Dagur - 01.04.1995, Side 17

Dagur - 01.04.1995, Side 17
POPP Stórtíðindi Sú stórfregn berst nú um land vort að rokksveit allra rokksveita, Rolling Stones, sé á leió til landsins innan skamms. Eru „Steinarnir“ sem kunnugt er af fréttum nú að gera allt vitlaust í Astralíu, en þar hefur hljóm- sveitin verið á tónleikaferða- lagi að undanförnu. Viróast vinsældimar á heimsvísu vera jafnvel meiri nú en nokkru sinni fyrr og er þá ansi mikið sagt. Voru þeir Jagger, Richards og félagar þar áöur í Austurlöndum fjær, þar sem hreinlega allt fór á hvolf og komust færri að en vildu til að sjá þá. Otrúlegt en satt. Þaó þarf því vart að fjölyrða um hvílíkur hvalreki þetta er fyrir ís- lenska poppaðdácndur að fá Rolling Stones hingaó til lands. Samkvæmt þessum fregnum, sem eru glóðvolg- ar, er gert ráð fyrir að hljóm- sveitin komi hér við á leið sinni til Bretlands í lok maí eða byrjun júní og haldi hér eina ef ekki tvenna tónleika. Hefur umsjónarmaður Popps það eftir áreiðanlegum heimildum, að það sé enginn annar en kvikmynda- leikstjórinn áræðni, Hrafn Gunnlaugsson, sem slandi á bak við þetta tiltæki. Kappinn sá hefur líka mikla reynslu í slíkum efn- um, því hann stóð m.a. fyr- ir því að Leonard Cohen, Joan Baez og nú síóast Donovan komu hingað til lands auk margra frægra djassleikara. Ekki er ljóst á þessari stundu hversu um- fangsmiklir tónleikarnir hér verða. Geta menn rétt reynt að ímynda sér hvurs- konar ævintýri það yrði ef hægt verður að hafa þá í allri sinni dýrð, með öllum sviðs- og ljósabúnaðinum, sem vegur einhverja tugi tonna. Það yrði nú aldeilis. En það gæti líka komið til að „aðcins“ yrði um „unpl- ugged“ tónleika að ræða, sem þó heldur betur væri nú „flott“. Hafa menn reyndar verið að vonast eftir slíkum tónleikum hjá Stones og síðan plötu auð- vitað. Bob Dylan mun væntanlega ef að líkum lætur koma með „ótengda" plötu í ár, þannig að tími er kominn á að Rolling Stones geri það líka. Keith Richards mun kæta landann ásamt félögum í Rolling Stoncs. Ilnni i/ðknind ikirin n« »WPP' ícmiiiiig ;urm n snýr aftur Árið 1993 sló þungarokkssveit- in margbrotna White Zombie (Hvíti uppvakningurinn) eftir- minnilega í gegn með plötunni sinni Sexocisto, devil music Vol 1., sem m.a. náði platínusölu í heimalandinu Bandaríkjunum og fékk mjög góða dóma gagn- rýnenda. (Var platan ef mig misminnir ekki víóa valin ein af þeim 10 bestu í rokkinu þetta árið og hér- lendis valdi a.m.k. einn plötupælari, Andrea Jóns- dóttir á Rás tvö, hana sem eina af tíu bestu plötum árs- ins.) Nú eftir rúma viku, nánar tiltekiö þann 10. apríl, er hljóm- sveitin, sem að hluta til dregur sitt af söngv- aranum og forsprakkanum Rob Zombie, að senda frá sér lang- þráóa, nýja plötu sem ef rétt telst til verður sú þriðja í röðinni frá henni. Ber hún þann langa og mikla titil, Astro-creep: 2000 songs of love, destruction and other synthetic delusions of the electric head! og markar nokkra stefnubreytingu frá áóumefndu plötunni á undan. Mun hinnar svokölluðu „Industralstefnu“ gæta nokkuð á nýju plötunni, en þó ekki meira en svo að aðeins er um viss áhrif aö ræða að sögn Zombies sjálfs. Má geta þess til frekari fróðleiks að til industral- rokksins teljast ekki minni sveit- ir en Nine inch nails og Minis- try, sem báðar hafa náó gríóar- hylli, sérstaklega í Bandaríkjun- um. Sú síðarnefnda kemur reyndar með nýja plötu innan skamms, þá fyrstu í þrjú ár og er hennar beðið með eftirvæntingu. tónlistarhúsi íslcnskir hljónilistarmcnn, popp- arar, rokkarar, klassíkerar