Dagur - 25.03.1995, Síða 4

Dagur - 25.03.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 25. mars 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Góður áíangí í samgöngumálum Vestfirðingar voru í hátíðarskapi sl. fimmtudag er samgönguráðherra sprengdi síðasta haftið í Vestfjarðargöngunum svokölluðu. Þetta er merkur áfangi í samgöngumálum Vestfirðinga og þjóðarinnar allrar. Einangrun milli héraða vestra er þar með rofin, skyndilega finna íbúarn- ir til ákveðins öryggis, atvinnulífið hefur meiri möguleika til þróunar og hagræðingar og sam- skipti byggðarlaga aukast. Allt styrkir þetta byggðina. Á mælikvarða arðsemi eru Vestfjarðargöngin kannski ekki efst á blaði en arðsemin segir ekki allt. Þegar um er að ræða að rjúfa einangrun eins og á Vestfjörðum er ekki hægt að horfa að- eins til peningalegra reikningsdæma. Ákvörðun um gerð jarðganga í afskekktum byggðarlögum er pólitísk og sem betur fer hafa pólitíkusar ekki gert mikinn ágreining um jarðgangagerð. Þeir vita að slíkar samgönguúrbætur geta gert gæfu- muninn í því að treysta byggðina. Ólafsfirðingar geta vitnað manna best um gildi slíkra samgönguúrbóta. Múlagöng hafa sannað gildi sitt, þau hafa treyst byggðina í Ól- afsfirði auk þess að hafa ýtt undir aukin sam- skipti íbúa beggja vegna ganganna. Jarðgangagerð verður eftirleiðis sjálfsagður hlutur í vegagerð hér á landi. Flest bendir til þess að Hvalfjarðargöngin komi næst og síðan liggur leiðin austur á firði. Þar á eftir kann að verða tekin ákvörðun um að tengja Siglufjörð við eyfirskar byggðir með gerð jarðganga yfir í Héðinsfjörð og áfram til Ólafsfjarðar. Þetta er framtíðarverkefni. Kannski verður það að veru- leika, kannski ekki. Með hverjum nýjum göngum eykst verkþekking og jarðgangagerð verður ódýrari. Norðlendingar senda Vestfirðingum bestu kveðjur í tilefni kærkomins áfanga í samgöngu- málum þeirra. í UPPÁHALDI EITT MEÐAL ANNARS JÓHANN ÁRELÍUZ Eldhúsdagur í Eyrarvegi í Eyrarvegi 35 lét aldrei hærra í útvarpi en þegar á eldhúsumræðum stóð. Það var bara einstöku sinnum að Elvis og Little Richard kom- ust í slíkar hæóir með Heartbreak Hotel og Lucille, eða hvort það voru One Night og Good Golly Miss Molly (þaó er örugglega ball)! Það lét amk. aldrei eins hátt í Fats gamla Domino með Bláberja- hæðina sína eða Rauð segl við sólarlag. En að vísu átti Hamraborg- in metið hvað desibilin snerti. Þegar hún kom í sjúklingaþættinum stóó kall faðir minn teinréttur við tækið og tók undir og sprakk svo glumdi í holi og húsinu öllu. Það var afgerandi að Hamraborgin væri í flutningi Einars Kristjánssonar, annars var ekkert púður íðí. Eldhúsumræðumar voru teknar grafalvarlega. Móðir mín bless- unin reyndi að flýja heimilið ef hún átti þess nokkum kost, sem var langt í frá alltaf, og var eins og hálf hugstola á meðan á þessu mara- þonkarpi stóð. Hún skildi sem von var aldrei í því neitt hversu lengi þessir menn gátu þusað og þrasað og étið upp vitleysuna hver eftir öðmm. Eg var stundum svoltið beggja blands í áhuga mínum, einkum þá vel vióraði til fótbolta og prakkarastrika, en eldmóóur pabba og kappið í köllunum varð þó yfirleitt til þess að ég hlustaói á þessar langlokur tímunum saman. Með pabba í eldhúsinu. Enda fæddur framsóknarmaður og aðdáandi Eysteins Jónssonar. Þetta var á sokkabandsárum Viðreisnar, og þó pabbi væri svo- sum ekki yfir sig hrifinn af kommaskinnu'num, var það hrein hátíð hjá því hvað honum fannst um kratabullumar, en einkum þó og sér í lagi helvítis íhaldið. Hann varð næstum svartur í augum þegar Bjami Ben hóf upp raust sína gegnum nefið. Lagði ég þá oft mitt til mála með því að herma eftir Bjama. Öðru máli gegndi um Ólaf Thors, enda gat hann verið svo skolli skemmtilegur og „spirituell". Það var reisn yfir ræðum hans. Einnig var Gunnar Thoroddsen ákaflega siðprúður ræðumaður og átti inni prik hjá pabba fyrir að hafa stutt tengdaföður sinn Asgeir Asgeirsson til forseta gegn séra Bjama og flokksvaldinu 1952.1 þann tíma var pabbi helst á því að skíra mig