Dagur - 01.04.1995, Page 6
6 - DAGUR - Laugardagur 1. apríl 1995
„Það kitlar okkur að fai
- segir Þorvaldur Örlygsson, sem líklega er á förum frá Stc
Þorvaldur Örlygsson er sennilega sá norðlenski knattspyrnumað-
ur sem hefur náð hvað bestum árangri á erlendri grund á síðari
árum. Eftir að hann varð íslandsmeistari með KA sumarið 1989
hélt hann utan og gerðist atvinnumaður með Nottingham Forest í
Englandi. Eftir misgóða tíma þar söðlaði hann um og gekk í raðir
Stoke City sumarið 1993 þar sem honum var strax vel tekið. Hann
er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum liðsins og er almennt
talað um hann sem skærustu stjörnu félagsins. Þessu fékk blaða-
maður Dags að kynnast þegar hann heimsótti Stoke fyrir skömmu
þar sem Þorvaldur hefur komið sér vel fyrir ásamt eiginkonu
sinni, Ólöfu Ellertsdóttur. Þegar komið er inn í verslun Stoke City
við leikvang félagsins, Victoria Ground, blasir við ýmis varningur
í litum félagsins. Tvær Iiðsskyrtur eru hengdar upp til að auglýsa
sölu á búningum liðsins, önnur hvít og rauð og hin græn og blá. Á
annarri skyrtunni stendur „Toddy“ og á hinni „Orlygsson“ og
sagði starfsmaður verslunarinnar þetta langvinsælustu áletrunina
hjá aðdáendum liðsins. Eftir að hafa fylgst með æfingu hjá félag-
inu á illa leiknu æfmgasvæði þess tók blaðamaður Þorvald tali í
íbúð þeirra hjóna í rólegu hverfi í útjaðri Stoke-on-Trent.
Alltaf íslendingur
- Hvernig líkar þér lífið í Eng-
landi?
„Eg er búinn að vera héma síó-
an 1989 eða í sex ár og okkur
Olöfu líkar báðum rosalega vel
héma. Eg hef alltaf kunnað mjög
vel við mig héma og nrundi segja
að ég sé búinn að koma mér vel
fyrir.“
- Ertu orðinn „Tjalli"?
„Nei, maður verður alltaf Is-
lendingur, alveg sama hversu
lengi maður mundi búa hérna.
Helsta breytingin er kannski sú að
maður borðar meira egg og beikon
en maóur gerði áóur fyrr.“
- Ertu vel stœður peningalega
eftir þessi sex ár sem atvinnumað-
ur í Englandi?
„Eg mundi allavega ekki segja
að ég sé illa staddur og alveg ör-
ugglega betur staddur en þegar ég
byrjaði. Eg var mjög fátækur
námsmaður sem lifói á foreldrun-
um áður en ég fór út.“
- Hefiir orðið mikil breyting á
þér sjálfum á þessum árum í at-
vinnumennskunni?
„Já, þaö er ekki spuming að
hún er alveg geysileg. Það er þá
kannski bæði líkamleg og andleg
breyting. Það er t.d. aðeins farið
að þynnast á mér hárið. Eg kom út
þegar ég var 22 ára og maður hef-
ur þroskast geysilega síðan. Eg er
miklu rólegri og yfirvegaðri held-
ur en ég var þá og ég held að ég sé
ekki alveg eins blóðheitur og ég
var.“
- Hvað gerir atvinnumaður í
knattspyrnu utan við að leika fót-
bolta?
„Þaó eru jafn mörg áhugamál
hjá mönnum eins og menn eru
margir en típískur fótboltamaður
gerir ósköp lítið. Þessi týpíski
Breti sem maður hefur kynnst
héma annað hvort veðjar á hestana
sína eða eyðir bara deginum í að
bíða eftir næsta degi. Menn reyna
náttúrulega að hafa einhver áhuga-
mál fyrir utan völlinn og gera eitt-
hvaö meö tímann. Sumir reyna að
koma sér í nám, því þegar upp er
staðið þá geta menn ekki spilað
fótbolta til eilífðar. Þó svo að
menn séu með mikinn frítíma þá
Þorvaldur hefur nú leikið í tæp sex ár sem atvinnumaður í Englandi. Hann
iék fyrst með Nottingham Forest og færði sig síðan yfir til Stoke fyrir tveim-
ur árum. Hér sést hann í baráttu við Gordon Cowans, leikmann Wolves.
:
iÆCíV'W
'oSÍm
Þorvaldur Örlygsson hefur áhuga á að reyna tyrir sér í Japan ef honum stendur það enn til boða þegar knattspyrnu-
tíðinni líkur í Englandi um miðjan maí. Mynd: SH
er sá tími þannig að einn daginn
áttu frí en síðan geta komið tvær
vikur án þess aó eiga frí þannig aó
það er erfitt að fara í nám með
boltanum. Eg vona aö ég hafi ein-
hverja möguleika þegar ég hætti
að spila og maður verður að hugsa
um að boltinn stoppar bráðum.“
- Nú hafa margir þá hugmynd
um atvinnuknattspyrnumenn að
þeir séu kœrulausir og skemmti
sér fram úr hófi. Ert þú skemmt-
anafrík?
„Nei, ég held ég sé frekar ró-
legur í þeirri deild. Eg neita því
ekki að mér finnst ekkert leiðin-
legt að fara út og skemmta mér en
það á sér sinn tíma og stað og
knattspymumenn geta ekki leyft
sér allt.“
- Hvernig er samband atvinnu-
manns við aðdáendur?
„Þetta er ekkert líkt því sem er
heima þar sem stuðningsmenn
liósins eru meira og minna fjöl-
skylda og vinir. Héma verður
maður að passa sig á því hvað
maður segir og hvað maður gerir.
