Dagur - 25.03.1995, Síða 12

Dagur - 25.03.1995, Síða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 25. mars 1995 Bragi Halldórsson, starfsmaður Sjálfsbjargar, Akureyri: Ég treysti G-listanum best til að bæta stöðu fatlaðra. Staða þeirra hefur versnað veru- lega í tíð þessarar ríkisstjórnar og það þarf að lagfæra. Framtíðaratvinna Óskum eftir að ráða fyrir einn af viðskiptavinum okkar, kerfisfræðing eða mann vanan tölvum, með mjög góða bókhaldsþekkingu. ★ Starfið felst m.a. í sölu á tölvum og hugbúnaði, uppsetn- ingu og kennslu á hugbúnaðinn og öðru sem viókemur þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og sviói tölvu- og hugbúnaðar. ★ Við leitum að starfskrafti sem er ósérhlífinn og áhugasam- ur og á auðvelt með að umgangast fólk. ★ Um heilsdagsstarf er aó ræða og er starfið laust nú þegar. ★ Umsækjendur þurfa að geta farið í námsdvöl til Reykjavík- ur í allt að sex mánuði. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni, þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi. nnnnRÁÐNiNf.AR Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa frá 1. júní Um er að ræða störf á sjúkradeild og öldrunardeildum. Upplýsingar um laun og fleira veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95- 35270. Nordlenskir dagar í matvöruverslun KEA, Grenivík Mánudaginn 27. mars kynna framleiðslu- fyrirtæki KEA vörur sínar í verslun félagsins á Grenivík. (Ath. breyting frá áður auglýstri dagskrá) Norðlenskir dagar Trygging hf. flutt í Hofsbót Trygging hf. hefur flutt starfsemi sína úr Glerárgötu á Akureyri í Hofsbót 4, í rúmgott og bjart húsnæði á jarðhæð. Fyrirtækið býður allar tryggingar, jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki og er áhersla lögð á persónulega þjónustu. í tilefni flutningsins, var boðið til teitis á nýja staðnum og voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Á innfelldu myndinni eru starfsmenn Tryggingar hf. á Akureyri, Alfreð Almarsson, forstöðumaður, og Erna Hrönn Magnúsdóttir. Myndir: KK Nú verður gaman í Glerhúsinu Á morgun sunnudag verður kaffisamsæti fyrir eldri borgara kl. 15.00 í Glerhúsinu. Þetta er í ekki fyrsta skipti sem Fram- sóknarflokkurinn stendur fyrir kaffisamsæti fyrir eldri borgara en það hefur verið föst venja áratugum saman. Heiðar Jónsson, snyrtir, mætir í samsætið og fræðir eldri borgara um allt sem tengist tískunni og umgengni við hverja aðra. Þá standa Tískuverslun Steinunnar og Ynja fyrir tískusýningu. Um kvöldið, kl. 20.30, verður haldið eitt af þessum sérstöku konukvöldum, þar sem Heiðar Jónsson, snyrtir, fer á kostum. Þá syngur Björg Þórhallsdóttir létt • lög við undirleik Daníels Þor- steinssonar og Ynja og Tísku- verslun Steinunnar standa fyrir tískusýningu. Hestamannafélagið Léttir: Vetrarleikar á Sanavellinum f dag verða árlegir vetrarleikar Léttis haldnir á Sanavellinum á Akureyri. Leikarnir hafa um árabil verið fastur liður í starfl hestamanna á Akureyri og þrátt fyrir óvenjulega slæm skilyrði til þjálfunar og útreiða að undan- förnu halda hestamenn sínu striki og á morgun sýna þeir gæðinga sína og etja kappi hver við annan. Vetrarleikamir hefjast klukkan tíu árdegis með forkeppni í tölti og verður sú nýbreytni viðhöfð aó tveir keppendur verða dæmdir samtímis. Eftir hádegi hefst dagskráin með fánareið og síðan setur bæj- arstjóri Akureyrar, Jakob Björns- son, Vetrarleikana. Þá mæta á völlinn stóðhestar og hryssur, bæöi upprennandi stjömur og gamlir jaxlar, gæðingar og hross ræktunarbúa. Unglingar sýna hesta sína og ýmis áhættuatriði verða á dagskrá. Þetta er fyrsta hestamót ársins noróan heiða en Vetrarleikamir eru fyrst og fremst sýning og leik- ur fyrir knapa á öllum aldri, skemmtum fyrir þátttakendur og áhorfendur. KLJ Hestamenn hafa komið um langan veg til að keppa á Vetrarleikum Léttis, hér situr hin kunni þýski hestamaður Andreas Trappe stóð- hestinn Gassa á Vetrarleikum árið 1990. Mynd: KU Sjálfstæðisflokkurinn: Davíð á (undum í Ólafs- firAi og Akureyrí í dag Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 27. mars 1995 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Sig- fríður Þorsteinsdóttir og Þórarinn B. Jónsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæó. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 21000. Sjálfstæðisflokkurinn efnir til tveggja funda með Davíð Odds- syni forsætisráðherra, í Noróur- landskjördæmi eystra í dag, laug- ardaginn 25. mars. Fyrri fundurinn verður í Tjam- arborg í Olafsfirði í dag kl. 11. Fundarstjóri verður Gunnar Þór Magnússon. Síóari fundurinn verður á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri kl. 13.30. Fundarstjóri verður Valgerður Hrólfsdóttir. Það skal ítrekað að fundurinn er kl. 13.30 en ekki 15 eins og fyrst var auglýst. Að lokinni framsögu mun Dav- íð sitja fyrir svörum ásamt þrem efstu mönnum á lista Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi eysfra, þeim Halldóri Blöndal, Tómasi Inga Olrich og Svanhildi Ama- dóttur. (Fréttatilkynning) Fundað hjá Sam- hjálp kvenna Á mánudagskvöld kl. 20.30 verð- ur fundur hjá Samhjálp kvenna í skrifstofu Krabbameinsfélagsins við Glerárgötu á Akureyri. Þar mætir Guðmundur Magnússon frá Stoð og fjallar um notkun gervi- brjósta.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.