Dagur - 28.03.1995, Side 5

Dagur - 28.03.1995, Side 5
Föstudagur 28. mars 1995 - DAGUR - 5 Húsavík: „Valið í kosnmgunum auðvelt“ - sagði Davíð Oddsson á fundi sjálfstæðismanna Menningarmálanefnd Húsavíkur hefur fitjað upp á nýbreytni í sam- vinnu við Safnahúsið og Tónlistar- skólann. A miðvikudagskvöld verða haldnir tónleikar i Safnahús- inu þar sem stigahæstu nemendur Tónlistarskólans fá að spreyta sig á lengri dagskrá en á hefðbundnum nemendatónleikum, án þess þó að um einleikstónleika sé að ræða. Gunnar Rafn Jónsson, formaður nefndarinnar, sagði að þessi hug- mynd hefði komið fram, að nem- endunum gæti hentað vel að glíma við slíkt millistig á tónleikum. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Sagðist Gunnar Rafn vona að fólk styddi æskuna með góðri mætingu. A tónleikunum leikur Jóhanna Gunnarsdóttir á píanó verk eftir Schumann og Chopin, og verk eft- ir C. Francous og J. Revaux ásamt Kristjáni Þór Magnússyni saxó- fónleikara. Þórunn Harðardóttir og Valmar Valjaots leika verk eft- ir Schubert fyrir píanó og fiðlu. Þorvaldur M. Guðmundsson leik- ur á gítar verk eftir L. Brouwer, Bach og I. Albemiz. IM „Ég get alveg sætt mig viö að það séu öðru hvoru vinstri stjómir í landinu, það er eðlilegur hluti lýð- ræðisins að menn láti á slíka hluti reyna. En vinstri stjóm 4-5 flokka sem em svona sundraðir er ekki hagfelld lausn núna, þegar við er- um að ná árangri eftir erfiða bar- áttu,“ sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, á fundi Sjálfstæðis- flokksins sl. föstudagskvöld á Húsavík. Um 70 manns sóttu fundinn, þar á meðal margir kenn- arar sem auðkenndu sig sem kenn- ara í verkfalli. Forsætisráðherra sagði efna- hagsuppsveifluna meiri en hann hefði óraó fyrir og valið í kosn- ingunum yrði auðvelt, þar sem ekki væri æskilegt að fá fimm skipstjóra við stjómvölinn og þar með stjórn sem myndi springa þegar mest á reyndi. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt meiri áherslu á samgöngumál en aðrir flokkar. Fyrir okkur héma fyrir noröan er það mjög þýðing- armikill og afdrifaríkur þáttur í þjóðmálum," sagði Halldór Blön- dal, samgönguráðherra. „Við vit- um að áherslan í samgöngumálum þessa kjördæmis hefur verið í kringum Akureyri, vegna þess að umferðin er mest þar og mest hef- ur reynt á vegina. Þess vegna er ekki óeðlilegt að strjálu byggðim- ar hér fyrir austan njóti þess nú að við erum í stærsta dreifbýliskjör- dæmi landsins.“ Trilluútgerð lóðrétt á hausinn Heimir Bessason, trillukarl, bar fram nokkrar fyrirspumir til Dav- íðs: m.a. hvort það hefði afgerandi áhrif á þorskstofninn þó leyft yrði að veiða 10 þúsund tonnum meira, og hvort Þorsteinn Pálsson yrði næsti sjávarútvegsráðherra sjálf- stæðismanna, ef þeir yrðu í ríkis- Heimir Bessason, trillukarl á Húsavík, og Davíð Oddsson, forsætisráðhcrra, ræða málin á fundi Sjálfstæðisflokksins á Húsavík si. föstudagskvöid. Heim- ir bar fram nokkrar fyrirspurnir til Davíðs og m.a. hvort Þorsteinn Pálsson yrði næsti sjávarútvegsráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði með þann málaflokk að gcra í næstu ríkisstjórn. Mynd: IM Húsavík: Nemendatónleikar í Safinahúsinu HEILBRIGÐISMÁL í GLERHÚSINU stjóm og hefðu með þann mála- flokk að gera. Hann sagöi að hús- vísk trilluútgerð væri á leið lóðrétt á hausinn með sama áframhaldi. Davíð svaraði og sagói menn ekki hafa fundið skárra kerfi en kvótann. Hann sagðist ekki sér- fræðingur í fræðunum, en að hann hefði haldió að þaó myndi ekki skipta sköpum um stofnana hvort 10 þúsund tonnum yrði bætt við veiðiheimildir trillukarla. Hann sagði afskaplega erfitt fyrir stjóm- málamanninn að taka sér það vald að segja að vísindamennimir segðu þetta en hann sem valda- maður ætlaði að ákveða hitt. Varðandi sjávarútvegsráðherra sagði hann ekki venju að ákveða fyrirfram embætti þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Hann sagói að gætilega þyrfti að fara við að finna að störfum Þorsteins, þar sem hann væri sjávarútvegsráð- herra við mjög erfið skilyrði. Friðfmnur Hermannsson spurð- ist fyrir um eignaraóild að kvóta og Snædís Gunnlaugsdóttir spurði hvort nokkum tíma yrði hægt að snúa aftur frá kvótakerfinu. Forsætisráðherra sagði að því Iengur sem kvótakerfið varaði yrði það fastara í sessi og fleiri þættir tengdust því. Skilgreiningin á eignarrétti hefði þó ekki breyst, kvótinn væri þjóðareign. IM ÍSLANDSBANKl NÁMSKEIÐ í HEIMILISBÓKHALDI Viltu ná tökum á fjármálum heimilisins...? ÞRIÐJUDAGINN 28. MARS MORGUNFUNDUR K L. 10.00 Guómundur Bjarnason, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, ræðir um stefnuna í heilbrigðismálum. SÍÐDEGISFUNDUR K L. 17.00 Guðmundur Bjarnason, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, leiðir umræðu um heilsugæslu, heilsueflingu, hlutverk sjúkrahúsa og hið umdeilda þjónustugjald. Stuttar framsögur flytja Karolína Stefánsdóttir, félagsráðgjafi, Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir, og Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA. Nú býðst tækifæri til að koma skipulagi á fjármálin. Við bjóðum þér á námskeið í heimilisbókhaldi fimmtudaginn 30. mars kl. 20-22 á Fiðlaranum, Skipagötu 14, 4. hæð Leiðbeinendur: Kristján Einarsson, rekstrarhagfræðingur Guðrún Jóhannsdóttir, þjónustufulltrúi Skráning og nánari upplýsingar fást í utibuum bankans á Akureyri. Guðmundur Bjarnason, alþingismaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.