Eg hef aldrei komið í annað eins
kjaftasögubæli og héma í Stoke og
þeir eru fljótir að búa til sögumar
og þær fljótar að berast.“
Frábær tími
- Nú varstu í fjögur ár hjá Nott-
ingham Forest og þurftir oft að
dúsa fyrir utan liðið. Hvernig var
sá tími?
„Tíminn í Nottingham var al-
veg frábær og mjög skemmtilegur
þrátt fyrir að fótboltalega séð hafi
gengið upp og niður. Eg er ekki að
segja að það hafi gengið illa því
þegar ég lít til baka er ég nokkuð
sáttur við hvernig mér gekk. Eg
hefði kannski viljað skora fleiri
mörk og spila fleiri leiki en við
vorum meö það stóran hóp aö
þegar maður datt út úr lióinu lenti
maður í röð á eftir tíu mönnum.
Forest var á þessum tíma mjög
sterkt og hópurinn mun betri held-
ur en félagió hefur í dag og þar
voru á milli 20 og 30 leikmenn
sem voru með burði til að vera í
aðalliðinu. Ef maður datt út þá
lenti maður bara aftast í röðinni.
Þaö var rosalega erfitt en þaö var
góð reynsla og virkilega skemmti-
leg líka.“
- Hver er svo munurinn á að
vera að leika með Stoke þar sem
þú ert mikils metinn og að vera
hjá Forest þar sem þú varst ekki í
hópiþekktari leikmanna?
„Eg get ekki neitað því aó það
er rosalega gaman að vera stóra
stjaman í liðinu, ganga vel og
skora reglulega. Þetta er tvennt
ólíkt og héma er miklu auðveldara
að verða hetja. Þó við séum í 1.
deild þá er alveg jafn mikill og
jafnvel meiri áhugi á fótbolta
hérna en í Nottingham. Síðustu
tvö ár hefur verið nokkuð gott
gengi hjá okkur og við erum svo-
lítið svekktir að hafa ekki farið
upp í úrvalsdeildina á síðasta ári.
Það var einungis fyrir klaufaskap
aó við misstum af því.“
- Nýturðu einhverra forrétt-
inda eða fœrð sérstaka athygli
sem atvinnumaður hérna í Stoke?
„Því er ekki hægt aó neita að
fótboltamenn fá sérstaka meðferð
og fólk vill þekkja atvinnumenn
en það er jafn fljótt að snúa baki
við þeim ef illa gengur. Þegar vel
gengur þá er náttúrlega mjög gam-
an og sérstaklega í samfélagi eins
og hér í Stoke þar sem allt snýst
um fótbolta hjá fólkinu. Hér er
fólk almennt ekki með mikla pen-
inga milli handa og þá er rosalega
mikilvægt að hafa gott fótboltalið.
Fólkið talar um fótbolta allan dag-
inn og ég hef heyrt það hjá mönn-
um í atvinnurekstri að þegar vel
gengur hjá Stoke-liðinu þá er betri
vinnuandi og miklu skemmtilegra
að lifa. Fólkið tekur hrikalega
nærri sér þegar illa gengur og þá
færðu að heyra það.“
- Ertu orðinn frœgur?
„Frægur eða ekki frægur? Eg er
búinn að vera héma í nokkur ár og
hérna í mið-Englandi er mikill
áhugi. Eg er búinn að spila um tvö
hundruð leiki meö Forest og Stoke
þannig að ég mundi segja að ég sé
búinn að skapa mér ágætis nafn
sem fótboltamaður héma í Eng-
landi.“
Skipulagsleysi
- Stoke hefur ekki gengið mjög vel
að undanförnu, hvað er að ger-
ast?
„Þegar ég kom héma fyrst var
svona heldur losaragangur á öllu í
sambandi við klúbbinn. Eg kom
héma á meðan Lou Macari var
stjóri en síðan fer hann til Celtic
og þá fer aó ganga betur hjá okk-
ur. Joe Jordan tekur vió og hann
kemur skipulagi á hlutina. Hann
kemur hlutunum í rétt stand hvað
varðar æfingar og var að snúa
klúbbnum í þá átt að vera alvöru
klúbbur. Það er alltaf góð aðsókn
héma í Stoke, alveg sama hvemig
gengur, en Joe náði aldrei góðu
sambandi við áhorfendur. Við vor-
um þremur stigum frá því að kom-
ast í úrslitakeppnina í fyrra en það
hefur gengið niður á við síðan þá.
I byrjun þessa tímabils vomm við
að spila mjög góðan bolta undir
stjóm Jordans. Við áttum gott
undirbúningstímabil og vorum vel
undirbúnir. Hann hafói ekki mikla
peninga til aó kaupa og fékk ekki
mikið til að bæta hópinn þannig að
hann vissi að hann þurfti að vinna
vel úr því sem hann hafði og hafa
góða skipulagningu á hlutunum.
Það gekk ekki alveg nógu vel í
byrjun hjá honum, við töpuðum
nokkrum leikjum í röð og það var
einhvers konar pólitík bakvið það
aó hann var rekinn. Þá var nýbúið
að reka Lou Macari frá Celtic og
hann tók aftur við Stoke. Ég held
að við höfum verið í sjöunda sæti
deildarinnar þegar Lou tók við lið-
inu aftur en nú emm við í fimmta
neðsta sæti og það segir ansi mik-
ið.
- Hvernig þjálfari er Lou Mac-
ari?
„Hann vill oft á tíóum einbeita
sér meira að því aó hafa leikmenn
í góðu formi frekar en að hafa þá
undirbúna andlega og fótboltalega
séð. Það er mjög góður standard á