Dagur - 25.03.1995, Síða 5

Dagur - 25.03.1995, Síða 5
KVI KMYNDI R SÆVAR HREIÐARSSON Laugardagur 25. mars 1995 - DAGUR - 5 Örugglega heimskastur Borgarbíó forsýndi í gærkvöldi grínmyndina Dumb & Dumber með Jim Carrey og Jeff Daniels í aðal- hlutverkum og mun þetta vera ein fyndnasta mynd kvikmyndasögunn- ar. Það er ekkert skrýtið þó fólk hafi beðið eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu því hún var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir síðustu jól og var mest sótta myndin næsta mán- uðinn. Hún er búin að hala inn 115 milljónir dollara í Bandaríkjunum og er enn að. Myndin verður aftur forsýnd í kvöld og annað kvöld. Þetta er mynd sem dýpkar hugtakið „heimska" á afar eftirminnilegan hátt. Carrey og Daniels eru í hlut- verkum misheppnaóra náunga, sem hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt. Otrúlegur hálfvitaskapur hefur séð til þess að þeir hafa átt í erfið- leikum með að láta drauma sína rætast. Lloyd Christmas (Jim Carr- ey) starfar sem limósínubílstjóri og ekur föngulegri konu á flugvöllinn. Lloyd liggur dolfallinn eftir og þeg- ar hann tekur eftir því að konan gleymdi tösku á miðju flugvallar- gólfinu fær hann félaga sinn Harry Dunne (Jeff Daniels) í lið með sér til að hjálpa sér að skila töskunni. Innihald töskunnar er vafasamt og þeir félagar lenda í miklum raunum. Carrey hefur heldur betur komið sér á spjöld Hollywood-sögunnar síð- asta árið og á ótrúlega skömmum tíma hækkuðu laun hans úr 25 millj- ónum króna fyrir hverja mynd upp í 500 milljónir og það virðast engin takmörk á því hvaö honum er boðið fyrir hverja mynd í dag. Fyrir síð- ustu sex myndir sem hann hefur samþykkt að leika í hefur hann hal- að inn yfir tvo milljarða og því gat hann leyft sér að hafna tilboði upp á 1,3 milljarða fyrir að leika í mynd- inni The Thief of Santa Monica. Hann segist hafa hafnað tilboðinu af listrænum ástæðum. Ef hann hefði þegið boðið hefði hann komist í hóp þeirra allra hæstlaunuðu í Holly- wood. Þrátt fyrir að Carrey sé um þess- ar mundir boðið að leika nær öll grínhlutverk sem bjóðast í Holly- wood vill hann snúa sér að átakan- legum verkefnum og þykir líklegt að hann byrji á The Truman Show fyrir Paramount fyrirtækið þar sem hann mun leika ráðvilltan ungan mann. A meðan að virtari leikarar verða með hugann við afhendingu Oskars- verðlauna á mánudaginn verður Carrey að undirbúa framhaldsmynd- ina um Ace Ventura en tökur hefjast á mánudag í San Antonio í Texas. Upphaflega átti myndin að heita Ace Ventura Goes to Africa og myndin tekin upp í Afríku en fallið var frá þeim hugmyndum og hand- ritinu breytt. • Nigel Hawthome, sem er til- nefndur til Óskarsverölauna fyrir leik sinn í The Madness of King George og íslendingar kannast við úr þáttunum Já ráðherra, er kominn út úr skápnum og hefur skýrt frá því að hann er samkynhneigöur. Þessi 65 ára leikari segist mæta á verðlaunaathöfnina á mánu- dag með elskhuga sinn, hinn 51 árs Trcvor Bentham, upp á arminn. • Jack Nicholson hefur neitað margmilljónadollara tilboði frá MGM kvikmyndafyrirtækinu um að leika aukahlutverk í myndinni Mulholland Falls með Nick Nolte og Chazz Palminteri í aóalhlutverkum. Nicholson þótti hlutverkið of líkt fyrri vcrkum sínum cn hann hefði einungis þurft að vinna í eina viku við gerð myndarinnar. • í síðustu viku hófust tökur á nýjustu mynd Sylvester Stall- one, Assassins, sem mun vera hasartryllir af bestu gerð. Antonio Banderas og Julianne Moore leika á móti Sly I myndinni en upphaflega var búist við Anold Schwarzen- egger í aóalhlutverkinu. Ólíklegt íramhald Nætur- sjónaukar Björgunarsveitir - Sjómenn - Veibimenn Mjög öflugir infrarauðir/laser nætursjónaukar á ótrúlega ldgu verði, óbyrgð og meðmæli björgunarsveita. Gerið samanburð dður en fest eru kaup d öðrum tækjum. Öflugt tœki sem enginn œtti að vera án við erfiðar aðstœður í myrkri. B. Haraldsson