefur verið mjög ábcrandi upp á síðkastið að Alþýðubanda- lagið hefur verið að reyna aö koma þeim skilaboðum til fólks að Framsóknarflokkurinn sé ekki Valgerður Sverrisdóttir. félagshyggjuflokkur. Það geti ekki farið saman að vera félagshyggju- flokkur og miðjuflokkur. A sama tíma er Alþýðubandalagið aö reyna að losa sig við „komma- stimpilinn“ og rauða litinn og far- ið að gefa út grænar bækur. En eins og allir vita þá hafa fram- sóknarmenn notað græna litinn sem tákn og eru flestir landsmenn meðvitaðir um það. Skýringuna á þessu er e.t.v. að finna í því að nú- verandi formaður Alþýðubanda- lagsins var áður framsóknarmaður og hefur ekki gleymt uppruna sín- Friðun hrygningarþorsks á vetrarvertíð 1995 - allar veiðar bannaðar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki fyrir Norðuriandi Sjávarútvegsráðuneytið hefúr geflð út reglugerð vegna friðun- ar hrygningarþorsks á vetrar- vertíð 1995 en frá klukkan 20.00 þriðjudaginn 11. aprfl til klukk- an 10.00 árdegis miðvikudaginn 26. apríl eru allar veiðar bann- aðar á stóru svæði fyrir Suður- og Vesturlandi á svæði sem að austan markast af línu sem er dregin réttvísandi í austur frá Stokksnesi austan Hornafjarðar og að vestan af línu sem er dreg- in frá Skorarvita á Rauðasandi við Breiðafjörð. Á sama tíma eru allar veiðar bannaðar innan þriggja sjómílna frá fjörumarki meginlandsins fyrir Norður- og Austurlandi, frá Homi að Stokksnesi. Heimilt er að stunda allar veiðar, þ.m.t. neta- veiðar utan bannsvæðanna og inn- an bannsvæðanna er þeim heimilt að stunda hrognkelsaveiðar, inn- fjarðarrækjuveiðar, hörpudisk- veiðar og ígulkeraveiðar, sem til þess hafa tilskilin leyfi. GG MINNINC íþ Hólmfríður Ehrat Fædd 15. janúar 1931 - Dáin 9. mars 1995 Nú þegar vió sjáum á eftir Hólm- fríði Ehrat á Hallfríðarstöðum, þá þykir mér tilhlýðilegt að þakka henni gott og óeigingjamt starf í þágu Bægisársóknar sem sóknar- nefndarformanns og safnaðarfull- trúa til margra ára, og góða við- kynningu. Hólmfríður var jákvæð og tillögugóð manneskja, víðsýn og hugmyndarík, frumleg og ódeig til allra mála sem henni þótti til framfara. Hún var rögg- söm og óhrædd til nýjunga í mál- efnum kirkjunnar enda alin upp á stað þar sem jákvæð viðhorf ríktu til kirkju og kristni. Búseta hennar erlendis víkkaði sjóndeildarhring- inn, gerði hana að heimskonu sem gaman var aó hitta og tala við, hvort sem var á fundum um safn- aðaruppbyggingu, sóknamefndar- fundum, í kirkju, á fömum vegi eða heima í eldhúsi eóa stofu á Hallfríðarstöðum. Hún hélt heims- borgaranum í sér vió með störfum að ferðamálum, sá um aðföng fyr- ir erlenda laxveiðimenn á sumrum hér austur í sýslum, var sjálf með sumarhús fyrir gesti í túninu heima, hús sem hún sýndi manni stolt og af mikilli ánægju. Veik- indi hennar stóðu yfir í þó nokk- um tíma, en það var eins og hún vildi gera sem minnst úr þeim, hélt alltaf í vonina. Það var eins og hún vildi, að maður geymdi í minningunni um hana myndina af henni eins og hún var sem hress- ust. Eða var það kannski bara maður sjálfur sem vildi hafa myndina þannig? Guó blessi minningu hennar og gefi fólkinu hennar styrk í sorg þeirra og sökn- uði. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Möðruvöllum. Miðjuflokkur „Ég tók einnig þátt í því að fella við- reisnarstjórnina sálugu og er stolt af. Núna ríkir sams konar ríkis- stjórn í þessu landi. Ríkisstjórn, sem er höll undir markaðshyggju og gefur velferðar- kerfínu langt nef.“ um. Auk þess hefur hann senni- lega aldrei kunnað nægilega vel við sig í Alþýðubandalaginu. Hvað er félagshyggjuflokkur? Til þess að skilgreina í stuttu máli hvað það er að vera félagshyggju- flokkur er kannski einfaldast að bera okkar þjóðfélag saman vió Bretland. Þar hafa íhaldsmenn ráðið rikjum og Thatcher-ismi vaóið uppi, sem byggir fyrst og fremst á óheftri markaðshyggju. Stjómvöld láta sig velferð með- bræðra og systra litlu varða og samhjálp er í lágmarki. Hér á landi hefur tekist að byggja upp velferðarþjóðfélag á þeim 20 ár- um, sem Framsóknarflokkurinn var aðili að ríkisstjómum. Þar hef- ur félagshyggjan fengið aó njóta sín og velferð samborgaranna skipt miklu máli. Viðreisnarstjórnin felld 1971 Eg hef oft velt því fyrir mér í hvers komar þjóðfélagi við byggj- um í dag ef ekki hefði tekist að fella svokallaða viðreisnarstjóm, stjóm Sjálfstæðisflokks pg Al- þýðuflokks, árið 1971. í þeim kosningum kaus ég í fyrsta skipti til Alþingis. Mér er það mjög minnisstætt að mér fannst það stór ákvörðun að taka afstöðu. Ég kaus Framsóknarflokkinn að vel yfir- lögðu ráði. Ég tók einnig þátt í því að fella viðreisnarstjórnina sálugu og er stolt af. Núna ríkir sams konar ríkisstjóm í þessu landi. Ríkisstjóm, sem er höll undir markaðshyggju og gefur velferó- arkerfinu langt nef. Við skulum fella þessa ríkis- stjóm í kosningunum 8. apríl. Valgerður Sverrisdóttir. Höfundur er alþingismaóur og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokks í Noröurlandskjördæmi eystra fyrir komandi kosningar. VINNIN LAUGA (Í2)( (21 GSTÖLUR RDAGINN . 18.03.1995 ; VT>fOOÁ íæyy VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 ar 5 2 7.508.460 0 4af 5/7 Plús ^ ®P 10 105.970 3. 4 al 5 272 6.720 4. 3a(5 8.714 480 Heildarvlnningsupphæð: 22.087.180 Framhaldsstofnfundur ferðamálasamtaka fyrir Norður-Þingeyjarsýslu, Bakkafjörð og Vopna- fjörð verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði í Vopnafirði laugardaginn 25. mars kl. 14.00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Samþykktir samtakanna 2. Stjórnarkjör 3. Kosning endurskoðenda 4. Umræður um ferðamál: Frummælendur: Þóróur Höskuldsson, ferðamálafulltrúi Þingeyjarsýslna og Kristófer Ragnarsson, ferðamálafulltrúi Austurlands. Að framsöguerindum loknum eru almennar umræður um ferðamál. 5. Önnur mál Undirbúningsstjórn. KVENNALISTINN Pilsaþytur út með Firði - V-listinn á ferð Dalvikingar - Loksins, loksins Þó oss villi vetrarhríð váknar snilli í Lundi. Bráður kernur betri tíð þá birtumst við á fundi. Höft Ninna Fundur í kvöld á Pizza 67 P.S. Safnarar, höfum til sölu penna, spil og fleira. Gamla Lundi Símar 27522 og 23384. KVENNALISTINN

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar: 56. tölublað (21.03.1995)
https://timarit.is/issue/209641

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

56. tölublað (21.03.1995)

Iliuutsit: