Dagur - 01.04.1995, Side 7

Dagur - 01.04.1995, Side 7
i Laugardagur 1. apríl 1995 - DAGUR - 7 1. deildinni núna og þá geturðu ekki bara farið út og hlaupió öll liðin af þér. Þú þarl't að hafa gæói og það er fullt af mjög góóum leikmönnum og liðum í þessari deild. Mér finnst vanta miklu meiri gæói í Stoke-liðið. Hann hefur hann eytt milljón punda í nýja menn og rúmlega það en það hefur ekki gengið upp hjá þeim sem hann hefur keypt.“ - Hvernig er andinn í hópnum þegar það gengur svona illa? „Tímabilió er búið aö standa síðan í ágúst og það er mín skoðun aö það sé frekar mikil andleg þreyta í hópnum og ég held að þaó sé einungis vegna þess aö við er- um búnir að æfa alltof mikið lík- amlegar æfingar frekar en að ein- beita okkur að fótboltanum. Þaö væri nær að spá í hvernig and- stæðingamir eru heldur en að vera nógu hraustur til að geta hlaupið 10 kílómetra. Það er óðagot á þessu núna og við höfum verið að spila mikinn vamarleik og það hjálpar okkur ekki. Sjálfstraustið hverfur og þaó gengur allt á móti okkur. Þegar hlutirnir ganga illa þá reynir miklu meira á fram- kvæmdastjórann, hvort að kunn- átta sé fyrir hendi. Þaö er ekkert mál fyrir framkvæmdastjóra þegar lióinu gengur vel en þegar illa gengur þarf að snúa við dæminu. Vió erum komnir ansi langt nióur í deildinni og því fyrr sem menn átta sig á því aó við getum fallið, því betra.“ - Er Stoke nógu sterkt til að sleppa við fall? „Ég tel að við séuni með nógu góða menn til aó vera í toppbarátt- unni en til þess þyrfti aö velja lið- ið aóeins öðruvísi. Vió höfum ver- ió að spila með fimm til sex manna vöm. Við erum með þrjá til fjóra hafsenta að dekka tvo menn og það segir sig sjálft að í enska boltanum þýðir ekkert að verjast svona, við verðum að sækja. Síðan fara áhorfendur að gagnrýna fram- herjann fyrir að skora ekki en hann getur ekki skorað þegar bolt- inn er alltaf á miðjum vellinum. A móti Port Vale um daginn spilaði ég frammi og vió fengum t.d. að- eins eitt hom í öllum leiknum og í síðari hálfleik áttum við aðeins eina fyrirgjöf. Ég gaf fyrir markið á þann sem var með mér frammi og næsti félagi okkar var inni á okkar vallarhelmingi. Það vantar meiri sköpun í liðið og mér finnst nokkur panik í þessu núna. Við getum unnió hvaða lið sem er í deildinni en okkur vantar allan stöðugleika og ég held að það sé vegna þess að við erum ekki nógu skipulagóir.“ Ég er boltamaður - Varð mikil breyting á leik liðsins eftir að Macari tók við? „Já, ég mundi segja það. Ég veit ekki hvort þetta kallast „kick and rush“ en ef við erum með boltann á okkar eigin vallarhelm- ingi þá vill stjórinn að við reynum sem fyrst að koma boltanum það- an og reyna svo aö ná honum hin- um megin á vellinum. Hjá Joe voru öðruvísi áherslur og þá átti að reyna aö spila boltanum í lapp- imar á framherjunum. Ég mundi segja að ég væri frekar boltamaður það hentaði mér t.d. vel að vera hjá Clough hjá Forest þar sem áherslan var allan tímann að stoppa boltann og senda á næsta mann.“ - Nú eru þessir stjórar sem þú hefur verið með hérna mikið í sviðsljósinu. Hver eru einkenni þessara manna? „Clough er sennilega þekktasti framkvæmdastjórinn héma í Eng- landi og hefur verið síðustu tvo áratugi. Hann hefur persónuleika sem er sér á báti og svo gjörsam- lega óútreiknanlegur. Hann er bú- inn aó ná frábærum árangri en á sín vandamál eins og hver annar. Clough var af þessum „gamla skóla“ og skipulag var kannski ekki alltaf eins gott og það á aö vera. Hann lék meira af fingrum fram frekar en að spá mikið í hlut- ina. Hann var kannski með þaö mikla reynslu að hann þurfti ekk- ert að hafa fyrir þessu. Ég er mjög ánægður meó Joe Jordan hvað varðar skipulag og undirbúning. Æfmgamar hjá honum voru mjög skipulagðar og hann var búinn að vera á Italíu í nokkur ár og var að koma meó góða hluti hingað. Hvort Lou Macari sé af „gamla skólanum“ eða viti bara ekki bet- ur, það er hlutur sem hann verður sjálfur að svara.