hf. sími 91-43933, fax 641733. Framsóknarvíst Spílakvöld Þríggja kvölda keppní Þriðja spilakvöld. Framsóknarvíst í Blómahttsínu míðvíkudagínn 29. mars kl. 20.30. Myndin um Forrest Gump var til- nefnd til 13 Oskarsverðlauna og þar á meðal sem besta myndin en stóra stundin rennur upp á mánu- dagskvöld. Tom Hanks skvetti köldu vatni framan í yfirmenn Paramountfyrirtækisins þegar hann sagði í viðtali við Chicago Tribune að það væri jafn líklegt að hann léki Gump aftur og að Sean Connery kynnti sig á ný sem „Bond, James Bond“ en Para- Nýtt ógnareðli Eitt undarlegasta handritió í Hollywood verður sennilega að • Nú er orðió ljóst aó fram- hald veróur gcrt af stórmynd- inni Jurassic Park og mun það nefnast hinu frumlega nal'ni Jurrassic Park II. Michael Crichton, sem skrifaði upphaf- legu söguna, er nú að ljúka við nýja risaeólubók og Stcven Spielberg mun framleióa myndina eins og þá fyrri. Bók- in mun koma út seinna á árinu en myndin verður fest á filmu sumarið ’96 og tilbúin til sýn- inga ári síðar. • Whitney Houston snýr aftur á hvíta tjaldió í myndinni Wa- idng To Exhale þar sem hún leikur á móti Angelu Bassett. Leikarinn góðkunni Forest Whitaker mun leikstýra en hann sannfærði söngkonumar um að vinna saman. í næsta mánuði snýr Withney sér síðan að gcrð myndarinnar The Bis- hop’s Wife, ástarsögu þar sem hún leikur á móti Denzel Washington. • Það getur verið erfitt að vera kvikmyndastjama en einhver veróur aó vera það. William Baldwin og Cindy Crawford fengu að kynnast því þegar þau cyddu einni hclgí nakin á þaki lestarvagns í Florida. Þau voru við tökur á mynd Joel Silver, Fair Game, og Cindy scgir ást- arsenumar súrrealískar, undar- legar og erfióar. kvikmynd síðar á þessu ári. Hand- ritshöfundur er Joe Eszterhas, sem skrifaði m.a. handritin að Basic Instinct og Showgirls, sem báðar þykja með þeim frakkari síðustu ár. Umrætt handrit kallast Sacred Cows eða Heilagar kýr og fjallar um forseta Bandaríkjanna sem er beittur fjárkúgunum eftir að óprúttnir náungar náðu myndum af honum í ástaratlotum með belju! Handritið hefur verið á hill- um stóru kallanna í MGM kvik- myndaverinu í nokkur ár en nú hefur leikstjórinn Betty Thomas, sem gerði myndina um The Brady Bunch á síðasta ári, lýst yfir áhuga sínum á að gera myndina. Talið er að ærslin í hlöðunni verði fest á filmu á þessu ári ef einhverjir leikarar (mannlegir og nautslegir) fást til aö taka hlutverkin að sér, en ef marka má fyrri afrek Eszter- has verða ástaratriðin kyngimögn- uð. Joc Esztcrhas er afbragðs pcnni og cinn sá dýrasti í Hoiiywood. mount hyggur á framhaldsmynd af Gump. Hanks þykir líklegur til að næla í Oskarinn annaö árið í röð en áskrifendum Stöóvar tvö gefst kostur að sjá verðlaunaafhending- una í beinni útsendingu aðfaranótt þriójudagsins. V Kvöldverðlaun fyrir hvert kvöld. Góð heildarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. AJLLIR VELKOMNIR. Framsóknarfélag Akureyrar. y » HÁSKÓLANÁM í REKSTRARFRÆÐl Hagnýtt alhliða háskólanám í rekstrarfræðum. Víðtækur og vandaður undirbúningur fyrir stjórnunarstörf og viðskipti. A Fjöldi námsgreina á sviði stjórnunar, markaðsmála, fjármála, lögfræði og upplýsingatækni. Áhersla á tengsl við atvinnulífið m.a. með raunhæfum verkefnum. Þjálfun í samskiptum og tjáningu Gott bókasafn og aðgangur að erlendum gagnabönkum. Alþjóðleg viðfangsefni SAMVINNUHÁSKÓLINN Á 311 Borgarnes, sími 93-5000, bréfsími 93-50020 Samvinnuháskólinn á Bifröst er sjálfseignarstofnun sem hefur frá árinu 1990 útskrifaó rekstarfræóinga eftir tveggja ára nám. Skólinn er staðsettur í fögru umhverfi á Bifröst í uppsveitum Borgarfjarðar en þar hefur verið skólahald síóan 1955 er Samvinnuskólinn var fluttur þangað úr Reykjavík. í vor útskrifar Samvinnuháskólinn fyrstu rekstrarfræðingana eftir þriggja ára nám með BS gráðu. Bifröst

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.