Dagur - 21.03.1995, Page 8

Dagur - 21.03.1995, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 21. mars 1995 ÍÞRÓTTIR SÆVAR HREIÐARSSON Urslitakeppni 2. deildar í handbolta: Markverðir Þórs í aðalhlut- verkinu í stórsigri á Fýlki Þórsarar unnu góðan sigur á Fylkismönnum í úrslitakeppni 2. deildar í handbolta í íþrótta- höllinni á Akureyri sl. sunnu- dagskvöld. Lokatölur leiksins urðu 30:19, eftir að staðan í hálf- leik var 15:12 heimamönnum í vil. Markverðir Þórs, þeir Her- mann Karlsson og Steingrímur Pétursson, komu mikið við sögu og áttu drjúgan þátt í þessum stóra sigri. Sigurinn kemur þó helst til seint og það er ljóst að liðið leikur áfram í 2. deild á næsta kcppnistímabili. „Möguleiki okkar á l.deildar- sæti er úr sögunni en við erum samt að reyna að hafa gaman aö þessu. Góð vöm og markvarsla var lykillinn aö þessum sigri og þá gengu hraðaupphlaupinn vel. Við eigum eftir aö spila gegn Gróttu og Fram og við stefnum aó sigri í báðum leikjunum enda er miklu skemmtilegra að vinna,“ sagði Sævar Ámason, fyrirliði Þórs, eft- ir Ieikinn. Jafnræði var með liðunum fram í miðjan fyrri hálfleik en þá tóku Þórsarar kipp og náðu fjögurra marka forystu, 11:7 og 13:9. í hálfleik var munurinn þrjú mörk, 15:12. í síöari hálfleik dró hægt og sígandi í sundur með liðunum og þegar flautaó var til leiksloka, var munurinn 11 mörk, 30:19. Sem fyrr sagði voru markverðir Þórs í aðalhlutverkinu, Hermann varði 13 skot en Steingrímur ein 10 skot og þar af 5 vítaköst. Þá átti Sævar Ámason, einnig mjög góðan leik og Geir Kristinn Aðal- steinsson átti góða spretti. Hjá Fylki bar mest á markveróinum Sebastian Alexander en hann varði ein 17 skot og þar af 2 víta- köst. Mörk Þórs: Sævar Amason 11, Geir Kristinn Aðalsteinsson 8, Páll V. Gísla- son 5, Ingólfur Samúelsson 3 og Jón Kjartan Jónsson 3. Mörk Fylkis: Axel Axelsson 5, Her- mann Þór Erlingsson 3. Pétur Pedersen 3, Eyþór Einarsson 2, Styrmir Sigurósson 2, Gylfi Birgisson 2 og Ragnar Jónasson 2. Dómarar: Valgeir Omarsson og Siguró- ur Ólafsson, dæmdu ágætlega. Handbolti: Eyjamenn í 1. deild Eyjamenn hafa endurheimt sæti sitt í 1. deild íslands- mótsins í handknattlcik, eftir góðan sigur á Fram í Eyjum á sunnudag, 21:20. Grótta lagði Breiðblík að veUi 24:22 og stendur einnig vel að vígi. Eyjamenn hafa 14 stig eftir 7 leiki í úrslitakeppni 6 efstu liða 2. deildar en Grótta er með 13 stig eftir 8 lciki. Framarar eiga fræðilega möguleika á sæti í 1. deild cn liðið er með 9 stig og á tvo leiki eftir eins og Grótta. Breiðablik er með 8 stig, Fylkir 6 stig og Þór 3 stig. •• Fer Þorvaldur Orlygsson i japönsku knattspyrnuna? - allar líkur á því að hann fari frá Stoke í vor - Lárus Orri Sigurðsson fær góða dóma Sævar Arnason, fyrirliði Þórs, átti mjög góðan leik með iiði sínu gegn Fylki á sunnudaginn og skoraði alls 11 mörk. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Mynd: KK Flest bendir til þess að Þorvald- ur Örlygsson, yfirgefi herbúðir Stoke í vor og þá ekki síst ef Lou Macari verður þar áfram við stjórnvölinn. Fjölmörg félög hafa verið nefnd til sögunnar, sem áhuga hafa á piltinum. Þar á meðal eru öll nema þrjú efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni og þá er einnig möguleiki á því að Þorvaldur leiki knattspyrnu með japönsku Iiði. „Eg hef litla trú á því að ég leiki áfram meó Stoke að loknu þessu keppnistímabili. Macari KA fór ekki í blakleikina gegn HK: HK dæmdur sigur - leikirnir þó líklega endurteknir Blaklið KA í karla- og kvennaflokki áttu að leika gegn HK á sl. laugardag en þar sem landleiðin var með öllu ófær fóru liðin hvergi. Flugfært var milli Akureyrar og Reykjavíkur á laugardaginn, a.m.k. hluta dagsins, og því var litið svo á að liðin hafi enga afsökun haft fyrir því að mæta ekki. Dómarar flautuðu Icikina af og HK vann 3:0 sigur í báðum flokkum. KA- menn voru ekki sáttir við þessi málalok og um miðjan dag í gær var ekki komin niðurstaða í máiið. Allt benti þó til þess að leikirnir færu fram að nýju. „Við höfum keyrt í alla okkar leiki í vetur og þaó segir hvergi í reglum aó menn eigi að fljúga. Landleiðin var kolófær og ekki var hægt að fá flugfar á laugar- dagsntorgun vegna þess að þar á bæ voru menn að koma farþegum í flug sem beðið höfðu allt frá því á fimmtudaginn. Það var því strax ljóst að við myndum ekki komast fyrr en líða tæki á daginn. Vió höfum átt í vióræðum viö Blak- sambandið og mótanefnd og mér heyrist vilji vera til þess aó leysa þetta mál,“ sagöi Stefán Magnús- son, hjá blakdeild KA, aðspurður um viðbrögð KA-manna. Bjöm Guðbjömsson, formaður Blaksambandsins, sagðist í sam- tali við Dag um miðjan dag í gær vera nokkuð viss um að málið yrði afgreitt á þann hátt að leikim- ir myndu fara fram strax um næstu helgi. Ekki væri búið að ræða við HK um málió en Blak- sambandið og mótanefnd vildi leysa málið á þann hátt. SV HM-getraun Dags og HM '95 miðasölu 47 dagar fram að HM íslendingar unnu siaur á Pólverjum í úrslitum B-keppninnar 1989. Hvar fór sú keppni fram? ( ) Þýskalandi. ( ) Spáni. ( ) Frakklandi. Krossiö viö rétt svar og sendiö seðilinn til: Dagur - HM-getraun, Strandgata 31, 600 Akur- Miðvikudaginn 29. mars verður dregið úr réttum lausnum fyrir dagana 18., 21., 22., 23., og 24. mars og nöfn vinningshafa birt í blaðinu fimmtudaginn 30. mars. Vinningshafi hvers dags fær að launum HM-bol og minja- gripi vegna HM-95. Auk þess verða lausnarmiðar 18., 21., 22., 23. og 24 mars settir í pott og úr honum dregn- * Símanúmer HM '95 miðasölu: 96-12999 ir tveir miðar. Hinir heppnu fá hvor um sig tvo miða einn leikdag (þrjá leiki) í D-riðli HM '95 á Akureyri. Þátttakendur geta sent lausnarseðla í umslagi fyrir hvern dag en einnig er heimilt að senda lausnarseðla fyrir fyrstu fimm daga getraunarinnar í einu umslagi. Það skal ítrekað að fyrsti útdráttur verður miðvikudaginn 29. mars. hefur líst því yfir að hann ætli að jaRF* \ bjóða mér nýjan i samning en ég tel 99,9% líkur á í t j því að ég verói ekki hér áfram,“ § M. sagði Þorvaldur í samtali við Dag. 14 w „Það hefur komið til tals að ég fari til Japan en tímabilið þar hefst 6. maí svo ég veit ckki hvaó verð- ur úr því. Það er hins vegar mjög spennandi aó fara til Japan og það er hlutur sem gæti verió dauður þegar tímabilið hér er búið og það verður bara aö koma í ljós hvort klúbburinn er tilbúinn að láta mig fara.