Dagur - 23.03.1995, Page 1

Dagur - 23.03.1995, Page 1
Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Orlofshúsin í Kjarnaskógi: Samið við Sauðkrækinga og Akureyringa um smíði 10 húsa Samið hefur verið um smíði fyrstu 10 húsanna í orlofs- húsahverfið við Kjarnaskóg. Það eru sem kunnugt er Úrbótar- menn hf. á Akureyri beita sér fyrir þessari framkvæmd og verða húsin síðan seld öðrum. Það voru alls 19 aðilar sem buðu í smíði húsanna og nú hefúr ver- ið samið við þá aðila sem áttu tvö lægstu tilboðin. Húsin sem um ræðir eru 55 fermetrar. Verða þau smíðuð hjá tilboðsað- ilum og síðan flutt á sinn stað í heilu lagi. Að sögn Sveins Heið- ars Jónssonar, eins Úrbótar- manna, verður gatnagerð og undirstöður húsanna boðnar út innan tiðar. Lægsta tilboðið kom frá þrem- ur aðilum á Sauðárkróki: Tré- smiðjunni Borg/Friðriki Jóns- syni/Trésmiðjunni Eik sf„ í alls 10 hús. Næst lægsta tilboðið kom frá aðilum á Akureyri, en þar tóku sig saman Friðrik Jónsson, Viðar Þor- steinsson, Guðmundur Jóhannsson og Ingólfur Hermannsson. Fyrir- Vélsmiðjan Vík hf. á Grenivík: Mikið um fyrirspurnir um snióblásara Vélsmiðjan Vík hf. á Greni- vík hefur framleitt snjóblás- ara til notkunar á dráttarvélar, sem best nýtast með þrítengi- beisli beint framan á vélinni. Verð slíks snjóblásara er um 1,8 millj. króna utan virðisauka- skatts. Fyrsti blásarinn kom á markað í febrúarmánuði 1989 og síðan hafa verið seldir 12 snjóblásarar. Einnig eru framleiddir á Grenvík stærri snjóblásarar, sem hægt er aó hengja á gröfur og stærri tæki og eru þeir með sjálfstæðan mótor og hafa tveir slíkir verið seldir, annar til Vegagerðarinnar á Húsa- vík en hinn til Vegagerðarinnar á Patreksfirói. Hægt er að afgreiöa næsta snjóblásara sem pöntun berst í eftir um vikutíma en af- greiðslutími næsta snjóblásara þar á eftir yrði nokkuó lengri. Jakob Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Vík- ur hf., segir að töluvert hafi verið spurt um snjóblásara aó undan- fömu í ófærðinni og hafi það ekki síst verið frá bændum, en einnig hafi fyrirspumir borist frá fyrir- tækjum og sveitarfélögum, þó að- allega af vestanverðu Norðurlandi og Vestfjörðum. Hann segist eiga von á einhverjum pöntunum fyrir næsta vetur, snjóalög í vetur hafi minnt menn á að vetur á Islandi geti verið ansi snjóþungir. GG Norðurland vestra: Bilun i simkerfi Um sjöleytið í fyrrakvöld varð bilun hjá Pósti og síma á Sauðárkróki, sem er móður- stöð fyrir Skagaförð, Húna- vatnssýslur og Strandasýslu. Bil- unin var í móttökueiningu í Qöl- síma á ljósleiðara. Hægt var að bregðast fljótt við, varabúnaður sem var á Húsavík var fluttur vestur og klukkan rúmlega eitt í fyrrinótt var allt komið í samt lag. Bilunin olli því, að sögn Ár- sæls Magnússonar, umdæmis- stjóra Pósts og síma á Norður- landi, að sambandslaust var á langlínu við báðar Húnavatnssýsl- ur og Strandasýslu, en eftir því sem best er vitað var áfram sam- band innbyrðis á hverri stöó. „Það er á áætlun hjá okkur að hafa sím- kerfið hringtengt og þá koma svona útföll væntanlega ekki fyr- ir,“ sagði Ársæll. HA Akureyri: M m •• Annriki hja logreglunni Lögreglan á Akureyri hafði ekki undan í gær að sinna aðstoð við ökumenn vítt og breitt um bæinn. Færi á götum var erfitt í hlákunni og ástandið því slæmt í íbúðarhverfum. Bjöm Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni, sagði að bílamir hafi sokkið í blautan snjóinn á götun- um og setió unnvörpum fastir. Litlu skiptir í þessu ástandi þótt menn séu á þokkalega vel búnum bílum, jafnt þeir fjórhjóladrifnu lentu í vandræðum sem aórir. Bjöm sagði erfitt fyrir moksturs- menn að hreinsa götur því þær eru orðnar þröngar og lítið rými fyrir ruðninga. JOH tækin á Sauðárkróki munu smíða 7 hús en Akureyringamir 3 hús. Hafa byggingaraðilamir reyndar þegar rætt saman um samvinnu varðandi efniskaup. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Borgar, sagist reikna með að um 10-12 menn frá fyrirtækjunum þremur muni vinna að smíði hús- anna. „Þetta er þó nokkuð viða- mikið verk og við þurfum að af- henda húsin í byrjun júlí þannig að það þarf að láta hendur standa fram úr ermum,“ sagði Guðmund- ur. Að hans sögn hefur verkefna- staða Borgar verið nokkuð góð, en því væri ekki að neita að minna væri í sjónmáli en oft áður, sér- staklega af stærri verkefnum. Tré- smiðjan Borg framleiðir meðal annars hinar landsþekktu Kvartett innréttingar sem Egill Ámason hf. í Reykjavík selur. Aó sögn Stefáns Jónsonar á Akureyri munu þeir hefja smíði húsanna um eða upp úr mánaða- mótunum. „Við hugsum okkur að smíða öll húsin í einu, vinna þetta allt sem eitt verk og taka hvem verkþátt út í gegnum öll húsin. Þannig teljum við okkur ná mestri hagkvæmni.“ Hann sagði alveg ljóst að þetta verkefni kæmi sér afar vel, enda vægast sagt verið dauft yfir byggingamarkaði á Ak- ureyri að undanfömu. „Við lítum líka þannig á að við stöndum vel að vígi gagnvart frekari fram- kvæmdum," sagði Stefán, en alls er gert ráð fyrir milli 30 og 40 húsum á svæðinu. HA Sumum þykir orðið nóg um snjóinn á þessum vetri og má sannarlega taka undir þaó miðað við þessar myndir úr Svarfaðar- dal. Þeir bmgðu þar á leik Guð- mundur Karlsson, mjólkureftir- litsmaður KEA og Hjalti Guð- mundsson, mjólkurbílstjóri, í fyrradag og tóku myndir í snjógöngum á veginum milli bæjanna Ytra- og Syðra- Hvarfs. Þegar litið er á myndina hér að ofan þá dettur fæstum annað í hug en Guðmundur standi mitt í mannhæðardjúpum skafli en svo er aldeilis ekki raunin. Til að sjá upp úr göngunum þurfti hann að príla upp á þak á jeppanum, sem þó er ekki í lægri kantinum. Og ekki að undra því göngin voru sex metra djúp þegar myndimar voru teknar. Veðurfarið í gær breytti stöðunni þó talsvert en engu að síður verður langt þang- að til allur þessi snjór verður horfinn. JÓH . .■ ■: ÍSÍ 5 ' SJSi P'V"' ’v v' \ '' V . ' .. ' '■?■ íf1'->■ ' .. v ■ §P? '' ■ ■■ af þaki jeppans!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.