“ - Þegar þú varst hjá Forest varstu oftast notaður sem kant- maður og sama sagan var hjá ís- lenska landsliðinu. En ertu kant- maður? „Þegar ég kom héma út fyrst þá var ég miðjumaður en Clough færði mig út á kantinn og það fest- ist einhverra hluta við mig að ég væri kantmaður. Ég hef aldrei ver- ió kantmaður og barðist við það heillengi að komast inn á miðjuna. Síðan var náttúrulega önnur bar- átta hjá Forest þar sem sonur þjálf- arans (Scott Gemmill (innskot blaðamanns)) var á miðjunni og ég átti frekar erfitt uppdráttar. Þetta hljómar kannski asnalega en því miður var það svoleiöis. Þaó var líka um tíma með íslenska landsliðinu að ég var alltaf notaö- ur sem vængmaóur og ég orðaði það við Asgeir (Elíasson (innskot blaðamanns)) að það væri ekki mín staða og ég vildi helst ekki spila sem vængmaður. Það hentar mér engan veginn og ég held að það hafi síðan reynst rétt hjá mér. Það eru til betri menn í þá stöðu og af hverju ekki að velja þá.“ Landsliðið - Hefur þú einhvern tíma lent í útistöðum við Asgeir Elíasson, landsliðsþjálfara? „Ég kann vel við Asgeir sem persónu og hann hefur góðar hug- myndir um fótboltann. Asgeir er mjög þrjóskur karakter og stendur meó sínum ákvörðunum og ég met hann mikils fyrir það. Við erum náttúrulega ekki alltaf sammála en hann er þjálfarinn og hefur síðasta orðið og maður verður að sætta sig við það. Við erum báðir miklir keppnismenn en það voru aldrei neinar erjur okkar á milli. Ég var ekki alveg sammála hans liðsupp- stillingu og ákvað að taka mér einn leik í frí. Hann valdi mig síð- an aftur í liðið og lét mig sitja á bekknum á meðan ég hefði getað spilað meö Stoke og ég var nátt- úrulega ekki sáttur við það.“ - Hvernig finnst þér staðan á íslenska landsliðinu eins og er? „Við erum ekki búnir að skora mark í riðlinum okkar í Evrópu- keppninni, búnir að spila þrjá leiki og fá sjö mörk á okkur. Þetta er náttúrulega ekki nógu gott. Leik- urinn í Tyrklandi var mjög slakur af okkar hálfu, alveg frá upphafi til enda. I byrjun riðlakeppninnar voru miklar væntingar og talað um að við ættum loksins tækifæri á aó komast áfram. Nú er engin glæta í því en ég held að menn hafi ekki verið nógu raunsæir í upphafi og við erum einfaldlega ekki meö nógu gott lið. Það skiptir í raun engu máli í hvaða riðil við drög- umst, við erum ekki í það háum styrkleikaflokki." Japan kitlar - Nú er samningur þinn við Stoke á enda í sumar, hvert verður fram- haldið? „Framtíðin er mjög óráðin, sér- staklega þar sem ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með gengið í vetur. Ég var að gera mér vonir um að við myndum komast í úr- slitakeppnina þar sem við komum vel undirbúnir og vorum að spila góðan bolta fyrstu tvo mánuðina. Ég var að vonast til þess að vió myndum komast upp og þá hafði ég mikinn áhuga á að vera áfram héma en nú er það bara að sjá til eftir tímabilið og skoða málin í lokin. Maður hefur meiri áhyggjur af því að reyna að spila vel og reyna aö halda liðinu uppi heldur en að vera að hugsa um hvað mað- ur ætlar aó gera sjálfur." - Ensku blöðin hafa orðað þig við ýmis stórlið. Er eitthvað til í þeim sögum? „Það er að sjálfsögðu mikill heiður og það kitlar mann þegar svoleiðis hlutir eru skrifaðir um mann. Þetta eru hlutir sem ég mun skoða í vor og ég veit náttúrulega um hin og þessi lið sem hafa áhuga en meðan maður er á samn- ingi hjá Stoke þá geta þeir stoppað allt. I lok tímabilsins er ég í þeirri stöðu að geta skoðað og gert þaó sem ég vil. Ég mun gera það.