og allt hvað eina, hafa svo lengi sem elstu menn muna, eða ailavega árum saman, barist fyrir því að byggt verði sómasamlegt tónlist- arhús fyrir starfsemi þeirra. Hef- ur á ýmsu gengiö og allt mögu- legt verió reynt til að koma þessu þarfa verki á framfæri og I framkvæmd. Til dæmis hefur pcningum í gegnum tíðina verið safnað með því að gefa almcnn- ingi kost á að kaupa sér stól í framtíðarhúsinu og happdrætti farið fram til styrktar bygging- unni. Hafa töluverðir fjármunir aflast meó þessu og þeir verið ávaxtaðir, en betur má ef duga skal ef takast á aó reisa hús sem kostar nokkur hundruó milljónir. Það nýjasta í þessum efnum er aó plata með rokkverki Trúbrots, Lifun, sem fyrst kom út fyrir lið- lega tuttugu árum, hcfur nú verið gefin út í þágu byggingar tónlist- arhúss. Er á henni að finna rokk- sinfóníska útfærslu Gunnars Þórðarsonar á Lifun, sem flutt var við mjög góðar undirtektir í Háskólabíói í Rcykjavík af Sin- fóníuhljómsveit íslands ásamt mörgum af helstu poppurum landsins, fyrir ári eða rúmlega svo. Þeir sem vilja styrkja þetta góða málefni frekar geta haft samband viö samtökin um bygg- ingu tónlistarhúss. Laugardagur 1. apríl 1995 - DAGUR - 17 EMF eru með þeim bestu í bresku nýbylgjurokki. Bresk nýbylgja Framsækin bresk nýbylgjutónlist, sem segja má að sé nokkum veginn mitt á milli „indiepoppsins“ annars vegar, sveita á borð við Suede, Blur og Boo Radleys, og danspoppsins hins vegar, t.d. Underworld, Prodigy, Shamen svo nokkrar séu nefndar, á sér all- góðan hóp dyggra fylgjenda og það m.a.s. hér á Islandi. Þrjár hljómsveitir koma óneitanlega strax upp í hugann þegar þessa stefnu ber á góma, Jesus Jones, Carter USM og EMF, en tvær þær síðamefndu hafa einmitt nýlega semt frá sér plötur. Carter, sem m.a. hefur áður sent frá sér glæsiverk á borð við 30 something, sendi frá sér Worry bomb í febrúar, en EMF, sem náði t.d. miklum vinsældum með plötunni Schubert dip árið 1990, er nú rétt búin að senda frá sér sína nýjustu afurð, Cha cha cha. (Er hún væntanlega vel danshæf eftir nafninu að dæma) Eazy E á í erfiðleikum en berst hetjulegri baráttu. Rappgoð í blíðu og stríðu Eftir miklar vangaveltur og sögusagnir þess efnis í bandarísku popppressunni á síðasta ári, virðast nú sterkar líkur á því að ein af stórsveitum rappsins, NWA, Niggers With Attitude, taki upp þráð- inn að nýju eftir nokkurra ára hlé. Var það m.a. heiftarlegur ágreiningur Eazy E og Dr. Dre og reyndar nokkm áður, brotthvarf Ice Cube úr hljómsveitinni, sem stuðlaði að endalokum NWA, en nú virðist semsagt gróið um heilt þar á milli. Það er reyndar næsta ótrúlegt í ljósi þess, að bæði Dr. Dre og Eazy E, gerðu báðir plötur í framhaldinu, sem báðar snémst um hversu mikið þeir hötuóu hvor annan. Þeir „félagamir“ munu hafa á prjónunum, samkvæmt fréttum að vinna plötu á þessu ári, sem síðan kænii út á því næsta. Það sem hins vegar stendur í vegi fyrir þessu samkvæmt nýjustu tíðindum, er að Eazy E á vió mikil veikindi að stríða þessa dagana og er því miður ekki loku fyrir það skotið að um alnæmissmit sé að ræða. Verður væntaniega meira af þessu og nánar að segja fljótlega. Aukaplata Með nýrri útgáfu af síðustu plötu Dave Mustaine og félaga í Megadeth, Youthanasia, fylgir sérstök aukageislaplata með átta lögum sem hljómsveitin hefur m.a. lagt til í kvikmyndir, sjón- varpsþætti o.fl. Þá er eitt laganna átta áður óútgefið, Problems, sem er upprunalega úr smiðju pönkgoðanna margfrægu, Sex Pi- stols.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.