Dagur


Dagur - 23.03.1995, Qupperneq 16

Dagur - 23.03.1995, Qupperneq 16
Smíðum allargerðir innréttinga ^0SSB og innihurða Trésmiðjan Rlfa • Óseyri lo • 603 Rkureyri Sími 96 12977 • Fax 96 12978 Vopnafjarðartogarinn Eyvindur Vopní til sölu: Kvótinn færður á Drangey Tangi hf. á Vopnafírði hefur keypt togarann Drangey SK-1 frá Sauðárkróki, eins og skýrt var frá í DEGI í gær, og mun togarinn verða afhentur nýjum eigendum 20. maí nk. Hann fer á hefðbundnar veiðar, en frystitogarinn Brettingur NS- 50 verður sendur á úthafskarfa- veiðar á Reykjaneshrygg og mun þá verða dregið úr veiðum skips- ins fyrir frystihús Tanga hf. Til þess að tryggja vinnslunni hráefni mun Drangey því veiða fyrir vinnsluna en á móti verður ís- fisktogarinn Eyvindur Vopni NS- 70 seldur kvótalaus þannig að tog- urum Vopnfirðinga kemur ekki til meó aó fjölga. Kvóti togarans er 647 þorskígildistonn, þar af 279 tonn af þorski, sem verður færður á Drangey auk 300 tonna karfa- kvóta og 60 tonna grálúðukvóta sem fylgdi með í kaupunum. Um borð í Drangey er flatningsvél og búnaður til söltunar sem m.a. var notaður á sl. ári við veiðar í Smug- unni og gafst þar vel. Togarar Vopnfirðinga og Þórs- hafnarbúa, Hágangur I og II, hafa ekki farið á veiðar á þessu ári, Há- gangur II er á Vopnafirði en Há- gangur I á Akureyri, en áætlað er að senda Hágang II innan tíðar á úthafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg, líkt og Bretting NS, og hinn togarann á sömu veiðar fljótlega á eftir. Nokkur skip eru á úthafs- karfaveiðunum og er aflinn að glæðast. GG Gylfi Þór Þeir Gylfi Þór Magnússon og Sturlaugur Daðason hittu meðal annars Þorstcin Gunnarsson, rektor Háskólans á Ak- ureyri, að máli í gær. Sturlaugur er lengst til vinstri, þá Þorsteinn og Gylfi Þór lengst til hægri. Mynd: Halldór. Magnússon mun veita starfsemi SH á Akureyri forstöðu: Undirbúningur gengur samkvæmt áætlun HM 95: Þrír KA-menn í hópnum orbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær landsliðshóp sinn fyrir HM á íslandi 1995. Þrír KA-menn voru valdir í hópinn en það eru þeir Valdi- mar Grímsson, Patrekur Jó- hannesson og Sigmar Þröstur Óskarsson. Landsliðsþjálfarinn valdi 21 lcikmann í undirbúningshópinn fyrir HM én sá hópur veróur skorinn nióur i 17 leikmenn sem koma til með að vera full- trúar íslands í keppninni. Nán- ar er fjallað um landsliósvalið ábls. 15. Gúmmívinnslan hf. á Akur- eyri hefur á undanfornum árum verið að hasla sér völl með vörur sem fyrirtækið framleiðir með því að endurvinna gamla hjólbarða. Svokallaðir millibobb- ingar fyrir troll fiskiskipa renna út bæði hér á landi og erlendis og gúmmíhellur fyrirtækisins Gylfi Þór Magnússon, fram- kvæmdastjóri markaðsmála hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna, mun flytjast til Akureyrar og veita starfseminni þar for- stöðu. Framkvæmdastjórar SH eru þrír, hver á sínu sviði og var Gylfi Þór staddur á Akureyri í gær ásamt Sturlaugi Daðasyni, framkvæmdastjóra gæða og þjónustu. Undir hann heyra til að mynda gæða- og umbúðamál. Þriðji framkvæmdastjórinn er Bjarni Lúðvíksson, fram- hafa fengið afar góða dóma. Nú er unnið að þróun tveggja nýrra afurða úr endurunnu gúmmíi, annað eru svokallaðar bryggju- varnir eða „fenderar“ og hitt gúmmíhnallar fyrir Vegagerðina undir umferðarskilti. Stefnt er á að báðar vörurnar komi á mark- að á þessu ári. Aö sögn Þórarins Kristjánsson- ar, framkvæmdastjóra Gúmmí- vinnslunnar hf., er fyrirtækið komið í samstarf við Akureyrar- höfn og einnig Vita- og hafnar- málastofnun um hönnun og út- færslu á bryggjuvömum. Um er að ræða gúmmíhólka sem keðja er þrædd í gegnum og kemuT þetta í stað vörubíladekkja sem til þessa hafa verið notuð utan á bryggjur landsins, bæði til vamar skipum og bryggjunum sjálfum. „Það er töluverð vinna eftir við þetta en við höfum verið að fram- leiða sýnishorn sem væntanlega verða prófuð bæði hjá Iðntækni- kvæmdastjóri fjármála. Að sögn Gylfa Þórs er undir- búningur fyrir flutning starfsem- innar til Akureyrar í fullum gangi og alveg á áætlun. „Vinnan hjá okkur undanfamar vikur hefur ver- ió sú að gera okkur grein fyrir hvað það er nákvæmlega sem flyst til Akureyrar og á það er að kom- ast heildar mynd. Stjómskipulag fyrirtækisins verður óbreytt frá því sem verið hefur en eins og fram hefur komið þá mun SH flytja þverskuró af sinni starfsemi norð- stofnun og erlendis. Aðalatriðið er að þessir þrír aðilar hafa náð sam- an um að þróa framleiðsluna. Við erum einnig að horfa á markaði erlendis fyrir þessar bryggjuvamir þegar fram í sækir og þá er gott að geta reynt þetta hér heima fyrst,“ sagði Þórarinn. Hann sagði við því að búast að nýju bryggjuvamimar muni leysa vörubíladekkin af hólmi smátt og smátt. „Trúlega kemur þetta á stærri og vandaðri hafnir til að byrja með. Evrópustaðlamir krefj- ast ýmislegs sem við höfum ekki jækkt áður. Þegar erlend skip koma hér í hafnir í framtíðinni verða bryggjumar að uppfylla viss skilyrði, t.d. að geta tekið á móti vissu álagi. Bryggjuvamimar em eins og annað hjá okkur. Þetta er 90% úr- gangur og við emm því að leysa sorpvandamálið um leið og við er- um að framleiða nýtanlega vöru,“ sagði Þórarinn. HA ur og aðalskrifstofan veróur stað- sett á báðum stöðum,“ sagði Gylfi. Sturlaugur sagði erindi þeirra félaganna nú til Akureyrar að kanna enn frekar aðstæður, með tilliti til húsnæðis fyrir skrifstofur og lagerhald. „Eins og fram kom í tilboði SH þá kemur umbúðaiðn- aður hingað norður. Allt þetta þarf að tengja saman og með þessari ferð emm við að að reyna að fá skýrari mynd af möguleikunum,“ sagði Sturlaugur. Gylfi Þór kvað það leggjast vel í sig að flytja búferlum til Akur- eyrar ásamt fjölskyldu sinni. „Konan mín er Akureyringur og á hér stóran frændgarð. Persónulega fmnst mér þetta afskaplega spenn- andi verkefni. Vió erum að fara út í ákveðnar breytingar á starfsemi fyrirtækisins, sem við erum sann- færðir um að muni styrkja Sölu- miðstöðina og muni einnig auka og efla þjónustuna við eigendur fyrirtækisins sem eru framleiðend- ur innan SH.“ Ekki liggur fyrir hversu margir starfsmenn munu koma frá skrif- stofunni í Reykjavík en bæði Gylfi og Sturlaugur vom sammála um mikilvægi þess að einhver hluti starfsmanna muni flytja norður til þess að heildarstarfsemi fyrirtæk- isins raskist sem minnst. „Eins'og ég sagði áðan þá er ekki verið að breyta fyrirtækinu að neinu leyti, öðmvísi en þannig að með þessum flumingi teljum við okkur eiga kost á nýjum möguleikum og geta aukið þjónustuna við framleiðend- ur,“ sagði Gylfi Þór. HA Samstarf Gúmmívinnslunnar hf., Akureyrarhafnar og Vita- og hafnarmálastofnunar: Þröun og framleiðsla á bryggjuvörnum Einbýlishúsagötur mokaðar og ræsi opnuð í hlákunni: Ekki vitað um nein tjón vegna vatnselgs Tæki á vegum Akureyrarbæj- ar voru í gær að moka ein- býlishúsagötur á Eyrinni, á Brekkunni og í Glerárþorpi en vegna hlákunnar hafa margar þeirra einfaldlega orðið ófærar. í gær mátti víða sjá bfia fasta vegna þess að snjórinn hélt þeim ekki og þeir sukku niður úr hon- um. Ekkert hefur verið mokað í þessum götum undanfamar tvær vikur, og við sumar götur er snöggtum lengra síðan snjómokst- urstæki voru að athafna sig við þær götur þar sem minnst er um- ferðin. Engar tilkynningar vegna vamstjóns höfðu í gær borist bæj- arverkstjóra Akureyrarbæjar og sömu sögu var að segja frá Slökkviliði Akureyrar en starfs- menn Akureyrarbæjar hafa verið að opna fyrir niðurföll til að mæta hlákunni, en sums staðar eru þau reyndar enn undir snjó. Þessum hlýindakafla lýkur um næstu helgi en þá er spáð norðan og norðvestan átt á Norðurlandi með éljagangi og síóan snjókomu og allt að 10 stiga frosti. GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.