Dagur - 23.03.1995, Side 9
Fimmtudagur 23. mars 1995 - DAGUR - 9
Hr. Luis Bravo Aguilera, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyti fyrrum ríkisstjórnar Mexíkó, Þórunn Gestsdóttir, rit-
stjóri Farvís og Ingólfur Margeirsson, rithöfundur, í kvöldverðarboði ræðismannshjónanna.
Mexíkó:
„Fleíri íslenskir
ferðamenn velkomnir“
- segir Eduardo Rihan A. aðalræðismaður
Minnisvarðinn um sjálfstæði landsins í Mexíkóborg. í Mexikó eru styttur af
vængjuðum verum og englum fleiri en af gömlum feitum körlum.
„Meginviðfangsefnið um þessar
mundir er að koma á sambandi
milli aðila í fiskveiðum og vinnslu
á Islandi og Mexíkó,“ sagði aðal-
ræðismaður Isfands í Mexíkó-
borg, Eduardo Rihan A., að-
spurður um hvort mikif sam-
skipti væru milli fandanna.
Aðalræðismaðurinn og eigin-
kona hans, Gladys Rihan, tóku vel á
móti hópi fjölmiðlamanna frá Is-
landi, sem voru á ferð í Mexíkó á
dögunum. Þau buðu til kvöldverðar
á heimili sínu og buðu þangað
einnig fólki er starfað hefur á veg-
um sendiráðanna við samskipti
Fáni Mexíkó blaktir yflr Zócalo-
torgi, þar sem fjöldi landsmanna
safnast saman jafnt á björtustu og
dimmustu dögum þjóðarinnar.
milli landanna og fólki er veitt gat
Islendingunum upplýsingar um
stöðu efnahagsmála í landinu.
Mexíkó gengur nú í gegnum inikla
efnahagsörðugleika og gripið hefur
verið til harkalegra aðgerða. Það
var því spenna í loftinu dagana sem
Islendingamir dvöldu í landinu.
Ræðismannshjónin viku frá sér
áhyggjunum þessa kvöldstund og
buðu Islendingana innilega vel-
komna, m.a. gerði frú Rihan blóma-
skreytingar á borðin í íslensku fána-
litunum, en frúin er formaður
blómaskreytingaklúbbsins í borg-
inni.
Aðspurður sagði ræðismaðurinn
að fáir Islendingar byggju í Mexí-
kó, um 6 í Mexíkóborg og um 7 á
Kyrrahafsströndinni. Hann sagði að
samskipti milli landanna væru ekki
mikil en unnið væri að því að auka
þau, aðallega á sviði fiskiðnaðar og
ferðajjjónustu.
„Eg kom fyrst til Islands í júlí á
síðasta ári og líkaði mjög vel. Ég
ætla að koma aftur í október," sagði
hr. Rihan. Aðspurður hvort hann
ætti von á auknum straumi ferða-
manna frá íslandi til Mexíkó játaði
hr. Rihan og sagði að þar væru
sögulegar minjar til að skoða í rík-
um mæli. Hann þakkaði íslenska
hópnum komuna og bað fyrir þau
skilaboð heim að fleiri Islendingar
væru meira en velkomnir til lands-
ins. IM
íslandspassinn
á dönsku
- bókin fáanleg á sex tungumálum
Iceland Review hefur nú gefið ís-
landspassann vinsæla út á dönsku
og nefnist hann Pas til Island.
Bókin er þá fáanleg á sex tungu-
málum, ensku, frönsku, þýsku,
ítölsku, spænsku og dönsku.
I henni er að finna fjölda upp-
lýsinga og fróðleik um land og
þjóð til gagns og gamans fyrir er-
lenda gesti. Fjallað er í örstuttu
máli og léttum dúr um söguna,
svo sem uppruna Islendinga, fom-
ritin, tungumálió, menningu og at-
vinnuvegi.
Sagt er frá sérstæðri náttúru
landsins og umhverfi, fjöllum,
eldi og ís, heita vatninu og mið-
nætursólinni. Ymsum skemmti-
legum athugasemdum og stað-
reyndum er einnig bætt við til
fróðleiks. Passinn er 32 bls., í
svipaðri stærð og broti og algengt
er um vegabréf. Litmyndir prýða
hverja síðu og er því um óvenju-
legan og skemmtilegan minjagrip
að ræða.
Halldóra Jónsdóttir þýddi bók-
ina á dönsku. Prentsmiðjan Oddi
annaðist prentun. Verð bókarinnar
er kr. 398,- með VSk. Fréllalilkynning.
Isabcl Lange de Rodriguez,
eiginkona íyrrverandi sendi-
herra Mcxíkó á Islandi, aðalræðis-
mannshjónin Gladys og Edurardo
Rihan A. og Hanna Jónsdóttir,
starfsmaður ræðismannsskrifstofu
Mexíkó á íslandi. Gladys útbjó
blómaskreytingar í íslensku fánalit-
unum í tilefni boðsins. Myndir: IM
Ný námskeið
hefjast mánudaginn
27. mars.
Skráning hafin.
Hringdu strax.
Líkamsræktin
Hamri
Sími 12080
SHérfamdw
G-ttsiams
í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 20.30
Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins,
Bryndís Hlööversdóttir,
lögfræðingur ASÍ og 2. maöur á G-listanum í Reykjavík,
Steingrímur J. Sigfússon,
alþingismaöur,
Árni Steinar Jóhannsson,
umhverfisstjóri,
Sigríður Stefánsdóttir,
bæjarfulltrúi.
Mætið 09 takið þátt í líflegum umræðum.
Allir velkomnir.
Alþýðubandalagið
03 óháðir.