“ Viðskipti Brian Clough í rannsókn I bresku blaði á sunnudaginn kem- Körfubolti: Kristinn í landsl iðshópinn Torfi Magnússon, landsliðsþjálf- ari í körfubolta, hefur valið Kristinn Friðriksson, leikmann Þórs, í 19 manna landsliðshóp sinn sem tilkynntur var á föstu- dag en Krístinn var ekki í síð- asta landsliðshópi. Þá er Hinrik Gunnarsson, leikmaður Tinda- stóls í landsliðshópnum. Framundan eru stór verkefni hjá landsliöinu, m.a. þátttaka í undankeppni Evrópumótsins í Sviss og Smáþjóðaleikamir í Lúx- emborg. Liðið verður erlendis samfleytt í 16 daga og leikur 11 leiki á 13 dögum. Landsliöshópur Torfa er skip- aður eftirtöldum leikmönnum: Brynjar K. Sigurðsson, IA Falur Harðarson, KR Guðjón Skúlason, UMFG Guðmundur Bragason, UMFG Herbert Arnarsson, IR Hermann Hauksson, KR Hinrik Gunnarsson, UMFT Ingvar Ormarsson, KR Jón Amar Ingvarsson, Haukum Jón Kr. Gíslason, IBK Kristinn Friðriksson, Þór Magnús Matthíasson, Val Marel Guðlaugsson, UMFG Nökkvi Már Jónsson, UMFG Pétur Ingvarsson, Haukum Sigfús Gizurarson, Haukum Teitur Örlygsson, UMFN Tómas Holton, UMFS Valur Ingimundarson, UMFN. ur fram að verið er að rannsaka fimm samninga sem Brian Clo- ugh, fyrrum framkvæmdastjóri Nottingham Forest gerði, m.a. samninginn sem gerður var við KA, vegna Þorvalds Örlygssonar. Bókhaldarar Forest hafa gefið út skýrslu, þar sem farið er yfir fjár- mál félagsins sl. 8 ár. „í desember 1989 var íslend- ingurinn Toddi Örlygsson keyptur til Forest frá áhugamannaliðinu KA Akureyri. Þar var samþykkt verð 174.000 pund en í atvinnu- leyfi leikmannsins kemur fram að íslenska félagið fékk aðeins 150.000 pund og er ekki vitað hvað varð um hin 24.000 pundin,“ segir m.a. í enska blaðinu Ex- pressen um þetta mál. Rannsóknin beinist ekki að Þorvaldi eða KA, heldur einvörð- ungu að Brian Clough og formað- ur ensku úrvalsdeildarinnar, lofaði að málið yrði skoóað strax í ljósi nýrra sannana. „Það var allt gert rétt bæði hjá mér og KA og ég á því ekki von að málið tengist mér meira og það er ekki verið að fela neitt af okkar hendi,“ sagói Þor- valdur. Lárus Orri gerir það gott Lárus Orri Sigurðsson, var valinn maður leiksins gegn Reading á laugardag og hefur hann staðið sig mjög vel með Stoke að undan- fömu. Honum var hælt á hvcrt reipi eftir nágrannaslaginn við Port Vale í síðustu viku og Lou Macari, framkvæmdastjóri Stoke, hefur látið fögur orð falla um þennan nýja leikmann sinn frá ís- landi. Íshokkí: Leikjum SA og Bjarnarins frestað Ekkert varð af úrslitaleikjum Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins í íshokkí á Akureyri um helgina, vegna veðurs og ófærðar. Lið þarf tvo sigra þarf til að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn og SÁ sem hefur haft mikla yfir- burði í vetur stefnir að sigri í tveimur leikjum. Stefnt er að því að SA haldi suður á bóginn á morgun og leiki gegn Biminum og gangi það eftir, fer annar leikur liðanna fram á Akureyri á laugar- daginn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.