Ásgeir Ásgeirsson! Ef ég yrði strákur... Hemiann Jónasson virtist rökfastur og var ég alltaf minntur á feril hans sem glímukappa og lögreglustjóra þegar hann hélt sínar tölur. Mér þótti hann heldur litlaus þó svo ég leyndi því. Það var mest fútt í Páli gamla Zóff og Bimi frá Löngumýri af framsóknar- mönnum. Þeir vom meistarar í þeirri kúnst að fara í hringi og slá úr og í samtímis og svo sannarlega opið í báða enda hjá þeim sönnu sveitarmönnum. Þeir tóku ábyggilega báðir í nefið. Enginn sló held- ur Þórami Þórarinssyni við í malanda nema hæstvirtur Einar 01- geirsson sem mér þótti alltaf unun á að hlýða. Beið ég þess helst að hann springi i loft upp blessaður! Það var eins og kviknað væri í! Aftur á móti vora ræður Brynjólfs Bjamasonar flokksbróóur hans meira í ætt við ræóur Hermanns, en ég reyndi þó að hlusta á hann meður því hann átti að vera svo skarpgreindur og gáfaður. Gylfi Þonn fór í fínu taugamar föður míns. Honum fannst sem kratamir hefðu selt sig íhaldinu fyrir bitlinga, og var Gylfi tákn þeirrar spillingar í augum hans, og það sem enn verra var: svarinn fjandmaður bændastéttarinnar, ekki síst sauðfjárbænda. Mér skildist helst á pabba að Gylfi vildi koma bændum öllum fyrir kattamef. En Gylfi kunni vel að koma fyrir sig orði, því varð ekki neitað, og mjúkur í máli var hann, hreint stimamjúkur! Það jók heldur ekki á vinsældir Gylfa Þ. Gíslasonar í augum (og eyram) föður míns að hann var alltaf á ferð og flugi í útlöndum á kostnað alþýðunnar. Fleiri komu við sögu í þessum útvaipsumræðum en upp verði talið. Tam. var Emil Jónsson ámóta sviplaus og Hermann Jónasson. En þó tók fyrst af skarið þegar Eysteinn Jónsson tók til máls. Þá var enn hækkaó í tækinu og tekið undir við hann í öðra hverju orði. Skildist mér helst á pabba aó aldrei hefói verið uppi annar eins stjómmálamaður og Eysteinn þessi Jónsson. Hann var undrabam í pólitík! Komungur var hann kjörinn á þing og skömmu síðar var hann orðinn yngsti fjármálaráðherra þjóðarinnar. Undir forsæti Tryggva Þórhallssonar. Eysteinn kunni sko skilin á réttu og röngu. Ættaður að austan vitaskuld og gífiirlegur göngugarpur og skíða- maður. Það var ólán íslensku þjóðarinnar að slíkur maður skyldi ekki sjá um fjármálin á þessum upplausnartímum, þegar fólkið í landinu, og þá fyrst og síðast fólkið í Reykjavík, sló hvert metið á fætur öðra í sóunarbraðli, en óheftur innflutningur á hverskyns drasli og helvítis óþverra hótaði öllum heilbrigðum innlendum iðn- aði. Á meðan braskaramir fyrir sunnan börðu fótastokkinn. Faðir minn gat trútt um talað. Hann vann í ein þrjátíu ár á Skó- gerð Iðunnar eftir að hann varó að hætta búskap í Vopnafirði og var einlægur talsmaður Sambandsins þó ekki væri hann alltaf sáttur við allt í rekstri þess. Þar var einnig víða pottur brotinn. En hann lét sig aldrei vanta í vinnu Einar Jónsson. Þvert á móti: kappið, offorsið og skylduræknin var slík að hann rauk upp Eyrarveginn með þetta 39 stiga hita á undan öllum hinum köllunum og var sestur inn á lager hjá Friðþjófi til að pústa út tíu mínútur í eitt áður en hann rauk til þess að setja eld í rassinn á kellingunum inni á Hreinsun. Eg get trútt um talað því ég var með annan fótinn uppi á verksmiðjum og vann í kössunum hjá pabba sumarið ’66. Svo mikil var ást mín á Eysteini Jónssyni að fyrsti jakkinn sem ég eignaðist (grænköflóttur úr einhverju mjúku efni og loðnu) var umsvifalaust skírður Eysteinsjakkinn af Pétri Ingólfssyni kosninga- sumarió ’63. Eg ákaflega hróðugur með þennan jakka og klæddist honum gjaman á sunnudögum. Mér er þó minnisstæðust frásögn Ingólfs bónda af því þegar frambjóðandi Sjálfstæóisflokksins á Austur- landi, Jónas Pétursson, keyrði yfir afturlöppina á hvolpinum Lubba á bæjarhellunni á Skjaldþingsstöðum. „Eins og hann hefði átt eitt- hvurt atkvæói héma helvítió hann Jónas“, hnussaði í föðurbróður mínum. Það var rétt áður en ég kom í sveitina. Og Viðreisn marði auð- vitað sigur í kosningunum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.