“ - Eru einhver lið búin að tala við þig? „Mér er ekki leyfilegt að tala vió önnur lið á meðan ég er á samningi og ég hef ekki opinber- Þorvaldur lék á als oddi á æfíngunni sem blaðamaður Dags fylgdist mcð. Hér kætist hann mjög og fagnar marki á mcðan Lárus frændi er frémur súr á svipinn. Mynd: SH Þorvaldur Örlygsson hefur unnið sér gott orðspor sem leikmaður með Stoke City undanfarin tvö ár og er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum fé- lagsins og almennt talin „stjarna liðsins.“ lega gert það. Það verður spenn- andi að sjá hvað verður og auðvit- að kitlar það manni að spila í úr- valsdeildinni en það er ekki það mikilvægasta hjá mér. Það eru einnig fullt að góðum liðum í 1. deildinni og það er oft á tíðum betra að vera bara rólegur og fara í mjög gott lið í 1. deildinni heldur en að stökkva inq í hóp í úrvals- deildinni og lenda í sama málinu og hjá Forest þar sem að maður fer bara aftast í röðina ef maður dettur út úr liðinu.“ - Hvaða lið eru það sem helst eru nefnd? „Maður sér náttúrulega hin og þessi lið nefnd í blöðununt héma og ég held að það eigi einungis eftir aö orða mig við þrjú lið í úr- valsdeildinni, þrjú efstu liðin. Þetta er hluti af blaðamennskunni héma en hvort að það er sann- leiksfótur fyrir þessum fréttum eða ekki er erfitt að segja. Því er nátt- úrulega neitað á öllum vígstöðvum að eitthvað sé að gerast, fram- kvæmdastjóramir í hinum liðun- um segja ekkert því opinberlega má náttúrulega ekkert tala um þetta. I lok tímabilsins kemur í ljós hvort eitthvað sé til í þessu og ég mun skoða hvort ég verð áfram í Englandi eóa færi mig um set og spili annars staðar. Ég hef mestan áhuga á að vera í Englandi örlítið lengur en maður veit aldrei hvað verður.“ - Eru líkur á að þú spilir utan Englands? „Ég hefði alveg áhuga á að skoða aðra hluti eins og einhvers staðar erlendis ef þeir kæmu upp á borðið og ef þeir koma þá mun ég gera það og aldrei að vita nema maður færi sig eitthvað lengra í burtu. Núna verður maður bara að hugsa um að standa sig héma út tímabilió og þetta er fljótt að breytast, sérstaklega ef lióið hryn- ur ennþá lengra niður deildina þá gæti áhugi annarra liða breyst.“ - Nú hefur komið upp aðt jap- önsk lið hafi áhuga á þér, er eitt- hvað til í því? „Þaó hefur komið til tals og það kitlar okkur að fara til Japans en því miður byrjar tímabilið þar sjöunda maí þannig að ég veit ekki hvað verður úr því. Þaó er spenn- andi dæmi að fara til Japans en þaó er hlutur sem gæti verið dauð- ur þegar að tímabilið hér er búið. Eins og gengið er núna þá er klúbburinn ekki tilbúinn til að láta mig fara. Það verður bara að koma í Ijós hvort maður veróur aö læra að elda japanska fæðió eða ekki.“ — Að lokum, ef Lou Macari verður hérna áfram, verður þú hérna áfram? „Ég hef mjög litla trú á því. Vissulega verður klúbburinn að bjóða mér samning í lok tímabils- ins og hann hefur lýst yfir að hann ætli að bjóða mér samning en ég tel svona 99,99 prósent líkur á að ég verði ekki hér áfram.“ SH Þorvaldur á fleygiferð með knött- inn. Allar likur eru á því að hann sé nú að leika sína síðustu leiki í Stoke- búningnum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.